Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 1. maí-ávarp Alþjóðasam- bands fijálsra verkalýðs- félaga (ICFTU) 1987 Hefjum uppbyggingix framtíðar í tilefni 1.. mai'^1987 hvetur Al- þjóðasamband frj’álsra ,ve*kalýðs- féiagá (ICFTU)_ 85 milljónir félagsmanna sinna frá 144: félaga- samtökum í 96 löndum til að halda áfram baráttunni til að leggja grund- völl að framtíðinni. Sambandið skorar jafnframt á alla ófélags- bundna verkamenn að gerast þátt- takendur í þessu aðkallandi verkefni: að stuðla að betri frámtíð sem grun- dvölluð er á réttlæti, frelsi, friði og lýðræði. Einmitt þessi gildi hafa verið homsteinn alþjóðlegrar fijálsr- ar verkalýðshreyfingar allt frá stofnun hennar og eru falin í kjör- orðoum hennar: • I f f I l M f I f 1 [ 1 J J ^ J l ^J-J Eins og alkunna er, hafa ^ i i sjómannadagssamtökin unnið stórátak í hagsmunamálum aldraðra, með byggingu tírafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Hafnarfirðl þar sem tugir og hundruðir aldraðra undanfarin þrjátíu ár hafa átt öruggt skjól á sínu ævikvöldi á vistdeildum, hjúkrunardeildum, sjúkradeildum og íyónagörðum. Samt sem áður, þótt miklu hafi verið komið í verk, ekki bara af okkar samtökum, heldur ótal mörgum fleiri aðilum, eru málefni aldraðra sífellt meira knýjandi, m.a. sökumhækkandimeðalaldurs þjóðarinnar. Pví er höfuðmarkmið Sjómannadagsráðs, hér eftir sem hingað til, að gera allt sem það megnar til aðstuðla aðstöðugum umbótumáaðbúnaði aldraðra. EFLUM MIÐIAMANNFYi Brauð — Friður — Frelsi I dag er heimurinn sífelldum breytingum undirorpinn og umskipt- in verða æ hraðari. A sama tíma deyja þúsundir manna úr hungri daglega. Fjórðung mannkyns skortir viðunandi húsnæði. Milljónir ung- menna, kynslóðir framtíðarinnar, hafa ekki átt kost á nauðsynlegri menntun. Heilar verksmiðjur, tákn tækniframfara, eru þurrkaðar út í slysförum, sem drepa verkamenn og ógna bæði almenningi og umhverf- inu. Atvinnuleysi og slæmt atvinnu- ástand valda .vaxandi eymd víðsvegar um heiminn. Mannréttindi og félagafrelsi eru fótum troðin í mörgum löndum, jafnt af einræðis- herrum sem -kenna sig við vinstri og hægri stefnu. ðinn svarti meiri- hluti þjóðarinnar í S-Afríku heldur áfram einbeittri baráttu sinni til að binda enda á aðskilnaðarstefnu stjómvalda. Bamaþrælkun heldur áfram. Sömuleiðis mismunun á vinnumarkaði eftir kynjum. Þróun- arlöndin em að sligast undan erlend- um skuldum .. . Alþjóðasamband frjálsra verkalýðs- félagakrefst annarrar framtíðar Alþjóðasamband fijálsra verka- lýðsfélaga krefst djarfrar langtíma- áætlunar í efnahags- og félagsmál- um sem verði til að breyta gagngert rkjandi ástandi í efnahags- og fé- lagsmálum, leggi forsendur ekki einungis fyrir framfömm og hag- vexti heldur einnig félagslegu rétt- læti: — Alþjóðasamband fijálsra verka- lýðsfélaga mótmælir tilraunum sumra ríkisstjóma til að draga í efa rétt verkalýðssamtaka og takmarka athafnafrelsi þeirra. Það minnir á að þar sem fijáls verkalýðshreyfing hefur tjáning- arfrelsi er hún ómissandi félags- legur þáttur og framlag hennar til efnahagslegra og félagslegra framfara er milljónum verka- manna lífsnauðsyn. — Alþjóðasamband fijálsra verka- lýðsfélaga telur nauðsynlegt að styfja og efla starf verkalýðs- hreyfíngarinnar í þágu friðar, öryggis og afvopnunar í heimin- um. Alþjóðleg verkalýðshreyfing telur að við verðum að einbeita okkur að almennri samræmdri afvopnun undir öflugu alþjóðlegu eftirliti sem tekur bæði til hef- bundindna vopna og kjamorku- vopna. Sambandið er fullvisst um mikilvægi þess að efla aðgerðir til að styrkja gagnkvæmt traust. Gagnkvæm viðurkenning á ráð- stöfunum til eftirlits á viðkom- andi stöðum er nauðsynlegur þáttur ef