Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Anna Magnúsdóttir íSkálholti—Minning Fædd 17. desember 1927 Dáin 24. aprU 1987 Við leggjum út á lífsins braut um ljósa morgunstund og mætum hugrökk hverri þraut með hressa og giaða lund. Við eigum þor og afl og fjör og æskudjarfa sál. Með bjartan hug og bros á vör við bergjum lífsins skál. (Fr.G.) Það er vor. Kennaraskólasöngur- inn hljómar af vörum glaðra ungmenna sem kveðja skóla sinn að námi loknu. í þessum stóra æskudjarfa hópi er Anna Magnús- dóttir. Hennar rödd, tær og björt, ieiðir sönginn þessa ljósu morgun- stund eins og svo oft áður og síðar. Þótt leiðir skildi á þessari stundu voru vináttuböndin svo traust að við bekkjarsystumar misstum aldr- ei sjónar hver af annarri og mynduðum bekkjarklúbb áður en langt um leið. Alla vetur síðan höf- um við hist mánaðarlega til skrafs og ráðagerða um starf okkar og áhugamál. Anna hóf kennslu strax að námi loknu í heimabyggð sinni, Ólafsvík, en ári síðar tók hún til starfa við Langholtsskólann í Reykjavík. Um svipað leyti, 30. ágúst 1952, giftist hún unnusta sínum, Guðmundi Óla Ólafssyni guðfræðinema, síðar presti í Skálholti. Leið hennar lá því fljótlega austur yfir fjall þar sem lífsstarfíð beið hennar. Með miklum sóma leysti hún af hendi kennslu- störf í sveit sinni ásamt húsmóður- starfí á prestsetri í þjóðbraut. í Skálholt sóttum við Önnu heim, bekkjarsystumar, ýmist að hausti eða vori, og áttum með henni og þeim hjónum ljúfar, ógleymanlegar stundir. Minnisstæðust er okkur ef til vill veislan fagra sem Anna bauð okkur bekkjarsystrunum til snemma í júní 1981 í tilefni af 30 ára kennaraafmælinu. Þá var leikið á gleðistrengi. En allt hefur sinn tíma segir prédikarinn, að gleðjast, að hryggj- ast, að fagna, að sakna, allt hefur sinn tíma. Síðasta stóra gleðistundin sem við áttum með Önnu var vorið ’86. Þá hittumst við öll bekkjarsystkin- in, 35 ára kennarar. Með hressa og glaða lund, bjartan hug og bros á vör söng Anna með okkur skóla- sönginn, sinni skæru rödd. Þrátt fyrir hnignandi heilsu og harða sjúkdómsbaráttu brast hana aldrei hugrekkið. Nú er tími til að hryggjast, tími til að sakna en einnig til að þakka. Við þökkum Önnu samfylgdina, þökkum af einlægni hennar hreinu, hlýju vináttu. Þökkum þá hlutdeild sem hún gaf okkur í lífí sínu, þökk- um þá fyrirmynd sem hún var okkur og öllu samferðafólki sínu. Anna gekk á Guðs vegum. Guð blessi henni heimkomuna í Drottins dýrðar rann. Eiginmanni Önnu og ástvinum öllum vottum við djúpa sámúð. Blessuð sé minning Önnu Magnús- dóttur. Bekkjarsysturnar Ég átti því láni að fagna að vera á ferð á Snæfellsnesi á hvítasunnu- dag í fyrra, með hópi frá Ferðafé- lagi íslands. Hvíti sólardagur. Allt var svo skínandi bjart í hinu fagra veðri. Við komum til Ólafsvíkur og gengum þar um götur. Nú er Ólafs- vík fallegur bær með vönduðum einbýlishúsum og malbikuðum göt- um. í huga mínum rifjaðist upp fyrsta koma mín til Ólafsvíkur, litla þorpið og fátæklegu húsin. Það var fyrir nákvæmlega 40 árum. í það sinn kom ég þangað í fylgd með nokkrum ungum vinum úr KFUM og K. Við heimsóttum heimili prestshjónanna séra Magnúsar Guðmundssonar, sem var alinn upp á Þyrli í Hvalfírði og konu hans, frú Rósu Thorlacíus, sem var dóttir séra Einars Thorlacíus, prests á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þessi heiðurshjón í Ólafsvík áttu 5 böm, 3 dætur og 2 syni. Eldri sonur þeirra, Guðmundur, var þá látinn fyrir tveimur árum, af völdum meiðsla er hann hlaut í bílslysi í Reykjavík. 