Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 „ \>ú qelur' urw<\b \>’er \rw\ \*5pú$. á \/)ki4 el )pú \/iniuir Oillflr 168 6tund\rr\ar." Lech Walesa, fríðarverðlaun og fréttaskýringar: Hví ekki að kalla hlut- ina sínum réttu nöfnum? Geir R. Andersen skrifar: „Fáir munu hafa undrast, þegar tilkynnt var, að Lech Walesa hefði hlotið friðarverðlaunin í ár. Þessi baráttumaður mannréttinda í Pól- landi er um margt ólíkur starfs- bræðrum sínum á vesturlöndum. Hinn pólski ofurhugi er ekki eins og „kollegar" hans hér og annars staðar að berjast fyrir styttri vinnuviku og launahækkun eða bættri aðstöðu og frekari kjarabótum „í fríðu", t.d. með ókeypis ferðum og uppihaldi, ásamt dagpeningum. Lech Walesa er einfaldlega að berjast fyrir því, enn um sinn a.m.k., að verkalýðsfélög verði yf- irleitt viðurkennd í landi hans. Það er því einstaklega ósmekklegt, þegar íslenskir fjölmiðlar eru á harða hlaupum um allan bæ, til þess að ná viðtali við þá verka- lýðsrekendur, sem nú stunda það helst sér til frægðar að safna und- irskriftum launþega, gegn tilraun- um ríkisstjórnar landsins við að ná yfirhöndinni á verðbólgunni svo að hér geti haldist full at- vinna. íslenskir verkalýðsrekendur þykjast fagna því innilega, að Lech Walesa fékk friðarverðlaun- in. Gott og vel. Við munum þó enn, að verkalýðsrekendur fóru héðan til Póllands fyrir um tveimur ár- um til að kynna sér ástandið. Það var einmitt stuttu eftir heimsókn þeirra þangað, sem Lech Walesa átti einna erfiðast og var beittur mikilli kúgun af hendi ráðamanna í Póllandi. — Þá heyrðist lítið til þeirra íslensku verkalýðsrekenda. Það var einmitt um svipað leyti, þegar viðamiklum sjónvarpsþætti var hleypt af stokkunum, til þess að sýna samstöðu með pólsku þjóðinni. { þessum sjónvarpsþætti komu fram frægir listamenn og frammámenn ýmissa þjóðlanda með Bandaríkjaforseta I farar- broddi. Þessi þáttur fékk mjög misjafna dóma, svo ekki sé meira sagt, hjá vinstri öflunum hér vestan járn- tjalds. Vinstri pressan hér tók auðvitað undir þá gagnrýni af fullum krafti og kallaði sjónvarps- þáttinn „pólitískt sjónarspil"! Nú, þegar Lech Walesa hefur fengið friðarverðlaunin, er látið að því liggja í Póllandi og öðrum Austur-Evrópuríkjum, að verð- launin til Lech Walesa séu „póli- tískt sjónarspiP. — Þetta eru fyrirmælin frá Moskvu eins og all- ir vita, en þar var formúlan fundin upp, strax og tilkynnt hafði verið um friðarverðlaun til hins pólska verkalýðsleiðtoga. Á meðan íslenskir verkalýðs- leiðtogar hafa ekki áttað sig á því að þeir verða fyrr eða síðar að leggjast á sveif með vinstri öflun- um í heiminum og fordæma verð- launaafhendinguna, munu þeir fagna ákvörðuninni, { orði. Það hefur formaður Alþýðubandalags- ins líka gert. En bíðum við. Það verður stutt í það, að fjöl- miðlar vinstri aflanna og verka- lýðssinnar fari að matreiða frétt- ina um friðarverðlaunin á sinn sérstaka hátt. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig og hvenær fyrstu merkin koma í ljós. En það sem er þó átakanlegast við friðarverðlaunin til hins kúg- aða pólska verkalýðsforingja er það, að manninum er ókleift að láta aðra skoðun í ljós en þá, að hann sé hrærður og verðlaunin séu stuðningur við trúna á frelsið og fleira í þeim dúr. Fjölmiðlar láta þess ógetið, að ástæðan fyrir því, að hann getur ekki tekið á móti verðlaununum sé sú, að hann fær ekki fararleyfi. Það er hins vegar klifað á því dag eftir dag, að Lech Walesa vilji ekki fara úr landi vegna þess, að hann óttist, að hann fái ekki leyfi til að koma til baka til heimalands sins Póllands! — Kona hans muni hins vegar geta farið og veitt friðar- verðlaununum móttöku! í þessum löndum, sem eru afgirt með gaddavir og lögreglu, er eng- um hleypt úr landi, nema gull- tryggum kommúnistum. Hjónum er t.d. aldrei hleypt úr landi, báð- um saman, hvað þá með börn með sér (og aldrei öllum). Raðamenn vita sem er, að ef svo er linað á reglunum, að öll fjöl- skyldan fer úr landi, þá kemur hún einfaldlega ekki aftur. Þetta er ástæða þess, að Lech Walesa fer ekki til Oslóar að taka við friðarverðlaununum. Hann getur farið einn, eða sent konu sína, en bæði fengju þau aldrei að fara, og enn siður með alla fjöl- skylduna. Yfir þessu er vandlega þagað hér i fréttaskýringum. — Hafa fjölmiðlar hér aldrei fengið pata af þessu, — kannski aldrei heyrt um slíkt? Enga tilburði hafa fréttaskýr- endur heldur uppi um að skýra, hvers vegna Lech Walesa lýsir þvi yfir, að hann hafi ákveðið að láta verðlaunin, fjárupphæðina, renna til stuðnings pólskra bænda. Það má hins vegar auðveldlega geta geta sér þess til, að þessi ákvörðun hafi einnig verið sett sem skilyrði þess, að verkalýðs- leiðtoginn fengi yfirleitt að taka við verðlaununum, — þau rynnu ekki til hans sjálfs — að sjálf- sögðu ekki — það skeður ekki i austantjaldsríkjum, og ekki til verkalýðsfélaganna, heldur til bænda, sem stjómvöld í Póllandi sjá hvað helst í gegnum fingur við. — Hvi ekki kalla hlutina sínum réttu nöfnum, og hví eru fyrirbær- in ekki skýrð í réttu ljósi ?“ Hin sívaxandi umferð er mikið áhyggjuefni og ekki að ástæðulausu, svo stórra fórna, sem hún krefst ár hvert bæði í þéttbýli og úti á þjóðvegum. Árlega látast yfir 20 manns í umferðarslysum og yfir helmingur þeirra á aldrinum 15—25 ára, auk þeirra hundruða vegfarenda sem slasast og sumir hverjir svo alvarlega að ekki verður um bætt. Þetta eru stað- reyndir, sem alla varða og látum þær verða okkur hvatningu að auknu umferðaröryggi. Hér þarf átak, samstöðu og sam- hug fjöldans, hvers eins einasta vegfaranda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.