Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1987 Nokkur orð um skoðanafrelsi eftir Ólöfu Benediktsdóttur Fáum hefur dulizt, að kosninga- barátta fyrir nýafstaðnar alþingis- kosningar var með nokkuð öðrum hætti en áður hefur tíðkazt. Að vísu birtu flokkar stefnuskrár sínar (þar sem slík stefnuskrá var fyrir hendi), og leiðtogar flokkanna og stuðn- ingsmenn þeirra skiptust á skoðun- um í fjölmiðlum, stundum á nokkuð óvæginn hátt. Framboðsfundir fóru að miklu leyti fram í sjónvarpi og útvarpi, enda sennilega sá vett- vangur sem nær til flestra. — Það, sem vakti einna helzt athygli mína í kosningabaráttunni voru auglýs- ingamyndir af frambjóðendum. Dag eftir dag mátti sjá hálf- og heilsíðu- auglýsingar, oft í lit, af ábúðar- miklum frambjóðendum, utanlands sem innan eða í faðmi fjölskyldu sinnar, blíðra eiginkvenna og bros- andi bama. Flestar þessar myndir glöddu augað og vöktu vonir um betri tíð með blóm í haga. Reyndar voru ekki allir frambjóðendur jafn vel settir í þessari keppni, þær kváðu nefnilega vera fokdýrar, þessar auglýsingar. Þá vaknar ef til vill sú spuming, hver borgi. Margir almennir kjósendur lýstu yfir stuðningi við vissa flokka eða einstaklinga, bæði í sjónvarpi og blöðum. Þessar auglýsingar vom, sýndist mér, yfirleitt málefnalegar, flestar eitthvað á þessa leið: „Ég kýs . . . flokkinn vegna ...“. Vitan- lega sýndu þær þá skoðun auglýs- enda, að þeim félli betur við einn flokk en aðra. Til þess var leikurinn gerður. Lengst af í kosningabarátt- unni virtist þessi stuðningsaðferð ekki vekja sérstaka andúð eða mót- mæli. Én viti menn, á sjálfan kosningadaginn skrifar frú Bryndís Schram Velvakanda Morgunblaðs- ins og segir sig tilknúna að snið- ganga Dómkirkjuna og leita annað eftir ómenguðu guðsorði, þar sem báðir prestamir hafi gerzt „áróð- ursdindlar og leikbrúður Sjálfstæð- isflokksins". Prestamir höfðu sem sé birt stuðningsyfirlýsingu við Sjálfstæðisflokkinn í auglýsingu f Morgunblaðinu. Ekki birtist þó af þeim litmynd og ekki voru eiginkon- ur eða böm með. Bara sú skoðun tveggja einstaklinga, að þeir teldu kristinni trú og kirkju sinni bezt borgið í höndum sjálfstæðismanna. Má vera, að einhvetjum fleirum hafí þótt þessi auglýsing óviðeig- andi. Þá hlýtur sú spuming að vakna, hvort ekki sé jafnrétti og skoðanafrelsi á íslandi. Eða eru það bara prestar, sem ekki mega taka opinbera afstöðu í stjómmálum? Athugum þetta svolítið betur. Hvetjir lýsa eindregnast yfír stuðn- ingi við ákveðinn flokk? Em það ekki frambjóðendur? Prestur í Reykjavík var á framboðslista Borgaraflokksins. Ég hef ekki heyrt neinn fetta fíngur út í það. Skyldi frú Bryndís treysta sér í jarðarför til þessa prests? Margir prestar hafa verið alþingismenn, þeirra á meðal einn ráðherra. Ég hef aldrei heyrt að þeir hafi verið verri prest- ar af þeim sökum. Ég hef fyrir satt, að prestkona hafí verið í fram- boði á Vesturlandi. Finnst frú Bryndísi það við hæfi? Telur hún sér óhætt að leita ráða hjá læknun- um Andrési Magnússyni, Guðrúnu Agnarsdóttur eða Páli Gíslasyni? Þessir læknar hafa með framboðum sínum veitt öðrum flokkum en Al- þýðuflokknum stuðning. Hvað með skólastjóra, kennara og fóstrur? Treystir hún öðrum en yfírlýstum krötum fyrir uppeldi og fræðslu Ólöf Benediktsdóttir „Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé jafnrétti og skoðana- frelsi á íslandi. Eða eru það bara prestar sem ekki mega taka opin- bera afstöðu í sljórn- málum?