Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 VILD'EG VÆRIEKKIi Astæður óónægju geta verið marg- víslegar: hótelin ó byggingarstigi, seld þjónusta ekki til staðar þegar út er komið, barnadagskróna, sem lofað var í upphafi, vantaði, „gleymst" hafði að gera hreint í vistarverunum óður en nýju gestirnir komu, viðbrenndar matarleifar jafn- vel í ofninum svo ekki sé nú minnst ó ýmis bókunarvandamól, er upp kunna að koma. Þannig fréttist af íslenskri konu, sem pantaði sér helg- arferð til Glasgow í haust. Hún ætl- aðisérein út til þess að slappa verulega vel af. Því hafði hún pant- að eins manns herbergi ó hóteli í Glasgow og greiddi miðann óður en hún fór - svona til að hafa þetta allt klappað og klórt. „Kvöldið óður en ég fór út, frétti ég að móðir mín væri búin að fó farseðil í sömu ferð - og ekki nóg með það - heldur í sama hótelherbergi og ég,“ segir konan. „Þannig gótu móðir mín og viðkomandi stúlka ó skrifstof- unni ó eigin spýtur breytt bókun minni, fullgreiddri af minni hólfu og ón þess að mér gæfist tækifæri til að róða þar nokkru um. Það gefur augaleið að ég fékk ekki það, sem ég borgaði fyrir. Þessi ferð var mér ekki sú hvíld og ónægja er annars hefði getað orðið.“ Sextón kvörtunarmól komu til kasta kvörtunarnefndar Neytendasamtak- anna ó sl. óri, en nefndina skipa þrír löglærðír fulltrúar, fró Félagi ferðaskrifstofa, Neytendasamtökun- um og oddamaður fró samgöngu- róðuneytinu. Jafnframt eru þess dæmi að kvörtunarmól koma inn ó borð samtakanna sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Elfa Björk Benediktsdóttir, starfsmaður hjó Neytendasamtökunum, segir að bæt- ur vegna ferðalaga geti aðeins verið í formi peninga. Bæturnar gætu ekki verið í formi afslóttar af næstu ferð því það væri aðeins hefndar- gjöf. Viðkomandi aðili þyrfti að vaða dýpra ofan í pyngju sína til að nýta sér slíkar bætur. Hún segir að bæturséu matsatriði hverju sinni. „VIÐ HJÓNIN keyptum okkur ferð til Kýpur í fyrrasumar í því augnamiði að komast þaðan í þriggja daga ferð til Israels og Egyptalands sem boðið var upp á. Aður en við lögðum í’ann 8. júní var okkur sagt að haldið yrði af'stað í þriggja daga ferð- inaþann 12.júní ogkomið yrði aftur til Kýpurþann 15. júní. Við borguðum inn á þá ferð áður en haldið var af stað í sumarleyfið. En þegar komið var til Kýpur var engin ferð á áætlun til Israels og Egypta- lands á þessum tíma. Við báðum því fararstjórann um framleng- ingu á ferðina svo við gætum farið í siglinguna, en var synj- að.“ Ferdin, sem aldrei var farin Þannig segja hjónin Her- mann Ágústsson og Sól- veig Gunnlaugsdóttir frá, en þau eru búsett í Reykjavík. Þau komu heim til Islands þann 16. júní og skömmu síðar kærðu þau til kvörtunarnefndar Neyt- endasamtakanna, sem taldi rétt að úrskurða kæranda 15.000 krónur í bætur. Bæturnar hefur umrædd ferðaskrifstofa hinsveg- ar neitað að greiða á þeim for- sendum að hún sé aðeins umboðs- aðili þeirra fyrirtækja og einstakl- inga, sem hún skiptir við, og beri því ekki ábyrgð á vanefndum þeirra aðila. Ennfremur segir í bréfi ferðaskrifstofunnar: ,jFyrir- huguð ferð þeirra hjóna til Israels og Egyptalands var ekki á vegum ...ber skrifstofan ekki ábyrgð á breytingum á áætlun umrædds skips, niðurfellingu á ferðum þess né öðrum breytingum á áætlun þess til Israels eða Egyptalands ferðaskrifstofunnar, enda tók skrifstofan aðeins bókunargjald, krónur 500. Með tilvísan til 4. gr. í ferðaskil- málum Félags íslenskra ferða- skrifstofa ber skrifstofan ekki ábyrgð á breytingum á áætlun umrædds skips, niðurfellingu á ferðum þess né öðrum breytingum á áætlunum þess til ísraels eða Egyptalands. í 4. gr. segir: „Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á breytingum eða seinkunum, sem verða kunna á áætlunum farar- tækja sem notuð eru.