Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 39 Minning: Jónas Guðmunds- son listamaður Jónas, bróðursonur minn og systursonur Guðrúnar Jónasdótt- ur, eiginkonu minnar, hefði orðið fimmtíu og fimm ára í dag, ef honum hefði enst ævin, en hann andaðist hinn 9. júní sl. Sakir veikinda okkar hjóna hefir okkur ekki gefist tóm til að minnast hans fyrr en nú. Faðir Jónasar var Guðmundur símritari og loftskeytamaður, fæddur á Eyrarbakka 10. sept. 1904, d. 29. febrúar 1972, Péturs- son, skólastjóra barnaskólans á Eyrarbakka, f. 17. maí 1858, d. 8. maí 1922, Guðmundssonar b. á Votamýri á Skeiðum, Sigurðssonar b. á Votamýri, Guðmundssonar b. og hreppsstj. á Votamýri. Móðir Péturs var Petrónella Guðnadótt- ir, b. og hreppstjóra í Guðnabæ í Selvogi, Guðmundssonar. Föður- amma Jónasar var Elísabet f. 4. des. 1878, d. 23. nóv. 1969, dóttir Jóns Þórðarsonar, bónda og al- þingismanns á Eyvindarmúla í Fljótshlíð og Guðrúnar Jónsdóttur b. í Sauðatúni í Fljótshlíð, Ey- vindssonar. Móðir Jónasar var Ingibjörg Jónasdóttir, innheimtu- manns, Helgasonar á Litlu-Giljá í Húnaþingi og móðir hennar Sig- ríður Oddsdóttir. Keyptu þau hjónin Brautarholt við Grandaveg af móður Sigríðar, Guðrúnu Árnadóttur, ekkju Odds Jónsson- ar, formanns, sem byggði bæinn, en Oddur fórst í róðri ásamt skips- höfn sinni árið 1902, 45 ára gam- all. Guðrún Árnadóttir var dóttir Árna Guðnasonar í Guðnabæ, og voru þau því systkini Árni og Petrónella, langamma Jónasar. Á bernskuárum Jónasar var jafnan skammt á milli heimila okkar og samgangur því mikill milli okkar, þurfti ekki að knýja á dyr við komuna heldur gengið rakleitt til eldhúss, þar sem mæð- urnar og systurnar Ingibjörg og Guðrún gæddu litlum gestum á því besta, sem tiltækt var hverju sinni. Var það mikill gleðiauki, að fylgj- ast með athöfnum og uppátækjum þessa lifsglaða æskuskara. Og árin liðu. Váleg heimsstyrjöld gjör- breytti öllu mannlífi um víða ver- öld. Ekki fórum við íslendingar varhluta af þeim hildarleik, þótt engan þátt ættum við í þeim ódæð- um. Hundruð sjómanna okkar féllu við störf sín á hafi úti, er skipum þeirra var grandað og ekki frá horfið fyrr en allir voru drepn- ir. Af sumum fóru engar sögur. Margur Vesturbæingurinn átti þá um sárt að binda. Það þurfti sterk bein íslenskri æsku að komast ósködduð til manns á þessum árum. Einn þeirra, er hurfu í hafið var faðir Jónínu H. Jónsdóttur, eiginkonu Jónasar, Jón Guð- mundsson, f. á Eyrarbakka 28. ág. 1906, bátsmaður á e/s Dettifossi, fórst með honum, er hann var skotinn í kaf hinn 24. febr. 1945. Eftirlifandi kona hans er Herborg Guðmunsdóttir b. og búfræðings á Höfða á Völlum og síðar i Keflavík, ólafssonar. Ekki ætla ég að rekja námsferil né ævistörf Jónasar, né listgreinar þær, er áttu hug hans og hjarta: Hitt vil ég ekki láta liggja í þagn- argildi, hve hjálpsamur hann var og nærgætinn við alla einstæðinga, er á fund hans leituðu um ýmis- konar úrræði og hjálp og sakna nú raunvinar. Ekki leið sá dagur, eftir að við hjónin fluttum búferl- um frá Hveragerði á gamla heimil- ið okkar við Hólavallagötu, að Jón- as annaðhvort hringdi eða kæmi til að fylgjast með heilsufari okkar og sinna margvíslegu relli og út- réttingum, rétt eins og hann hefði Minning: Magnús Jónasson Fæddur 27. desember 1914 Dáinn 24. september 1985 Þann 24. september sl. andaðist móðurbróðir minn, Guðmundur Magnús Jónasson, eins og hann hét fullu nafni. Með þessum fátæklegu linum vil ég minnast frænda míns með nokkrum orðum. Magnús fæddist í Reykjavík 