Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 37 stjórafélagsins fjölgaði ört og vor- um við komnir með eina 15 samn- inga sem mjög mikil vinna var að halda við, ekki hvað síst á því tímabili sem varð að endurnýja þá á 6 mánaða fresti. Þá kynntist ég vel mannkostum Tómasar og víðsýni hans. Lífeyr- issjóðsmálin voru Tómasi hjart- ans áhugamál en á þeim var mikill munur eftir því hvaða atvinnurek- andi átti í hlut. Reyndum við að koma skipulagi á þessi mál og varð það ekki síst Tómasi að þakka að þau mál runnu í réttan farveg. Fastmótaö skipulag með auknum áhrifum starfsmanna komst á lífeyrissjóð Eimskipafé- lags íslands. Lífeyrissjóður sjó- manna komst á laggirnar og líf- eyrissjóðirnir Skjöldur og Hlíf urðu til. Til marks um það álit sem Tóm- as hafði má nefna að hann var kjörinn í stjórn allra þessara líf- eyrissjóða og sat þar í mörg ár. Einnig var hann kjörinn í stjórn Landssambands lífeyrissjóða þeg- ar það var stofnað. Byggingarsamvinnufélag vél- stjóra stofnuðum við og voru nokkur hús reist á vegum þess. Einnig þetta framtak átti hug Tómasar og honum að þakka að vel tókst. Þvi miður tókst þeim sem á eftir komu ekki að halda í horfinu. f húsbyggingarmálum félagsins var Tómas hrein perla. Það var mikið afrek þegar Bárugata 11 var keypt. Vélstjórarnir voru löngu búnir að sjá að hentugra væri að eiga einhvern samastað yfir félag- ið heldur en þurfa að leigja. Fjár- málin voru alltaf léleg en Tómas var bjartsýnn og fann leið út úr fjárhagsvandræðunum. Með samstilltu átaki Tómasar, Guðmundar H. Oddssonar og Guð- mundar Jenssonar tókst að sam- eina öll yfirmannafélögin í Reykjavík innan FFSÍ að undan- teknu Skipstjórafélagi íslands, til kaupa á húsinu Bárugötu 11 fyrir félagsstarfsemi félaganna. Með kaupum á þessu húsi og þeirri frjósömu félagsstarfsemi sem þar fór fram var mörgum misskilningi eytt og hinir ólíku hópar sem áður voru stríðandi hver gegn öðrum runnu saman í mikið til eina heild. Fleira varð upp á teningnum hjá vélstjórunum en þar má nefna sparisjóðshugmyndina. Eins og þruma úr heiðskíru lofti kom yfir okkur hugmynd Hafliða heitins Hafliðasonar vélstjóra að stofna sparisjóð. Þetta var árið 1958. Ahugi Hafliða fyrir þessu var al- veg stórkostlegur og lét hann ekki af áróðri sínum fyrr en stofnun var tekin til starfa. Hér hreifst Tómas strax með en það þurfti að sannfæra marga og mikla undirbúningsvinnu að inna af hendi. Sem fyrr mæddi þetta nýja verkefni mjög á Tómasi. Reynt var að fá önnur sjó- mannafélög með sem stofnaðila en enginn forsvarsmanna þeirra trúði á þennan rekstur. Sækja varð um til ráðuneytisins að fá að starfrækja þetta fyrir- tæki. Þegar það fékkst varð að fá reglugerð fyrir sjóðinn og sam- þykkt á henni ásamt hæfilegum fjölda ábyrgðarmanna. Allt fól þetta í sér mikla vinnu en málefn- inu var komið heilu í höfn og starfsemin komin í gang síðla árs 1961. Við opnun sjóðsins kom fyrsta vandamálið í ljós en það var að engir peningar voru til að greiða laun við rekstur sjóðsins. Hús- næðismálin voru leyst þannig að sjóðurinn fékk litla herbergis- kytru hjá vélstjórafélaginu og bókhaldsgeymslugögn höfð inni í fundarherbergi vélstjóranna. Starfsmenn tveir, báðir stjórn- endur sjóðsins, buðust til að starfa án launa. Störfuðu þeir í rúmt ár án nokkurra greiðslna fyrir störf sín af einskærum áhuga á að koma sparisjóðnum upp, og svo var það auðvitað Tómas sem fékk aukið álag en hann sá um allt bókhald og peningamál sjóðsins fyrstu ár- in og átti sæti í stjórn sjóðsins frá stofnun hans til ársins 1966. Ég fylgdist gjörla með Tómasi þessi ár og ég sá að vinnuálagið á honum var allt of mikið. Áberandi streita gerði þegar vart við sig hjá honum. Langt