Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 + Móðir okkar, GUÐRÚN PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Lokaalíg 6, andaöist í Landakotsspítala laugardaglnn 8. október. Fyrir hönd systkina, Svava Tryggvadóttir. t Eiginmaöur minn og bróöir, ÞORGEIR MAGNÚSSON fré Villingavatni, Langeyrarvegi 14, Hafnarfiröi, andaöist i St. Jósefsspítala í Hafnarfiröi 8. október sl. Steinunn Eiriksdóttir, Anna Magnúsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ALFRED GUDNASON, bifreiöasmiöur, Kópavogsbraut 41, lést aö heimill sínu 9. óktóber. Jónína Guörún Gústavsdóttir og börn. + Útför HÓLMFRÍDAR HELGADÓTTUR, Grundarstíg 10, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12. október kl. 15.00. Blóm afþökkuö, en bent á líknarstofnanir. Systkinin. + Útför móöur minnar, HALLFRÍÐAR RÓSU JÓNSDÓTTUR HILSMAN, fer fram frá Þjóökirkjunnl í Hafnarfiröl miövikudaginn 12. október kl. 15.00. Harry Thomas Hilsman. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og afi, SÍMON G. MELSTED, rafvirkjameistari, Efstasundi 62, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju í dag, þriöjudaginn 11. október, kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagiö. Laufey Kristjánsdóttir, Helga Melsteó, Elva Dögg Melsteö, Jóhann Melsteö, Helga S. Melsteö, Gunnlaugur Melsteö, Eyjólfur Daníel Melsteö, Anna Sigríöur Melsteö. + Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö fráfall ástkærs eiginmanns, fööur, tengdafööur og afa, ÁSGEIRS JÚLÍUSSONAR, sýslufulltrúa frá Eskifiröi. Sérstakar þakkir færum viö Guömundi Oddssyni, lækni, og ööru starfsfólki deildar E6 Borgarspítaianum. Hjördís Helgadóttir, Júlíus Ó. Ásgeirsson, Kristbjörg Ásg. Whitney, Dennis J. Whitney og dóttursynir. + Hjartkær móöir okkar, BJARNÞRÚDUR MAGNÚSDÓTTIR, Fálkagötu 22, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu mlövlkudaginn 12. október kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuö, en þelm sem vildu minnast hlnnar látnu er bent á iiknarstofnanir. Magnús Þorbjörnsson, Vigdís Þ. Janger, Solveig M. Þorbjörnsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Halldóra Aóalsteinsdóttir, Gunnar Janger, Kristján J. Guömundsson, Guðmundur Karlsson. Minning: Símon Melsted rafvélameistari Fæddur 25. september 1939. Dáinn 4. október 1983. Þegar andlátsfregn Símonar Melsted, vinar míns, barst til mfn út á sjó, komu margar minningar upp í hugann. Þegar horft er til baka eru endurminningarnar ótal margar. Þó vitað hafi verið að hverju stefndi, þá er erfitt að sætta sig við það að hann sé allur, rúmlega fertugur að aldri. Símoni kynntist ég fyrst þá er við sem ungir menn tengdumst fjölskylduböndum fyrir rúmum átján árum. Laufey og Símon gengu í hjónaband 1963 og fimm árum síðar gekk ég að eiga systur hennar, Matthildi. Við komum mikið hvor á heimili annars og áttum mörg sameiginleg áhuga- mál. Alltaf var gott að leita til hans þegar eitthvað bjátaði á. Símon var mikið fyrir útiveru og ferðalög. Hann var mikill unn- andi fagurrar náttúru og hafði un- un af því að ferðast um landið okkar. ósjaldan kom Símon heim til mín og bauð mér með sér eitthvað út fyrir bæinn, ýmist á snjósleða eða skíði að vetri til eða að renna til fiskjar í ám og vötn- um þegar voraði að nýju. Ég undr- aðist það oft, hvaðan honum kom allur sá kraftur, sem þarf til slíkra ferðalaga, því oft voru þessi ferðalög farin eftir langan og strangan vinnudag á verkstæðinu, en ég aftur á móti í fríi frá mínum störfum. Seinustu árin gekk hann ekki heill til skógar, en veikindi sín bar hann með