Morgunblaðið - 21.11.1984, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 21.11.1984, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 63 Karl Bretaprins og íslensk blómarós w Ameðfylgjandi mynd má sjá stúlku af íslenskum ættum vera að ræða við Karl Bretaprins. Tilefnið er að þessi stúlka sem heitir Shelagh rekur ásamt þremur stallsystrum sínum verzlun og vinnustofu er heitir Artifice og er í Portobello Green. Shelagh hannar sjálf og vinnur úr leðri, rúskinni, gulli, silfri og viði tískuskartgripi. Eflaust kannast margir Reykvíkingar við móður- fólk Shelagh, en móðir hennar er Camilla Proppé Litster sem er dóttir ólafs Proppé. Við þetta tækifæri á myndinni var Karl Bretaprins að heimsækja vinnustofur í Portobello og gáfu Shelagh og stöllur hennar prinsinum armband úr leðri með steinum fyrir Díönu. Hann virtist hrifinn og sagði að hann myndi örugglega koma seinna til þeirra aftur. Það gæti verið gaman fyrir lesendur Mbl. sem ætla að leggja leið sína til London bráðlega að koma við og heilsa upp á Shelagh. „Sex sinnum skemmtilegra að annast sex börn en eitt“ að getur verið, að það sé sex sinnum erfiðara að annast sex börn en eitt, en það er líka áreiðanlega sex sinnum skemmtilegra," segja þau Ria og Edwin VanHove, sem nýlega héldu upp á það, að börnin þeirra sex áttu öll ársafmæli. „Ég er svo hreykin af því að eiga þau,“ segir Ria, sem býr í Blankenburg í Belgíu. „Stundum er ég að visu útkeyrð og uppgefin eftir daginn en það gleymist þeg- ar ég kem þeim í rúmið og heyri eitt segja „mamma“ og öll hin reyna að gera það sama. Mér finnst ég eins og Mjallhvft með dvergunum." Edwin, faðir sexburanna, vinnur hjá járnbrautunum og hefur um 20.000 kr. ísl. í laun á mánuði. Barnabæturnar nema um 10.000 kr. á mánuði og ýmis fyrirtæki styrkja þau með því að gefa allan barnamat og bleyjur. Þau hjónin leigja nú hús með þremur svefnherbergjum en í næsta mánuði munu þau flytjast inn í nýtt hús með sex svefn- herbergjum, sem bærinn leigir þeim. Bæjaryfirvöld borga auk þess laun þriggja kvenna, sem vinna stund úr degi við að þvo, strauja, þrífa og versla fyrir Riu, sem ekki getur litið af börnunum eina einustu stund. Af sexburunum eru fimm drengir, Bruno, Tom, Gelle, Arne og Lode, og ein stúlka, Vaarla, og hún er augasteinninn hans föður síns. „Hún er sannkölluð dama og veit hvernig á að plata mig upp úr skónum," segir Edwin. „Á mínu heimili er allt skipu- lagt út í ystu æsar. Edwin fer i vinnuna á morgnana og ég tek til við að stjórna barnahernum. Fyrst hef ég til morgunverð fyrir sex, síðan tek ég til föt fyrir sex og að matnum loknum förum við öll sex, nei sjö, út i garð. Þannig gengur dagurinn fyrir sig og honum lýkur með því, að ég syng vöggiivisur fyrir sex.“ COSPER — Ef þú ferð heim til mömmu, hvað verður þá um mig og börnin? Myndir til sölu Ásgrímur Jónsson, Kjarval, Blöndal, Finnur Jóns- son, Muggur, Þorvaldur Skúlason, Emil Thor- oddsert, Engilberts, Júlianna Sveinsdóttir, Sverrir Haraldsson, Kjartan Guöjónsson, Snorri Arin- bjarnar, Karl Kvaran, Eyjólfur Eyfells, Höskuldur Björnsson, Scheving, Nína Tryggvadóttir. Morkinskinna, Hverfisgata 54, 3. hœö, sími 17390. Sviðaveisla veröur haldin í félagsheimilinu laugardaginn 24. nóvember og hefst kl. 20. Miöasala á skrifstofunni. Skemmtinefndin. J.H. Parket auglýsir: Er parketíð ordið ljótt? Póssum upp og lökkum PARKET Einaig póssum við upp og lökkum hverskyns viðargótf. Uppl. í síma 12114 eftir kl. 2 á daginn. Hamar og sög er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ** IVegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali I úr eik, aski, beiki, guliólml, furu antikeik, mabogany, palesender og 10 tegundir til vföbótar. Verð M aðeiwa kr. 75 pr. m*.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.