Morgunblaðið - 17.04.1984, Page 3

Morgunblaðið - 17.04.1984, Page 3
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 3 Atómstöðin valin á kvikmyndahátíðina í Cannes: „Mesti heiður sem íslenskri kvikmynd hefur hlotnastu — segir Örnólfur Árnason Kvikmyndin Atómstödin eftir Þorstein Jónsson hefur verið valin á hina opinberu dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi dagana 11.—23. maí næstkomandi. „Þetta er mesti heiður sem íslenskri kvikmynd hefur hlotnast," sagði Örnólfur Árnason, framkvæmdastjóri kvikmyndafélagsins Óðins, er blm. Mbl. hafði samband við hann. „Þetta er virtasta kvikmyndahátíð í heimi og er „Atómstöðin fyrsta íslenska kvikmyndin sem dómnefnd Cannes-hátíðarinnar hefur valið á dagskrá sína, en flestar íslenskar kvikmyndir síðustu ára hafa verið sendar nefnd- inni. Verður „Atómstöðin" sýnd í flokknum „Quinzaine des realizateurs" eða „Direct- ors forth night“, í 1.500 sæta bíói í gömlu hátíðarhöllinni í Cannes. Vekja þær sýningar mikla athygli fjölmiðla, því þar er einnatt að finna vaxt- arbroddinn í kvikmyndagerð, það er að segja myndir sem dómnefnd telur skara fram úr, en eru gerðar af lítt þekktum höfundum. Á dagskrá kvik- myndahátíðarinnar í Cannes eru sýndar um það bil 40 kvikmyndir, en á annað þús- und kvikmyndir kepptu um þátttöku í Canneshátíðinni að þessu sinni. Það má því telja það mikinn heiður fyrir ís- lenska kvikmyndagerð að „Atómstöðin" skyldi komast í hóp hinna útvöldu. Fleiri hundruð kvikmyndir eru sýnd- ar í Cannes utan hátíðarinnar, á sama tíma og hún stendur yfir, en sjálf hátíðardagskráin er auðvitað alltaf í brenni- depli." Atómstöðin er nú sýnd í Austurbæjarbíói og auk þess á Selfossi og á Akranesi um páskana. Um 35 þúsund manns hafa þegar séð myndina á ís- landi. Opið laugardag fyrir páska frá 10—12 f.h. HSkKARNABÆR ^99WM 9 r LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22 r SjMl FRÁ SKIPTIBORÐI 45800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.