Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 peningakassi er líka bókhaldsvél Verð aðeins kr. ER-1873 15.375 • Tvær deildir. • Tveir strimlar. • Kredit. • Prósentur. • Mínuslykill. • Margföldun. • Skiptimyntateljari. • Útborgunarteljari. • Klukka. HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 HLJOM*HEIMILIS«SKRIFSTOFUTÆKI OMRON OMRON búðarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verö frá kr. 13.500. ■ ^KRII FSTOFUVÉLAR H. % Hverfisgötu 33 Simi 20560 • Andreas Papandreou AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Svein Sigurðsson Francois Mitterrand Olof Palme Sósíalismi niðurskurðarins og aðhalds í efnahagsmálum „ÖXIN HEFUR VERIÐ lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sera ekki ber góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.“ Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa verið að gera þessi orð Jóhannesar skírara að einkunn- arorðum sínum og það er velferðarríkið, sem axarmunninn beinist að, þetta hátimbraða hof, sem stöðugt hefur verið að færa út kvfarnar allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Allir vita hvað Margaret Thatcher hefur verið að hafast að, enda íhaldsmaður og ekki við öðru að búast, en hljóðara hefur verið um þær efnahagsaðgerðir, sem jafnaðarmenn, sósíalistar, hafa gripið til þar sem þeir ráða. Um langan aldur hafa þeir verið óþreytandi I saumnál- arleit sinni að nýjum velferðarmálum en tvær olíuverðssprengingar og sam- drátturinn I efnahagslífi heimsins hafa kennt þeim nýja lexíu, sem heitir niðurskurður. Aítaliu er það sósíalisti, sem mundar öxina, Bettino Craxi, sem I júlí sl. settist í for- sætisráðherrastólinn eftir sam- fellda stjórnarforystu mið- og hægriflokka í 38 ár. Craxi hefur ákveðið að svipta þá „öryrkja" bótum sínum, sem hafa meiri tekjur en sem svarar 15.800 ísl. kr. á mánuði (á Ítalíu eru fimm millj- ónir manna „öryrkjar", nærri 10% þjóðarinnar), og eftirlauna- greiðslum verður hætt til þeirra, sem hafa aðrar tekjur hærri en 10.500 á mánuði. Fjárlagahalli og hitin botnlausa Ástæðan fyrir niðurskurðinum er gífurlegur haili á fjárlögum ít- alska ríkisins. Hann verður á þessu ári um 1650 milljarðar ísl. kr. og er að því stefnt, að hann verði „aðeins“ um 1470 milljarðar á því næsta. Tryggingabæturnar eru þó aðeins brot af útgjöldum ríkisins. Fjárfrekari er t.d. heilsu- gæslan þar sem kostnaðurinn við hvern sjúkling er þrefaldur á við það, sem gerist á einkasjúkrahús- um, og stóru ríkisfyrirtækin eins og Iri og Eni, sem eru eins og hvert annað gat á vasa skattgreið- endanna. Sósíalismi niðurskurðarins og aðhalds í launamálum lætur til sín taka víðar en í Suður-Evrópu. í Frakklandi hafa upphaflegar áætlanir Mitterrands um þjóðnýt- ingu og meiri laun fyrir minni vinnu orðið að víkja fyrir ströng- um efnahagsaðgerðum og I Sví- þjóð, þessari dagvistarstofnun meðal þjóðanna, þóttist Olof Palme tilneyddur til að leggja fram fjárlög, sem gera ráð fyrir 4% kaupmáttarsamdrætti. Staðföst stefna í utanríkismálum Það er ekki aðeins í efnahags- málunum, sem ríkisstjórnir sósí- alista hafa tekið af skarið, flestar þeirra velkjast ekki lengur í vafa um hver stefnan er í utanríkis- málunum. Bettino Craxi fór nú fyrir skömmu í sína fyrstu ferð til NATO-ríkjanna sem forsætisráð- herra og ítrekaði þá, að ítalir væru reiðubúnir að koma upp stýriflaugum í landi sínu, ólíkt því, sem væri með hina mótmæla- gjörnu og óáreiðanlegu Vestur- Þjóðverja. Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, sem mörgum fannst verða sér til skammar með því að snúast gegn fordæmingu Efna- hagsbandalagsins á þvl athæfi Sovétmanna að granda suður- kóresku farþegaþotunni, hefur þrátt fyrir allt ekkert gert til að koma Grikkjum úr EBE og auk Bettino Craxi þess hefur hann gert nýjan samn- ing við Bandaríkjamenn um herstöðvar þeirra í Grikklandi. Felipo Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, hefur frestað til 1985 fyrirhugaðri þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild þjóðarinnar að NATO og hann er manna hlynnt- astur því, að komið verði upp meðaldrægum eldflaugum í Vest- ur-Evrópu. í því efni þarf heldur ekki að brýna Mitterrand, sem þykir að auki hafa sýnt það í Chad, að Frakkar ætli að standa við skuldbindingar sínar. Aðeins f málefnum Mið-Ameríku fær gamla, sósíalska hjartað að ráða enda eiga Frakkar þar lítilla hagsmuna að gæta. Eyðslustefnan hefur lítinn hljómgrunn Það er sá veruleiki, sem við blasir eftir tvær olluverðsspreng- ingar og vonbrigði almennings, kjósenda, sem hafa kennt mönnum á borð við Mitterrand og Craxi sína lexíu. ósigur breska Verkamannaflokksins i júnf sl. virðist líka benda til, að kjósend- ur hafi litla trú á flokkum, sem vilja vinna bug á samdrættinum með fjáraustri og með því að verja minna fé til landvarnanna. Franskir og grískir sósíalistar komust þó til valda í mikilli vinstrisveiflu en stefna þeirra leiddi þá svo undrafljótt fram á hengiflugið f efnahagsmálunum, að þeir neyddust til að stlga á bremsurnar og það heldur harka- lega. Ríkisstjórnir, sem eru vinstra- megin við miðju, eiga að jafnaði auðveldara með að fá stefnu sinni framgengt við verkalýðsfélögin en þær, sem til hægri eru við miðj- una. Á Spáni fékk Gonzalez verkalýðsfélögin til að sam- þykkja, að með því að lækka kaupmáttinn væri unnt að útvega 800.000 ný störf á næstu þremur árum og í Svíþjóð sagði Olof Palme, að ef atvinnuleysið ætti Filipe Gonzales ekki að fara fram úr núverandi 4% yrði að halda laununum niðri. Sumir óttast, að stefna sosíalista hafi í för með sér nokkurs konar tómarúm á vinstrivængnum, sem kommúnistar geti notfært sér, en hættan á þessu virðist heldur fjarlæg. Eiga hægrimenn leikinn? Hægriflokkar í Vestur-Evrópu vonast nú til, að vegna samdrátt- arins í efnahagslifinu eigi mál- flutningur þeirra meiri hljóm- grunn en áður. Margaret Thatch- er í Bretlandi, Manuel Fraga á Spáni, Ciriaco de Mita á ítallu og Jacques Chirac í Frakklandi eru dæmi um hina nýju, ákveðnu hægrimenn, sem hafna málamiðl- unarpólitík fyrirrennara sinna, Heaths, Suarezar, Andreottis og Giscard d’Estaings. Það er engin tilviljun, að Margaret Thatcher, sá leiðtogi hægrimanna, sem sig- ursælastur er, ríkir í landi þar sem sósíalistaflokkurinn þreytist seint á því að reyna að vera sem róttækastur. Getur verið, að sósí- alistar I öðrum ríkjum Evrópu séu búnir að átta sig á því? SS (Heimildir: The Economist, AP.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.