Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAJÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Túrístahópurinn I Paradísarklúbbnum. Paradísarklúbb- urinn eftír Ramis um í furðulega burðarlítil verkefni og oft er það svo að því meira sem lagt er af peningum í mjmdir því misheppnaðri verða þær. Það hefur sýnt sig aftur og aftur, að þeir kunna sér sist hóf í efnistökum. Tökum sem dæmi þessa mynd sem heitir Paradísarklúbburinn og er eftir Harold Ramis, sem gerði Draugabanana frægu. Þetta er í einfaldleik sínum mynd um raunir túrista á sólarströnd á eyju í Karabiska hafinu. En í hinum yfir- gengilega Hollywoodstíl verður hún næstum því að epískri stórmynd. Hún hefur ekki endilega þurft að kosta mjög mikið á mælikvarða kvikmyndaborgarinnar, en Holly- wood hefur hugsað með sér að það væri ekki nóg að grínast með túr- ista. Nei, við verðum líka að taka þjóðemisbaráttu eyjarskeggja með inn í myndina, við verðum að fínna vonda menn (arabar), sem ætla að búa til ríkra manna paradís á eyj- unni, og góða slökkviliðsmenn (frá Chicago), sem stoppa þá. Við verð- um að hafa dóp (ofsa-ofsalega mikið dóp ha,ha,ha), byltingu, skot- bardaga, manngrúa á hlaupum og fullt af óekta tilfinningasemi. Við verðum að hafa Peter O’Toole af því hann er heimsfrægur. Við verð- um líka að hafa Twiggy af því hún er heimsfræg. Ef ykkur vantar doll- ara þá hringið þið bara. Og heyriði, ekki gleyma túristunum sem mynd- in er um. Og Ramis. Við höfum látið þig hafa allt sem þú vilt, gerðu nú eins góða mynd og Draugaban- ana. Jæja, honum mistekst það nú. „Frændur vorir" Svíar gerðu helm- ingi betri mynd á sömu nótum fyrir miklu minni pening og kölluðu hana Sólarlandaferðina. Það var mynd um túrista í sólarlöndum sem var um túrista í sólarlöndum en ekki allt annað. Og hún var fyndin. Það er hægt að hlæja að einu og einu atriði á stangli sem snerta að sjálf- sögðu túristana (Rick Moranis er æðislegur) en mestanpart glottir maður útí annað að því hvemig hægt er að misþyrma góðu efni og mörgum dollurum. Arnaldur Indriðason Paradisarklúbburinn (Club Para- dise). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjömugjöf: ☆ */2. Bandarísk. Leikstjóri: Harold Ramis. Handrit: Harold Ramis og Brian Doyle-Murray. Fram- leiðandi: Michael Shamberg. Kvikmyndataka: Peter Hannan. Tónlist: David Mansfield og Van Dyke Parks. Helstu hiutverk: Robin Williams, Peter O’Toole, Rick Moranis og Twiggy. Stundum gæti maður haldið að orðið óhóf hefði verið fundið upp í Hollywood. A þeim bæ eru bíó- myndir síst gerðar af sparaaði og lítillæti heldur þvert á móti; menn fara með sundlaugarfylli af doliur- FRAMDRIFSBILL Á UNDRAVERDI Lada Samara hefur alla kosti til aö bera sem íslenskar aöstœöur krefjast af fólksbíl, í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki aö ástœöulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því veröiö er hreint undur og ekki spilla góö greiöslukjör. Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.- Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.- § Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá I 10—1 Beinn sími söludeildar 31236 1 VERIÐ VELKOMIN í BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur Rafvirkjar og línumenn: Verkfalli frestað hjá RARIK RAFVIRKJAR og linumenn hjá Rafmagnsveitum ríkisins skrif- uðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara á þriðju- dagskvöld og var verkfalli þeirra, sem staðið hafði í viku, frestað. Samningur þessi náði til um 140 manna sem höfðu með höndum eftirlit með raforku- dreifikerfi RARIK og húsveitum á svæði RARIK um allt land. Að sögn Magnúsar Geirssonar formanns Rafíðnaðarsambands ís- lands var þessi samningur líkur því sem sambandið hefur gert við ríkis- verksmiðjurnar. Samningurinn byggir á fastlaunakerfí og eru lág- markslaun þau sömu og um var samið í aðalkjarasamningum Al- þýðusambandsins og Vinnuveiten- dasambandsins frá 6. desember en Rafmagnsveitumar eru aðilar að VSÍ. Samningurinn gildir út þetta ár. Verið er að senda kjörgögn út um landið og er búist við að úrslit atkvæðagreiðslu um samninginn liggi ljós fyrir um miðja næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.