Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 55 1. maí-ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðnnemasambands íslands Hver er sú tilfínning, sem bærist með íslensku launafólki á baráttu- degi verkafólks, 1. maí? Hvemig skynjum við þennan dag, karlar, konur og böm? 1. maí er og verður dagur hvatningar og dagur vonar fyrir íslenskt launafólk. Miklar hræringar hafa orðið í kjaramálum á síðustu vikum. Þær launahækkanir sem átt hafa sér stað að undanfömu hljóta á næstu vikum einnig að koma til þeirra, sem höllum fæti standa í launabar- áttunni. Atvinnurekendur verða að skilja, að þeir sem minnst bera úr býtum mega ekki dragast aftur úr í kjömm. Að öðmm kosti verður verkafólk að brýna kutana til átaka. Atvinnurekendur geta hækkað laun svo um munar, ef þeir láta af ómarkvissu fjárfestingarbmðli og hyggja að bættum rekstri og skipu- lagi innan fyrirtækjanna. A þann hátt er m.a. hægt að hækka laun án nýrrar verðbólguskeflu. Skattsvikin em þjóðarböl. Þeim verður að útrýma. Það nær engri átt að almennt launafólk beri þung- ann af sköttunum meðan fjöldi fyrirtækja og einstaklinga kemst hjá því að greiða í hinn sameigin- lega sjóð. Misréttið hefur margar hliðar. Ein þeirra snýr að launum karla og kvenna. Þar er mikið verk að vinna. Samtök launafólks verða að gera bandalag um að afmá launa- misréttið og linna ekki látum fyrr en fíillt jafnrétti hefur náðst. Önnur hlið snýr að bömum okk- ar. Langur vinnudagur og lágt kaup — ekki síst kvenna — eiga drýgstan þátt í því útigangsþjóðfélagi, sem við höfum búið bömum okkar. Einu áhrif yngstu kynslóðarinnar era lyklavöld að mannlausum íbúðum og aðgangur að skólakerfí, sem yfirvöld hafa ekki sniðið að aðstöðu og þörfum bama. Er þetta það sem við viljum? Er þetta það samfélag, sem við viljum búa bömum okkar og okkur sjálfum í framtíðinni? Ifyrir fmmkvæði verkalýðshreyf- ingarinnar hefur tekist að gerbreyta stöðunni í húsnæðismálum á skömmum tíma. En betur má ef duga skal. Ríkisvaldið verður að leggja fram meira fé til að stytta biðtímann eftir húsnæðislánum. Ell- egar er hið mikla starf hreyfingar- innar í húsnæðismálum í hættu. jafnframt þarf að tryggja aðra kosti til húsnæðisöflunar; félagslega íbúðakerfíð og opna nýjar leiðir s.s. kaupleiguíbúðir fyrir þá sem þess óska. Það em mannréttindi að búa í öraggu húsnæði. Það em líka mannréttindi að þurfa ekki að fóma heilsu og fjölskyldulífí til að eignast þak yfír höfuðið. Ný sýn á menntun og fræðslu- starf blasir við launafólki og samtökum þess. Námskeið fyrir fískverkafólk og aðrar nýjungar í fræðslustarfí sýna okkur hvað hægt er að gera. En þetta er upphafíð að öðmm stóram verkefnum á þessu sviði. Launþegahreyfíngin í landinu gerir kröfu um símenntun, enda er menntunin lífakkeri allra launþega þegar til lengri tíma er litið. Jafnframt er hún undirstaða iðn- og tækniþróunar og ræður þannig lífsafkomu okkar sem þjóð- ar. 1. mai minnumst við bræðra okk- ar og systra í þriðja heiminum, þeirra sem kúgaðir em og hæddir sökum kynferðis, litarháttar eða trúarbragða. Við fordæmum ógnar- stjómir heims. Suður-Afríka er þar efst á blaði. Við höfnum einnig af- skiptum stórveldanna af innan- Þú svalar lestrarþörf dagsins ásfóum Moggans! «■< landsmálum ríkja, hvort sem er í E1 Salvador, Nicaragúa eða Afgh- anistan. Vopn varða aldrei veginn til friðar. Við höfnum einnig kjamorku- vopnum. Gereyðingarvopn marka leið beint til heljar. Við höfnum þeirri lífssýn, að bömin okkar alist upp í víghreiðri kjamorkunnar. Við bemm virðingu fyrir lífinu. Þess vegna styðjum við kjamorkuvopna- laus Norðurlönd, kjamorkuvopna- laust svæði í Mið-Evrópu og heim án atómvopna. Þess vegna styðjum við einnig friðlýsingu hafsvæðisins umhverfís ísland og hvetjum til harðvítugrar andstöðu við endur- vinnslustöð fyrir kjamorkuúrgang í Dourea í Skotlandi. Slys frá slíkri stöð myndi ógna lífsafkomu íslensku þjóðarinnar. Við íslendingar eigum að marka okkur spor í sögu þjóðanna sem friðelskandi fólk. Á næstu vikum og mánuðum reynir enn á ný á samtakamátt og siðferðisþrek launamanna. Okkur er öllum ljóst, að það verður að bæta laun þeirra sem verst em sett- ir. Þetta verður að takast. Minn- umst þess hvemig samtakamáttur í stað sérhyggju hefur ætíð reynst öflugur bakhjarl til að byggja upp réttlátt þjóðfélag í anda frelsis, jafnréttis og bræðralags. í anda þeirra. hugsjóna, sem verkalýðs- hreyfingin hefur haft að leiðarljósi frá öndverðu. Félagar í VR með myndlistarsýningn Á FRÍDEGI verkalýðsins, 1. maí, mun hópur nokkurra manna og kvenna sem eru félagsmenn í Verslunarmannafélagi Reykja- víkur sýna málverk sem þau hafa málað undanfarin ár. Sýningin verður í húsakynnum VR í Húsi verslunarinnar á 9. hæð. Félagsmenn þessir hófu nám með aðstoð VR árið 1984 undir leiðsögn Benedikts Gunnarssonar listmál- ara. Hópurinn hefur síðan komið saman vikulega og unnið að mynd- listinni. Margir í þessum hópi sýna verk sín í fyrsta sinn á þessari sýn- ingu. Hópurinn á það sameiginlegt að allir em úti á vinnumarkaðinum og stunda list sína í frítíma sínum. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. mv/m Þú færð hvergi ódýrari, betri eða þægilegri „flug og bíll“ en hjá Úrvali. i má heldurgleyma öllum sum- arhúsunum sem við höfum um Evrópu. Kynniðykkurhin ótrú- legu lágu verð á sumarhúsum og íbúð- um, sem við bjóðum upp á um alla Evrópu. Flug og bíll - Ein vika Verð pr. mann Verðfrákr. Meðalverð Luxemborg 13.128 m.v. 4 í bíl1 10.318 Kaupmannahöfn 13.434 10.876 Glasgow 14.877 12.061 London 16.807 13.491 Salzburg 17.592 14.857 Bíll tekinn í annarri borginni en skilað f hinni Kaupmannahöfn/ 19.8402 15.017 Luxemborg Luxemborg/ 15.628 12.818 Salzburg Salzburg/ 16.392 13.657 Luxemborg Glasgow/London 16.082 13.085 1) 2 fullorðnir og 2 börn 2) Miðað viðtvær vikur FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVOL v/Austurvöll, símar (91)26900 og 28522
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.