“ bama sinna? — Svona mætti lengi spyija. Víkjum þá aftur að mannréttind- unum marglofuðu, skoðanafrelsinu, ritfrelsinu, tjáningarfrelsinu. Eru þau ekki á stefnuskrá Alþýðu- flokksins? Eða veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri gerir? Höfundur er menntaskólakennari. Mímir held ur ferða- námskeið í samvinnu við Útsýn í MAÍMÁNUÐI heldur Málaskól- inn Mímir sín vinsælu ferðanám- skeið og að þessu sinni í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Útsýn. Þessi þriggja vikna námskeið eru sérstaklega ætluð ferðamönnum sem vilja læra að bjarga sér á ferða- lagi við sem flestar kringumstæður, jafnframt því að fá innsýn í líf og hugsunarhátt þeirra þjóða sem þeir heimsækja. Námskeiðin standa yfír frá 4.-22. maí og eru fyrir fólk á öllum aldri og er lögð sérstök áhersla á fá- menna námskeiðshópa og afslappað andrúmsloft. Kennarar eru erlendir en íslenskumælandi og þekkja vel til staðhátta hver í sínu landi. Námskeiðin eru öllum opin, en Útsýnarfarþegar og nemendur Mímis fá 15% afslátt af námskeiðs- gjaldi. (Fréttatilkynning) Háskólinn XXIV: Nýbyggingar eftirÞórð Kristinsson Er líða tók á sjötta áratuginn tók að þrengjast um starfsemi háskólans í þeim byggingum sem hann hafði til umráða, enda ekk- ert kennsluhúsnæði byggt eftir 1940, ef undan er skilin hæðin sem byggð var ofan á íþróttahú- sið 1958—60. En við lok sjöunda áratugarins kom loks nokkur kippur í framkvæmdir. Ámagarð- ur, þar sem eru til húsa Stofnun Áma Magnússonar sem geymir handritin, Orðabók háskólans og heimspekideildin, var tekinn í notkun haustið 1969 og var bygg- ingunni hraðað vegna heimkomu handritanna frá Danmörku. Næst kom viðbótarbygging við Gamla Garð, sem lokið var 1971 og er reyndar stærri en Garðurinn. Þar er til húsa Félagsstofnun stúdenta og aðstaða fyrir félagsstarfsemi, auk þess sem þar er bóksala, matsala, ferðaskrifstofa og fjölrit- un._ Árið 1972 voru tvö hús tekin í notkun, Lögberg, hús lagadeild- ar, og hús fyrir verkfræði- og raunvísindadeild, þar sem Reikni- stofnun háskólans er til húsa að hluta. Annað hús verkfræði- og raunvísindadeildar var fullbyggt árið 1972 og hafín er bygging hins þriðja, sem óvíst er hvenær lokið verður. Nýjasta byggingin á lóðinni er Oddi, hús viðskipta- deildar og félagsvísindadeildar, sem tekið var í notkun í janúar 1986 eftir að hafa verið fímm ár í smíðum; hluti þess húss er þó enn óbyggður í austurátt. En byggingamar á lóðinni eru þar með ekki upp taldar: Háskól- inn lét ríkinu í té lóð undir Þjóðminjasafnshúsið sem stendur nyrst á lóðinni og var gjöf þjóðar- innar til sjálfrar sín í tilefni af stofnun lýðveldisins 17. júní 1944; húsinu var lokið á tveimur árum, 1946—1948, og var þar betur að verki staðið en um gjöf þá um löggjafínn gaf sér og þjóð sinni á ellefuhundruð ára afmæli íslands byggðar fyrir þrettán ámm og heitir Þjóðarbókhlaða. Loks rofaði til um framkvæmdir í fyrra eftir nokkurt hlé og talið að byggingin kunni að verða að fullu smíðuð árið 1990, þannig að Landsbóka- safn og Háskólabókasafn samein- ist undir einu þaki. En ýmsir voru famir að halda að það væri mis- skilningur að hér væri um bók- hlöðu að ræða, húsasmíðinni væri löngu lokið og ætti að rækta þar jurtir einhverjar sem einungis þrífast í myrkri og trekk. Neyð hefur orðið til þess að timburhús hafa verið sett niður á lóð háskól- ans vestan Suðurgötu, kölluð sumarhús; fyrir