Morgunblaðið - 21.11.1984, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.11.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 23 — Hvernig finnst þér Færey- ingar hafa tekið þér? „Ákaflega vel. Ég get ekki ann- að sagt. Yfir því er ég auðvitað glaður og ánægður, því eðli máls- ins samkvæmt held ég að þessu starfi sé ekki auðvelt að sinna nema sá sem hefur það með hönd- um hverju sinni geti lynt við heimamenn. Eitt meginhlutverk þess, sem starfinu gegnir, er í rauninni að koma á og hafa gott samstarf við landsmenn um starfsemina í húsinu. Æðstu yfir- völd hússins eru norræna ráð- herranefndin fyrir hönd Norðurlandaráðs og landstjórnin í Færeyjum. Síðan höfum við hús- stjórn, sem fjallar um málefni þess og ræður forstjóra. í stjórn- inni sitja þrír Færeyingar og síð- an einn fulltrúi Norðurlandaþjóð- anna hverrar um sig. Sá sem þessu starfi gegnir verður í raun réttri að vera umboðsmaður þjóð- anna allra og reyna að inna það af höndum svo sómasamlegt sé.“ Sterk og lifandi menning — Hvernig kemur færeyskt menningarlíf þér fyrir sjónir? „Mér finnst það virkt og lifandi. Áður en ég kom hingað vissi ég, að Færeyingar áttu bæði góða rithöf- unda og góða málara. Myndlist stendur á háu stigi í Færeyjum og hlutfallslega eru hér margir mjög góðir myndlistarmenn. Þetta segi ég ekki bara vegna þess að ég hafi séð góða myndlist hér á sýningum, heldur vegna þess að þegar maður kemur inn á færeysk heimili eða í opinberar byggingar, verslanir og banka, þá hanga þar uppi lista- verk, sem svo sannarlega ná máli og Færeyingar geta verið stoltir af. Ég hef komið á sveitabæ, þar sem héngu uppi málverk eftir Mykines og Ingólf av Reyni og ýmsa góða málara aðra. Þetta sýnir, að hér hafa ekki aðeins starfað góðir myndlistarmenn heldur er almennur áhugi á myndlist í Færeyjum og góður smekkur ríkjandi. Svona góður og almennur smekkur á list getur ekki verið nein tilviljun. Hann sýnir, að á sviði myndlistar og rit- listar standa Færeyingar á nokk- uð gömlum merg. En það sem mér þótti einna mest gaman að kynn- ast nú í haust er að bæði í leiklist og tónlist er sitthvað nýtt að ger- ast einmitt núna. Dæmi um þetta er t.d., að í fyrra var stofnuð sin- fóníuhljómsveit í Færeyjum. Formaður hennar og hljómsveit- arstjóri eru frá Klakksvík. Hljómsveitin æfir hér í húsinu regulega og hugmyndin er að hún haldi hér hljómleika snemma í desember. Þarna er að fæðast sin- fóníuhljómsveit skipuð áhuga- mönnum víðsvegar úr eyjunum. Ég hef kynnst færeyskum tón- skáldum og undrast hve vítt svið þeir hafa sem tónlistarmenn. Þeir eru í klassískri tónlist, jassi, þjóð- legri músík og öllu mögulegu. Mér sýnist að hér sé mikil gerjun í tónlistarlífinu og einmitt vegna þess hve húsið er vel fallið til tón- leikahalds geri ég mér vonir um að það eigi eftir að verða mikil lyfti- stöng fyrir færeyskt tónlistarlif. Svipaða sögu mætti segja um leiklistina." — Hvað um kvikmyndir? „Hér er góð aðstaða til kvik- myndasýninga og kvikmyndir eru hiklaust eitt af því sem hér á heima. Hér hafa verið sýndar nokkrar norrænar kvikmyndir, m.a. Stuðmannamyndin, en það hafa ekki verið haldnar sérstakar kvikmyndavikur eða kvikmynda- hátíðir. Ég held að þetta sé eitt af því, sem ekki hefur tekist að móta sérstaklega á einu og hálfu ári. Ég hef hugsað mér að huga nánar að þessum málum ekki síður en öðru, þegar fram í sækir. Hér voru um daginn fulltrúar frá kvikmynda- klúbbi í bænum og kennari, sem hafði áhuga á að fá til Færeyja góðar, norrænar barnamyndir. Það væri gaman að verða sér úti um íslenskar kvikmyndir og sýna hér og í sumar heyrði ég, að eitthvað slíkt væri í undirbúningi, en ekki er víst að því hafi verið komið í verk.“ Gott að sleppa úr streitunni — Hvernig hefur það lagst í þig að flytja frá Reykjavík til Þórs- hafnar í Færeyjum? „Það hefur lagst vel í mig. Mér fannst streitan á íslandi og í mínu starfi vera orðin of mikil. Ég er a.m.k. ennþá svo lukkulegur, að hún er ekki byrjuð að mæða eins mikið á mér hérna og hún gerði heima. Það er auðvitað töluverð áreynsla að taka við svo fjölþættu og ábyrgðarmiklu starfi á nýjum stað, en mér hefur fundist gott einmitt að losna úr fjötrum hvers- dagslífsins heima á Islandi. Ég hef kunnað vel við mig hér í Þórshöfn og mér finnst staðurinn vera einkar notalegur rammi utan um líf mitt á þessu hausti." — Hefurðu í hyggju að hverfa aftur til útvarpsins að fjórum ár- um liðnum? „Ég hef rétt til að hverfa að mínu gamla starfi en hef hugsað mér að ákveða ekkert um það að sinni hvað ég geri. í samstarfs- samningi milli Norðurlandaþjóð- anna er tekið fram, að þær skuld- bindi sig til að tryggja ríkisstarfs- mönnum, sem fá norrænar stöður í líkingu við þessa, að þeir missi einskis í réttindum sínum í heima- landinu. Ég notaði mér þau rétt- indi og ætla svo að sjá hvað tím- inn ber í skauti sínu.