Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs þings Ingvar Gíslason neðri deildar — Salome Þorkelsdóttir efri deildar H)RVALI)IJR Garðar Kristjánsson var kjörinn forsetaefni Sjálfstæðisflokksins í sameinuðu þingi á þingflokksfundi á sunnudag. Hlaut hann 10 atkvæði, Friðjón Þórðarson sex at- kvæði en Pétur Sigurðsson fimm. Einn seðill var auður. Þorvald- ur var því kjörinn forseti sameinaðs þings á alþingí í gær. Framsóknarmenn munu bjóða Ingvar Gíslason fram sem forseta neðri deildar, en Salome Þorkels- dóttir er forsetaefni Sjálfstæðis- flokksins í efri deild. Hlaut hún 14 atkvæði í kjöri til embættisins í þingflokknum, fimm seðlar voru auðir. Stjórnarandstaðan þáði tilboð stjórnarliða um að skipa fyrstu INNLENT varaforseta í deildum eftir stærð þingflokka þeirra. Fyrsti vara- forseti sameinaðs þings verður Al- þýðubandalagsmaður, Helgi Selj- an. Fyrsti varaforseti neðri deild- ar Alþýðuflokksmaður og var Jó- hanna Sigurðardóttir kjörin í það embætti á þingflokksfundi í gær. Bandalag jafnaðarmanna skipar fyrsta varaforseta efri deildar og var Stefán Benediktsson kjörinn til þess embættis í þingflokki sín- um í gær. Stjórnarliðar skipa aðra varaforseta sameinaðs þings og deilda og verða þeir úr öndverðum flokki við aðalforseta. Annar varaforseti sameinaðs þings verð- ur Ólafur Þ. Þórðarson, neðri deildar Birgir ísl. Gunnarsson og efri deildar Davíð Aðalsteinsson. Fjarvistir Ellerts B. Schram: „A.m.k. fram yfir jólaleyfi“ Alþingi samþykkti samhljóöa í gær kjörbréf 60 þingmanna sem og kjörbréf þriggja varaþingmanna: Geirs Hallgrímssonar, utanrfkis- ráðherra, sem gegnir þingmanns- störfum f fjarvist Ellerts B. Schram; Björns Dagbjartssonar, 1. varaþing- manns Sjálfstæðisflokks í Norður- landskjördæmi eystra, í fjarveru Halldórs Blöndals, og Margrétar Frímannsdóttur, 1. varaþingmanns Alþýðubandalagsins í Suðurlands- kjördæmi, í fjarveru Garðars Sig- urðssonar. Konur skipuðu því 10 þingsæti við þingsetningu í gær og hafa ekki fyrr verið jafn margar á Alþingi. Ellert B. Schram, alþingismað- ur, hefur ritað Alþingi nýtt bréf, dagsett 10. þ.m., þar sem vitnað er til fyrra bréfs frá 23. september sl. í hinu nýja bréfi segir m.a.: „Vil ég með skírskotun til 138. greinar laga um kosningar til Alþingis taka fram að forföll mín munu vara a.m.k. fram yfir jólaleyfi Al- þingis." Boj raðkerfiö er svo auðvelt að laga að þörfum hvers og eins og svo ódýrt að það er sjálfsagt að láta það eftir sér að eignast það. Boj er tilvalið í barnaherbergið og síðan í unglingaherbergið, því næst má nota það fyrir bókahirslur eða í tómstundaherbergið og víðar. Boj raðkerfið fylgiröllum aldri, hvar semeráheimilinu. Bojertil hvítlakkað, með völdum furuspæni eðavönduðum beykispæni. Þaðer prófað í „möbelfakta" og stenst því gæðakröfur. HAGKAUP Skeifunni15 Þingstörf hefjast utan dagskrár Stefnurædan í næstu viku Stjórnarandstöðuflokkarnir fóru þess á leit á þingsetningardaginn i gær að strax á fimmtudaginn færu fram umræður utan dagskár á al- þingi um stöðuna í kjaramálum og afnám samningsréttar til 1. febrú- ar næstkomandi og vísaði stjórnar- andstaðan í því sambandi til mót- mæla á Austurvelli við þingsetn- inguna sem verkalýðshreyfingin stóð fyrir. I gær dreifði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, stefnuræðu sinni til þingmanna, en með ræðuna er farið sem trúnaðarmál þar til hún er flutt í upphafi útvarpsumræðna um störf og stefnu ríkisstjórnarinn- ar. f ráði mun að þær fari fram þriðjudaginn 18. október næst- komandi. Ingvar Helgason með nýjan smábíl INGVAR Helgason, umboðsmaður Nissan-Datsun-bfla, hélt um helgina sýningu á hinum nýja Micra-smábfl frá verksmiðjunum. Micra er nokkru minni en Sunn y-bíllinn frá Nissan-Datsun, sem seldur hefur verið hér á landi undanfarin ár. Um er að ræða fjögurra manna smábfl, sem að sögn Nissan-verksmiðjanna er einstaklega sparneytinn. Garðastræti: Framkvæmdir sovétmanna án leyfis borgaryfirvalda ÞEIR starfsmenn sovéska sendiráðsins sem á fimmtudag voru að taka upp gangstéttarhellur og grafa skurð fyrir framan hús sov- éska sendiráðsins í Garðastræti höfðu ekki leyfi borgaryfirvalda til verksins, að sögn Inga Ú. Magnús- sonar gatnamálastjóra Reykjavíkur- borgar. Gatnamálastjóri sagði að mað- ur sem átt hefði leið um götuna hefði látið vita um þessar fram- kvæmdir Sovétmannanna en þeg- ar málið hefði verið kannað síð- degis þann sama dag hefði enga missmíð verið að sjá á gangstétt- inni og hefði hann því ekki séð ástæðu til frekari aðgerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.