Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 17. APRÍL 1988 LEIKKONAN „Ég ákvað mjög snemma ævinnar að verða fræg,“ segir söngkonan Cher sem undanfarin ár hefur getið sér gott orð sem leikkona. Nu er svo komið að hún, sem einu sinni var forsmáð fyrir frumlega framkomu og enn frumlegri klæðaburð, er orðin ein eftirsóttasta kvikmyndaleikkona vestur í Bandaríkjunum, jafnvel dáð. „En gallinn var bara sá að ég vissi ekki, hvernig ég átti að geta mér frægðar,“ heldur hún áfram. Og hún varð fræg — og nú er hún búin að vera svo lengi í sviðsljósinu, að nýja kynslóðin, jafnaldrar barna hennar, segja i fullri alvöru: „Cher? Ertu að tala um leikkonuna Cher? Kann hún að syngjá Konan sem er aldrei eins „Ég veit óttalega lítið um karl- menn. Því eldri sem ég verð því betur geri ég mér grein fyrir því hvað ég veit í raun og veru lítið um karlmenn." Því verður vart á móti mælt að Cher hefur tekist ætlunarverk sitt. Hún er að sönnu fræg, en mörg undanfarin ár hefur hún aðallega verið meira fræg af endemum og það var ekki fyrr en á allra síðustu árum að hún fór að njóta virðing- ar. Fékk meira að segja verðlaun fyrir kvikmyndaleik og náði hátind- inum 11. aprfl síðastliðinn þegar hún fékk Óskarinn fyrir aðalhlut- verk í kvikmyndinni „Moonstruck" sem þýðir „ástsjúk" en Bíóborgin kallar „Fullt tungl". Leikkonan sagði af því tilefni, að þessi verð- launaveiting þýddi ekki að hún væri eitthvað sérstök, en benti þó til þess að henni hefði miðað á leið. Margir halda því fram að Cher sé kleyfhugi. Kannski bara vegna þess að hún hefur alltaf gert það sem hana langar til að gera, hún hefur aldrei látið aðra ráða ferð. Enn aðrir hreinlega hata hana eða er mikið í nöp við hana. Ef til vili vegna þess hversu áberandi hún er búin að vera í þjóðlífinu síðustu tuttugu árin. En svo mikið er víst, að hún er aldrei eins á ytra borð- Cher komin á fimmtugsaldurinn. T.v. Sonny og Cher við sjónvarpsupptöku árið 1966. .Leikarar mega ekki halda að Óskarsverðlaunin séu æðsta takmark lífsins* Svo segir leikkonan Cher sem fékk Óskarinn um síðustu helgi fyrir leik sinn í „Moonstruck“ • inu, en undir niðri er alltaf sama viðkvæma, auðsæranlega stúlkusál- in, þótt hún sýni það ekki. Gamall vinur hennar sagði eitt sinn að Cher klæddi sig sérkennilega til að fela persónuleikann, til að fólk fengi síður á tilfinninguna að hún væri óörugg, hún vildi að fólkið teldi sig veraldarvanari en hún er í raun og veru. „Æska mín var ruglingsleg. Einn daginn var ég hamingjusöm, en sorgmædd þann næsta. Eg býst við að þess konar sálarlíf magni upp sál listamannsins. Það er að minnsta kosti dæmigert fyrir alvöru listamenn að stefna að einhveiju æ hærra í lífínu. Móðir mín var fá- tæk. Hun var aldrei hamingjusöm, alltaf að kynnast karlmönnum til þess eins að skilja við þá. Ég annað- ist yngri systur mínar. Það var mjög skemmtilegt. En ég áttaði mig ekki á því að við værum fátæk- ar fyrr en mörgum árum síðar, þegar ég fór að rifja upp æsku mína í ró og næði." Hún var ekki há í loftinu Þegar hún ætlaði sér að gerast leikkona. Það var stóri draumurinn í lífí henn- ar. Hún sá alltaf fyrir sér gömlu goðin, vissa leikara og leikkonur sem hún dáði, og dáir enn. En það voru mörg ljón í veginum. Hun hafði kynnst manni að nafni Sonny sem var tíu árum eldri en hún. Cher, sem heitir fullu nafni Cherilyn Sarkisian, var ekki nema sextán ára þegar hún kynnti Sonny fyrir móður sinni, sem spurði í sak- leysi sínu: „Hvaða maður er þetta?“ (Sonny var í leðurbuxum og klippti hárið eins og Prins Valíant.) Og Cher svaraði því til að þetta væri maðurinn sem hún ætlaði að giftast. Cher var svo ástfangin af Sonny, að hún hætti strax í skóla og fór að hanga fyrir utan aðalhljómverið í bænum, en þar vann Sonny ýmist sem sendill eða söngvari. Dag einn kom söngvari ekki á tilsettum tíma og upptökustjórinn bað þá Cher að hlaupa f skarðið. Cher sagðist ekki kunna að syngja, en upptökustjór- inn sagði að það gerði ekki til, hann þyrfti bara að taka upp smávegis hávaða. En hann fékk ekki hávað- ann sem hann bað um, heldur fal- lega söngrödd. Þannig varð til söngdúettinn „Sonny and Cher“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.