1946 bjó fjölskyldan í nýlegu steinhúsi, sem ekki var búið að múrhúða að utan. Húsin áttu nöfn á Ólafsvík í þá daga. Fjölskyldan var fyrir skömmu flutt úr gamla prestssetrinu, sem hét Skálholt. Elsta dóttir þeirra hjóna, Helga, hafði verið heitbundin Friðrik, elsta bróður mínum, en hann dó í desem- ber 1942, áður en þau gátu haldið brúðkaup sitt. Andlát þessara tveggja ungu manna, sem ég hefí nefnt hér, hafði mikil áhrif á líf okkar hinna sem ung vorum. Yngsta bam prestshjónanna í Ólafsvík var Anna. Hún var glað- lynd og dugmikil stúlka og mátti fljótt sjá að þar fór efni í mann- kosta- og merkiskonu. Fljótt bar þó skugga á gleði henn- ar. 15 eða 16 ára gömul veiktist hún af berklum og varð að dvelja til lækninga á Vífílsstöðum. Anna átti þó óbilaðan kjark og sýndi dugnað á ýmsum sviðum sem at- hygli vakti. Þetta kom vel fram þegar KFUK-stúlkur byggðu mynd- arlegan sumarskála í Vindáshlíð í Kjós. Engin brú var á Laxá þar inni í dalnum og vegur aðeins Möðm- vallamegin. Það var töluverðum erfíðleikum háð að koma efni á byggingarstað. Var horfíð að því ráði að kaupa stóran vömbíl með drifí á öllum hjólum. Þetta var bandarískur herbíll. Hver átti svo að aka þessu ferlíki? Anna Magnús- dóttir tók það að sér. Vorið 1951 lauk hún kennara- prófí og kenndi fyrsta veturinn við bamaskólann í Ólafsvík. Næstu vetur kenndi hún við Langholts- skóla í Reykjavík. Hinn 30. ágúst 1952 giftist Anna bróður mínum, Guðmundi Óla. Vorið 1955 var Guðmundur Óli kjörinn sóknar- prestur Biskupstungnamanna. Þau hjón settust að á Torfastöðum og bjuggu þar í 8 ár. Á afmælisdegi Önnu, hinn 17. desember 1963, fluttu þau heimili sitt i Skálholt. Jafnfram húsmóðurstörfum var Anna kennari við bamaskólann í Reykholti í Biskupstungum. Hvar sem Anna kom var eftir henni tek- ið og duldist engum að þar var mikilhæf kona. Hún var hreinskipt- in og ófeimin að halda fram skoðunum sínum. Hin kristna trú hennar var á bjargi byggð og var henni hjartans mál að sem flestir mættu njóta blessunar og lífsfyll- ingar trúarinnar á Jesú Krist. Grunar mig að margir muni þeir sem nú kveðja hana með því að þakka Guði fyrir störf Önnu. Anna var einnig einarðleg ef stjómmál og hagsmuni þjóðar eða einstakl- inga bar á góma. Var hún dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks- ins og heilshugar í því sem öðm. Kom þó fyrir atburður sem reyndist henni full þungur, er hið stóra málgagn tók að níða mann hennar. Til er kunn lýsing á blaðamanni: „Blaðamaður er maður sem skrifar um þig níð í blaði sínu og biður þig svo afsökunar í einrúmi." Þetta gerðist og var efítt þvílíkum mál- svara sem Anna var Sjálfstæðis- flokknum. Til em sár sem seint verða grædd. Mikil reisn hefur ávallt verið yfir heimili þeirra hjóna, gestrisni í há- vegum höfð og eftir að þau settust að í Skálholti er óhætt að segja að gestagangur hafí verið óslitinn. Hlýlegt viðmót Önnu varð líka til þess að gestir fundu að þeir vom velkomnir. Þar sem sorg barði að dymm, veikindi eða erfiðleikar, vom þau hjón óþreytandi við að reyna að létta þunga byrði. Fagurt er á Snæfellsnesi undir Jökli. Fagurt er í Biskupstungum, þótt langt sé til sjávar. Anna í Skál- holti var hún nefnd „heima í Ólafsvík", sem bam. Anna í Skál- holti var hún nefnd sem fulltíða kona í Biskupstungum. Rúmlega 59 ár vom henni mæld. Það var ekki hár aldur. Ekki vantaði lífslöngunina. Hún ræktaði líka í kring um sig og hlúði að ungum gróðri jafnt sem hinum eldri og hrömandi gróðri. Blómin hennar og garðurinn bám vitni um hve vel hún var til þess fallin að hlúa að og hjálpa. Uppalandi og kennari var hún með sömu