Morgunblaðið - 21.11.1984, Side 2

Morgunblaðið - 21.11.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Gengisfellingin: Bandaríkjadollar hækkaði um 14,2% VIÐ gengisfellinguna i mánudag hskkaði sölugengi erlends gjaldeyris, mismunandi eftir tegundum, eða frá 12,8% til 14,8% miöað við síðustu gengisskráningu fyrir helgi. Bandarfkjadollar kostar nú 39,300 kr., hækkaði um 14,2%. Sterlingspund kostar 49,096 kr., hækkaði um 13,3%. Dönsk króna kostar 3,6352 kr. og hækkaði um 12,9%. Norsk króna kostar 4,5211 kr., hækkaði um 13,4%. Sænsk króna kostar 4,5799 kr. og hækk- aði einnig um 13,4%. Franskur franki kostar 4,2831 kr., hækkaði um 13,1%. Vestur-þýskt mark kostar 13,1460 kr., hækkaði um 13,1%. Spænskur peseti kostar 0,2350 kr., hækkaði um 13,4%. Japanskt yen kostar 0,16140 kr., hækkaði um 13,7%. Minnsta hækkun gjaldmiðils varð á belg- íska frankanum. Hann kostar nú 0,6495 kr., hækkaði um 12,8%. Gengi SDR (sérstakra dráttar- réttinda) er nú 34,5607 kr. og hækkaði mest samkvæmt nýju gengisskráningunni, eða um 14,8%. Aðalfundur LÍÚ í dag: Stjórnun veiðanna og menntunarmál á dagskrá AÐALFUNDUR Landssambands íslenzkra útvegsmanna hefst á Hótel Sögu í dag. Að sögn Krist- jáns Ragnarssonar, framkvæmda- stjóra LIÚ, mun fundurinn mark- ast mjög af viðhorfum manna til stjórnunar fiskveiða á næsta ári og þeirrar reynslu, sem nú hefur feng- izt af kvótakerfinu með tilliti til framhaldsins. Kristján sagði, að auðvitað hlyti fundurinn einnig að mark- ast af umræðum um hina slæmu afkomu flotans að undanförnu og framkvæmd skuldbreytinga, sem verið væri að framkvæma og hefði dregizt mjög lengi. Afkom- an, stjórnun veiðanna og mennt- unarmál væru meginstefið í þessu, en menntunarmálin hefðu mikið verið til umræðu að undanförnu vegna minnkandi að- sóknar að Sjómannaskólanum, gagnstætt aðsókn að öllum öðr- um skólum. Morgunblaöið/JúlíuB Árekstrasúpa í góðviðrinu NÝLEGUR fólksbfll valt skyndi- lega á Hringbraut nærri Landspít- alanum í Reykjavík síðdegis í gær. Ökumaðurinn slasaðist ekki en bfllinn er talsvert skemmdur, eins og sjá má af myndinni, sem var tekin þegar lögreglumenn veltu bflnum við á ný. Margir árekstrar urðu í höfuð- borginni í gær án þess að alvar- leg slys yrðu á fólki. Sjö ára stúlka varð fyrir mótorhjóli skammt frá Melaskólanum í gær en slapp betur en á horfðist: hún viðbeinsbrotnaði og hlaut minni- háttar höfuðáverka. Sala Coldwater 6,7 milljarðar fyrstu 10 mánuði ársins: 4 % verðmætaaukning og 12 % magnaukning frá því í fyrra HAUSTTSyTJÓRNARFUNDUR Coldwater, sölufyrirtækis SH í Bandaríkjun- um, var haldinn í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Kom þar meðal annars fram, að heildarsala fyrirtækisins fyrstu 10 mánuði ársins nam 6,7 milljöröum króna, 173 milljónum dollara, og jókst um 4% i verðmætum en 12% í magni miðað við sama tíma á síðasU ári. Þá var á fundinum einnig rætt um hugsanlega framleiðslu á „surimi“ (fiskfarsi) hér á landi, til útflutn- ings og framleiðslu krabbastauta. Jónas Bjarnason formaður Varðar DR. JÓNAS Bjarnason var kjörinn formaður Landsmálafélagsins Varðar á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Jón- as var kosinn að tillögu uppstillingar- nefndar en aðrir gáfu ekki kost á sér til formennsku. Gunnar Hauksson, fráfarandi formaður, gaf ekki heldur kost á sér. Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir: Guðmundur Jónsson, Gústaf B. Einarsson, Halldór S. Friðriksson, Kristinn Jónsson, Lovisa Sigurð- ardóttir og Helga Jóhannsdóttir. Varamenn í stjórn félagsins voru kosnir ólafur Klemensson, Rafn Thorarensen og Ottó örn Péturs- son. Endurskoðendur voru kosnir Hannes Þ. Sigurðsson og Helgi V. Jónsson. Að sögn Guðmundar H. Garð- arssonar, blaðafulltrúa SH og Coldwater, var fjöldi mála á dagskrá fundarins. Helzt þeirra voru sölu- og framleiðslumál, framtíðarhorfur I þeim efnum; kynning á nýjungum í starfsemi fyrirtækisins, svo sem nýjum vörutegundum og breytt útfærsla á starfsemi fyrirtækisins. Guðmundur H. Garðarsson sagði, að Magnús Gústafsson, for- stjóri Coldwater, og aðrir stjórn- endur fyrirtækisins hefðu kynnt stöðu mála. Þar hefði meöal ann- ars komið fram, að salan í októ- bermánuði hefði aukizt um 19% í magni miðað við sama mánuð i fyrra og um 14% í verðmætum. Alls hefði salan í mánuðinum numið tæpum 740 milljónum króna (tæpum 19 milljónum doll- ara). Magnaukning fyrstu 10 mán- uði ársins hefði verið 12% miðað við sama tíma í fyrra, en verð- mætaaukningin 4%. Alls hefði verið selt fyrir 7,6 milljarða króna (173 milljónir dollara) þetta tíma- bil. Magnaukning í sölu verksmiðjuframleiddrar vöru Áður farið ránsferðir um nágrennið að nóttu STROKUFANGARNIR fjórir, sem struku úr fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt mánudagsins, voru allir komnir aftur á bak við lás og slá um miðnætti í fyrrakvöld. Einn þeirra gaf sig fram við lögreglu af sjálfsdáð- um, hinir þrír voru handteknir í íbúð í Kópavogi þar sem þeir sátu að sumbli. Við yfirheyrslur yfir þeim mun hafa komið I Ijós, að þeir hafa iður farið út um glugga á Kvíabryggju að næturlagi og farið rænandi og ruplandi um nágrannabyggðirnar. Upphaflega setluðu fangarnir aðeins að fara í stutta ránsferð niður í Grundarfjörð aðfaranótt mánudagsins og vera komnir aftur í klefa sína áður en þeirra yrði saknað um morguninn. Einn þeirra fór út um glugga á klefa sinum og aðsioðaði hina við að komast út. Lögðu þeir síðan af stað fótgangandi niður i þorpið og höfðu með sér kúbein. Þegar kom í Grundarfjörð þótti þeim vitlegra að fara til Reykjavíkur. Stálu þeir fljótlega bíl, sem þeir óku áleiðis. Hann reyndist hinsvegar bæði hljóðkútslaus og bensinlítill, 3vo þeir völdu sér heppilegra farartæki í Ólafsvík og héldu ferðinni áfram til höf- uðborgarinnar. Ekki höfðu þeir ekið lengi þeg- ar sprakk á einu hjóli. Þá skorti lykil til að geta opnað verkfæra- geymsluna en létu það ekki aftra sér frá að spenna hana upp. Kom þá kúbeinið í góðar þarfir. Undir morgun, þegar þeir voru komnir á Mýrar, bilaði bíllinn. Skildu þeir hann eftir þar sem þeir voru staddir og röltu heim að næsta bæ. Þar þáðu þeir kaffi hjá heimilisfólkinu en bóndi á bæn- um mun jafnframt vera hrepp- stjóri í sinni sveit, skv. upplýs- ingum Mbl. Frá Mýrum fengu þeir far með flutningabíl suður í Hvalfjörð þar sem þeir skiptu liði og fóru tveir og tveir saman „á puttanum" til Reykjavikur. Tveir þeirra skildu við greið- vikinn ökumann á Ártúnshöfða, fóru inn í Saab-umboðið og fengu að hringja þar. Þökkuðu þeir fyrir sig með því að stela af einum starfsmanna fyrirtækis- ins seðlaveski, sem í var ávís- anahefti, krítarkort og fleira. Skemmtu þeir sér siðan i höfuð- borginni það sem eftir var dags, skrifuðu