Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAl 1987 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í iausasölu 50 kr. eintakiö. Kosningarnar i og barátta verkalýðsins Hin hefðbundna mynd sem dregin er upp af 1. maí hér á landi er tengd gömlum hugmjmdum um skiptingu landsmanna í stjómmálaflokka. Þetta var einkum baráttudagur þeirra stjómmálaafla, sem fyrir rúmum þtjátíu ámm stóðu að stofnun Alþýðubandalagsins. Rauðir fánar er setja svip sinn á kröfugönguna eiga að minna á baráttu öreiga um heim allan; löngum var öreigaríkið sjálft, Sovétríkin, hin mikla fyrir- mynd. Til húsbændanna í Kreml sóttu menn línuna og aldrei hafa þeir verið hafnir meira upp til skýjanna en þegar Jósef Stalín var og hét. Þá trúðu menn því hér á landi eins og annars staðar, að í Sovétríkjun- um væri verið að búa til hinn nýja mann. Nú er öldin önnur. Þeir sem á þeim árum sökuðu Morgun- blaðið um að flytja lesendum sínum áróður í erlendum frétt- um og töldu það afskræma allt, er Sovétríkin varðar, geta nú lesið það á forsíðu Morgun- blaðsins, að í sjálfri Prövdu, málgagni sovéska kommúnista- flokksins, hafí birst grein eftir virtan sovéskan prófessor, þar sem kenningu Stalíns um að sovéski verkamaðurinn sé ný og áður óþekkt manngerð er hafnað. Enginn geti ætlast til þess, að menn vilji ekki fá umbun fyrir verk sín. Eða eins og segir í greininni í Prövdu: „Við verðum að brúa það hyl- dýpi sem myndast hefur milli napurs veruleika alþýðu manna og háfleygra draumsýna um hinn fullkomna mann.“ Kannanir á viðhorfum fólks til einstakra stjómmálaflokka hafa leitt það í ljós, að það er ein af draumsýnum íslenskra stjómmála, að dagur verkalýðs- ins sé einhver sérstakur dagur þeirra, sem styðja Alþýðu- bandalagið. Þessar kannanir sýna einfaldlega, að þeir sem halda dag verkalýðsins hátíð- legan á íslandi um þessar mundir em líklega flestir í Sjálfstæðisflokknum og Borg- araflokknum. Þá hefðu það einhvem tíma þótt fréttir til næsta bæjar í umræðum um verkalýðshreyf- inguna og Alþýðubandalagið, að forystumenn þess flokks væm sannfærðir um það 1. maí fáeinum dögum eftir kosningar, að ein af helstu ástæðunum fyrir hrakfomm Alþýðubanda- lagsins sé framboð Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðu- sambandsins, í nafni flokksins í Reykjavík. Skoðanakannanir sýna sem sagt, að félagar í verkalýðs- hreyfingunni styðja að yfir- gnæfandi meirihluta aðra flokka en Alþýðubandalagið. Átökin innan Alþýðubandalags- ins eftir kosningar sýna, að þar er litið á forystumenn verka- lýðshreyfíngarinnar sem dragbíta og atkvæðafælur. Vegna úrslita kosninganna hefur með rökum verið bent á það, að stjómmálaflokkamir þurfí að líta í eigin barm. Þeir þurfí að endurskoða starfshætti sína og áherslúr í málflutningi. Hið sama má segja um forystu- sveit verkalýðshreyfíngarinnar. Hefur ekki skapast hér á landi hyldýpi „milli napurs vemleika alþýðu manna og háfleygra draumsýna", svo að enn sé vitn- að í Prövdul Morgunblaðið er ekki sömu skoðunar og þeir, sem helst ráðast gegn Ásmundi Stefáns- syni á vettvangi Alþýðubanda- lagsins, að hann og félagar hans hafí staðið þannig að gerð kjarasamninga á undanfömum ámm, að þeir eigi þessar árásir skilið. Árásimar á Ásmund og rannsóknir á fylgi Alþýðu- bandalagsins