“ — En þú ert ekki ákveðinn? „Nei, þetta er töluverð breyting á högum mínum. Ég er búinn að vera hjá útvarpinu í 20 ár og það er í rauninni mín starfsævi hingað til. Nú skipti ég um starf á fimm- tugsaldri og nú verður tíminn að leiða í ljós hvað framundan er. Ég ætla bara að gegna starfi mínu hér eftir bestu getu og sjá svo hvort ég kýs að hverfa aftur til útvarpsins eða eitthvert annað. Eðrarð T. Jónsaon er búsettur í Færeyjum. Bók um Ágúst á Brúnastööum HJÁ Erni og Örlygi er komin út bók- in Ágúst i Brúnastöðum bóndi og fyrrum alþingismaður lftur yfir far- inn veg í samfylgd Halldórs Krist- jánssonar. Á bókarkápu segir m.a.: „Flestir tslendingar sem komnir eru til vits og ár munu kannast við nafn Ágústs Þorvaldssonar á Brúna- stöðum, bónda og fyrrum alþing- ismanns. f hugann kemur mynd a stórum og stæðilegum manni, þéttum á velli og þéttum í lund, gildum bónda og góðum félags- málamanni sem samtímis því að rækta jörð sína og auka bústofn- inn hefur látið til sín taka á þjóð- málasviðinu og notið 'virðingar mótherja jafnt sem samherja. Heimili hans og konu hans, Ing- veldar Ásgeirsdóttur, er mikið rausnarheimili og þótti vel við hæfi að bjóða sjálfum Finnlands- forseta til Brúnastaða þegar hann var hér á ferð fyrir ekki löngu síð- an. Af því sem á undan er sagt mætti ætla að Ágúst hefði fæðst með silfurskeið í munni og verið borinn til efna og áhrifa í skjóli ríkra foreldra. Sú er þó ekki raun- in. Ágústi var ráðstafað af hrepps- nefnd Eyrarbakka til uppeldis hjá sveitarómögum og mátti una því fyrstu árin að vera nefndur urð- arköttur og flokkast af krökkun- um á Bakkanum til óæðri stiga mannfélagsins og verða fyrir árásum og áreitni þeirra. Saga Brúnaðstaðabóndans er eins og maðurinn sjálfur, þétt lesning og þægileg, hispurslaus og hefur yfir sér þokka sem hlýjar lesendanum, jiióncB og fymari aíþingtemaður Htur yfk {arinn veg HAILDÓR KRISTJÁNSSON SKRÁEX þótt Brúnastaðabóndinn þori vel að segja meiningu sína.“ Bókin Ágúst á Brúnastöðum er sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Á bókarkáppu er málverk af Ágústi sem Ragnar Páll Einarsson málaði. Kápuna hannaði Sigurþór Jakobsson. Einka- tölvur Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér bók um tölvur og tölvunotkun eftir enska tölvusérfræðinginn Peter Rodwell, en þýðandi er Björn Jónsson. Bókin ber heitið EINKATÖLVUR. í kynningu forlagsins á bókinni segir á þessa leið: Einkatölvur er afar handhæg og glögg handbók um örtölvur, val þeirra og notkun. Höfundurinn er einn af virtustu sérfræðingunum í örtölvutækn- inni. Bókin er auðveld byrjendum og leiðir þá langt fram á leið í þekkingu á samsetningu og eigin- leikum tölvanna og hvernig er unnt að hagnýta sér þá til gagns og til leikja. Einkatölvur er 208 bls. að stærð í stóru broti og með fjölda mynda til skýringar efninu. Hún skiptist í sjö aðalkafla sem heita: Inngangur — Hafist handa — Tölvur að störf- um — Vélbúnaður — Hugbúnaður — Framtíðin — Tölvuval. Hver að- alkafli skiptist svo í marga undir- kafla (einingar) og síðast eru skýringar á orðum tölvumálsins og atriðisorðaskrá. Skipulag bókarinnar er sveigj- anlegt þannig að lesandinn getur haft sinn hátt á við notkun henn- ar. Hann þarf ekki að lesa hana alla í striklotu, heldur getur notað hana sem uppflettirit til fræðslu um þau atriði sem hann vanhagar um hverju sinni. Hið sérhæfða tölvumál sem ekki verður hjá komist getur virst óaðgengilegt í fyrstu, en lærist fljótt og eru orða- skýringarnar aftast í bókinni mik- ils virði til skilnings á því, segir í frétt frá útgefanda. Bókin er sett og brotin um í Prentsmiðju Árna Valdemarsson- ar, en prentuð í Verona á Ítalíu. Nú bjóða Flugleiðir ódýrar ferðir til Kaupmanna- hafnar, fyrir þá sem vilja lyfta sér upp í skammdeg- inu. Verðin eru einstaklega hagstæð: Þriggja daga ferð kostar aðeins kr. 10.785.- Innifalið er flug og gisting í 2 manna herbergi, morgunverður og söluskattur. Flugvallarskattur bætist við verðið. Fjögurra daga ferð kostar kr. 11.329.- Sjö daga ferð kostar kr. 15.209.- Sérstakur afsláttur er veittur fyrir börn. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur FLUGLEIDIR Kaupmannahöfn Ástarsamband til eilífðar Odýrasta feroin okkar til KAUPMANNA kostar aðeins kr. 10.785
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.