ánægju. Bömin sem fengu að dveljast á heimili þeirra hjóna em ein fær um að bera því vitni hvemig þeim leið þar. Ég þakka fyrir hönd minna bama, þær góðu og þroskandi stundir. Söngrödd hafði Anna ágæta og næmt tóneyra svo að á því sviði var hún ómetanlegur styrkur manni sínum sem á öðmm sviðum og lagði mikið af mörkum með kirkjukómn- um í prestakallinu. Raddsvið hennar þmskaðist vel með ámnum og varð röddin bjartari. Auðvitað hlóðust margvísleg félagsströf á herðar Önnu. Hún var svo hjálpfús, ömgg og stjómsöm, kát á góðri stund og glaðlynd. Veikindastríð skyggði þó alltof oft á gleði hennar. Nú síðast háði hún hetjulega baráttu í nær þijú og hálft ár við krabbamein. Hún andaðist á Landspítalanum að morgni annars sumardags 24. apríl síðaztliðinn. Minningar þyrlast um hugann, minningar frá döpmm stundum, þegar Anna kom til að hjálpa, minn- ingar frá gleðistundum, þegar glatt var í sinni. Ég hneigi höfuð mitt og þakka Guði góðar minningar og gjafír á liðnum ámm og enda fátækleg orð með versi eftir L. Petms, þýtt af föður Önnu: Fyrirheit Guðs eigi fymast, fólskvast ei orð hans snjölL Jesús með helstríði hörðu hefur þau staðfest öll. Himinn og jörð þó hrynji, hálsar og ffðllin stynji, trú sú gegn böli brynji: Bregðast ei fyrirheit. Bjarni Ólafsson „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þrá- ir sál mín, þig, ó Guð.“ Sálm 42.2. Biskupstungnamenn lúta höfði, er við kveðjum mikilhæfan og mannkostum búinn vin, Önnu Guðr- únu Magnúsdóttur, prestsfrú í Skálholti, sem ávallt hafði það að leiðarljósi að sá fræjum góðvildar og gleði í hjörtu samferðamanna. Anna var fædd í Ólafsvík 17. desember 1927. Hún var yngst 5 bama hjónanna Rósu Einarsdóttur Torlacius og séra Magnúsar Guð- mundssonar, prófasts. Anna ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna á landskunnu menningarheimili. Systkinahópurinn var glaðvær og söngvinn. Með þeim var alla tíð kærleiksríkt og náið samband. Þeim var innrætt einlægt trúartraust. Anna minntist oft á uppeldisáhrifín frá æskuheimilinu, sem áreiðanlega var kjölfestan í lífí hennar. Ung að árum stundaði hún nám við Kenn- araskólann og lagði síðan út á braut hins krefjandi en jafnframt göfuga og gjöfula kennarastarfs. Við Tungnamenn nutum starfa Önnu við bamaskólann í Reykholti. Átti hún að fagna óskomðu trausti og vinsældum nemenda og foreldra. Hún vissi, að ekki var nóg að kenna aðeins það sem stóð í bókum. Með þarfír bama að leiðarljósi innrætti hún þeim reglusemi, vinnugleði og ögun. Anna tók þátt í að móta framtíðarmerkisbera þessarar sveitar, það vildi hún gera vel. Önnu var það mikil gæfa, þegar hún kynntist ungum guðfræðingi, Guðmundi Óla Ólafssyni, ættuðum úr Reykjavík. Þau gengu í heilagt hjónaband 30. ágúst 1952. Þar með var hafín traust og kærleiksrík sam- ferð tveggja elskenda, sem studdu hvort annað í blíðu og stríðu allt til enda. Á útmánuðum árið 1955 var Skálholtsprestakall laust til um- sóknar. Hlaut Guðmundur Óli þá góða kosningu og var vígður til prests. Skömmu síðar fluttu þau á prestssetrið á Torfastöðum. Þá var „nóttlaus veraldar veröld" og Tung- umar skörtuðu sínu fegursta. Hafíst var handa við að byggja upp traust og gott menningarheimili af listfengi og smekkvísi. Fagnandi var þar tekið á móti hveijum, sem að garði bar. Margra leiðir lágu að Torfastöðum í þá daga. Þar nutu menn uppörfunar og skilnings, hvort sem leitað var til prestshjón- anna í sorg eða gleði. Vandasamt hlutverk prestskonunnar rækti Anna af glæsilegri reisn, sem Bisk- upstungnamenn meta að verðleik- um. Árið 1963 var