Morgunblaðið - 21.11.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.11.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 33 Hessen: „Rauðgræna banda- lagið“ út um þúfur Wieabaden, 20. nóvember. AP. GRÆNINGJAR í Hessen í Vestur- Þýskalandi hættu í dag samvinnu sinni við jafnaðarmenn í stjórn fylk- isins. Kröfðust þeir þess, að verk- smiðju, sem endurvinnur kjarnorku- úrgang, yrði lokað en á það vildu jafnaðarmenn ekki fallast. Var þar með bundinn endi á fyrsta „rauð- græna bandalagið", sem svo hefur verið kallað. Þessi samvinnuslit eru talin geta haft áhrif á hugsanlega sam- vinnu þessara flokka í öllu Vest- ur-Þýskalandi og ekki síst vegna þess, að Græningjar hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Jafnaðarmenn hafa nú 51 sæti á fylkisþinginu i Wiesbaden, kristi- legir demókratar 44, frjálsir demókratar átta og græningjar sjö. Ef Holger Börner, fylkisstjóra jafnaðarmanna, tekst ekki að koma í gegnum þingið ýmsum mikilvægum málum eins og t.d. fjárlögunum, verður hann að boða til nýrra kosninga. Græningjar kröfðust þess, að endurvinnsluverksmiðju fyrir plútóníum i Hanau yrði lokað og sagði einn þingmanna þeirra, að heiður flokksins væri í veði. í yfir- lýsingu frá jafnaðarmönnum var ákvörðun græningjanna hörmuð og sagt, að þaö væri alls ekki á valdi fylkisþingsins að loka um- ræddri verksmiðju, um hana giltu alríkislög. Símamynd/AP. Tveir tankar með fljótandi gasi í Ijósum logum. f sprengingunum lagðist hverfið f kring í rúst og þegar síðast var vitað voru á þriðja hundrað lík fundin. Fundir sendinefnda S- og N-Kóreu: Hlátrasköll og brandarar flugu ERLENT Stórslysið í Mexíkó: Skyndilega stóðu öll húsín í liósum logum TUIneoantU. Mexikó. 20. nóvember. AP. TUJnepnntln, Mexíkó, 20. nóvember. AP. SUMIR voru enn í fastasvefni en aðrir að fá sér morgunverðinn þegar hver sprengingin af annarri varð f gasstöðinni í hverfinu. Gífurlegur reykjarmökkur steig til himins og eldi og eimyrju rigndi yfir húsin. Fyrr en varði voru öll húsin í Ijósum logum. „Jörðin skalf og nötraði og við máttum þakka fyrir að komast allsnakin út úr húsinu," sagði Pedri Jimenez, einn íbúanna, sem komust lífs af. í mörgum húsanna fundu björgunarmenn líkin í rúm- unum eða í eldhúsinu. „Við bárum 16 út úr einu húsi, 13 úr því næsta og 8 úr því þriðja," sagði einn björgunarmannanna. Um miðjan dag þóttust slökkvi- liðsmenn vera búnir að ná tökum á eldinum en þá var óttast, að brennandi gasið gæti komist í þá tanka með fljótandi gasi, sem enn voru ósprungnir. Komið hefur ver- ið upp skýli fyrir heimilislaust fólk en auk þess hafa margir feng- ið inni í kirkjum. Hundruð manna hafa lagt fólkinu lið með því að gefa föt og mat og forseti landsins hefur skorað á alla þjóðina að leggjast á eitt til að bæta það, sem bætt verður. Panmunjon, Kóreu, 20. nóvember. AP. SENDINEFNDIR kóreskur ríkj- anna tveggja áttu með sér tveggja stunda langan fund þar sem ýmis- legt varðandi sambúð ríkjanna bar á góma. Fulltrúar Rauða krossins úr röðum beggja komu sér saman um nokkuð sem hefur reynst ógerlegt í 11 ár, þ.e.a-s. að ræða mannréttinda- mál. Var ákveðið