Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 TAKTU EFTIR: Flóamarkaður Þarftu að rýma til í fataskápnum, gullakassa barnanna eða geymslunni? Leyfðu okkur þá að njóta þess, því FLÓA- MARKAÐUR okkar til ágóöa fyrir kristniboö og líknar- starf í Eþiópíu og Kenýa, verður haldinn í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg laugardaginn 19. október kl. 14.00-18.00. Tekið á móti alls konar varningi fimmtudaginn 17. okt. kl. 18.00-21.00 ásamastað. Nánari upplýsingar gefnar í síma 17536 milli kl. 17.00-19.00. — MUNDU — við Holtaveg í húsi KFUK og KFUM. Framkvæmdanefndin. [ I I Nýr skyndibitakostur í miðbænum pizzu- SHAKE I I I I I l I I I á Hallærisplaninu Nú geta vegfarendur í miðbænum fengið sér stóra ijúffenga pizzusneið úr 18 tommu pizzu og shake. Svona rétt eins og þeir hafa fengið sér pylsu og kók. PIZZUSNEIÐ m/skinku og ananas PIZZUSNEIÐ m/nautahakki-sveppum og papriku PIZZUSNEIÐ m/pepperoni og sveppum feHÖlXiN Haliærisplaninu og Hjaröarhaga n PIZZA HOSIÐ Pizzur frá Pizzahúsinu Grensásvegi Teflt í jafnteflisgír Anatoly Karpov, heimsmeistari í skák, var ekki í vandræðum með að halda jafntefli í flmmtándu einvígisskákinni við Gary Kasp- arov, sem tefld var á laugardaginn. Karpov hafði svart og beitti al- ræmdri jafnteflisvörn, sem ýmist er nefnd rússnesk vörn, eða kennd við Petrov nokkurn. í 48. og síðustu skák fyrra einvígisins fór Karpov að vísu flatt á því að tefla þessa byrjun, en nú jafnaði hann taflið fljótt og örugglega og eftir aðeins 22 leiki var samið jafntefli. Þó staðan í einvíginu sé ennþá jöfn, 7%—7%, má segja að hvert jafntefli færi Karpov nær titil- vörninni, því ljúki einvíginu 12—12 heldur hann heimsmeist- aratitlinum. Karpov virðist nú fyllilega hafa endurheimt sjálfstraustið eftir afleikinn mikla í elleftu skákinni. Það verður greinilega mjög erfitt fyrir Kasparov að vinna eina af þeim níu skákum sem eftir eru, án þess að tapa sjálfur. Sextánda skákin verður tefld í dag, þá hefur Karpov hvítt. Fimmtánda skákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Rússnesk vörn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — RfG, 3. Rxe5 — d6, 4. Rf3 — Rxe4, 5. d4 — d5, 6. Bd3 — Rc6, 7. (M) — Bg4, 8. c4 — RfG, 9. Rc3!? Kasparov hugsaði sig lengi um áður en hann ákvað að fórna peðinu. 9. — Bxf3, 10. Dxd3 — Rxd4, 11. Hel+ — Be7,12. Ddl — Re6 12. — 0-0, 13. Bxh7+ var hins vegar mjög varhugavert. 13. cxd5 — Rxd5, 14. Bb5+ — c6, 15. Rxd5 — cxb5,16. Db3 — 0-0! Svartur skilar peðinu til baka og allt fellur í ljúfa löð. Græðgi á borð við 16. — a6, 17. Be3 — 0-0,18. Hadl hefði hefnt sín. 17. Rxe7+ Eða 17. Dxb5 - Bc5!, 18. Dxb7 - Hb8, 17. Dc6 - Hc8, 18. Db7 — Hb8 og svartur þráleikur. 17. — Dxe7, 18. Dxb5 — a6, 19. Db3 — Hfd8, 20. Be3 - Hac8, 21. Hacl — h6,22. h3 — Rd4! Jafntefli, því annað hvort verður hvítur að stofna til enn meiri uppskipta með 23. Bxd4, eða hörfa með 23. Ddl. Sjósókn og aflabrögð á Vestfjörðum í september: Talsverð aukning rækju- og botnfiskafla — mjög gengið á þorskaflamark togaranna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yflrlit frá skrifstofu Fiskifélags íslands á ísaflrði um sjó- sókn og aflabrögð á Vestfjörðum: Afli var sæmilegur hjá togurun- um í mánuðinum, en yfirleitt var aflinn mjög blandaður, þar sem nú er farið að ganga mjög á þorsk- aflamarkið hjá mörgum. Flestir togararnir eiga ennþá nokkuð eftir af aflamarki annarra tegunda og geta því haldið áfram veiðum fram eftir hausti. Dragnótabátarnir voru flestir með þokkalegan og margir góðan afla í mánuðinum, og hefir þeim yfirleitt gengið vel í sumar. Færabátar hættu flestir veiðum í lok mánaðarins. Tveir bátar