samkomulag á að nást, og verður að stuðla að því. — Alþjóðasamband fijálsra verka- lýðsfélaga lýsir yfír fullum *bg ótvíræðum gtuðningi við alla verkamenn og öll fijáls og lýð- ræðisleg samtök verkafólksí baráttu þeirra’við að veija rétt og frelsi vinnandi fólks og bar- áttu gegn hvers konar harðstjóm, hveijar hugsjónir sem sú harð- stjóm hefur á oddinum. Heimurinn er að breytast. Aukin þátttaka kvenna á vinnumarkaði, framfarir til jafnréttis og tækifæra fyrir vinnandi konur og full þátttaka þeirra í verkalýðshreyfíngunni, vandamál sem upp hafa komið vegna aukinna hlutastarfa, mikill fjöldi ungs fólks í leit að atvinnu, tilkoma nýrrar tækni, allt eru þetta verkefni sem verkalýðshreyfíngin verður nú að taka á. Alþjóðleg verkalýðshreyfíng er einörð í að leggja sitt af mörkum til að móta þetta þjóðfélag og stuðia að nýjum formum samstöðu. A næsta þingi Alþjóðasambands fijálsra verkalýðsfélaga sem haldið verður 14.—18. mars 1988 í Mel- boume í Astralíu munu fulltrúar aðildarfélaganna ákveða hvemig best verður bmgðist við þeim nýju breytingum sem nú fara í hönd hjá vinnandi fólki í heiminum. Alþjóðleg verkalýðshreyfíng og meðlimir hennar, Alþjóðasamband fijálsra verkalýðsfélaga, Alþjóðlegu sérsamböndin og aðildarsambönd em í dag, 1. maí, sameinuð ogtilbú- in til að: Mæta kröfum nútímans og stuðla að betri framtíð! Lifi al- þjóðleg samstaða verkalýðshreyf- ingarinnar! Lifi baráttudagur verkafólks! 1. maí ávarp Fulltrú- aráðs verkalýðsfé- laganna í Hafnarfirði og Starfsmannafé- lags Hafnarfjarðar Undangengið kjörtímabil hefur verkalýðshreyfingin háð harða bar- áttu við ríkisstjóm fijálshyggju og óheftrar markaðsstefnu. Sameinuð hafa samtök vinnuveit- enda og ríkisstjómin sýnt verkafólki hvert fjandskaparbragðið af öðm og tala þar verkin sínu máli: Bann við kjarasamningum, sem hafði í för með sér kjaraskerðingu upp á tugi prósenta, svokölluð fijáls vaxtastefna, sem í reynd er okur- vaxtastefna, og fijáls álagning á nauðsynjavöram. Þessar aðgerðir ásamt mörgum fleiri hafa stefnt heimilum launafólks í voða og hefur verkafólk neyðst til að vinna sífellt lengri vinnudag til að eiga fyrir lífsnauðsynjum. Verkalýðshreyfíngin brást við þessum aðgerðum með gífurlegri samstöðu og í febrúar í fyrra neyddu samtök launþega ríkisstjómina til samninga um gerbreytta stefnu í efnahagsmálum sem m.a. hafði í för með sér stórfellda lækkun verðbólgu til hagsbóta fyrir allt þjóðarbúið. Ekki tókst þó að fá þessa aðila til að láta af flandsamlegri stefnu sinni og tala kjarasamingar síðustu vikna ským máli, þar sem einstökum hóp- um launþega em færðar mun meiri launahækkanir en öðmm. Þetta er fyrst og fremst gert til að reka fleyg í raðir launamanna. Verkafólk má ekki nú falla í þá gryfju að sundrast með innbyrðis metingi og öfund, launþegar verða að standa saman um meginmarkmið sín í launa- og verð- lagsmálum og krefjast launajöfnuðar og aðhalds í verðlagsmálum. Þannig verður verkalýðshreyfíngin að krefjast leiðréttinga til þeirra sem minnst hafa borið úr býtum. Nýafstaðnar alþingiskosningar, þar sem landsmenn kváðu upp dauða- dóm yfír fijálshyggjustefnunni, gefa verkalýðshreyfíngunni betra svigrúm til aðgerða og það svigrúm verður að nýta til fullnustu, en þó af fyllstu ábyrgð. Þannig verða þeir aðilar er hyggj- ast taka að sér stjóm landsins að skilja ábyrgð sína, að stjórnun lands- ins verði einungis byggð á þeirri stefnu, sem mörkuð var af launþega- hreyfíngunni fyrir samningana í febrúar 1986. Verkalýðshreyfíngin mun fylgja þessari kröfu eftir af fullri festu og ljóst má vera að enginn friður verður í landinu, ef hagsmunir launþega verða fyrir borð bomir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.