Morgunblaðið - 11.03.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.03.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 C 13 .. ■■■■ y r, ■ ■>x % ,. lÍWliSfiM'ém ÍÍÉÍSÍ M æææ <$£ . \ j HH MM W'5, *>.4 .?w, #f ■ m - nirt ill í Mongólíu og í Austur-Evrópu. Mongólskir fjölmiðlar sögðu frá mótmælunum og þrír lýðræðis- sinnar tóku þátt í kappræðum í sjónvarpi. Helzti leiðtogi lýðræðisfélagsins var 27 ára gamalt doktorsefni, Zor- ig Sanjasuren, sem er nýkominn frá námi í „kenningu vísindalegs kommúnisma" í ríkisháskólanumí Moskvu.„Þjóð okkar er vöknuð,“ sagði hann í janúar. „Við erum ekki lengur haldnir ástæðulausum ótta.“ Aðrir helztu ieiðtogar hreyf- ingarinnar eru um þrítugt og nokkr- ir þeirra eru blaðamenn. Hreyfíngin kveðst hafa 70.000 stuðningsmenn og fiestir þeirra eru 35 ára eða yngri eins og 70% þjóðarinnar. Fé- lagar í kommú'nistaflokknum eru 90.000. mn. Fögnuður á stofnfundi lýðræðisflokksins: Fyrsti stjórnarandstöðuflokkur Kaifu forsætisráðherra fagn- ar forsætisráðherra Mong- ólíu í Tokyo: Japanskar ijárfest- ingar. „Stalín Mongólíu": Líkneski af Choibalsan. Aukin samvinna við erlend ríki: Forsætisráðherra Mongólíu kynnir sér japanska sjónvarps- myndatökuvél. armenn væru hlynntir „róttækum breytingum í þjóðfélaginu“. En kvartað hefur verið yfir því innan flokksins að framfarir í landinu hafi verið of hægfara. Mongólski flokkurinn þykir hafa verið of seinn að hagnýta sér aukið svigrúm, sem hann hefur fengið til að koma á breytingum vegna þess að hug- myndafræði kommúnista er dauð og Rússar og Kínveijar hafa sætzt. Lýðræðishreyfíng Menntamenn og námsmenn komu lýðræðishreyfingunni á fót í desember vegna frétta, sem bárust af atburðunum í Austur-Evrópu. Margir verkamenn hafa stutt hreyf- inguna, sem hét Mongólska lýðræð- isfélagið áður en henni var breytt í stjórnmálaflokk. Mongólsk blöð sögðu frá ástandinu í Austur- Evrópu, sovézka sjónvarpið sýndi myndir og margir Mongólíumenn hlusta á BBC og Voice of America. Lýðræðisfélagið hélt tvo útifundi í Ulan Bator í desember með leyfi yfirvalda. Fundarmenn báru borða, sem á stóð: „Lýðræði er markmið okkar!" og „Samstaða með mann- réttindum!" Forsprakkar hreyfing- arinnar hétu því að vinna „innan kerfisins” og því var ekki búizt við eins mikilli ókyrrð og hafði orðið í Austur-Evrópu. Auk þess er fjand- skapur í garð Rússa ekki eins mik- Mótmæli í Ulan Bator: Fijálslegra andrúmsloft. A fundum sínum lagði hreyfingin áherzlu á kröfur um afnám alræðis og valdaeinokunar kommúnista, kosningar og flölflokkakerfi. Hún krafðist þess einnig að kommún- istaflokkurinn hætti að skipta sér af stjórn ríkisins, kúgun fortíðarinn- ar yrði rannsökuð, mikilvæg mál yrðu borin undir þjóðaratkvæði og embættismenn yrðu sviptir forrétt- indum. „Mongólar! Á bak!“ Um 5.000 manns mættu á þriðja útifund lýðræðisfélagsins Tí jan- úar. í fyrsta skipti voru leiðtogar stjórnarinnar gagnrýndir með nafni og þess krafizt að Tsédenbel yrði leiddur fyrir rétt, en valdi var ekki beitt gegn mannfjöldanum. Spurt var hvers vegna Stalín væri enn heiðraður í Mongólíu, þótt honum hefði verið hafnað í flestum öðrum kommúnistaríkjum. Einn fundar- manna hélt á borða, sem á stóð: „Mongólskir bræður og systur! Á bak!“ Eftir fundinn ræddu fulltrúar kommúnistaflokksins við leiðtoga lýðræðisfélagsins, bersýnilega til að koma í veg fyrir árekstra. Hún virð- ist ekki hafa búizt við því að at- burðarásin yrði eins hröð og raun bar vitni. Flokksmálgagnið Unen gagnrýndi mótmælaaðgerðir stjórn- arandstæðinga og þegar þeir boð- uðu nýjan fund varaði blaðið þá við því að knýja of fast á um breyting- ar og bað þá að „staldra við“ áður en þeir héldu baráttunni áfram. Nýr fundur var bannaður og hugmyndafræðingurinn D. Tsahilz- han sakaði stjórnarandstæðinga um að fara eftir vestrænum og austur- evrópskum hugmyndum þegar hann sagði frá banninu í sjónvarpi. Herinn reif hins vegar niður minnis- merki af Stalín við herbúðir í Ulan Bator „til að koma til móts við kröf- ur íbúanna”. Valdamikill kommún- Batmunkh: Heldur hann völd- unum? um að Mongólíumenn fái að njóta beztu kjara í viðskiptum við Jap- ana. Japönum stendur til boða að nýta málma í Mongólíu, m.a. kop- ar, zink og mólýbdenít (til að