falla í sama farveg: forseti Alþýðusam- bandsins getur ekki verið í framboði fyrir flokk, sem á lítið sem ekkert fylgi meðal hinna almennu félaga í verkalýðs- hreyfíngunni. Þeir sem fara með stjóm mála í Alþýðubanda- laginu talá ekki í nafni þeirra, sem hafa gert 1. maí að bar- áttudegi sínum. Ef þessi skilgreining á úrslit- um kosninganna og stöðu forseta Alþýðusambandsins er rétt, þurfa allir stjómmála- flokkar að líta í eigin barm. Höfðaði Sjálfstæðisflokkurinn nægilega til þess fjölmenna hóps fólks í veraklýðshreyfing- unni, sem fylkir sér um sjálf- stæðisstefnuna? Úrslit kosninganna gefa það alls ekki til kynna. í þeirri sókn, sem nú á að hefja til að styrkja Sjálf- stæðisflokkinn að nýju, er nauðsynlegt að minnast þess, að baráttudagur verkalýðsins er ekki síst baráttudagur þess fólks, sem lítur á sjálfstæðis- stefnuna sem skynsamlegasta kostinn í íslenskum stjóm- málum. Qjöfnuður hefur vax ið í auknu góðæri eftir Magnús L. Sveinsson Sjaldan hefur jafn mikil og al- menn umræða farið fram um þjóðmálin rétt fyrir hátíðisdag laun- þega, 1. maí, eins og nú vegna kosninga til Alþingis, sem fram fóru fyrir viku síðan. í þeirri umræðu voru flestir sam- mála um, að góðæri hefur ríkt hér á landi síðustu misserin. Tekist hefur að ná verðbólgu nið- ur úr 130% í undir 20% og meiri stöðugleiki ríkir nú í efnahagsmál- um þjóðarinnar en lengi áður. Það er mjög þýðingarmikið fyrir alla, að sá árangur sem náðst hefur haldist áfram og verði unnið að því að styrkja þann stöðugleika sem náðst hefur. Launþegar hafa fengið sig fullsadda af verðbólgunni, sem ríkti hér í 15 ár og eyddi jafn- harðan umsömdum kaupmætti launa. En er þá allt í lagi hjá okkur og hefur afrakstur þessa góðæris skil- að sér réttlátlega til fólks? Nei. Auðvitað njóta allir þess, að verð- bólgan hefur náðst niður og laun- þegar hafa sýnt fullan skilning og ábyrgð á því, að brýnt var að grípa til aðgerða til þess að það mætti takast. Sú alvarlega þróun hefur hins „Sú alvarlega þróun hefur hins vegar orðið í kjölfar minnkandi verðbólgu og vaxandi góðæris að gífurlegur launamunur hefur myndast milli einstakra starfsstétta í landinu, sem bitnað hefur sér- staklega á kvennastörf- um.“ vegar orðið í kjölfar minnkandi verðbólgu og vaxandi góðæris að gífurlegur launamunur hefur mynd- ast milli einstakra starfsstétta í landinu, sem bitnað hefur sérstak- lega á kvennastörfum. Það sem gerst hefur er einfald- lega það, að sífellt stærri hluti greiddra launa í landinu er nú ákveðin einhliða af vinnuveitendum. Hinar gífurlegu launagreiðslur umfram umsamda launataxta, sýna það, að atvinnuvegimir hafa þolað miklu meiri launagreiðslur, en sam- tök vinnuveitanda halda fram við samningaborðið. Það er reyndar rétt að taka það skýrt fram, að það er ekki bara við vinnuveitendur að sakast varðandi lága launataxta. Ríkisstjómir allt frá 1978, sem allir stjómmálaflokk- ar hafa átt aðild að, hafa skert umsamda launataxta verulega með lagaboði. Þessi þróun hefur leitt til þess, að í góðærinu, sem fært hefur mörgum mjög miklar tekjur og aukinn kaupmátt, eru þúsundir launþega, sem eru á um tuttugu og sjö þúsund króna mánaðarlaun- um fyrir 40 stunda vinnuviku. Allir viðurkenna að enginn getur lifað af slíkum launum. Samt em þau