Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Minning: Guðmundur Gísla son, Uxahrygg Fæddur 30. ágúst 1903 Dáinn 18. apríl 1987 Öll vitum við hve oft skal fyrir- gefa. Það á ekki að gera sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö sinnum. Hitt vita sjálfsagt færri hve oft skal endurgjalda. Muna og endur- gjalda það sem vel er gert í garð náungans. í hinum harða heimi viðskiptanna vill hinn mannlegi þáttur alltof oft gleymast og allt talið slétt og fellt, þegar reikningurinn hefur verið greiddur. Sá, sem endurgeldur margfalt þarf ekki þess vegna að safna í sjóði, en víst er um það að langur vegur er stundum milli ríkidæmis og lífshamingju. Gæfa og lífsham- ingja eru góðir förunautar. En hverra erinda er umræða um endurgjald og fyrirgefningu í fram- haldi af yfírskrift þessarar greinar? Jú, reyndar er sú umræða sprottin af einu atviki í lífi mínu, heimsókn að Uxahrygg til að safna peningum. Eftir eldgosið í Vestmannaeyjum fór fram fjársöfnun á vegum sveit- arstjóma. Mitt hlutskipti í þeirri söfnun var m.a. að safna saman framlagi á Bakkabæjum. Frá þeirri ferð er mér einkum tvennt minnis- stætt. Hið fyrra er, hversu háar fjárhæðir vom án undantekninga reiddar af hendi íbúanna. Það hefur oft síðan leitt huga minn að því, hve oft er vel farið með þá, sem í erfíðleikum eiga hér á landi. Ég satt að segja undraðist gjafmildina og ekki síður velviljann í garð þeirra, sem í vanda vom staddir. Ég held, að slíkt hugarfar geti að- eins orðið til í stríði hins daglega lífs, sem eykur skilning á mannleg- um vandamálum og auðveldar mönnum að setja sig í annarra spor. Það færir mér heim sanninn um það að ekki nægir að hrópa hjálp til handa hinum bágstadda, heldur að veita hjálpina. Hið síðara atriðið, sem ég minnist sérstaklega, em orð Guðmundar Gíslasonárj er hann afhenti sitt framlag. Ég man þau enn orðrétt svo: „Eg fékk mína fyrstu peninga í Vestmannaeyjum. Það er best að þeir fari þangað nú. Þetta er allt sem ég á.“ í framhaldi af þessum orðum spunnust nokkrar umræður okkar á milli. Þeirra vegna get ég nú sagt ykkur frá því hvemig hug- arfar manna í garð náungans verður til og skilningur eykst á þörfum annarra. Svo að ég endur- taki með öðmm orðum, gerist það, þegar gott efni harðnar og vex í átaki sínu við lífíð í mótbyr og meðbyr. Ég fann, að í orðum Guðmundar fólst meining um það, að ekki væri nóg gefíð. En ef framlag Guðmund- ar væri nú framreiknað og endur- goldið þó ekki væri nema sjö sinnum, að ég tali nú ekki um sjötíu sinnum sjö sinnum, væri það álitleg flárhæð. Miklu hærri en svo að nokkmm manni kæmi til hugar að leggja með sér til greiðslu á feiju- tolli til handa Karon. En hver veit nema tollurinn nú fari eftir efnum og ástæðum. Þá verður gjaldið, sem Guðmundi er gert að greiða, hátt en léttbært. Því af nægum efnum er að taka, því það er hið góða hugarfar sem skiptir höfuðmáli. Að vera heill, ekki hálfur. Það er málið. Ég læt mér nægja að skrifa um eina dagstund í lífi Guðmundar Gíslasonar. Að auki vil ég þakka samfylgdina og bið blaðið að flytja vinum Guðmundar og vandamönn- um kveðju mína. Filippus Björgvinsson Þann 2. maí nk. verður jarðsung- inn Guðmundur Gíslason, fv. bóndi á Uxahrygg, Rangárvallahr. Fer útförin fram frá Oddakirkju. Ég var svo lánsamur að kynnast Guðmundi er ég var sumardvalar- drengur á Uxahrygg tvö sl. sumur, Við Guðmundur urðum miklir vinir og sakna ég hans mikið. Alltaf var Guðmundur léttur í lund og gaman að spjalla við hann. Hann sagði mér margt urn lífíð og tilveruna í gamla daga. Ég hefí engum kynnst, óskyldum mér, sem var jafn barn- góður. Nú hafa bamabömin hans misst góðan afa og tryggan vin, einkum bömin á