dugnaði og þrautseigju, og vildi sem fæst orð hafa um þau. Ég þakka Símoni fyrir samveru og vináttu gegnum árin og ég minnist hans með söknuði en jafn- framt með þakklæti fyrir skemmtilega og viðburðaríka samferð. Megi Guðs blessun fylgja Símoni Melsted og minningu hans. Ég og fjölskylda mín vottum Laufeyju og börnunum dýpstu samúð okkar, einnig Helgu móður hans og öðrum aðstandendum. Guðmundur Kr. Kristjánsson. Hvað er lífið, hvað er dauðinn? Hver er tilangurinn með veru okkar hér á jörð? Engin algild svör eru til, samt verðum við að trúa því að einhver tilgangur sé í því þegar ungu fólki er snögglega kippt í burtu. Það er svo stutt, bilið milli lífs og dauða. Við vitum að fólk er veikt, jafnvel mikið veikt, en samt er það alltaf áfall, þegar allt í einu er klippt á lífsþráðinn. Þannig var það með Símon Melsted, vin okkar og mág. Hann hafði sl. 3 ár barist hetjulegri baráttu við þann skæða sjúkdóm sem svo margan mann- inn hefur lagt að velli. Á þessum árum fór hann í margar erfiðar rannsóknir og aðgerðir, en alltaf reif hann sig aftur upp og komst á fætur og til vinnu á ný. Hann rak rafvélaverkstæði við góðan orð- stír, en það fyrirtæki hafði hann sjálfur stofnað og lagt í það allan sinn starfskraft á meðan það var að komast á fót. Átti það sterk ítök í honum og stóran hluta af lífi hans alla tíð og hann var velmet- inn og mjög fær i sínu starfi. Símon Melsted var fæddur 25. september 1939. Foreldrar hans voru Helga Símonardóttir og Gunnlaugur Melsted, bygginga- meistari. Þau eignuðust 5 börn og var Símon næstelstur. Æsku- stöðvar Helgu móður hans voru á Þingvöllum, og þar, hjá Símoni afa sínum i Vatnskoti, dvaldi hann oft á sumrin og jafnvel á vetrum lika. Þar undi hann sér vel i þeirri fegurð og víðáttu sem Þingvellir eru þekktir fyrir. Sennilega má rekja til veru hans þar, þá þrá sem alltaf brann i brjosti hans um að ferðast, bæði um byggðir og óbyggðir landsins. í ferðalögum var hann óþreytandi, stundaði skíðaferðir og snjósleðaferðir uppi á öræfum, og gönguferðir og akst- ur um fjöll og firnindi. Slikra ferða naut hann i ríkum mæli. Fram til siðustu stundar lifði von- in um að komast á fætur og ferð- ast á ný. Nú er hann lagður af stað í þá ferð sem við eigum öll fyrir höndum fyrr eða síðar. Símon gekk að eiga Laufeyju Kristjánsdóttur frá Isafirði árið 1963 og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 5 börn, sem eru: Helga f. 1958, Jóhann f. 1961, Gunnlaugur f. 1963, Anna Sigriður f. 1965 og Elva Dögg f. 1979. Við sem þekktum Símon Mel- sted erum þakklát fyrir þau kynni, það var alltaf gott að koma á heimili þeirra hjóna, gestrisni var þar í hávegum höfð og þó fjöl- skylda konu hans væri stór voru allir hjartanlega velkomnir til dvalar þar er þeir þurftu að vera í Reykjavík. Hann átti líka einlæga vináttu tengdafólks síns og virð- ingu, ekki hvað sist i þeim erfiðu veikindum, sem hann barðist gegn af þrautseigju og viljakrafti. Nú þarf hann ekki lengur að berjast við þrautir og sjúkdóma. Við hljótum að gleðjast yfir þvf að hann hefur fengið hvíld, þó við jafnframt söknum þar vinar i stað. Móðir hans, sem nú sér á bak öðrum syni sínum yfir móðuna miklu, vottum við einlæga samúð, einnig börnum hans og eiginkonu, sem stóð eins og klettur við hlið hans á erfiðum tímum og brást aldrei. Við biðjum algóðan guð að vera honum leiðarljós á því ferðalagi sem hann hefur nú lagt af stað f. Við þðkkum honum samfylgdina og vináttuna og biðjum honum blessunar í nýjum heimi. Jóna Valgerður Kristjánsóttir og fjölskylda. Fjórði október gekk fyrir