Morgunblaðið - 17.04.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 17.04.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 25 bragðs að kasta spóni yfir á vakar- barminn sem fjær okkur var. Draga hann varlega fram af og skaka svo hægt og rólega. Línan varð að vera sterk, því hún myndaði rétt hom á vakarbrúninni og sargaðist utan í við skakið. Með þessu móti fengum við stundum 3 til .4 góðar bleikjur. Þetta voru skrítnar veiðiferðir. Þama vom hegrar að spóka sig og þegar styggð kom að þeim, flugu þeir til og settust í hæstu grenitrén í miklum skógargarði sem þama er. Það var heldur „óíslensk" sjón sem þá blasti við. I bakgrunni snævi þakinn greniskógur með hegmm sitjandi á trjátoppum. I forgranni menn gangandi með veiðistangir hjá ísilögðu vatni og silungakippur dinglandi við hlið þeirra. Einu sinni varð einum vininum á að renna spóninum í ógáti niður um loftgat sem var ekki breiðara en svo að spónninn rétt smaug í gegn. 2 punda bleikja greip spóninn strax en náðist auðvitað ekki upp. Eftir rekistefnu vom tveir gerðir út í sum- arbústað þama rétt hjá að líta eftir einhverju verkfæri sem hægt væri að notfæra sér. Komu þeir eftir stutta leit með jámkarl sem þeir fúndu fyrir aftan hús. Frá því að bleikjan tók og þar til þeir höfðu höggvið gat á 40 til 50 sentimetra þykkan ísinn, og einn þeirra teygt höndina ofan í ískalt vatnið og grip- ið bleikjuna, liðu um 40 mínútur. Að dorga niður um vakir á ís er yfirleitt svöl skemmtun og ætti ekki að þurfa að brýna fyrir mönnum að búa sig vel frá toppi til táar. Erlend- is útbúa margir sér lítil tjöld eða meðfærilega skúra þar sem þeir sitja inni jrfir vök sinni, kynda með prímus og hita kakó eða kaffi um leið. Sýn- ist það vera skynsamlegt en þó minn- ist undirritaður þess að hafa einu sinni lesið um einn sem hélt út á ísinn í morgunsárið á afar fögmm degi. Hann hjó sér vök og hóf dorg- ið. Þetta var góð hola og hann var að draga físka upp á ísinn tii sín nokkuð reglulega fram eftir degi. Varð hann svo niðursokkinn að hann leit ekki upp úr iðju sinni utan til þess að hita sér kaffi á prímusi sem hann tendraði inni í skúmum sínum. Loks fannst honum að hann heyrði eitthvert hljóð sem minnti á gnauð í vindi. Er hann rak hausinn út úr dyranum, sá ekki út úr augum, kom- inn var blind-öskubylur og mátti vin- ur vor þakka fyrir að fínna bifreið sína í sortanum, enda langt til lands. En hvert eiga menn að fara? Ell- iðavatnið er að verða æ vinsælla og vaxandi fjöldi sækir í Svínadalsvötn- in upp af norðurströnd Hval^arðar, einkum Geitabergsvatnið sem er innst þeirra. Ögn lengra er sjálfur Borgarfjörðurinn og þar hafa löng- um verið gjöful og góð dorgmið neðst á stóránum, einkum þó og sér í íagi Norðurá. Björn heitinn Blöndal, bóndi og rithöfúndur í Borgarfírði, ritaði í bók sína „Norðurá — fegurst áa“, að mjög mikil sjógengin bleikja gengi neðst í Norðurá, Grímsá, Andakílsá og Langá og elstu sagnir sem hann hafi heyrt am dorgveiði á þessum slóðum séu frá árinu 1870. Þá veiddu menn með apparati sem kallað var trémaður. Það var stöng sem var með hreyfanlegum þverbita. Á öðmm enda þverbitans var dula, en á hinum héngu línan og öngull- inn, en stöngin var rekin ofan í ísinn. Þegar fiskur greip agnið, keyrði hann þann arm þverbitans niður og reisti þannig duluna á hinum armin- um. Vom duglegir dorgarar kannski með nokkur svona tæki og röltu á milli, eða hlupu e.t.v. ef takan var ör. Pleiri staði mætti auðvitað nefna, t.d. Mývatn sem er e.t.v. frægasta dorgveiðistöðin af þeim öllum og þar fer nú orðið fram landskeppni ár hvert þar sem farið er að bera á erlendum gestum, einkum þó frænd- um frá Noregi. Alls staðar gilda hin sömu lögmál um veiðiskapinn og vissulega er víðar hægt að veiða. Raunar sennilega í hvaða vatni sem er þar sem silungur er undir og vatn- ið leggur. Grh. veit að mörgum hrýs hugur við dorgveiði, telja það sport sem hæfi bara heljarmennum og hreystimönnum sem þola nístings- kulda klukkustundum saman. Sé búnaður í lagi ættu menn að geta stundað þetta án harmkvæla og kalinna táa og fingra. -gg- Skrifstofuhúsnæði 517 fm efri hæð við Smiðjuveg. Einn salur fullmál. Hent- ar fyrir félagasamtök. Laus strax. Verð 30.000 pr. fm. Garðyrkjubýli 1. ha. lögbýli við Aratungu í Biskupstungu. Nýtt 180 fm timburhús klætt með múrsteini. Ýmis skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu. Iðnaðarhúsnæði - Hf. 120 fm iðnhúsnæði við Drangahraun á einni hæð ásamt fullfrág. skrifstofu og kaffiaðstöðu. Tvennar stórar að- keyrsludyr. Laus strax. Lítil útb. Verð 4 millj. E1 Fasteignasalan 641500 | EIGNABORGsf. , ______) Hamraborg 12 - 200 Kópavogur J Sölum.: Jóhann Hátfdánars. Vilhjálmur Einarss. Jón Eiriksson hdl. Rúnar Mogensen hdl. ® 68-55-80 Dalsel - V. 5,2 millj. 120 fm mjög góð 4ra herb. íb. á 3. hæð. Þvottaherb. innaf eldh. Stæði í bílhýsi. Ákv. sala. Keilugrandi - V. 7,2 m. Glæsil. 140 fm íb. á tveimur hæðum. Vandaðar innrétt- ingar. Steinflísar og Ijós Álafoss-alullarteppi á gólfum. Stæði í bílhýsi. FASTEIGNASALAN FJÁRFESTING HF. Armúla 38. - 108 Rvk. - S: 68-55-80 ,===_ Lögfræðingar: Pétur Þór Sigurðsson hdl., ffj3 Jónína Bjartmarz hdl. * Víðb°torsæti f da&a ferðir Sl j .P* bÝður góð '&lega þjóDustu bestu sölarstri •Mundu aðn 11 mm 1 \ i 1 3T d : li\ ! U » LJ r L« »] ' $ pLL i ftÐALSTF Æ 1 ' 1 9 — R E Y K J A V í K _ S í fol 1 . 2 8 133 uVl ■ /■ / .Sir - -SpVpVfy-'tT,* - » ■ ^ Mm HuflHSKw - - 'x* i^fl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.