staðreynd og ekki hefur tekist að fá þau hækkuð við samninga- borðið. Það er annars einkennilegt að vinnuveitendur, sem sjá alla ann- marka á því að hækka þessa óraunhæfu daglaunataxta, láta sig ekki muna um það, að láta vinna gengdarlausa yfirvinnu og þá er eins og það skipti engu máli að launin hækki um 40 og 80% án þess að auknar tekjur komi á móti. í verzlunum t.d. sækjast kaup- menn sífellt eftir að lengja þann tíma, sem greiddur er með 80% álagi á dagvinnu, en segja hins vegar að þeir hafi ekki efni á því að hækka dagvinnulaunin um krónu. Það er ljóst að hægt er að koma við miklu meiri hagræðingu í fyrir- tækjum en nú er. Það er t.d. mjög brýnt að draga úr hinni gegndar- lausu yfirvinnu, sem alit of víða er og færa þau laun, sem greidd eru fyrir yfirvinnu, yfir á dagvinnulaun- in. Það hefur sýnt sig að heildaraf- köst minnka ekki þó dregið sé úr yfirvinnu. Þetta gæti verið liður í því að hækka laun þeirra mörgu, sem nú eru á launum, sem allir við- urkenna að ekki er hægt að lifa af. Við stærum okkur oft af því, að við höfum byggt upp velferðarþjóð- félag, þar sem meiri jöfnuðu:- ríki milli manna en víða annars staðar. Þetta er að mörgu leyti rétt. Þeim mun alvarlegra er, ef ójöfnuður vex við aukið góðæri í landinu eins og nú hefur gerst. Við slíkt verður ekki unað og það er rétt að ráðamenn þjóðarinnar, hvar í flokki sem þeir eru og hvar í stétt sem þeir sitja, geri sér grein fyrir því, að fólkið í landinu mun ekki sætta sig við þann ójöfnuð og óréttlæti, sem nú ríkir í launamálum og aukist hefur í vaxandi góðæri þjóðarinnar. Höfuðkrafa launþega í dag, á þessum hátíðisdegi þeirra, er því sú, að jafnhliða því, að styrkja og varðveita þann stöðugleika, sem náðst hefur í efnahagsmálum þjóð- Magnús L. Sveinsson arinnar, verði batinn nýttur til að bæta úr því launamisrétti, sem ríkir í þjóðfélaginu þar sem hluti laun- þega býr við launataxta, sem allir viðurkenna, að enginn geti lifað af, á sama tíma og aðrir búa við meiri kaupmátt en áður hefur þekkst. Ég sendi öllum launþegum í landinu bestu óskir á þessum hátíð- isdegi þeirra. Höfundur er formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Afganistan: Fólksflóttiim slíknr að byrja þarf hjálp arstarf frá gi’unni - segir Ragnar Guðmundsson starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Kabúl „í Kabúl verður ekki mikið vart við styrjöldina í Afganistan. Skæruliðar skjóta flugskeytum sinum aðallega á borgarhluta, sem útlendingar eru fluttir úr. Þar eru skrifstofur stjómarinn- ar, varnarmálaráðuneytið og sovéska sendiráðið," sagði Ragn- ar Guðmundsson, sem starfar i Kabúl á vegum Sameinuðu þjóð- anna, í viðtali við Morgunblaðið. „Atökin í landinu liggja mikið til niðri á vetrum enda er þá snjó- þungt. í Kabúl verður helst vart við átök þegar herinn gerir stór- skotaliðsárásir út úr borginni," sagði Ragnar, sem nú er staddur hér á landi. „Upp á síðkastið hafa skæruliðar þó framið hryðjuverk í Kabúl og fyrir skömmu sprakk sprengja í bfl við indverska sendi- ráðið í miðborg Kabúl. Þá er útgöngubann frá klukkan tíu á kvöldin til sex á morgnana. En í raun hefur ekkert breyst í borginni síðan ég kom þangað fyrir einu og hálfu ári.