Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 19
Veður víða um heim Akureyri Amaterdam Aþena Barcelona Bertfn BrUsael Buenoa Airea Chicago Feneyiar Frankfurt Heisinki Hong Kong Jenisalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Kairó Las Palmas Ltsaabon London Loa Angeles Madrfd Malaga Mexfkóborg Miami Mœkva New York Osló Parfs Peking rtnn Reykjavík Rio de Janeiro Róm San Fransisco Seoul Stokkhóhnur Sydney Tel Aviv Tókýó Vínarborg Varsjé S skýjaó 15 rígning 25 heióskfrt 25 mistur 15 skýjaó 14 skýjaó 22 heiðskirt 13 heióskfrt 25 þokumóóa 14 rigning • heióskfrt 29 heiósklrt 30 heióskirt 19 úrkoma 12 rigning 32 heióskírt 25 heiðakfrt 24 helóskfrt 15 heióskirt 26 skýjað 27 heióskfrt 25 mistur 24 heióskfrt 28 skýjaó 11 rigning 23 skýjaó 10 rigning 15 skýjaó 17 skýjaó 31 skýjaó 5 súld 36 heióakfrt 23 heióskfrt 22 skýjað 23 heióskfrt 7 heióskfrt 22 rigning 30 heióskfrt 25 skýjað 11 skýjaó 12 rfgning HM í bridge: Bandarísku Asarnir heims- meistarar BANDARÍSKU Ásarnir sigruðu ítali í sögulegum úrslitaleik á heims- meistaramótinu í bridge í Stokk- hólmi í síðustu viku. Leikurinn var í járnum fram á síðasta spil og skipt- ust sveitirnar á um að hafa foryst- una. Fyrir síðustu 16 spila lotuna í 176 spila leik leiddu ltalir með 9 IMPum, 385—376. Þegar þrjú spil voru eftir áttu Ásarnir tveimur IMP- um meira, en ítalirnir skutust upp fyrir þá í næstsíðasta spilinu þegar Lauria og Mosca tóku harða slemmu sem lá til vinnings. Aðeins eitt spil eftir, sem var einfalt geim, og ftal- irnir virtust öruggir með sigur. ítölsku áhorfendurnir í sýn- ingarsalnum voru farnir að fagna sigri þegar síðasta spilið var tekið úr spilabakkanum í lokaða saln- um. Gömlu kempurnar í liði ftala, Garozzo og Belladonna, töldu að heldur hefði sigið á ógæfuhliðina hjá sér og nauðsynlegt væri að vinna stig í síðasta spilinu. Þeir sprengdu sig eftir þvælingslegar sagnir, enduðu í slemmu i spili þar sem andstæðingarnir gátu byrjað á því að taka tvo ása. Það var 11 IMPa tap og bandarísku Ásarnir unnu því leikinn með 5 IMPum. í bandarísku sveitinni eru góð- kunningjar íslendinga, Alan Son- tag, Peter Weischel, Ron Rubin og Mike Becker, en þessir fjórir komu hingað til lands á stórmót Bridge- félags Reykjavíkur 1982. Þá eru í sveitinni nafnarnir Bob Hamman og Bob Wolff, en þeir hafa lengi verið í eldlínunni vestanhafs. í ítölsku sveitinni spiluðu Gar- ozzo og Belladonna allan úrslita- leikinn, fyrst með Dano DeFalco og Franco, en síðan með Mosca og Lauria. Var það mál manna að gömlu mennirnir hefðu spilað vel, ef undan er skilið hið örlagaríka spil númer 176. „Bobbarnir“ tveir spiluðu mest úr liði Ásanna, en voru ekki í góðu formi. