Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 43 Akranes: Stuttar fréttir úr bæjarlífinu Akranesi 8. október. Endurskoöun á hafnsögu- gjöldum Ríkisskipa Hafnarnefnd Akraness hefur ákveðið að taka til endurskoðunar hafnsögugjöld Skipaútgerðar rík- isins þegar reynslutölur liggja fyrir fyrir fyrstu sex mánuði árs- ins 1985. Skipaútgerðin hefur nú um skeið látið skip sín koma reglulega við á Akranesi vegna vöruútflutnings til og frá bænum. Á fundi atvinnumálanefndar 26. sept sl. var lögð fram könnun á þessum flutningum sem sýnir að frá því 12. mars sl. hafa skipakom- ur Skipaútgerðar ríkisins vegna sementsflutninga verið alls 48 og skipin hafa flutt rúmlega 8000 tonn af sementi. Úttekt á andrúmslofti Vinnueftirlit ríkisins hefur gert úttekt á andrúmslofti í Grunda- skóla og var úttektin kynnt á fundi skólanefndar grunnskóla fyrir skömmu. Margt bendir til að í andrúms- lofti innan skólans séu efni sem eru ofnæmisvaldar, sem þekkist í nýjum húsum. Tekið er fram að frekari rannsókna er þörf. Húsvörður við Brekkubæjarskóla Karl Ragnarsson, Garðabraut 10, hefur verið ráðin húsvörður við Brekkubæjarskóla frá og með 1. nóvember nk. Frá sama tíma lætur Jónas Helgason af störfum. 65 manns bíða eftir vistun Alls bíða 65 manns eftir vistun á dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi, en að mati þjónustuhóps aldraða sem lagt hefur fram álit og tillögur til stefnumótunar um málefni fatlaðra eru um 20—24 á listanum með mikla þörf fyrir vistun. Tónlistarskóli Akraness 30 ára Tónlistarskólinn á Akranesi verður 30 ára nú í nóvember nk. og verður ákveðið nú á næstu dögum endanlega hvernig afmæl- isins verður minnst en fyrirhugað er m.a. að halda afmælistónleika í byrjun nóvember og er ætlunin að þar komi fram margir af núver- andi og fyrrverandi nemendum skólans. Byggingarnefnd vill Ijúka vinnu deiliskipulags Byggingarnefnd Akraness hefur óskað eftir því við bæjarstjórn að nú þegar verði hafin vinna við gerð deiliskipulags þar sem það vantar og ennfremur að staðfest verði deiliskipulag sem þegar hef- ur verið unnið og byggt hefur verið eftir, svo hægt verði að framfylgja skipulagsreglugerð númer 318 sem tók gildi 1. september sl. J.G. Hjónin Lára Árnadóttir og Alfred W. Gunnarsson í verslun sinni að Skóla- braut 18 á Akranesi. Ný skartgripa- verslun á Akranesi HJÓNIN Lára Árnadóttir og Alfred W. Gunnarsson, gullsmiður, opnuðu skartgripaverslun á Akranesi 7. sept- ember sl. og er hún til húsa á Skóla- braut 18. Verslunin ber nafnið „Eðalstein- ar“. Auk sölu skartgripa, er boðið upp á viðgerðarþjónustu á skart- gripum og sérsmíði eftir pöntunum. Þá verða til sölu trúlofunarhringar og eru 70 sýnishorn af þeim í versl- uninni. Til sölu verða einnig vörur frá Holmegaard, vínglös, karöfflur, kertastjakar og blómavasar. Vörur þessar eru allar úr gleri og eru munnblásnar og handunnar. Innréttingarnar í versluninni eru hannaðar af Jörmundi Hansen hjá Þrigripi og ljósabúnaður er frá Ljósafli í Reykjavík. Síöbúin afmæliskveðja: Steinþór Eiríksson Steinþór Eiríksson er fæddur 2. september 1915 i Hróarstungu. Er hann því orðinn sjötugur. Hann fæddist í Hróarstungu, en ólst upp í Þórsnesi í Hjaltastaða- þinghá. Þar átti hann heima í rúm- lega tuttugu ár. Hugur hans stóð ekki til búskapar og ungur hleypti hann heimdraganum og hélt til Reykjavíkur til náms í vélfræði. Þaðan fluttist hann til Reyðar- fjarðar, en þaðan í Egilsstaði. Hann er með fyrstu landnemum í Egilsstaðakauptúni. Þar setti hann á stofn fyrsta vélaverkstæðið og rak það til ársins 1967, að hann hætti vegna veikinda. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum. Löngunin til að mála hefur alltaf blundað með honum. Nú málar hann mikið og hefur hann haldið málverkasýningar víða um land. Steinþór er mikill náttúruunn- andi eins og glöggt má sjá á verk- um hans. Hann er hafsjór af fróð- leik og les mikið. Hefur hann ferð- ast víða bæði innanlands og utan. Nú síðast var gamall draumur hans að rætast er þau hjónin fóru til Sviss í nokkra daga. Árið 1946 giftist hann Þórunni Þórhallsdóttur, kennara, frá Ljósavatni, mikilhæfri konu. Þau hjónin eignuðust 5 börn. Elstur var Eiríkur, en hann lést af slysförum við vinnu í Reykjavík; Stefanía, kennari, býr á Hallormsstað; Barn er dó nýfætt; Jenný Karitas, hús- móðir, býr á Breiðdalsvík; Þór- halla, nemandi í Háskóla íslands. Margir koma á heimili þeirra hjóna. Gestrisnin og hlýjan situr þar í fyrirrúmi. Undirrituð kemur oft til þeirra og er alltaf tekið jafn hlýlega svo og minni fjölskyldu. Það vil ég þakka þeim hjónum. Steinþór hefur verið virkur í félagsmálum. Hefur hann m.a. verið í slysavarnadeildinni, Rotary og fleiri félögum. Ég óska ykkur hjónum til ham- ingju með þennan áfanga. Gæfan fylgi ykkur. Björg Guðiaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.