“ Dagblaðið Intemational Herald Tríbune birti fyrir skömmu mynd af Ragnari þar sem hann mundar golfkylfu í hæðunum fyrir utan Kabúl. Sagði Ragnar að fyrir nokkrum árum hefði verið samið við skæruliða um að ekki yrði bar- ist í hæðunum fyrir utan borgina til þess að erlendir sendierindrekar gætu komist út úr borginni. Nota útlendingar þá tækifærið og fara með kylfumar sínar á Khargah- golfvöllinn. Elín Hallgrimsson Fyrir utan heimili Ragnars Guð- mundssonar i Kabúl stendur afganskur hermaður vörð allan sólarhringinn. „Ekki er hægt að segja að golf- völlurinn sé góður," sagði Ragnar. „Hann er allur sundurskotinn og golfkúlan getur allt eins hafnað í holu eftir sprengikúlu, ef höggið geigar. Nýlega var sovéskum skrið- dreka ekið á klúbbhúsið á golfvellin- um og er það nú allt úr lagi gengið." Ragnar hefur starfað hjá þróun- arstofnun Sameinuðu þjóðanna í Kabúl síðan í nóvember 1985 og býst við að vera þar út þetta ár. Ýmsar aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna starfa einnig í Kabúl og sér þróunarstofnunin um að sam- ræma starfsemi þeirra auk þess sem hún sér um ýmis verkefni. „Við verðum að gæta okkar í þvi, sem við tökum okkur fyrir hendur. við megum ekkert gera, sem virðist stuðningur við her eða hemað eða gæti talist pólitískt," sagði Ragnar. „Einnig verður öll okkar starfsemi að fara fram innan borgarmarka Kabúl, þar sem út- lendingum er ekki leyft að fara út fyrir borgina. Aftur á móti verðum við að fylgjast með því hvemig fíár- munum okkar er varið og þurfum við því að fá fólk utan af lands- byggðinni til að koma inn í bæinn, læra og snúa heim aftur. Fyrir bylt- inguna í landinu náði starfsemi Sameinuðu þjóðanna til allra héraða landsins. En við fjármögnum alla starfsemi á þróunarsviði og nær það allt frá skógrækt til náms í dýra- lækningum. Straumur flóttafólks úr landi hefur gert það að verkum að við Elín Hallgrímsson Sovéskur skriðdreki og hervagnar aka eftir götu i Kabúl. Myndin er tekin út um bílrúðu. stöndum í raun f sömu spomm og á sjöunda áratugnum,“ að þvi er Ragnar sagði. „Þijár milljónir manna hafa flúið til Pakistan og talið er að ein milljón afganskra flóttamanna sé nú í Bandaríkjunum og annars staðar. Þetta er fólk með þekkingu og þurfum við því að byrja á mörgu frá grunni.“ Ragnar sagði að Najibullah, sem tók við völdum á síðasta ári, reyndi mikið að þreifa fyrir sér með breyt- ingum á kommúnistastjóm sinni og enginn vafi léki á því að hann vildi breiða stjóm. Hann hefði t.d. tekið ráðherra inn í hana, sem ekki væru í kommúnistaflokknum. „En Afg- anistan er ættbálkaþjóðfélag og erfítt er að jafna metin milii ætt- bálka. Sterkastir eru Pastumar og Uzbekar en í kjölfarið sigla meiri minni ættbálkar," sagði Ragnar. Hann kvað skæraliða háfa átt erfítt með að sameinast vegna sundurlyndis milli ættbálka. Aftur á móti væra þeir nú famir að tala saman og eftir að Najibullah hefði lagt fram tillögur sínar um þjóðar- sátt hafa þeir gefið út sameiginleg- ar yfírlýsingar og rætt um mögulega endurkomu konungsins til Afganistans. Að sögn Ragnars berast fréttir um mikil átök í landinu til Kabúl, þótt þar sé ekki hart barist. „Mikið hefur verið eyðilagt í Herad og Kandahar og oft er uppskera eyði- lögð í heilu héraði í átökum. Fólkið á þá ekki annars kost en að flýja brott. Frá norðurhéraðunum fréttist oft af