sig eins og flestir aðrir dagar vikunn- ar, venjubundnum ferli dagsins lokið og undirritaður búinn að koma sér vel fyrir eftir kvöldmat- inn, fór yfir fréttasíður blaðanna og slappaði af. Siminn hringir og mér var tilkynnt lát náins frænda og félaga. Símon er dáinn, fréttin var endapúnktur á stríði, þar sem mótherjinn er ósjáanlegur og ósigrandi. Hildarleik lokið, sem + Innilegar þakkir færum vlö öllum þelm sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUNNARSTHORODDSEN og vottuöu minnlngu hans virðingu. Vala Ásgeiradóttir Thoroddsen Áageir Thoroddsen, Sigriöur S. Thoroddsen, Siguröur G. Thoroddsen, Sigrföur K. Thoroddsen, Dóra Thoroddsen, Jóhannes Bragason, María Kristin Thoroddsen, Guómundur Hólmsteinsson og barnabörn. við mennirnir stöndum litlir og magnlausir gagnvart. Það voru nokkrir dagar liðnir frá þvi að við kvöddumst í hinsta sinn. Það virtist hvila hetjuleg ró yfir honum og við fótagaflinn var mynd af yngstu dótturinni. Hetjan beið þess að koma skyldi með þá vissu að um einhliða enda- lok væri að ræða, önnur hetja var ekki fjarri, eiginkonan, þar sem hún með ómældri blíðu og hlýju viðmóti tók þátt i striðinu, deildi með honum biðinni, sem var löng og ströng. Það vakna upp margar spurn- ingar þegar örlögin gerast svona grimm, spurningunum verður aldrei svarað hvers vegna hann og hvers vegna nú. Minningar flögra um vitundina og myndir koma fram i huga manns. Minningar frá æskudög- unum á Laugavegi 18, fjölskyldu- móti þar sem ungviðið nýtti sér frelsi til að hafa hófleg óiæti i frammi og til unglingsáranna þeg- ar bensínlyktin loddi við unga menn. Símon var hrókur alls fagnaðar, ávallt fremstur í flokki, sjálfsagð- ur leiðtogi þar sem gleðin réði ríkjum, var þá gítarinn sleginn og áhyggjur og amstur hversdagsins látið hvíla í friði. Við áttum þvi láni að fagna að tilheyra stórfjölskyldu sem var samhent og hafði góð sambönd. Síðustu árin hafa samböndin verið að taka á sig nýja mynd, efnt hef- ur verið til mannamóta og var upphafið að þvi fyrirkomulagi átt- ræðisafmæli Brynjólfs Melsted, föðurbróður Simonar, en hann var hugsjónamaður á mörgum sviðum og þar á meðal á þvi sviði að styrkja samstöðu fjölskyldunnar og lagði drög að stofnun frænda- félags í því skyni. Frændafélagið hefur verið virkt í raun þótt það starfi ekki form- lega, ættingjarnir hafa farið sam- an í ferðir á ættarslóðir og hafa þær tengst viðburðum í fjölskyld- unni. Simon var sjálfkjörinn leiðtogi f þessum ferðum og var ómissandi. í starfi var Símon frábær fag- maður, hugvitssamur og handlag- inn svo að af bar. Það kom af sjálfu sér að hann stofnaði fljót- lega eigið fyrirtæki og naut trausts og álits allra. Undirritaður kynntist því af eigin raun, þegar tækin brugðust og leitað var til hans, hvernig hann fann á augabragði veikleik- an, aðeins með þvi að horfa og hlusta skamma stund á fyrir- brigðið. Símon var snjall rafvélavirki, hann var almennt viðurkenndur sem snillingur í viðgerð á rafkerfi bifreiða, var leitað til hans með verkefni sem erfitt var að leysa. Simon var ekki eingöngu farsæll f starfi, ungur kvæntist hann Laufeyju Kristjánsdóttur sem deildi með honum f blíðu og striðu. Laufey staðfesti það i veikindum hans, hvaða mannkosti hún hefur að geyma, sindrandi af góð- mennsku og hlýju, þar sem hún sat við sjúkrabeð hans. Börnin fimm efnileg og mynd- arleg, Helga sem að afloknu stúd- entsprófi tók próf í tölvuvinnslu, Jóhann sem fór í fótspor föður sins og lærði rafvélavirkjun, Gunnlaugur nýútskrifaður bú-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.