starfsemi Reikni- stofnunar háskólans. Gamla loftskeytastöðin er notuð sem kennsluhúsnæði og aðsetur nokk- urra kennara og rannsóknar- manna stærðfræðiskorar. Skemmur við Lóugötu 2 eru geymslur og hýsa viðhaldsverk- stæði háskólans. Á Landspítalalóð, sunnan Hringbrautar, er í smíðum sam- eiginlegt húsnæði læknadeildar og tannlæknadeildar og flutti síðarnefnda deildin inn á síðasta árí. í daglegu tali kallast hús þetta Tanngarður, enda fengist við tennur í húsinu, en framkvæmdir hafa nú legið niðri um sinn vegna fjárskorts og ekki ljóst hvenær smíðinni lýkur að fullu, en í næsta áfanga er stefnt að því að full- gera fímmtu hæð hússins. Enda þótt svo kunni að virðast að sífellt sé verið að byggja ný og ný hús fyrir háskólann, þá er langt í frá að nóg sé að gert. Starfsemi skólans hefur vaxið mjög ört undanfarin ár, miklu örar en svarar því húsnæði sem bæst hefur við. Framlag happ- drættisins, sem byggt er fyrir, hefur vissulega vaxið í hlutfalli við fjölgun þjóðarinnar, en æ stærra hlutfall hvers árgangs tvítugra fer nú í háskólann, þann- ig að í sundur dregur með byggingarfénu frá happdrættinu og fjölda stúdentanna og umsvif- um starfsins. Framlag ríkisins „Enda þótt svo kunni að virðast að sífellt sé verið að byggja ný og ný hús fjrrir háskól- ann, þá er langt í frá að nóg sé að gert. Starfsemi skólans hef- ur vaxið mjög ört undanfarin ár, miklu örar en svarar því hús- næði sem bæst hefur við.“ hefur ekki verið í neinu samræmi við þessa þróun, enda þótt ástæðu hinnar öru stúdentafjölgunar megi auðvitað rekja til þeirrar vísvituðu stefnu ráðamanna að gera sem flestum kleift að ljúka stúdentsprófí, sem útaf fyrir sig er af hinu góða. Árið 1970 voru háskólastúdent- ar 1.397, fímm árum síðar voru þeir 2.611 og hlutfall nýstúdenta af 16 ára árgangi fjórum árum áður 21,6%; 1980 var stúdenta- fjöldinn orðinn 3.200 og téð hlutfall nýstúdenta 24,5%. Nú sjö árum síðar eru stúdentar við há- skólann um 4.500 og hlutfall nýstúdenta af 16 ára árganginum fjóram árum áður um 36% og talið að það muni vaxa enn á næstu árum, auk þess sem mjög færist í vöxt að fólk með eldra stúdentspróf hefji nám við skól- ann. Með annarri hendinni hafa stjómvöld sem sé gert æ fleirum kleift að taka stúdentspróf og afla sér annarrar menntunar, en hin hendin virðist með öllu mátt- laus. Háskólinn er því í stökustu vandræðum, svo ekki sé meira sagt. Dagleg starfsemi háskólans er ekki bundin við háskólasvæðið á Melunum, heldur er hún dreifð víða um borgina og í mörgum til- vikum af illri nauðsyn húsnæði- seklunnar. Skrifstofur, rannsókn- arstofur og jafnvel kennsluhús- næði eru leigðar hér og þar um bæinn. Háskólinn á húsnæði á 18 stöðum í Reykjavík sem telur alls um 24.000 fermetra; hann leigir á 12 stöðum, alls um 5.500 fer- metra. Samanlagt húsrými skól- ans er þannig um 30.000 fermetrar. En þetta húsnæði er hvergi nærri nóg. Ef mið er tekið af viðurkenndum erlendum stöðl- um um háskólahúsnæði, þ.e. húsnæði til kennslu, náms, rann- sókna, stjómsýslu og þjónustu eins og t.d. bókasafns, að undan- skildu húsnæði til íþrótta og félagslífs, þá er húsnæði það sem háskólinn ræður yfir talið vera 58% af brúttóstaðalrými háskóla með sama stúdentafjölda og Há- skóli íslands; en slíkur skóli er talinn þurfa um 50.000 fermetra húsrými. Með öðrum orðum ættu að vera 12 fermetrar á nemanda, en eru einungis 7. í skýrslu þróun- amefndar Háskóla íslands frá því í