matarskorti, en hann gæti einnig stafað af uppskerabresti." Hann segir að í Kabúl sé aftur á móti aldrei skortur á nauðsynja- vöram: „Afganar era flinkir kaupmenn. Á markaðnum og bas- amum má eiginlega fá allt, meira að segja ódýrar japanskar græjur." Ógilding kjörbréfa og kosið að nýju - hefðu atkvæðin ekki fundist í Borgarnesi ALÞINGI hefði getað ógilt kjörbréf þingmanna Vestur- landskjördæmis, ef kjörseðlar hefðu ekki komið í leitirnar á miðvikudagskvöld og þá hefði orðið að kjósa aftur í kjördæm- inu. Landskjörstjóm gefur út kjör- bréf á grandvelli þeirra skýrslna sem berast frá yfírkjörstjómum hvers kjördæmis. Þó svo að at- kvæðin hefðu ekki fundist, þá hefði landskjörstjóm samt sem áður gefíð út kjörbréf þeirra sem töldust hafa náð kosningu sam- kvæmt skýrslu yfírlqorstjómar. í upphafí hvers nýs þings skipta þingmenn sér í þijá hópa og fíall- ar hver hópur um kjörbréf annars. Alþingi hefur því vald til að úr- skurða kjörbréf ógild og efna til kosninga að nýju í kjördæminu. Ekki þarf kæra til að Alþingi ú: skurði á þann veg. Hins vegí verður að teljast ólíklegt að þinj menn hefðu talið uppkosningi vænlegan kost, því úrslit þein hefðu getað riðlað fyrri niðurstöð veralega, til dæmis hefðu töh ekki mátt breytast mikið án þe: að það hefði í för með sér brey ingu á jöfnunarþingsætum ui allt land. Atkvæðin finnast % br. Þingmenn Atkvæði % frá’83 Ki.Up. Br. A 1.356 15,1 +1,6 A 1 ( ) B 2.299 25,7 -4,5 B 1 (-1) D 2.164 24,2 -10,5 D 1 (-1) G 971 10,8 -4,7 G 1 ( ) M 147 1,6 +1,6 M ( ) S 936 10,5 +10,5 S +1 (+1) V 926 10,3 +10,3 V +1 (+1) Þ 156 1,8 +1,7 Þ ( ) Á kjörskrá voru 10.200. Atkvæði greiddu 9.118 eða 89,4% (88,3%). Auðir og ógildir seðlar voru 163. MorgunblaðiðV GÓI °fo br. Þingmenn Atkvæði % frá '83 Kj.Up. Br. A 23.265 15,2 +3,4 A 7 +3 (+4) B 28.902 18,9 +0,2 B 13 (-1) C 246 0,2 -7,2 C (-4) D 41.491 27,2 -11,9 D 16 +2 (-5) G 20.386 13,3 -4,1 G 8 (-2) J 1.892 1,2 +1,2 J 1 (+D M 2.434 1,6 +1,6 M ( ) S 16.588 10,9 +10,9 S 3 +4 (+7) V 15.470 10,1 +4,6 V 2+4 (+3) Þ 2.047 1,3 +1,3 Þ ( ) Á kjörskrá voru 172.366. Atkvæði greiddu 154.417 eða 89,6% (86,6%). Auðir og ógildir seðlar voru 1.696. TALNING atkvæðanna breytti engu um kosningaúrslitin, hvað alþingismennina varðar. Af atkvæðunum fékk Alþýðuflokkurinn 5, Framsóknarflokkurinn 19, Sjálfstæðisflokkurinn 7, Alþýðubandalagið 4, Borgaraflokkurinn 5, Kvennalistinn 8 og Flokkur mannaina 3. Heildartöl- ur flokkanna breytast auðvitað, sem þessum atkvæðum nemur: TÝNDU atkvæðin í Vestur- landskjördæmi fundust óvænt í fangageymslu lögreglunnar í Borgarnesi, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Það var Björn Þor- björnsson, stöðvarmaður lögreglunnar í Borgarnesi, sem fann atkvæðin í kjörkassa númer þijú og höfðu þau lent undir kjörbók. Meðfylgjandi myndir voru teknar eftir að atkvæðin voru komin í leitim- ar og á annarri þeirra stendur Bjöm Þorbjörnsson við kjör- kassa og önnur kjörgögn í fangaklefanum. Á hinni myndinni er yfirkjörstjórn í Vesturlandskjördæmi við talningu á týndu kjörseðlun- um, frá vinstri Sigurður B. Guðbrandsson, Sveinn Guð- mundsson, Jón Magnússon fomaður, Bjarai Arason og Jóhann Sæmundsson. Vesturland Morjrunblaðið/Theodór Landið allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.