Morgunblaðið - 21.11.1984, Síða 62

Morgunblaðið - 21.11.1984, Síða 62
62 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Karólína hefur skrýtt forsíóu tímaritsins Vogue í nokkur skipti undanfarin ár. Menn halda aó eftir aö Karólína er orðin móðir muni hún róast til muna, en eins og flestir eflaust vita hefur Karólína oft íþyngt fóður sínum með áhyggjum vegna skrautlegs skemmtanalífs. Þessar myndir voru teknar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar er haldnir voru sl. fimmtudag í Háskólabíói. Helgi Þór Jensson: Fann 2 ára gamalt færeyskt flöskuskeyti Fyrir skömmu birtist í færeysku dagblaði mynd af íslenskum dreng, Helga Þór Jenssyni, sem fann fær- eyskt flöskuskeyti. Helgi er tólf ára gamall og býr í Árnesi, Árneshreppi. Flöskuskeytið hafði Jan Gaard Joensen, sex ára frá Nólsoyarfirði, sent fyrir tveim- ur árum síðan. í þvi stendur m.a. að hann sé veikur í mjöðm og í hjólastól. Ennfremur stendur í skeytinu að sá sem finni bréfið eigi að senda það til færeyska dagblaðsins Dimmalætting. Þetta gerði Helgi semsagt og sagði m.a. í sinu bréfi að hann hefði fundið skeytið í fjörunni heima hjá sér og hafi ekki verið í vandræðum með að skilja færeyskuna. / Skemmtileg tilviljun og gaman fyrir krakkana. Karólína ásamt núverandi eiginmanni sínu, Stefano. Þorsteinn Hauksson tónskáld Verkið byggist á hlutföllum milli stjarnanna Þorsteinn Hauksson tónskáld og stjórnandinn Karolas Trikolidis að loknum tónleikum. r Isíðustu viku flutti Sinfóníuhljómsveit íslands tónverkið „Ad astra“ eftir Þorstein Hauksson við fögnuð áhorfenda. Við höfðum samband við Þorstein til að forvitnast nánar um verkið og hvað hann hefði gert undan- farin ár. „Þetta verk gerði ég eftir pöntun frá ríkis- útvarpinu árið 1982. Þetta var þá hugsað sem verk fyrir lista- hátíðina um vorið. Ætlunin var að þetta yrði opnunarverk og forleikur kammer- sveitar listahátíðar- innar. Guðmundur Emilsson var stjórn- andi þá. Þetta er kannski ekki dæmi- gerður forleikur því mig langaði að blanda eilífðinni inn í, þ.e. verkið byggist á hlut- föllunum milli stjarn- anna. Ad astra samdi ég síðan við Stanford- háskóla er ég var þar við rannsóknir og tónsmíðar, en þar er aðstaða einstaklega góð til tónsmíða við tölvutónlist. Orðið Ad astra er komið úr málshættin- um „Ad astra per asp- era“ sem kannski má þýða lauslega að mað- ur komist til stjarn- anna með tilheyrandi erfiði það sé ekkert gefið i lífinu. Þetta fannst mér vera góður byrjunarmálsháttur fyrir hljómsveitina. — Hvaða nám hefur þú að baki í tónsmíð- um? „Ég lauk einleikara- prófi 1974 frá tónlist- arskólanum. Síðan stundaði ég tónsmíðar hjá Þorkeli Sigur- björnssyni. Leiðin lá þaðan til University of Illinois þar sem ég lauk Masters-prófi I tónsmíðum og hafði sem aukagrein píanó- leik. Ég lagði svo leið mína til Parísar þar sem ég var við Pompi- dou-stofnunina við tónsmíðar og rann- sóknir og í millitíðinni var ég í Svíþjóð og Póllandi við það að semja o.fl. Síðastliðin fjögur ár hef ég verið við Stanford-háskól- ann og unnið við rann- sóknir og tónsmíðar og þar samdi ég einmitt eins og áður kom fram Ad astra-verkið. Sem stendur dvel ég hérlendis og tvístíg. Ég er að hugsa ráð mitt um framtíðina og sem auðvitað líka auk þess sem ég vinn við tölvur svona inn á milli.“ Nokkrar svipmyndir af Mónakó-prinsessunni Við birtum hér til gamans nokkrar svipmyndir úr lífi Karólínu Mónakó-prinsessu, en eins og lesend- ur vita er hún nýbúin að eignast lftinn son sem skírður var Andrea.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.