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 19 Fjórir s-kóreskir ráðherrar fórust í sprengingu í Burma Seoul, S-Kóreu, 10. október. AP. SORG ríkti í Suður-Kóreu í dag vegna dauða 16 borgara í öflugri sprengingu i Rangoon í Burma. Á meðal þeirra sem létust voru fjórir ráðherrar stjórnarinnar. Voru þeir að hefja 18 daga heimsókn sína til 6 landa. Var Burma fyrsti viðkomu- staður þeirra. Chun Doo-Hwan, for- seti landsins, var einnig á ferð með ráðherrunum, en slapp ómeiddur. Lík hinna látnu voru sótt og flutt heim í dag. Sprengingin varð í grafhýsi í miðborg Rangoon, aðeins nokkr- um mínútum áður en von var á Chun þangað. Átti hann að leggja blómsveig að minnismerki í graf- hýsinu. Auk kóresku ráðherranna fjögurra létu tveir ráðherrar úr stjórn Burma lífið svo og þrír blaðamenn. A.m.k. 48 manns slös- uðust í sprengingunni. Að sögn vitna var bifreið Doo- Hwan aðeins um þriggja mínútna akstur frá minnisvarðanum í miðborg Rangoon er sprengingin varð. Bifreiðalest forsetans sneri þegar við þegar sprengingin varð. Suður-kóresku stjórnarliðarnir á flugvellinum í Seoul f Suður-Kóreu skömmu áður en þeir héldu til Burma. Talið er líklegast, að tíma- sprengju hafi verið komið fyrir í þaki grafhýsisins. Chun sneri þegar heimleiðis eftir að ljóst var hvað gerst hafði. Sagði hann sprenginguna aug- ljóslega hafa verið ætlaða sér. Boðaði til neyðarfunda með ráða- mönnum landsins strax eftir að hann kom aftur til Seoul. Jafn- framt sakaði hann stjórnvöld i Norður-Kóreu um að standa að baki sprengingunni sem hann sagði „ruddalegan glæp“. Þá var Símamynd AP. her landsins skipað að vera í viðbragðsstöðu. Norður-kóresk dagblöð skýrðu frá sprengingunni í Burma með stóru letri á forsíðum. Mátti þar m.a. lesa fyrirsögnina: „Fagnað með öflugri sprengingu". Noj^krar GOEAR ASTMXJR í Amsterdamferð 3111 211 %$* Hverra þessara 15 atriða gætirðu hugsað þér að njóta? Merktu x þar sem við á Lúxushótel í hjarta borgarinnar. □ Bflaleigubfll til reiðu á Schiphol flug- velli. Iðandi mannlíf frá morgni til kvölds, t.d. á Damtorgi, Rembrandtsplein og Leidseplein. □ Úrvals þjónusta um borð í þotu Am- arflugs. □ Dag- eða kvöldsigling með síkjabát um „Feneyjau- norðursins“. □ Frábærar verslunargötur, og skraut- legir markaðir, fyrir gangandi vegfar- endur. □ Listasöfn, ss. Rijksmuseum, Stedlich Museum og Van Gogh Museum - öll á sama svæði! □ Viðtalstími íslensks fararstjóra á hverju hóteli tvisvar til þrisvar í hverri viku. □ Hollenskur bjór og líflegar krár. □ Allra þjóða veitingastaðir með vand- aðri þjónustu og ógleymanlegum mat. □ Ein besta fríhöfn heims á Schiphol flugvelli. □ Jasstónleikar um alla miðborg □ Næturlíf sem á engan sinn lfka f Evrópu. □ Helgar- og vikuferðir. □ Verð frá kr. 10.800, bamafsláttur 4500. Átt þú að skjótast til Amsterdam? 0 — 1 atriði: Taktu þér bók í hönd og gleymdu þessu. 1-4 atriði:Þig langar, en ekkert mjög. 4 — 10 atriði: Engin spuming - þú ferð. 10— 15 atriði: Þú bókstaflega verður að fara. Þér liði svo miklu betur á eftir. Brottfarardagar: 14. okt.t21.okt.: 28. okt , 4. nóv., 11. nóv.t 18. nóv., 25. nóv., 2. (les.t 9. des., 16. des., 23. des. og 30. des. Innlfallð: Flug, gisting með morgunverði, flutningur til og frá flugvelli erlendis og íslenskur fararstjóri ( lerðum merktum *. Haíið samband við soluskrifstofur Samvinnuferða- Landsýnar eða umboðsmenn. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.