Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Hamsun ungur. Karl Erik Harr — landslagsskáldið Okkur er sérstök ánægja að bjóða háleyska myndlistarmann- inn Karl Erik Harr velkominn til landsins. Hann hefur túlkað betur en aðrir það f norsku landslagi og menningu sem best sýnir skyldleikann við ísland. Um það bil 40 mynda hans eru nú sýndar í Norræna húsinu og síðan verða þær sýndar á sýningu sem verður send um landið. Karl Erik Harr er fæddur í Kvæfjord í Troms 1940. Hann hlaut myndlistarmenntun sína við Kunst og Hándverksskolen og Statens Kunstakademi í Osló og auk þess hefur hann oft dvalist við nám á Ítalíu, í Frakklandi og Hollandi. Frá því Harr hélt fyrstu sýn- •ingu sfna hefur hann sýnt í flestum norskum bæjum og auk þess oft í Svíþjóð og Danmörku. Hann hefur skreytt margar opin- berar byggingar svo sem kirkjur, ráðhús, banka og hótel og fjöl- mörg norsk og sænsk myndlistar- söfn hafa keypt myndir hans. Þess má einnig geta að Harr er afkastamikill rithöfundur. Hann hefur gefið út margar bækur og gert marga sjónvarpsþætti. Með þessari sýningu á mynd- skreytingum við bækur Knuts Hamsun fáum við í fyrsta skipti að sjá list Karls Eriks Harr á Is- landi. Myndimar gefa góða hugmynd um grafíklistamanninn í krambúðinni hrifamyndum frá ströndum Frakklands. Eins og þessir menn hvikar Harr ekki frá því að mála utandyra í leit sinni að því sem hann sjálfur kallar „Norðurlands- birtuna" sem ekki er það auðveld- asta að ná. En með „nýþvegna pensla, útsofinn hug og einn góð- an veðurdag smellur þetta," eins og hann segir í einni bók sinni. „Þú ferð heim og í malpokanum er lítill kafli úr miklu tónverki Skaparans." „Það raular tónn í huganum, það streymir ljós á móti auganu, maður finnur að eitthvað skijáfar hið innra," sagði Knut Hamsun um það að skrifa ljóð. Harr veitir tilþrifamiklum háleyskum nátt- úrustemmningum sínum ljóðræna útrás í málverkum sem eru jafn mikið mótaðar af tónlist og kvæði Hamsuns. Mynd eftir Harr vekur upp hljóma úr fúgum Bachs fyrir eyrum manns en hann getur líka málað hljóðlega. List málarans er af sömu rótum runnin og list skáldsins og spumingunni um að hvers vegna hann hafi mynd- skreytt ekki færri en sex bækur Hamsuns svarar Hair þess vegna stutt og laggott: „Ég gat ekki stillt mig um það.“ Verkin sex eru: Pan, Benónl og Rósa (í einu bindi), Nóbelsverðlaunaskáldsag- an Gróður jarðar, ljóðasafnið Villikórinn og æskuverkið Bjer- ger. Oskar Vistdal og teiknarann Harr, snjallasta myndlistarmann Noregs í bóka- skreytingum. Ekki eru síðri stórfengleg málverk hans af töfr- um ósnortinnar háleyskrar nátt- úru. Heimur Karls Eriks Harr er strönd Norður-Noregs frá Há- logalandi að Lófóten. Listamanns- heimili hans er í gamla verslunar- staðnum Kjerringay undir voldugum tindum sem gnæfa eins og dómkirkjutumar yfir skógana og víðáttumikla móana út til hafs- ins. Þetta háleyska landslag, sem Knut Hamsun hefur gert ódauð- legt í bókum sínum, gjörþekkir Harr og gefur því slíka listræna túlkun í verkum sínum að hann skipar ekki aðeins sess sem einn snjallasti málari Noregs heldur hefur þjóðin tekið hann að hjarta sínu þannig sem fáum listamönn- um auðnast. Myndefnin eru norður-norsk náttúra og menning í fortíð og nútíð. Það er mikilvægur þáttur í myndlistarstefnu Harrs að bregða upp liðinni tíð eins og um heimildarmyndir væri að ræða. Hann gerir nákvæma og trúverð- uga grein fyrir hveijum mynd- hlutæ bátum, byggingarlist, húsaskipan innanstokks, áhöldum og sérstaklega norður-norskum náttúrumyndum. Hann hefur auga sjómannsins fyrir siglingu og sjólagi, virðingu handverks- mannsins fyrir nákvæmni og hæfileika listamannsins að skynja heildarsýnina. Þessa sýn birtir hann oft á fegraðan hátt en fyrst og fremst á rökréttan og heil- steyptan hátt, en þannig vill hann gefa sem raunsannasta hugmynd um sérkenni háleyskrar náttúru og menningar. Um fyrirmyndir sínar í listinni segir Harr að „könnun á verkum samtímamanna minna varð ekki eins mikilvæg og að feta brautim- ar inn f frægðartíð málverksins". Hann játar afdráttarlaust að hafa numið af norskri og evrópskri rómantík, natúralískri og impr- essjónískri Iist eða mönnum eins og Thoralf Holmboe, Erik Wer- enskiold, Thomas Feamley og Nikolai Astrup. Klassísk frönsk myndlist hefur einnig hrifið hann, svo sem skáldlegt raunsæi Jean Francois Millet og náttúmlýrik Claudes Monet með birtu- og hug- Póstskipið kemur. SUMARTlMI Vinsamlega athugið að aðalskrifstofur okkar verða opnar frá kl. 8:00 til 16:00 átímabilinu 4. maí til 15. september n.k. a 1 l t 5AMVINNU TRYGGINGAR ÁSMÚLA3 Iðnaðarbankinn af- hendir peningagjöf í TILEFNI af breytingum og stækkun afgreiðslu Iðnaðar- bankans við Réttarholtsveg veitti bankinn foreldrafélagi Réttar- holtsskóla peningagjöf að upphæð kr. 50.000 sem nota á til kaupa á myndbandsupptöku- tæki. Gjöfin var valin í samráði við skólastjórn og foreldrafélag skólans. Gunnar Mogensen for- maður foreldrafélagsins veitti peningagjöfinni viðtöku og var myndin tekin við það tækifæri, talið frá vinstri: Margrét Sigurð- ardóttir afgreiðslustjóri Réttar- holtsútibús, Guðmundur Kristjánsson útibússtjóri Grens- ásútibús og Gunnar Mogensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.