Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 17 Spegilpýramídi, græn brú og þakhýsi — tillögur Magnúsar Skúlasonar arkitekts og Magnúsar Tómassonar myndlistarmanns sýndar í Svíþjóð í september var opnuð sýning á maður og Magnús Skúlason arki Magnús Tómasson myndlistarmaður og Magnús Skúlason arkitekt við gerð tillagnanna. breytingartillögum á hverfi í Grimsta, úthverfi Stokkhólmsborg- ar, sem unnar eru af listamönnum og arkitektum. Að tillögunum unnu myndlistarmaður og arkitekt frá hverju Norðurlandanna, en verkefn- ið var unnið að tilhlutan sænsku deildar Norræna myndlistarbanda- lagsins, með styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum. Af Islands hálfu tóku þeir Magnús Tómasson myndlistar- Líkan af spegilpýramídanum, fjölþarfahúsi, sem m.a. hýsir kaffistofu, fundarsal, myndbandaver o.fl. tekt þátt í tillögugerðinni, en verk- efnið var hugsað sem hugmynda- gefandi og áhugavekjandi fyrir betra og manneskjulegra um- hverfi. Tillögurnar voru sýndar á sænskri byggingarsýningu, BO ’85 í mai, og eftir sýninguna í Hássel- by-höll sér Norræna myndlistar- miðstöðin á Sveaborg um farand- sýningu á tillögunum um Norður- löndin. Verkefnið fólst í því að koma fram með breytingartillögur á hverfinu Grimsta, en það hverfi var byggt milli 1950 og 1960. í þessu hverfi er röð fjölbýlishúsa, um 3 km löng röð húsa. Þeir félag- ar byrjuðu á verkinu fyrir áramót, fóru út og kynntu sér hverfið og skýrslur félagsfræðinga í janúar, og hófust svo handa um gerð breyt- ingartillagnanna. Þeir sögðu helstu galla hverfisins hafa verið þá að ibúðir hafi verið of litlar, skólabörnum hefur fækkað mjög í hverfinu og skólinn þar stendur svo til hálftómur. Að auki var enginn miðbær eða miðpunktur í hverfinu, félagsleg vandamál voru vaxandi og afbrotum hafði fjölgað. „Þegar við höfðum lesið skýrsl- una og skoðað hverfið var það einkum .tvennt sem við vildum breyta. Við vildum stækka íbúðirn- ar, það var hægt með því að sam- eina tvær og tvær, setja lyftur í húsin og byggja þakhýsi ofan á þau. í öðru lagi vildum við búa til einhverja þungamiðju í hverfinu, þannig að fólkið gæti fundið að það byggi í einhverskonar' þorpi." Milli Grimsta og Vállingby, sem er næsta hverfi við, liggur hrað- braut, Bergslagsvágen, og í breyt- ingartillögu þeirra félaga er gert ráð fyrir að byggð sé brú yfir veginn, „græn“ brú, fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Gert er ráð fyrir að brúin verði um 20-30 metra breið, á henni verði gróður af ýmsu tagi, tré, runnar og blóm. Til að mynda þungamiðju hverf- isins gera þeir ráð fyrir byggingu pýramída, nokkurs konar fjöl- þarfahús, með kaffistofu, sýning- arsölum, myndbandaveri, bóka- safni og fleiru. Pýramídinn er klæddur spegilstáli og spegilgleri á víxl, þannig að sólarljós, birta og himinn speglast í honum. í kring um hann er tjörn og með- fram pýramídanum er stórgrýti, líkt og pýramídinn hefði komið upp úr iðrum jarðar og ýtt frá sér stórgrýti og öðrum jarðvegi. I kringum um píramídann verður svo komið upp nokkrum listaverk- um. Aðspurðir sögðust þeir ekki vita hvort tillögur þeirra kæmu til framkvæmda, Svenska Bostáder eiga flest húsin í Grimsta og bolt- anum væri nú varpað til þeirra. Þeir sem stóðu að tillögugerðinni gerðu ráð fyrir að hægt væri að nota þær víðar, t.d. í öðrum hverf- um og því hugsanlegt að tillögur þeirra verði notaðar einhvern staðar á Norðurlöndum. Samvinna listamanns og arki- tekts á þennan hátt er ekki algeng, og sögðu þeir Magnús Skúlason og Magnús Tómasson að reynslan af þessu samstarfi hefði verið góð, og gæti það efiaust sparað tíma, peninga og fyrirhöfn að hafa sa'mráð milli þessara aðila frá því hugmyndir og tillögur fæðast á teikniborðinu. RENAULT11 AST VIÐ FYRSTU KYNNI Renault 11 hefiir fenglð margar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun og flöðrunin er engu lík. Rými og þægindi koma öllum i gott skap. Reyndu Renault, það verður ást við fyrstu kynni. Þú getur reitt þig á Renauft KRISTINN GUDNASON SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.