Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 Mikla norræna ritsímafélagið hækkar símakostnað frá íslandi um þriðjung; Örugglega hagkvæmt að kaupa þá út úr Skyggni — þegar samninguriim um einkarétt Mikla norræna rennur út í árslok 1985, segir yfirverkfræðingur Pósts og síma SAMNINGUR íslenska ríkisins við Mikla norræna ritsímafélagið rennur út í árslok 1985. Þá geta íslendingar keypt þá 3/s hluta, sem Mikla norræna á í jarðstöðinni Skyggni, eða eignast hana endurgjaldslaust 1992. Jarðstöðin kostaði á sínum tíma hálfa sjöttu milljón dollara, svo láta mun nærri, að hlutur Mikla norræna hafi þá verið um 650 milljónir íslenskra króna. „Við getum borgað okkur út úr þessu á árunum 1986—1992 en hvort það verður gert er ómögulegt að segja í dag. Ákvörðun um það taka stjórnvöld á þeim tíma,“ sagði Jón A. Skúlason, póst- og símamálastjóri, í samtali við blm. Morgunblaðsins um samskiptin við Mikla norræna ritsímafélagið. Þau samskipti hafa komist í brennipunkt m.a. í framhaldi af fréttum um tölvubókunarlínuna, sem Arnarflug keypti frá Eng- landi og taldi að gæti sparað fé- laginu stórfé á ári hverju enda þyrfti ekki að greiða Mikla nor- ræna álag. En póst- og símamála- stjómin á íslandi hefur fullyrt, að engin leið sé fyrir Arnarflug, eða aðra aðila, að komast hjá því að greiða fullt verð, sem ákveðið er að hluta af Mikla norræna. Jón A. Skúlason kvaðst að sínu leyti vel geta fallist á, að heppilegast væri fyrir Islendinga að losna út úr samningnum við félagið og að það væri „best að eiga sínar línur sjálfur". Á það hefur verið bent hvað eft- ir annað, að dýrara sé að hringja héðan en hingað, t.d. kosti helm- ingi meira að hringja frá Islandi til Danmerkur en frá Danmörku til fslands. „Þetta hærra gjald stafar af samningnum við Mikla norræna," sagði Gústav Arnar, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, í samtali við blm. „Við verk- fræðingarnir hér hjá stofnuninni börðumst fyrir því 1976, að íslend- ingar losuðu sig út úr samningn- um við félagið en þáverandi sam- gönguráðherra, Halldór E. Sig- urðsson, kvað það lögfræðilegt álit, að það væri einfaldlega ekki hægt. Mikla norræna hefur rétt til að ákvarða gjald fyrir símtöl á mestum hluta leiðarinnar milli ís- lands og meginlandsins." Samskipti íslendinga og Mikla norræna ritsímafélagsins ná allt aftur til ársins 1906. Núgildandi samningur er að stofni til frá 1959. „Þá vildi enginn annar aðili koma á föstum síma- og fjar- skiptatengslum milli okkar og um- heimsins," sagði Gústav Arnar. „Mikla norræna sýndi þá stórhug og lagði í umtalsverða fjárfest- ingu, sem félagið er að vísu búið að fá margfalda til baka. En auð- vitað verður sá, sem fjárfestir, að fá eitthvað fyrir sinn snúð, þannig eru lögmál fjárfestingarinnar." En skyldi okkur takast að fá fram lækkun á kostnaði við símtöl milli landa eftir að samningurinn við Mikla norræna er útrunninn? Gústav telur að það ætti að vera, en segir: „Það veltur að sjálfsögðu mjög á stöðu Pósts og síma þegar þar að kemur. Á meðan við erum enn að byggja upp sjálfvirka kerf- ið hér heima þá þarf stofnunin mikla peninga, því það er mjög dýrt. En ég tel að það ætti að vera hægt að lækka símakostnaðinn, ekki síst vegna jarðstöðvarinnar, sem gerir okkur kleift að standa jafnfætis öðrum þjóðum á þessu sviði. Sá kostnaður, sem við höfum umfram aðra af símtölum milli landa, rennur að verulegu leyti til Mikla norræna. Þeir hafa neitun- arvald þegar kemur að ákvörðun gjalda, en það er rétt að láta það koma fram, að þeir lækkuðu gjöld- in á sínum tíma um heilan fjórð- ung.