herða stál), og þeir hyggjast reisa þar stálver og sjónvarpsverksmiðju. Mongólíumenn kynna sér einnig einkaframtak um þessar mundir. Sænskur gimsteinafræðingur hefur verið beðinn að rannsaka hvort demanta sé að finna í landinu, ullar- verksmiðja hefur tekið upp sam- vinnu við Japana, kannaðir hafa verið möguleikar á því að Mac- Donald-keðjan opni skyndibitastaði í Ulan Bator og rætt hefur verið við oiíufélagið BP um olíuleit. Kommúnistamálgagnið Unen kallaði árið 1989 ár „leitar að rót- tækum leiðum til að breyta innra lífi flokksins". Eftir miðstjórnar- fund seint á árinu var sagt að fund- isti sagði að ekki yrði gripið til kúgunaraðgerða eins og á Torgi hins himneska friðar í Peking í fyrra, en leiðtogar Lýðræðisfélags- ins kváðust hafa fengið símhótanir og sögðu að hugmyndir þeirra væru rangfærðar í fjöliniðlum. Þrátt fyrir bann stjórnarinnar og 20 stiga frost mættu 6.000 manns á enn einn útifund í Ulan Bator 21. janúar til að lýsa yfir stuðningi við lýðræðisfélagið. Krafizt var mann- réttinda og fleiri tilslakana og hvatt til þess að vinnuvikan yrði fimm dagar í stað sex, að forréttindi embættismanna yrðu afnumin og velmegun tryggð. Tónninn var ekki eins herskár og á fundinum viku áður og Batmunkh var ekki gagn- rýndur beinlínis, en veitzt að lágt- settum embættismönnum. Fundur- inn fór friðsamlega fram og ekki var reynt að leysa hann upp þrátt fyrir bannið. Fríðindi afíiumin Eftir útifundinn ákvað stjórnar-- nefnd kommúnistaflokksins að sér-- stök fríðindi ráðamanna skyldu af- numin. Þeir fá því t.d. ekki að nota opinberar bifreiðar og verzlun og heilsugæzlustöð, sem þeir einir hafa haft aðgang að, verður lokað. Jafn- framt ákvað stjórnin að leyfa stofn- un Mongólska lýðræðisflokksins. Þótt flokkurinn krefðist þess á stofnfundinum að 200 forystumenn flokksins, þar á meðal miðstjórnin, segðu af sér og helztu leiðtogarnir yrðu leiddir fyrir rétt sendi Bat- munkh fundinum skeyti, sem jafng- ilti raunverulegri viðurkenningu á flokknum. í stefnuyfirlýsingu var hvatt til þess að komið yrði á fjöl- flokkakerfi til að ijúfa valdaeinokun kommúnista, með öðrum orðum að fijálsar kosningar yrðu leyfðar, að frjálsara markaðskerfi yrði tekið upp, dregið yrði úr skriffinnsku, erlend lán yrðu greidd, mannrétt- indi og trúfrelsi yrðu virt og eignar- réttur á búpeningi tryggður. Þess var einnig krafízt að lokað yrði gullnámu, sem erlend ríki hefðu haft að féþúfu. „Lengi lifi Mongólski lýðræðis- flokkurinn,“ hrópaði Dogmidyn Sosorbaram, einn af leiðtogum flokksins, við mikinn fögnuð. „Lengi lifi réttlát og mannleg Mongólía." „Lýðræðisleg bylting“ Gongoijawin Boshigt, annar for- ystumaður flokksins, sagði á blaða- mannafundi að flokkurinn hefði farið fram á að kosningar með þátt- töku margra flokka yrðu haldnar fyrir mitt þetta ár, en kvað svar ekki hafa borizt. „Nýi flokkurinn ætlar að bjóða fram gegn stuðn- ingsmönnum núverandi stjórnar," sagði hann. Yfii-völd hafa gefið til kynna að stjórnarskránni verði breytt á þessu ári til að leyfa starf- semi andstöðuflokka. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hafa verið fyrirhugaðar í júní og þingkosning- ar á næsta ári. Bosight skoraði á ríkisstjórnina að taka á sig ábyrgðina á „efna- hagslegri, pólitískri og andiegri kreppu“ og segja af sér. „Þetta er bylting án blóðsúthellingar," sagði hann. „Þetta er lýðræðisleg bylting gegn kúgun kommúnista.” Þótt talið sé að lýðræðissinnar kunni að fara með sigur af hólmi í kosningum telja sérfræðingar að þeir liggi að sumu leyti vel við höggi. Sumir efast um að flokkur þeirra geti staðið við loforð sín um aukna hagsæld, einkum vegna þess að hann hafi ekki enn mótað stefnu í efnahagsmálum. Leiðtogar flokksins hafa heitið að hækka meðallaun úr um 7.000 í um 24.000 kr. á mánuði, lækka skatta og hækka tryggingabætur. Um leið á að hætta lántökum í Sovétríkjunum og öðrum löndum og dæmið virðist ekki ganga upp. „Stjórnin stendur fyrír svo örum breytingum að svo getur farið að erfitt verði að finna mun á stefnu nýja flokksins og stjórnarinnar," sagði mongólskur bankastarfsmað- ur nýlega. Stjórnin leggur áherzlu á reynsluleysi leiðtoga lýðræðis- | hreyfíngarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.