fram á kvöld og upptekinn um helgar sat hann yfir skjölum sjóðsins en hann kveink- aði sér aldrei. Sparisjóðurinn tók brátt kipp upp á við og fljótlega var séð að framtíð hans yrði tryggð, þökk sé fyrstu þremenningunum. En Tómas var ekki af baki dott- inn. Einn daginn kom hann til min og sagði hús Jessens skólastjóra Vélskólans vera til sölu. Eggjaði Tómas mjög til kaupa á húsinu enda þörf að mæta stækkun sjóðs- ins. Eftir vandlega yfirvegun stjórnar Vélstjórafélagsins var reynt að festa húsið. Yfirlit sem Tómas hafði samið hvernig skyldi að málinu staðið var samþykkt. Einnig þetta tókst gæfusamlega. Flutti félagið síðan starfsemi sfna í húsið að Öldugötu 15 og lét spari- sjóðnum eftir húsnæðið að Báru- götu 11. Þegar hér var komið var ekki lengur hjá því komist að skilja al- gjörlega milli starfsemi Vélstjóra- félagsins og sparisjóðsins enda verkefnin ærin hvors fyrir sig. Sparisjóðurinn var líka orðinn það stæltur að hægt var að ráða laun- aðan starfskraft. Var Tómasi þá boðið að velja hjá hvorum hann vildi starfa. Valdi Tómas sitt gamla félag og starfaði nokkurn tíma að félagsmálunum. Á þeim tíma var enn eitt þrek- virkið unnið en það var sameining tveggja stórra félagsheilda, Vél- stjórafélags íslands og Mótorvél- stjórafélags íslands. Árið 1968 lét Tómas af störfum sem framkvæmdastjóri Vélstjóra- félags Islands. Hafði hann síðan á hendi fasteignasölu um skeið og var jafnframt starfsmaður lífeyr- issjóðsins Hlífar. Éitt mál var Tómasi mjög hjart- fólgið en það var Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Hann var kjörinn í Sjómannadagsráð árið 1957 og átti þar sæti fram á síð- asta ár og var fjölda ára í stjórn ráðsins. Hann fórnaði þar miklum tíma sem hann naut heils hugar. Að Borgartúni 18 stendur nú glæsilegt hús sem Sparisjóður vél- stjóra ásamt ýmsum sjómannafé- lögum er eigandi að. Hús þetta er minnisvarði um það hverju gott samstarf getur komið til leiðar. Á Tómas þar ekki svo lítið innlegg með starfi sínu f þágu samtak- anna. Hér hefur verið stiklað á stóru í ævisögu Tómasar Guðjónssonar. í henni birtist fórnfýsi og áhugi á að láta gott af sér leiða fyrir aðra. Það var heimilislegt á skrifstofu vélstjórafélagsins þegar Tómas sat þar og alltaf gaf hann sér tíma til að hlusta á félagsmenn og fús að reyna að leiðrétta hlut þeirra ef á var hallað. Ný kynslóð vélstjóra er nú upp runnin og þeim fækkar sem þekkja þessa sögu. I félagsmálum virðist einnig sú kaldhæðnislega regla gilda að „gleymt er þá gleypt er“. Ég þakka Tómasi hans mikla starf í þágu samtaka okkar og harma að samstarf okkar varð ekki lengra en raun varð á. Eiginkonu hans og börnum votta ég samúð mína. Örn Steinsson In Memoriam: Sesilía Rögnvalds- dóttir Gillespie Fædd 29. maí 1930 Dáin 2. október 1983 Látin er vestur í Bandaríkjun- um frænka mín, Sesilía Rögn- valdsdóttir Gillespie, eða Sella frænka, eins og okkur skyldfólki hennar var tamara að nefna hana. Sella fæddist á Ólafsfirði tuttug- asta og níunda maí árið 1930, dótt- ir hjónanna Auðar Jónsdóttur og Rögnvaldar Þorleifssonar. A Ólafsfirði sleit Sella barnsskón- um, glaðvær æskuárin liðu í skjóli ástríks heimilis, þar sem voru auk foreldra hennar tvær yngri systur, Þórgunnur og Eva Sóley. Ólafsfjörður var og er tiltölu- lega einangrað byggðarlag, og fólki þar hefur lærst að vera sjálfu sér nægt um flesta hluti, enda kaupstaðurinn í röð mynd- arlegustu bæja á íslandi. Sella unni þessari heimabyggð sinni, en þó átti það ekki fyrir henni að liggja að eyða þar ævi sinni, örlög- in urðu til þess að heimili hennar varð í fjarlægri heimsálfu. Ferða- lagið hófst í rauninni þegar er hún fór suður til Reykjavíkur, til náms í Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Þar lauk hún námi árið 1953, og ári síðar giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Raymond Gill- espie. Ray er Bandaríkjamaður og starfaði hér við ýmis störf hjá sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík. Ray og Sella fluttu utan til Bandaríkjanna fljótlega eftir brúðkaupið, og þar bjuggu þau siðan. Starfs síns vegna þurfti Ray oft að flytjast búferlum, og bjó fjölskyldan því í mörgum ríkj- um Bandaríkjanna áður en stað- næmst var í San Diego í Kali- forníu. Þar bjuggu þau Ray og Sella í mörg ár, og þar er enn heimili Rays og fjögurra uppkom- inna barna þeirra. Börn þeirra eru Edward Raymond, fæddur 1955, Steven Mark, fæddur 1956, Auður Geraldine, fædd 1957 og Evan Charles, fæddur 1959. Bræðurnir eru allir ókvæntir, en Auður Ger- aldine er gift John Oliviera. í æsku varð okkur krökkunum heima oft hugsað til Sellu frænku, sem var eins og hálf óraunveruleg ævintýrakona, búsett í fjarlægu landi og á sífelldum ferðalögum. Regluleg bréfaskipti voru alla tið milli fjölskyldnanna, og ríkti jafn- an nokkur eftirvænting, þegar mama opnaði nýtt bréf frá Sellu. Ekki var eftirvæntingin minni þegar von var á henni í heimsókn, og enn er mér i fersku minni heimsókn hennar austur á Öxna- læk, er hún kom með hlýju og alúð á heimili okkar, eins íslensk og nokkur íslendingur getur verið, en þó færandi framandleika útlands- ins í hið daglega líf í sveitinni. Er ég stálpaðist varð það draumur minn að heimsækja Sellu, og er ég hafði lokið námi reyndi ég að fá vinnu í Kaliforníu, og naut við þær tilraunir aðstoðar hennar, og loforð fyrir allri þeirri aðstoð er ég þyrfti, yrði úr því að ég kæmi vestur. Ekki varð þó úr þeirri ferð, enda ekki heiglum hent að fá vinnu í Bandaríkjunum, en af heimsókninni varð þó, því haustið 1978 dvöldum við hjónin hjá Ray og Sellu í nokkrar ógleymanlegar vikur. Okkur var tekið af einstakri gestrisni og vinsemd, þar sem þau Ray og Sella virtust aldrei þreytast á að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að ferðin yrði okkur sem ánægju- legust. Marga morgna vorum við vakin snemma til að fara í öku- ferðir um nágrennið, þar sem ým- ist var skroppið yfir landamærin til Mexíkó, eða þá að skoðaðir voru markverðir staðir { nágrenni borg- arinnar. Aðra morgna nutum við þess að sóla okkur á baðströnd- inni, þar sem hressandi blærinn barst af Kyrrahafinu inn yfir landið, þar sem aldrei rignir, en eilíft sumar ríkir. Ray og Sella unnu San Diego og Kaliforníu, og ég held að ekki hafi hvarflað að þeim að flytjast þaðan eftir að þau höfðu komið sér þar fyrir. Ekki gátu þau þó neitað því, að stund- um söknuðu þau þess að hafa eng- in veðrabrigði, og nánast engan mun á veðurfari milli árstíða. Þau voru enda bæði uprunnin af norð- lægari slóðum, því Ray fæddist og ólst upp í borginni Harmington, sem er ein útborga Detroit, upp við Vötnin stóru. Þessir „gallar" á veðurfarinu í Kaliforníu voru þó að ég held oftar dregnir fram í spaugi fremur en alvöru, kostirnir við borgina og ríkið voru svo yfir- gnæfandi. Fríið okkar í San Diego leið hraðar en við hefðum kosið, og brátt var aðeins eftir björt endur- minning um liðnar ánægjustund- ir. Bjartar endurminningar eru nú einnig það eina, sem við eigum eft- ir af Sellu. Hún er nú gengin á vit nýrra heima, eftir langa og erfiða baráttu við þann sjúkdóm, sem að lokum hafði betur. Nú er þjáning- um Sellu lokið, og ég trúi því að hún hafi nú fundið látna móður sína á ný, og geti þaðan fylgst með okkur sem eftir lifum, uns við öll sameinumst í eilífðinni. Síðustu misserin og árin voru Sellu oft erfið, og þótt hún missti hvorki kjark sinn né von um að kraftaverk kynni að gerast, þá