heimilinu. Nú kveð ég Guðmund Gíslason, vin minn, með söknuði og þakka það að hafa kynnst þeim góða manni. Magnúsi, Krissu og bömum þeirra, svo og öðmm aðstandendum Guðmundar, óska ég huggunar í þeirra söknuði. Blessuð sé minning Guðmundar Gíslasonar á Uxahrygg. Arni Jónsson, sumardrengur. • • Sigurður Ogmundsson frá Litla-Landi — Kveðja Fæddur 18. desember 1928 Dáinn 25. aprfl 1987 A morgun verður til moldar borinn ástkær faðir okkar, Sigurður Ög- mundsson frá Litla-Landi. Hann hefur verið kallaður burt frá okkur eftir langa og hetjulega baráttu við erfíðan sjúkdóm. A stundu sem þess- ari megna orð lítils. Það er svo margt sem við vildum segja en það segir samt svo lítið. Hugurinn hverfur til baka og við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með hon- um, því allar stundir með manni eins og pabbi okkar var eru góðar stund- ir. Sú minning er dýrmæt perla sem ávallt verður geymd í hjörtum okkar og mun aldrei gleymast. Pabba, tengdapabba og afa er nú sárt sakn- að. Hjá honum áttum við öruggt skjól og til hans var alltaf hægt að leita. Afabömin hans hafa misst mikið, miklu meira en orð fá lýst, því pabba þótti afskaplega vænt um þau öll og gat alltaf sinnt þeim hversu veikur sem hann var, alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla við þau af sinni hlýju. Oft sagði hann „Blessun fylgir bami hveiju" og gladdist hann mjög þegar hann vissi að von væri á tveimur gimsteinum í viðbót. Það er svo erfítt að skilja til- ganginn. Hvers vegna er svona góður maður kallaður burtu frá okkur allt- of fljótt. Við skiljum það ekki en fínnum sárt til þess hversu sárt við söknum hans og hversu mikið við þörfnumst hans. Við treystum Guði fyrir honum og þökkum honum fyrir að hafa verið svo lánsöm að eiga hann að á meðan hans naut við því betri föður eða afa er ekki hægt að fá. Við emm þakklát fyrír að hann fékk að dvelja síðustu vikumar heima eins og hann og móðir okkar kusu. Þar börðust þau saman og vom ákveðin í að vera saman til síðustu stundar. Æðmleysi þeirra og trú styrkti þá sem til þeirra komu því það var einstakt. Minninguna um hann munum við ávallt geyma í hjört- um okkar og biðjum við Drottinn að þerra saknaðartárin og helga sorg- ina. Við biðjum hann að gefa móður okkar styrk í þessum mikla missi og veita henni þá huggun og það slq'ól' sem pabbi gerði. Við bömin hans, tengdabömin og afabömin þökkum pabba fyrir allt og lifum í trausti þess að við munum síðar eiga með honum eilífar samvemstundir. Minn- ingin um besta pabba og afa í heimi mun ávallt lifa. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafí eilíft líf. (Jóh. 3. 16.) Inga Dóra, Ögmundur Brynjar og Anna Linda Sigurðardóttir. CITROÉN AX CITROÉN Eö CITROÉN FRANSKA BYLTINGIN í HÖNNUN SMÁBÍLA Undirbúningur aö franskri byltingu í hönnun smábíla hófst fyrir 5 árum. Þá fékk hönnunardeild Citroén þaö verkefni að hanna bíl sem átti aö vera stuttur en þó rúmgóöur. Hann varö aö vera glæsilegur og aflmikill en þó sérlega sparneytinn og hafa frábæra aksturseiginleika og síöast en ekki síst varö hann aö vera ódýr. Með algerri uppstokkun í framleiðsluaðferðum tókst að uppfylla allar þessar mótsagnakenndu kröfur. Franska byltingin heitir CITROÉN AX. JAFNVEL VERÐIÐ ER FREISTANDI/frá kr.329,900.- Vegna sérlega hagstæðra samninga við Citroén verk- smiðjurnar getum við boðið viðskiptavinum okkar afar freistandi verð og greiðsluskilmála á CITROÉN AX. BÍLASÝNING UM HELGINA Opið frá kl. 10-6 laugardag og 1-5 sunnudag. Komdu og sjáðu bílinn sem fékk Gullna stýrið, smábílinn CITROÉN AX ásamt riddara götunnar, CITROÉN BX sem verður tjóðraður niður á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.