“ Umtalsverður hluti tekna Mikla norræna, sem meira og minna er að hverfa af sjónarsviðinu með til- komu gervitungla og nútíma fjar- skipta, er fenginn af samskiptun- um við íslendinga, enda hefur fé- lagið einkarétt á fjarskiptum milli íslands og annarra landa. Guð- mundur Björnsson, fjármálastjóri Pósts og síma, sagði blm. Morgun- blaðsins, að hlutur Mikla norræna af símakostnaði milli landsins og annarra landa á síðasta ári, 1982, hefði verið 2,3 milljónir SDR. Á meðalgengi ársins 1982 væru þetta 32 milljónir króna. „Ef við reikn- uðum þetta á gengi dagsins í dag væru þetta 68 milljónir króna," sagði Guðmundur, „og þar af væru 53% okkar beina gengistap. En þetta er að mestu ógreitt og að hluta óuppgert, þannig að það er ekki rétt að reikna þessa upphæð á gengi dagsins í dag. Við höfum haft stóran hluta af þessu fé í okkar höndum sem rekstrarfé. Því tel ég að réttast sé að segja að fyrir samband sitt milli íslands og annarra landa og sinn hlut í jarð- stöðinni, hafi þeirra hlutur verið 32 milljónir króna á meðalgengi ársins 1982.“ Guðmundur Björnsson benti á, að þegar Scotice-sæsímastrengur- inn var lagður um 1960 hafi ís- lenskum stjórnvöldum boðist að eiga hálfan strenginn, eða hinn ís- lenska hluta hans. „Þá stíslenska ríkisstjórnin sér ekki fært að fara út í þessa fjárfestingu," sagði hann, „og því var samið um 25 ára einkarétt Mikla norræna. Og þetta er ekki allt beint í vasa þeirra, ef strengurinn bilar úti á hafi þarf að fara á staðinn með kapalskip og áhöfn og það er örugglega ekki gert ókeypis. Þann kostnað borgar Mikla norræna.“ Eins og komið hefur fram hér á undan eiga íslendingar þess kost eftir rúmt eitt ár að kaupa Mikla norræna ritsímafélagið út og ráða öllum sínum símamálum sjálfir, að svo miklu leyti sem hægt er að vera „frjáls og óháður" í fjar- skiptaheimi nútimans. Það verður væntanlega pólitísk ákvörðun, sem tekin verður þegar þar að kemur. En verkfræðingar Pósts og síma hér heima eru ekki í nokkr- um vafa um að það muni borga sig. „Um það er engin spurning," sagði Gústav Arnar, yfirverkfræð- ingur. „Það mun verða okkur mjög hagkvæmt að eiga jarðstöðina Skyggni einir og reka hana.“ - ÓV. Múla- kvísl — Vík Á þessari loftmynd, sem Reynir Ragnarsson í Vík tók, sést vel afstaða Múlakvíslar miðað við kauptúnið í Vík, en eins og sagt var frá hér í blað- inu fyrr í vikunni þá hefur Múlakvísl verið að grafa úr malardyngjunni sem sést fyrir miðri mynd, en hún nefnist Höfða- brekkujökull, og vörn Víkur gegn Kötluhlaupi veikst mjög við það. Mál- ið var rætt á fundi Al- mannavarnaráðs í vik- unni og var þar að sögn Guðjóns Petersen, fram- kvæmdastjóra Almanna- varna, ákveðið að fylgjast áfram náið með svæðinu. Morgunblaðið/ Reynir Ragnarsson OPIÐ TIL SJÖIKVÖLD Varumarkaðurinn kf. eidistorgi n manudaga — þriöjudaga — miðvikudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.