““ Ennfremur segir: „Ferðaskrif- stofan harmar þau óþægindi, sem umræddir farþegar urðu fyrir vegna þess að ekkert varð úr fyr- irhugaðri ferð þeirra til ísraels og Egyptalands, en tekur jafnframt skýrt fram, að tildrög þess liggja utan ábyrgðasviðs skrifstofunnar, þar sem ekkert lá fyrir um niður- fellingu ofangreindrar ferðar, þegar hún var bókuð.“ Ekki lengi i fýlu eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur ÉG FER mjög sjaldan í pakka- ferðir ferðaskrifstofa og minar ferðir eru yfirleitt svona hrær- ingur af fríi og vinnu. Ferðirnar skipulegg ég orðið sjálf og negli það nauðsynlegasta niður áður. ÉgRynni mér hótelin fyrirfram — ekki gegnum auglýsingabækl- inga því þeim er oft tæpt að treysta heldur sæmilega pott- þéttar handbækur eða stóreflis katalóga þar sem flest er tíund- að. Fari ég á mjög framandi stað sem ég þekki hvorki haus né hala á reyni ég að tryggja mér veru á góðu hóteli að minnsta kosti fyrstu tvær næturnar, síðan- má fara á stúfana og athuga málið, finna ódýrari og oft skemmtilegri og persónulegri gististaði. Stundum hafa þessi hótel þó ekki alveg verið í samræmi við lýsingar, það stendur yfír viðgerð eða framkvæmdir með til- heyrandi gauragangi. Þar sem ég er ekki háð því að hafa greitt allt fyrirfram, er tiltölulega auðvelt að gera eitthvað í málinu. Sömuleiðis má rabba við verkamennina og semja um að þeir byrji annars stað- ar að smíða eða djöflast en við her- bergisdyrnar mínar fyrr en klukkan sjö að morgni. Ágætt að taka af þeim mynd í leiðinni, þá verða þeir svo glaðir. í heitum löndum sakar ekki vit- undar agnar ögn þó að eðlur séu í herberginu, þær éta moskítóflug- urnar svo að minni líkur eru á að ég verði bitin. Kakkalakkar á sal- ernum eru ekki til skrauts en ég ræðst gegn þeim stærstu og læt hina eiga sig. Ef matur er vondur þá læt ég vera að borða hann, æsi mig ekki við þjóninn heldur tala við kokkinn eða annan yfirmann. Það margborgar sig. Mín ferðalög eru auðvitað ekki alltaf eins og ijómi og smjör og ég er ekki það snöfurkvendi að hafa ráð undir rifi hveiju. Ég hef setið upp á hótelherbergi og hugsað að ég hefði ekki átt að koma á þennan tiltekna stað. En aldrei lengi og svo reyni ég að gera eitthvað í málinu. Fer út að ganga , skrafa við stelp- urnar sem taka til eða skoða síma- skrána til að athuga hvort ég geti ekki hringt í einhvern á staðnum. Fer á bar og gef mig á tal við þjón eða gesti. Spýr ráða. Þá vilja aliir •gera allt fyrir mann. Ég hef lent í því að vera slegin niður í útlöndum, einu sinni ætlaði lögregla í arabalandi að handtaka mig, farangur hefur týnst, sími hefur verið hleraður þegar ég var að senda eitthvert efni heim, myndavélar farið í sjóinn eða verið stolið, ég hef fótbrotnað í götuóeirð- um af því ég var að fylgjast með og gáði ekki að mér, á síðasta vori lenti ég í smábílslysi lengst inni í Afríku ög sjálfsagt eitthvað fleira. Það er aldeilis ekki svo að skilja að ég haldi alltaf stillingu minni og brosi Pollýönnulega þegar eitthvað hefur bjátað á, ég hef auðvitað æpt og rifið hár mitt eða farið að skæla, ýmist fyrir framan aðra eða í ein- rúmi. Öll óhöpp eru fremur óskemmtileg rétt á meðan en þau eru líka reynsla sem oft má græða eitthvað á og langoftast skemmta sér yfir eftir að allt hefur farið vel. Sjö níu þrettán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.