út nokkrar ávísanir og borguðu einu sinni með krítar- kortinu. Ekki er ljóst hversu háar fjár- hæðir þeir sviku út með þeim hætti, að sögn Þóris Oddssonar, vararannsóknarlögreglustjóra ríkisins. Siðar um daginn hittu þeir félaga sína tvo, sem höfðu komið með öðrum bil til Reykja- víkur, og voru siðan handteknir í Kópavogi í fyrrakvöld, eins og fyrr sagði. hefði numið 12% en 10% í fisk- flökum. Þá hefði komið fram, að sala á ferskum fiski þetta tímabil hefði verið nokkru minni nú og sömuleiðis sala á humri. Samsetn- ing tegunda hefði á þessu ári ekki verið eins hagstæð og á þvi síð- asta, karfi og ufsi vægju nú þyngra í heildarsölunni og einnig hefði orðið nokkur verðlækkun á fiskblokkinni, sem hefði dregið lít- illega úr verðmætaaukningunni samanborið við magnaukninguna. Þá sagði Guðmundur, að á fund- inum hefði útlit og horfur heima og heiman verið rætt á fundinum og væri forysta fyrirtækisins vestra í sóknarhug. Hins vegar væri erfitt að spá nokkru um horf- ur framundan, en menn gerðu sér þó vonir um bata í byrjun næsta árs. Nú væru framundan fundir með umboðsmönnum Coldwater, sem væru um 50 talsins um öll Banda- ríkin. Yrðu fundirnir haldnir i San Francisco, Dallas, Atlanta, Chicago og New York. Á þessum fundum yrði farið yfir sölu þessa árs, áætlun þess næsta og kynn- ingu nýrra vörutegunda auk fieiri þátta. Hjá forráðamönnum Coldwater væri lögð höfuðáherzla á gæðaframleiðslu heima og heiman, enda væri það Ijóst að gæðin væru lykillinn að velgengni í markaðsmálum. Að lokum gat Guðmundur þess, að á fundinum hefði verið rætt um hugsanlega tilraunaframleiðslu á svokölluðu surimi, sem væri eins konar fiskfars úr ýmsum fiskiteg- undum, sem lítt eða ekkert væru nýttar til manneldis. Væri þar verið að huga að framleiðslu krabbastauta og annarra vöruteg- unda svipaðs eðlis. Vara þessi væri þekkt í Japan og væri nú að ryðja sér til rúms í Bandaríkjun- um. Stjórn Coldwater skipa: Ágúst Flygenring, Ásgrimur Pálsson, Eyjólfur lsfeld Eyjólfsson, Gísli Konráðsson, Guðfinnur Einars- son, formaður, Guðmundur Karls- son, Jón Ingvarsson, Magnús Gústafsson og Ólafur B. ólafsson. Samningarn- ir felldir í Siglufirði Sighinrdi, 20. nóvember. NÝGERÐIR kjarasaraningar ASÍ og VSÍ voru felldir á félags- fundi í verkalýðsfélaginu Vöku hér í kvöld. 33 félagar af liðlega 500 voru á fundinum. Tuttugu greiddu atkvæði gegn samning- unum, tíu voru með og þrír sátu hjá. — Fréttaritari. Bankamenn sömdu BANKAMENN meta þá samninga, sem tókust með Sambandi ísl. bankamanna og bönkunum í fyrri- nótt, til liðlega 24%hækkunar launa fram til ársloka 1985, að því er framkvæmdastjóri sambandsins, Helgi Hólm, sagði { samtali við blaðamann Mbl. í gær. „Þetta er í meginatriðum eins og þeir samningar, sem gerðir hafa verið að undanförnu, til dæmis ASÍ/VSÍ-samningurinn,“ sagði Helgi. „Fyrr um daginn, sem samningurinn var gerður í fundaherbergi Seðlabankans, var ákveðin þar gengisfelling. Við reyndum að fá inn í samninginn gengistryggingarákvæði, enda sömdum við í skugga gengisfell- ingarinnar, en það tókst ekki." Samningurinn hefur verið stað- festur af stjórn, samninganefnd og formönnum aðildarfélaga sam- bandsins með fyrirvara um sam- þykki félaganna. Allsherjarat- kvæðagreiðsla um samninginn fer fram 26. og 27. nóvember næst- komandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.