27. desember 1914. Foreldrar hans voru Einhildur G. Tómasdóttir, Söndum, Akranesi og Jónas Jónas- son, togaraskipstjóri, Rútsstaða- Norðurkoti í Gaulverjarbæjar- hreppi, Árnessýslu. Börn þeirra auk Magnúsar voru þau óskar Adolf, fæddur 12. ágúst 1912, dáinn 13. mars 1935, og Ásta Sigríður, fædd 14. desember 1913, dáin 12. desember 1971. Magnús bjó lengst af ævi sinnar í foreldrahúsum að Öldugötu 8, Reykjavík. Hann kvæntist ekki og var barnlaus. Magnús lauk Verzl- unarskólaprófi um 1935 og starfaði við verzlunarstörf hjá Garðari Gíslasyni hf. megin hluta starfs- ævi sinnar, en fluttist til Grundar- fjarðar 1970. Var hann þá farinn að kenna þess sjúkdóms, sem gerði það að verkum, að hann lagðist inn á St. Franciskusarspítalann í Stykkishólmi, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Eru systrunum færðar hér alúðarþakkir fyrir þann kærleik og umhyggju, er þær sýndu Magnúsi í hans erfiðu veik- indum. Ekki ætla ég hér að rifja upp þær ljúfu minningar, sem ég á um þennan greiðvikna og hrekklausa frænda minn, sem um leið tengjast minningum um ömmu mína, móð- ur hans, þá mestu heiðurskonu og öðling, sem ég hef kynnzt um ævina. Nú þegar dauðinn hefur veitt Magnúsi frænda mínum langþráða likn og leyst hann úr böndum jarðneskra þjáninga vil ég að leið- arlokum þakka honum samfylgd- ina með þeirri einlægu ósk, að hann hafi nú fundið friðinn í þeirri veröld, sem hann dvelur nú í. Megi minningin um góðan dreng lifa. Jónas Haraldsson Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Minning: Bragi Kristjánsson engu öðru að sinna, og gaman var að mega taka þátt i afmælisfagn- aði barna hans og Jóninu Her- borgar Jónsdóttur, eiginkonu hans. Þær fagnaðarveislur sátu líka þau Ingibjörg og Grímur, börn Jónasar af fyrra hjónabandi hans og móður þeirra Oddnýjar Grims- dóttur. Börn þeirra Jónasar og Jónínu eru: Jón Atli f. 15. des. 1972, Jónas Oddur f. 1. marz 1974, Pétur Jökull, f. 2. febr. 1979 og Herborg Drífa f. 3. apríl 1981. Þeim öllum óska ég nú til hamingju að hafa átt fyrir maka og föður Jónas Guðmundsson. Tryggvi Pétursson Fæddur 17. ágúst 1925 Dáinn 5. október 1985 Látinn er mágur minn og vinur, Bragi Kristjánsson. Eins og svo fjölmargir aðrir varð hann brott- kvaddur af sjúkdómsógnvaldi, sem við mennirnir fáum ekki enn sigr- að. Bragi lést í fæðingarbæ sínum, Reykjavík. Hann var fæddur 17. ágúst 1925. Á barnsaldri fluttist hann með fjölskyldu sinni vestur á Snæfellsnes þar sem foreldrar hans gerðu þeim börnunum gott heimili að Jónsnesi í Helgafells- sveit. Við systkinin og mamma okkar eigum margar ljúfar minn- ingar frá fyrstu kynnum okkar af Braga í Stykkishólmi, — kynnum sem leiddu til langs og farsæls hjónabnds þeirra Braga og önnu fóstursystur okkar, Þorvaldsdótt- ur. Sjálfur er ég þeim hjónum sér- staklega þakklátur og skuldugur fyrir að opna fyrir mér heimili sitt í gamla Kúldshúsi, þá er ég var unglingur, í senn að bröltast inn á vinnumarkað og námsbraut. Bragi var ákaflega hjálpsamur öllum til handa. Eigin hagsmunir máttu víkja fyrir öðrum verkefn- um því hjá honum var umhyggja fyrir náunganum ávallt í fyrir- rúmi. Eg rakst á gamla stjörnjuspá fyrir fæðingardag Braga þar sem segir: „Þú ert vel verki farinn og ábyggileguur, en hlédrægur og hæverskur." Þessi spádómur úr stjörnunum rættist vissulega í vini mínum, sem við nú kveðjum. Systur minni, börnum þeirra og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Gunnar Oddur SigurAsson \ ■ -V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.