Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 25

Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 25 TN. Elliot bókmenntaiðju. Ætlun mín var að kynna íslenzkum lesendum kveðskap eins frumlegasta skálds þessarar aldar, skálds, sem hingað til hefur verið Íítt kynnt á islenzku máli, en mér finnst Pound eiga er- indi við ljóðskáld Islands til ögun- ar og örvunar, sem og við aðra ljóðavini. Gætu fátæklegar þýð- ingar mínar orðið til þess, að fleiri en áður sneru sér að lestri kvæða Pounds á frummálinu, væri vel farið.“ Kristinn Björnsson kemur hér vissulega að kjarna máls. Þýð- ingar á ljóðum helstu skálda hljóta að vera til ögunar og örvunar í senn skáldum og lesendum. Þótt deila meigi um árangur Kristins í glímunni við Pound er bókin hin þarfasta. Mig grunar samt að hún hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Vegna þess að afmæli hafa verið nokkuð á dagskrá má geta þess, að á næsta ári, nánar tiltekið 30. október, eru liðin hundrað ár frá fæðingu Ezra Pounds. Hann lést 1972. Jóhann Hjálmarsson Hvers virði er lífið? Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: GÓÐA NÓTT, MAMMA. Ilöfundur: Marsha Norman. Þýðandi: Olga Guðrún Árnadóttir. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikmynd og búningar: Þorbjörg Höskuldsdóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Góða nótt, mamma eftir bandarískan leikritahöfund, Marsha Norman, fjallar um sjálfsmorð. Efnið er vissulega tímabært. Margir eru fullir örvæntingar, sumir og reyndar æ fleiri koma ekki auga á aðra leið en sjálfs- morðið. Leikrit Marsha Norman í að mestu áheyrilegri þýðingu Olgu Guðrúnar er þarft framlag til umræðu um sjálfsmorð. Það er óvenjulegt að því leyti að frá upphafi veit áhorfandinn að sjálfsmorð er yfirvofandi, Jessie tjáir Thelmu móður sinni að hún ætli að farga sér. Móðirin áttar sig smám saman á því að dóttur- inni er alvara. Og hún gerir sér jafnvel grein fyrir að það er eng- in undankoma önnur en sjálfs- morð. Jessie hefur frjálst val og á að fá að ráða því sjálf hvort hún kýs að lifa áfram eða ekki. Lífið er þrátt fyrir allt ekki mik- ils virði. Jessie hefur orðið fyrir mörgum skakkaföllum. Hún saknar látins föður síns, hún hefur verið leidd út í hjónaband sem endaði með skilnaði og son- ur hennar er eiturlyfjaneytandi. Ýmislegt annað hrjáir hana. Kristbjörg Kjeld og Guðbjörg Þorbjarnardóttir ( hhitverkum sínum í Góða nótt, mamma, bandarísku leikriti sem fjallar um sjálfsmorð. Jessie segist einfaldlega vera orðin þreytt. Og hún telur sig eiga rétt á að fara fyrr úr stræt- isvagninum en venja er til. Lífið er eins konar viðkomustaður og allt skiptir harla litlu máli. Samræður þeirra mæðgnanna eru í senn ósköp hversdagslegar og varpa ljósi á gjána sem er milli þeirra og skýra þau vanda- mál sem lífið hefur fært þeim og valda því að önnur þeirra bug- ast. Vinnubrögð Marsha Norm- an eru í anda hógværðar. Hún forðast að fara með miklum bægslagangi að áhorfandanum, misbjóða honum. Hún leitar eft- ir trúnaðartrausti áhorfandans og biður hann að dæma sjálfan. Allt er þetta virðingarvert og lýsir þroskuðum höfundi. En textinn býr ekki yfir nægi- lega skáldlegu lífi til að ná sterkum tökum. Hann er skrif- aður af kunnáttu og nokkrum lærdómi. Það nægir ekki. Lárus Ýmir Óskarsson hefur leikstýrt í anda þess raunsæis sem einkennir verkið. Ekki er unnt að krefjast meira af hon- um. Hann verður ekki sakaður um neitt, en leikstjórn hans bjargar ekki verkinu. Leikmynd er eftir hefðbundinni uppskrift. Kristbjörg Kjeld leikur Jessie, Guðbjörg Þorbjarnardóttir Thelmu. í leik þeirra beggja eru góðir hlutir, á stöðu stað ágætir. En það er of sjaldan sem þeim tekst að sannfæra áhorfandann um að hlutverkin séu annað og meira en hlutverk. Auk þess voru þær báðar óöruggar á frumsýningu og víða tómahljóð í túlkun þeirra. Þetta getur staðið til bóta. Athyglisvert leikrit varð ekki annað og meira en athyglisvert leikrit á Litla sviðinu. Það náði ekki til áhorfenda þótti mér. Maður hafði á tilfinningunni að hér væri mikið og gott efni að fara forgörðum. Tilboö á pústkerfum og ísetninsu. hnA íor aI/I/i ^ milli mólo • Það fer ekki á milli mála: Volvohljóðkútarnir eru sérsmíðaðir af Volvosérfræðingum fyrir Volvobíla til þess að ending og nýting þeirra sé í samræmi við önnur Volvogæði. Þess vegna kaupir þú aðeins Volvopústkerfi, en ekki ódýrar eftirlíkingar! Pakkwerb KP.5850.- (Volvo 240, B21, B23) Tilboðsverð sem gildir fyrir þá sem panta tíma fyrir 20. desember '84. \7ZH SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.