tímamótaár í lífi prestshjónanna sem og sveitar. Skálholtskirkja var vígð og prests- setrið var flutt að Skálholti. Viðskilnaður við Torfastaði var þungbær, rætumar þar voru djúp- settar. En Skálholt var að rísa úr lægð og var staður fyrirheita. Anna og séra Guðmundur fluttu sig um set og áttu framundan góð ár upp- byggingar og síaukinna umsvifa. Anna hlaut í vöggugjöf marga mannkosti, sem hún kunni að nýta sér og öðrum til gagns og ánægju. Hún var félagslynd og glaðsinna, starfaði óslitið í Kvenfélagi Bisk- upstungna til hinstu stundar, lengi sem formaður og ávallt sem hollráð- ur félagi. Þá var hún og góður liðsmaður í Sambandi sunnlenskra kvenna. Anna hafði afburða fallega og hljómmikla söngrödd. Hún var hvatamaður ásamt öðrum að stofn- un Skálholtskórsins, sem söng í fyrsta skipti við kirkjuvígsluna í Skálholti og var alla tíð vemdari kórsins og driffjöður. Skálholtskór- inn hefur verið menningarauki þessarar sveitar og hefur auðgað kirkjulíf og lyft huga í sorg og gleði. Voru prestshjónin mjög sam- hent eflingu tónlistarflutnings í Skálholtskirlqu og urðu margir fremstu listamenn þjóðarinnar í söng og hljóðfæraleik að nánum vinum þeirra. Anna var náttúruunnandi og hafði nautn af að fara höndum um moldina og fylgjast með því lífi, sem hún nærði. Um þetta bar garður hennar vitni. Sprotinn varð að stóru tré. Fyrir stuttu hafði hún orð á því að aldrei hefðu þrestimir sung- ið fallegar en undanfama daga. Þó höfðu þeir oft flutt henni undur- fagrar hljómkviður á fögrum sumarmorgnum. En nú er sú tíð horfín og rósim- ar í gróðurhúsinu hennar Önnu standa nú fölar og hnípnar. Líknar- hendur Önnu vom fjarri í vetur. Sigrar og vonbrigði hafa skipst á í lífi Önnu. Veikindi hafa oft leik- ið hana hart. Það var lærdómsríkt að fylgjast með hvemig hún háði þá glímu með óþijótandi viljastyrk og dugnaði, sem efldur var mætti fagnaðarerindisins. Hún bar kross sinn með mikilli reisn til hinstu stundar. í baráttunni var hún um- vafín ást og kærleika eiginmanns og systra sinna, Helgu og Kristín- ar, hjá þeim dvaldi hún síðustu vikurnar. Eitt af því dýrmætasta í lífinu era samferðamennimir, ekki sízt góðir grannar og vinir. Ég og fjöl- skylda mín áttum daglega sam- skipti við prestshjónin eftir að þau fluttu í Skálholt og höfðum uppörv- un og blessun af, aldrei bar þar skugga á. I safni minninganna geymum við skínandi perlur um samvistir við Önnu Magnúsdóttur, sem ekki verða tíundaðar hér. En séra Guðmundur hefur mest misst. Anna var honum styrk stoð. Heil og óskipt aðstoðaði hún og studdi mann sinn við kirkjulega þjónustu. Séra Guðmundi og öðram ástvinum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur, biðjum Guð að styrkja þau og blessa. Önnu, vin- konu okkar, kveðjum við hinsta sinni með virðingu og þökk. Björn Erlendsson Það er bjart yfír minningu minni um Önnu Bjamadóttur í Skálholti enda þótt þau tvö ár sem ég var henni samtíða væra endalok lífs henrrar, stöðugt návígi við dauðann. Hún átti trúarstyrk sem fleytti henni yfír boða og sker þjáninga og kvíða og gerði henni jafnvel kieift að miðla öðram af styrk sínum. Hún var kennari, flestum kenn- uram fremri. Hennar kennsla kom frá hjartanu og hitti hjarta þeirra sem hún gaf sig að. Ég tel það dýrmæta gjöf að hafa kynnst henni og veit að sú gjöf mun reynast mér best þegar þörfin er mest. Ég minnist atvika sem grópast Jíonwmnufiíocjin ómu vimmííi fóflti ttf ójávar otj jmta aííra (ieiífa á famttU'OCj mtííiscfccji uífjjóifcíjrar ircrfafijijfimjjíníjnr. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.