að halda fundi á sama tíma í Seoul og Pyongyang, höfuðborgum ríkjanna, en fundar- tími var eigi ákveðinn nákvæmlega. Það var góður andi á fundinum í dag, hlátrasköll og brandarar flugu. Ætluðu fundarmenn aldrei að geta komið sér að efninu, svo glatt var á hjalla. En fundur þessi var hugsaður sem undanfari ann- arra og meiri fundarhalda og árangurinn þegar öllu var á botn- inn hvolft talinn ágætur. Kóresku ríkin hafa ekki rætt málin með þessum hætti síðan árið 1973. Þá slitnaði upp úr öllu saman er norðurríkið hóf að krefjast þess að breytingar yrðu gerðar á stjórn- málakerfi suðurríkisins. Kínverjar vilja sneið af Suðurskautsköku Peking, 20. nóvember. AP. TVÖ STÓR rannsóknarskip mönnuð ekki bara áhöfnum heldur einnig 500 vísindamönnum af ýmsu tagi héldu úr höfn í Shanghai í dag og var förinni heitið til Suðurskauts- landsins. Verður þetta fyrsti leiðang- ur Kínverja til þessarar heimsálfu. Kínversk yfirvöld lýstu yfir er skipin lögðu úr höfn að með för- inni væri verið að leggja drög að „friðsamlegri nýtingu mannsins á Suðurskautinu". Áður hafa Kín- verjar sent smáhópa vísinda- manna eða einstaklinga til Suður- skautsins, en jafnan hafa þeir starfað sem gestir í rannsóknar- stöðvum annarra þjóða. Þetta verður fyrsti kínverski leiðangur- inn eins og áður segir og eitt af markmiðunum er að koma upp kínverskri rannsóknarstöð sem yrði mönnuð allan ársins hring. Leiðangur Kínverjanna mun standa yfir í 5 mánuði og verður lagt allt kapp á að reisa rannsókn- arstöð. Henni hefur verið valinn staður 970 kílómetra frá suður- odda Argentínu. Mormóna- kirkja í A-Þýska- landi Berlín, 20. nóvember. AP. NÚ ER verið að reisa mormóna- kirkju í Karl Marx Stadt í Austur- Þýskalandi og verður það fyrsta kirkja þess safnaðar í kommúnista- ríki. Verður guðshúsið tilbúið til notkunar næsta sumar. Vinna við bygginguna hófst í vikunni og talsmaður mormóna- safnaðarins í Vestur-Þýskalandi sagði að það væri mormónakirkj- an í Utah í Bandaríkjunum sem stæði straum af kostnaði. Hann vissi þó ekki hvað fyrirtækið kost- aði. Mormónakirkja hefur starfað i Þýskalandi síðan árið 1850 og fyrir vestan járntjaldið eru 25.000 mormónar. Þeir eru mun færri fyrir austan tjald, eða um 4.500 talsins, en þar hefur þeim verið gert erfitt um vik að stunda trú sína, enda trúarbrögð hornrekur í kommúnistalöndum yfirleitt. KjAUKUK A MUNU I AIQ AFMÆLISHÁTÍÐ í HEILA VlKU Gaukur ó Stöng, veitingahús, Trvggvagötu 22, sími 11556, Idag, miðviÁudtyinn 21. nóvember. HÁTÍÐAR- HÁDEGLSVERÐUR kí. 11-14. HÁTÍÐARKAFFŒ) og -KÖKURNAR á milii 14 og 17. HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR jrá kí. 18-21. í kvöíd sjá þeir FRIÐRIK KARLSSON, EYPÓR GUNNARSSON, GUNNLAUGUR BRIEM og TÓMAS EINARSSON um tóníistina. Svona Cétt sveijía. En á morgun, jtmmtuáág 22. nóveméer. HÁTÍÐAR- HÁDEGISVERÐUR kí. 11-14. HÁTÍÐARKAFFIÐ og -KÖKURNAR á miffi 14 og 17. HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR jrá kí. 18-21. Nú ftoppar GAUKURINN af kati og tekur hressiíega undir með HÁLFT í HVORU á síðasta í aftrutii. Opið tiíkí. 01.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.