frá Djúpi voru byrjaðir á línu og öfluðu vel, en almennt hefst línuútgerð ekki fyrr en kemur fram í október. Botnfiskaflinn í mánuðinum var 5.740 lestir, en var 3.431 lest á sama tíma í fyrra. Ársaflinn er nú orðinn 45.585 lestir, en var 58.635 lestir í lok september í fyrra. Rækjuafli á djúpslóð var góður í mánuðinum og stunduðu um 40 bátar þessar veiðar í mánuðinum, en margir þeirra hættu veiðum, þegar kom fram í mánuðinn og fóru að búa sig til annarra veiða. Munu flestir sunnanbátanna stunda síldveiðar í haust. Rækju- aflinn í mánuðinum var 903 lestir, en var 606 lestir í september í fyrra. Rækjuaflinn á djúpslóð er þá orðinn 5.202 lestir á þessu ári, en varð 5.155 lestir á sama tíma á síðasta ári. Botnflskaflinn í einstökum verstöðvum: Kækjuaflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjörður: Sigurey tv. 390,3 lestir í 4 ferðum Þrymur r. 11,1 lestir 25 færabátar 112,1 lestir Tálknafjörður: Tálknfirðingur tv. 223,0 lestir í 3 ferðum María Júlía dr. 92,01estir í lOferðum Jón Júlidr. ll.Olestir í 4 ferðum Færabátar 66,0 lestir Bfldudalur: Sölvi Bjarnason tv. 97,81estir í 1 ferð Eltas dr. 21,8 lestir Höfrungurdr. 20,1 lestir Þorsteinn dr. 18,0 lestir 4 dragnótabátar 39,3 lestir 5 færabátar 19,3 lestir Þingeyri: Sléttanes tv. 479,8 lestir í 4 ferðum Guðm. B. Þorl. dr. 12,4 lestir Færa- og línubátar 36,5 lestir Flateyri: Gyllir tv. 274,6 lestir í 3 ferðum Byr lf. ll.Olestir í 8 ferðum 10 færabátar 31,2 lestir Suðureyri: Elín Þorbjarnardóttir tv. 206,9 lestir í 4 ferðum Sigurvon dr. 103,6 lestir í 7 ferðum Jón Guðmundsson lf. 18,21estir í 11 ferðum 14 færabátar 45,0 lestir Bolungarvík: Dagrún tv. 356,2 lestir í 5 ferðum Heiðrún tv. 318,3 lestir í 5 ferðum Flosi 1. 75,71estir í 13ferðum Kristján dr./n. 29,81estir í 14ferðum Halldóra Jónsdóttir n. 22,71estir í 9 ferðum Neisti dr. 15,51estir í 9 ferðum Sædís dr. 15,4 lestir i 5 ferðum Helgi f. 15,71estir í 18ferðum 34 færabátar 192,7 lestir ísafjörður: Guðbjartur tv. 458,6 lestir í 5 ferðum Páll Pálsson tv. 373,5 lestir í 4 ferðum Guðbjörg tv. 143,1 lestir í 3 ferðum Víkingur III. dr. 86,91estir í 8 ferðum Orri 1. 63,01estir í 8 ferðum Sléttanes tv. 24,31estir 1 1 ferð Færabátar 132,8 lestir Súðavfk: Bessi tv. 137,0 lestir í 1 ferð Færa- og rækjubátar 21,0 lestir Vonin 13,7 lestir Guðm. Jóhann 13,0 lestir Færa- og rækjubátar 31,5 lestir Drangsnes: Rækjubátar 18,7 lestir Framanritaðar aflatölur eru miðaðar við slægðan fisk Patreksfjörður: Þrymur 43,5 lestir Bolungarvík: Sólrún 41,3 lestir Hugrún 29,9 lestir ísafjörður: Hafþór 70,1 lestir Sæborg 62,8 lestir Framnes 57,5 lestir Mummi 46,3 lestir Hrafn Sveinbj.son III 30,1 lestir Haukur Böðvarsson 29,6 lestir Hrafn Sveinbj.son II. 27,4 lestir Bjarnarvík 26,8 lestir Arnar 26,1 lestir Isleifur IV. 20,2 lestir Gaukur 18,8 lestir Arnarnes 18,2 lestir Vonin 14,7 lestir Guðný „ 14,0 lestir Súðavík: Arney 59,0 lestir Hrafn Sveinbj.son 28,5 lestir Sigrún 17,3 lestir Valur 14,6 lestir Hólmavík: Ásbjörg 14,4 lestir Donna 12,5 lestir Sæbjörg 11,5 lestir Drangsnes: Marz 22,8 lestir Aðrir bátar öfluðu minna en 10 lestir í mánuðinum. Heildaraflinn í hverri verstöð í september Botnflskur Rækja 1985 1984 1985 1984 Patreksfjörður 596 ( 344) 43 Tálknafjörður 465 ( 195) Bíldudalur 258 ( 79) Þingeyri 611 ( 316) Flateyri 366 ( 488) Suðureyri 438 ( 313) Bolungarvík 1.210 ( 640) 51 ( 88) ísafjörður 1.489 ( 1.466) 610 ( 377) Súðavík 183 ( 0) 119 ( 50) Hólmavík 102 ( 24) 44 ( 65) Drangsnes 22 ( 6) 36 ( 26) 5.740 ( 3.431) 903(4.549) Janúar/ágúst 53.845 (55.204) 4.299(4.549) 59.585 (58.635) 5.202(5.155)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.