Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 58

Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 NIKI DE SAINT PHALLE Skapar leyndardóms- fullan garð á Italíu Sé lífíð spilamennska er okkur boðin þátttaka án þess að við þekkjum spilin. Þó verðum við að vera með, segir sérstæð listakona, Niki De Saint Phalle. Hún er að tala um Tarotgarðinn sinn svokall- aða í Toscana héraðinu á Ítalíu. Þar hefur hún í tíu ár unnið að gerð 22 geysistórra skúlptúra, en fyrirmyndimar sækir hún í Tarot- spil. Tarot táknin eiga rætur sínar að rekja til Fom-Egypta. Sagt er að egypskir prestar hafi bundið visku sína í 22 megintákn til að halda henni leyndri þegar kristin- dómur komst smám saman á í landinu. Tarot var og er sveipað Úr Tarotgarði Saint Phalle á ít- alíu. dulúð og af því heillaðist Niki De Saint Phalle. Hún leitaði lengi að hentugum stað til að skapa Tarotgarðinn á. Hún íhugaði Suður-Frakkland, Norður-Afríku, Sikiley, Ari- sona...Stað ijarri skarkala stórborg- ar, þar sem risabyggingar sjást hvergi, þar sem handverk er í há- vegum haft og þar sem vinnufriður gefst. Að lokum fann hún yfírgefna grjótnámu í suðurhluta Toscana, í eigu ítalsks blaðakóngs. Þar lét hún drauminn um garðinn dularfulla verða að veruleika. Enn vinnur Saint Phalle að gerð skúlptúra í garðinum og býr reyndar í einum þeirra. Listakonan fæddist í París árið 1930, en bjó í New York frá þriggja ára aldri til tvítugs. Þá flutti hún aftur til Parísar og hélt fyrstu mál- verkasýningu sína í Sviss 1956. Hún hefur verið óhrædd við að réyna nýja hluti í list sinni. Árið 1966 skapaði hún risakonu sem einfaldlega heitir „Hún“ í stærsta sýningarsal nútímalistasafnsins í Stokkhólmi. Saint Phalle vann ásamt éiginmanni sínum Jean Tinguely að „Paradís", þyrpingu skúlptúra fyrir heimssýninguna í Montreal. Ymis önnur verk hennar hafa vakið mikla athygli. Sumir kannast kannski við ilmvatn sem hún útbjó og ber nafn hennar. Verk listakonunnar eru á listasöfnum víðs vegar um heiminn og skera sig vissulega úr. Séð út um gluggann hjá Niki De Saint Phalle. Hún býr í Sfinxinum sem er einn skúlptúranna á Tarotgarði. Tvær táknmyndir úr Tarotspilum: Turninn og Sfinxinn, skúlptúrar eftir Saint Phalle. LUXEMBURG Islenskar konur í þriðjudagskaffi Niki De Saint Phalle er engum öðrum lík. Hún hefur unnið að gerð skúlptúra í gamalli gijót- námu í Toscana undanfarin ár. Hópur íslenskra kvenna hittist hvem þriðjudagsmorgun klukkan tíu í bakaríinu í Jungl- inster í Luxemborg. Þar spjalla þær saman í tvo tíma yfír morgun- kaffí og sumar fá sér jafnvei ijómakökur, þótt flestar láti sér nægja að horfa á öfundaraugum og maula eitthvað heilsusamlegra. í hópnum em helstu heimsvið- burðir ræddir en mest ber þó á íslenskum málefnum. Konumar em enda allar f góðu sambandi við heimahagana, því að í þorpinu Junglinster er Morgunblaðið til sölu hjá honum Kayser á hominu. - E.H. Ýmsar furðuverur dönsuðu af krafti áður en griman féll. SELFOSS Luku dans- náminumeð grímuballi Selfossi. Krakkarnir á Selfossi sem verið hafa í danskennslu hjá Nýja dansskólanum luku starfi vetrarins nýlega með skemmti- legu grímuballi og danssýningu. Á ballinu mátti sjá alls kyns búninga og ýmsar furðuverar. Krakkamir nutu þess augsýnilega að koma fram í búningunum sem margir vom gerðir af þeim sjálfum. Á eftir sýndu krakkamir dans við góðar undir- tektir áhorfenda, nfforeldra og annarra skyldmenna. Loks stigu allir viðstaddir dans. - Sig. Jóns. Búningar barn- anna voru af ýms- um gerðum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.