var henni fyrir alllöngu orðið ljóst að hverju dró. Þá ósk átti hun sér, að ekki þyrfti hún lengi að liggja ósjálfbjarga og kvalin á sjúkra- húsi, og henni varð að þeirri ósk sinni. Að því leyti varð hinni mis- kunnarlausi sjúkdómur henni að síðustu góður. Ray reyndist Sellu góður síð- ustu æviár hennar, eins og hann alla tíð hafði verið. Fæstir munu gleðjast, sé þeim tilkynnt að barn þeirra eða systkini, hyggist giftast maka af öðru þjóðerni, og flytjast til útlanda. Þau urðu þó aldrei viðbrögð fjölskyldu Sellu, er hún kynnti unnusta sinn og manns- efni. Heiðarleiki og alúðlegt við- mót Rays eyddi þegar í stað öllum efasemdum, og engum datt annað í hug en Sella væri að stíga gæfu- spor er þau gengu að eigast. Ray hefur heldur ekki brugðist, hann reyndist konu sinni og fjölskyldu alla tíð drengur góður, og bestur þegar mest á reið. I tæplega þrjá- tíu ára löngu hjónabandi voru þau Ray og Sella samstíg um flest. í kirkjustarfi Rays var hún áhuga- söm við hlið hans, og þátttaka í störfum íslendingafélagsins í San Diego var Ray jafnvel enn meira kappsmál en Sellu. Þannig var það um flest; þau studdu hvort annað og deildu með sér áhugamálum hvors annars. Að leiðarlokum megna fátækleg orð ekki að lýsa þeim söknuði sem með ættingjum og vinum Sellu frænku býr, en máttvana hljótum við að una þeim dómi, sem upp hefur verið kveðinn. Sella er horf- in sjónum okkar um sinn, en bjartar og hlýjar endurminningar um hana lifa áfram. Megi Guð vera eiginmanni hennar og börn- um, öldruðum föður og systrum styrkur. Við Vala vottum þeim dýpstu samúð. Anders Hansen Minning: ísleifur K. Magnússon Fæddur 19. júlí 1914. Dáinn 2. október 1983. í gær var til moldar borinn frá Búðakirkju, Snæfellsnesi, ísleifur K. Magnússon. Hann var fæddur að Heinabergi, Skarðsströnd, Dalasýslu, 19. júlí 1914. Þessi fáu kveðjuorð, sem ég hef ætlað mér að festa á blað, eiga ekki að rekja æviferil hans. Um hann veit ég of lítið. En eftir stutt og skemmtileg kynni, stuttu áður en hann kvaddi þennan heim, finnst mér ég verði að minnast þessa sérstaka per- sónuleika. Hann virkilega heillaði mig með glaðværð og mannelsku. Við áttum daglegar viðræður í nokkra daga á heimili tengdaföður míns á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Og þeim stundum gleymi ég ekki. Við kvöddumst með bros á vör á þriðjudegi, á laugardegi var hann allur. Skrítið, vegna þess að hann var svo sérstaklega hress og kátur, svo lifandi. Ég þurfti ekki nema að sjá til hans koma í heimsókn á Staðarbakka, þá kom kátínan upp í mér. Það er ekki algengt að fólk hafi svo sterk áhrif á kátínu manns. En þannig var Leifi fyrir mér. Tíkurnar mínar „hund- skammaði" hann þegar þær geltu að honum. Ekki vegna illsku til þeirra, þvert á móti, hann hafði gaman af þeim. Eins og örugglega af öllum dýrum, hann var sannur dýravinur. En hann vildi ekki að þær geltu að Drésa. Já, Drési, þar var saga á bak við, sem ekki verð- ur rakin hér. Hún var eitt af því ógleymanlega, sem Leifi sagði mér. Á Arnarstapa virtist hann hafa fundið sér líf sem var honum mikils virði. Hann átti sínar skýjaborgir sem féllu með honum eins og okkar falla með okkur. Mér er óhætt að segja að á Arnarstapa hafi allir notið tilveru hans og hann hafi verið hvers manns hugljúfi. Þar er hans örugglega saknað, sem og víðar. Þar og sem annarsstaðar gaf hann af sér kát- ínustundir, var greiðvikinn svo af bar og í orðsins fyllstu merkingu þúsund þjala smiður. Elsku Fjóla og fjölskylda, okkar Lárusar dýpsta samúð. „Þótt kveðji vinir, einn og einn, og aðrir týnist raér. Ég á þann vin, sem ekki bregst, og aldrei burtu fer.“ — (Sálmur) Esther

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.