Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 15 1 ; . J M Frá tónleikum kórsins í Vestmannaeyjum. Kór Landakirkju Tónlist Jón Ásgeirsson Tónlistarmenn er starfa út um allt land eru margir hverjir mjög athafnasamir og dugandi tónlist- armenn og hafa seinni árin rofið þá einokun er Reykjavík hefur haft á markverðum tónflutningi um árabil. Kór Landakirkju í Vest- mannaeyjum minntist þess nýlega að tíu ár eru frá gosinu fræga og flutti í því tilefni Nelson-messuna eftir Haydn og auk þess fjóra helgidúetta eftir Schiitz. Undirrit- aður las það einhvers staðar í blaði að um frumflutning messunnar væri að ræða. Það mun ekki vera rétt, því Nelson-messan hefur ver- ið flutt hér í Reykjavfk. Það mun vera nokkuð algengt að eldri upp- færslur gleymist, t.d. er kór hér í Reykjavík að ráðgera frumflutning á Stabat Mater eftir Rossini, sem þegar hefur verið flutt hér á landi. Hvað sem því líður er flutn- ingur þeirra Vestmanna nokkur tíðindi. Kórinn söng af þó nokkru öryggi, en það vantar meiri söngkunnáttu, sem er hvað greinilegust er reynir á söngvar- ana, t.d. er varðar svokallaðan stuðning, þannig að styrkur og háir tónar voru framkallaðir með óeðlilegum átökum. Þá skortir mjög á hljómgun (resón- ans) er leiðir til einhæfrar tón- unar. Þarna er verk að vinna fyrir Vestmenn og fá til eyja söngvara, stofna söngskóla, er geti með stöðugri kennslu lagt grunn að góðum söng. Stjórn- andinn, Guðmundur H. Guðjóns- son, hefur unnið þarna gott verk og mikils um vert að halda þessu verki áfram og vinna markvisst að vexti tónmenntar hjá Eyja- mönnum. Á fyrri hluta tónleik- anna voru sungnir fjórir helgi- dúettar eftir Schiitz. Tveir reyndir söngvarar, Anna Júlíana Sveinsdóttir og Sigurður Björnsson, sungu þarna með yngri og óreyndari söngvurum, Sigríði Gröndal og Geir Jóni Þórissyni. Sigríður Gröndal er þegar orð- in góð söngkona og söng t.d. ein- söngsatriðin í Nelson-messunni frábærlega vel. Þarna er von í mikilli söngkonu, þegar hún hef- ur leypt heimdraganum. Geir Jón Þórisson er ólærður í söng- list en hefur þvílíka rödd að hann á hiklaust að leggja fyrir sig söng. Það er ávalt erfitt að ráðleggja fólki, því að að mörgu þarf að hyggja, og að ætla sér að leggja út í það að verða söngvari er ef til vill það sama og að fórna öllu fyrir óvissuna. Hvað sem því líður, verður ekki annað sagt en að Geir Jón Þórisson hafi allt til að bera til að verða góður söngv- ari. Félagar úr sinfóníuhljóm- sveit íslands léku með og lék hljómsveitin of sterkt, sem verð- ur að skrifa á reikning hljóm- sveitarstjórans. Flugleiðir: Uppsögnum flug- virkja frestad UPPSÖGNUM sex flugvirkja hjá Flugleiðum sem taka áttu gildi 1. des- ember nk. hefur verið frestað að sögn Sæmundar Guðvinssonar, fréttafull- trúa Flugleiða, sem sagði aukin verk- efni ástæðuna. „Við lánuðum 10 flugvirkja til Cargolux og til stóð að þeir yrðu þar f hálfan mánuð. Nú hefur Cargolux óskað eftir þvf, að flugvirkjarnir verði að minnsta kosti hálfan mánuð til við- bótar," sagði Sæmundur ennfremur. Þá koma það fram hjá Sæmundi, að DC-8 þota Flugleiða, TF-FLB, sem verið hefur í pflagrímaflugi fé- lagsins milli Saudi Arabfu og Alsfr, muni koma hingað til stórskoðunar 11.—18. október nk., en um er að ræða svokallaða C-skoðun, sem fram fer eftir 2.400 flugtfma. „Vélin átti upphaflega að fara f skoðun hjá Cargolux, en það var ákveðið að kanna möguleika þess, að láta skoð- unina fara fram hér á landi, og þá kom í ljós, að slíkt var mögulegt án þess að til komi aukinn tilkostnað- ur,“ sagði Sæmundur ennfremur. Sæmundur sagði, að gert væri ráð fyrir að 60—70 flugvirkjar myndu vinna við skoðunina, en það jafngilti um 14 mannmánuðum. RÍKISSKIP SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS m/s Baldur fer frá Reykjavík þriöju- daginn 18. október til Breiöafjarðarhafna. Vörumóttaka fimmtu- dag — föstudag — mánudag. TIL DAGLEGRA NOTA SÆKIÐ UM Á NÆSTA AFGREIÐSLUSTAÐ OKKAR VŒZLUNRRBRNKINN r Vió minnum á vctrar skoóunina 0SKODA 3.0 t verð m/ssk. kr. 1.086 CAfói ■ Zýýcmec* ■ 4.0 t kr. 1.447 4cyl. 6cyl. CHRYSLER 8cyl. 3.0 t 3.5 t 4.0 t kr. 1.086 kr. 1.266 kr. 1.447 v Meö fullkomnum rafeindamælitækjum sem tengd eru við vélina og rafkerfi hennar má mæla öll gangstig af mikilli nákvæmni. Markús Úlfsson, móttökustjóri þjónustu- deildar, tekur við bókunum og veitir allar frekari upplýsingar um vetrarskoðunina. Auk þess sem „Vetrarskoöunin" ætti að fyrirbyggja alls kyns hugsanleg óþægindi sem óneitanlega fylgja vetrarakstri, er ástæða til að vekja athygli bifreiða- eigenda á þeim bensínsparnáði sem rétt stillt vél hefur í för með sér. Vanstillt vél getur hæglega kostað eigandann þúsundir króna í óþarfan bensínkostnað á tiltölulega skömmum tíma. JÖFUR hf Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 ih J HEFIM PÚÁHUBA Á — nýjungum tengdum sjávarútvegi — við tölum viö farmenn og fiskimenn — velferöarmálum sjómannastéttarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.