ágúst 1984 eru húsnæðismál skólans sögð vera brýnasti vandi hans og komin í mikil óefni: hús- næðið sé of lítið, óhentugt, óhagkvæmt og dreift alltof víða um bæinn; þessar aðstæður spilli mjög kennslu, námi, rannsóknum og stjómun og standi í vegi fyrir nýbreytni. Það kemur því hvar- vetna við allan ársins hring. En þótt ætla megi á stundum að með okkur íslendingum teljist það til dyggða að barma sér yfír nánast öllu, þá er því ekki að leyna að byggingarsaga háskólans allt frá stofnun hans, með einni undan- tekningu, hefur verið heldur dapurleg. Og svo er því miður enn. Og er reyndar ekkert minna en til skammar. Áætlað framlag happdrættis til framkvæmda 1987 er um 110 milljónir króna, en af því fara um 70 milljónir til nýbygginga, restin fer í tækjakaup, afborganir af fyrri tækjakaupum og til viðhalds. Engar fjárveitingar voru úr ríkis- sjóði, en 10 milljónir vom veittar til viðhalds á húsnæði. Við þessar aðstæður mun taka áratugi að koma húsnæðisaðstöðunni í við- unandi lag. En varla tæki nema tvö til þijú ár að byggja yfir skól- ann með þeirri tækni við hús- byggingar sem nú tíðkast ef féleysi væri ekki fyrirstaða. Spuming er hvort ekki sé nær að nota framlag happdrættisins til að borga niður stórt lán á tuttugu til þijátíu árum og afgreiða þessi blessuð húsnæðismál á skömmum tíma, fremur en að mjatla við byggingar í mörg ár og vera allt- af í húsnæðisvandræðum og sjá reyndar ekki fram úr þeim á næstu ámm. Við það myndi m.a. vinnast tími hvemig sem á er litið og e.t.v. einhveijir aurar, auk margs annars sem ekki verður í aumm mælt; t.d. góður aðbúnað- ur að menntun þjóðarinnar um næstu framtíð. Varla er það vond- ur ávinningur. Eins og málin standa í dag em nokkrar byggingar fyrirhugaðar til viðbótar þeim sem þegar er hafín smíði á: Bygging fyrsta áfanga fyrir lyfjafræði og fram- leiðsludeild Reykjavíkurapóteks, sem er eign háskólans; hæð ofan á hús Raunvísindastofnunar við Dunhaga; hús fyrir Happdrætti HÍ; bygging Líftæknigarðs á Keldnaholti, en til þeirrar bygg- ingar bámst gjafír á 75 ára afmæli háskólans sl. ár, 7,5 millj- ónir frá Reykjavíkurborg og átta milljónir frá Rannsóknaráði ríkis- ins; og bygging Tæknigarðs á lóð háskólans fyrir rannsóknir og þró- unarverkefni í tölvu- og rafeinda- tækni. Á umræðu- eða undirbún- ingsstigi em kennslusalir við Háskólabíó, náttúmvísindahús og ólokinn áfangi við Odda. Með því að nú lýkur pistlunum er ritstjóm Morgunblaðsins þökk- uð birtingin. Vert er að neftia að við samninguna hefur verið notast við ýmsar heimilir og em þessar helstar: Saga Háskóla íslands eft- ir Guðna Jónsson, útgefín 1961 (nær frá stofnun til 1961), Árbækur HÍ, Kennsluskrá HÍ, Skýrsla Þróunamefndar HÍ, ágúst 1984, Nefndarálit um skipulag og starfshætti Rannsóknaþjónustu HÍ, febrúar 1986, Rannsóknir við HÍ 1985- 1986, Fréttabréf HÍ, Úr húsnæðis- og byggingasögu háskólans, Páll Sigurðsson tók saman, útgefín 1986 (nær frá 1911 fram yfír 1940), Grímnir, rit Ömefndastofnunar, Tölfræði- handbókin 1984 og margt fleira sem ekki verður tíundað hér. Rit- in era aðgengileg á Háskólabóka- safni hveijum sem lesa vill. Þá var á stundum rætt við fólk ef fróðleikur fannst ekki í bókum og skýrslum eða ef vafí lék á um einhver atriði; en leitast hefur verið við að segja satt og rétt frá. Fyrirsagnir pistlanna valdi Morg- unblaðið. Höfundur erprótstjórí við Há- skóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.