Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 FRÉITAHAUKAR ÁBAK II W) TJOLDES EKKIVAR ALLT SEM SYNDISTIFJOLMIÐLAHASARNUM A LEIDTOGAFUNDINUMIREYKJAVIK Greinarhöfundur með „fréttastjörnunni“ Dan Rather. eftir Róbert Bermon AÐ VINNA sem vikapilt- ur fyrir ameríska sjón- varpsstöð, eða taka gervi- viðtal við utanríkisráð- herra íslands fyrir fram- an sjónvarpsvélar CBS- fréttastofunnar hafði aldrei verið hluti af framt- íðaráformum mínum. Eg var jú enskukennari og þokkalega ánægður í míiiu starfi. Það er ekki fyrr en nú, rúmum þrem- ur árum síðar, þegar ég róta í gegn um gamlar myndir og pappíra, að ég geri mér grein fyrir hve Reykjavík varð kynlegur staður haustið 1986, á meðan á leiðtogafundi þeirra Reagans og Gor- batsjovs stóð. Leiðtogafundurinn, og þau þúsund erlendra gesta sem flykktust til Reykjavíkur í tengslum við hann, hafði greini- lega mikil áhrif á okkur íbúana. Krakkar kom- ust í hátíðaskap, ýmist vegna þess að kennsla féll niður — skólanum þeirra var skyndilega breytt í fréttastöð — eða sökum þess að þeir fengu að gista hjá afa og ömmu, eftir að fégráðug- ir íoreldrar þeirra leigðu forríkum ' Jenskutn blaðamönnum, rúm barn- anna. Stjórnmálamenn lauguðu sig í ljóma „erlendrar athygli" (sam- kvæmt fyrirsögnum dagblaðanna) og héldu sig endurfædda í himnaríki stjórnmálamannsins. Leigubílstjórar í Reykjavík hlökkuðu yfír himinháum greiðslum sem þeir þáðu fyrir það eitt að bíða á hinum ýmsu stöðum víðsvegar um borgina. Ymis þjón- ustufyrirtæki upplifðu viðskiptaauk- ingu sem þau hafði aðeins dreymt um áður. Eftirspum eftir þjónustu símvirkja og verslun og viðskipti raf- tækjaverslana jukust (svo nokkur dæmi séu nefnd), sérstaklega þeirra sem seldu rafleiðslur eða leigðu út ljósritunarvélar, einmitt á þeim tíma sem von var á venjulegri lægð. Jafn- vel venjulegt fólk, eins og ég sjálfur, sem vildi svo til að talaði ensku, kaus fremur að selja þjónustu sína hæstbjóðanda en að sinna því sem því var greidd laun fyrir. I stuttu máli: við vorum þjóð í gróðahug. Gamanið hófst hjá mér vikuna áður en fundurinn hófst þegar ég hafði samband við milligöngnmann CBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Reykjavík, Vilhjálm Knudsen. Hann boðaði mig í snatri niður á Félags- stofnun stúdenta, sem þá var í ham- skiptum og verið var að breyta í fréttamiðstöð CBS, ef ég kærði mig um að vinna fyrir þá. Mér reiknaðist til að tækifæri til að starfa fyrir heimsfræga sjónvarpsstöð í tengslum við friðarviðræður stórveldanna væru ekki á hverju strái, svo ég sló til. Verkefni mín voru svo sannarlega fjölbreytileg, allt frá því -að skutlast á bílaleigubíl í leit að flóðljósum; sendast með pakka á milli hinna ýmsu CBS-búða; skjótast með sjón- varpsmenn í útsýnisferðir um Reykjavík; til þess að taka viðtal við utanríkisráðherra landsins. Tvær síðast töldu sendiferðirnar urðu viðburðaríkastar. Ekkert frétt- næmt var að gerast á Stór- Reykjavíkursvæðinu svo að í raun var ekki margt spennandi sem hægt var að sýna sjónvarpsfólki, sem að öllu jöfnu er þrautþjálfað í að snapa upp æsifréttir. Við skoðuðum (óvakt- aðan!) forsetabústaðinn; útisund- laugarnar (það var kominn október og orðið kalt); „róló“ (þar sem börn- in léku sér í 'þjóðbúningi íslenskra barna, regngallanum); listasöfn og minjagripaverslanir. Skemmtilegasta uppákoman var án efa þegar ég tjáði einum af mörgum hestamönnum borgarinnar áhuga gestanna á að festa nokkra af hestum hans á fílmu, til yndis fréttaáhorfendum 1 Banda- ríkjunum. Maðurinn varð svo gagn- tekinn af hugmyndinni að innan fá- einna mínúti hafði hann skipulagt ungt og myndrænt par til útreiðar í nærliggjandi hrauni. Sjálfur hljóp hann í humátt á eftir þeim og stjórn- aði reiðmönnum, jafnt sem reiðskjót- um og sjónvarpstökumönnunum, með tilheyrandi köllum og hama- gangi. Þeim sjónvarpsmönnum þótti mikið tilkoma um áhuga mannsins og veltu fyrir sér hvort hann ætti ekki með réttu heima í skemmtana- bransanum. En hvort hér var um fréttaefni að ræða var á hinn bóginn efamál; menn voru því sammála að obbinn af því sem þeir höfðu myndað á meðan þeir biðu eftir að sjálfar viðræðurnar hæfust væri ófréttnæmt efni. „Hér er bara engar fréttir að hafa,“ kveinuðu þeir. Eg hef oft velt fyrir mér hve mikið af „rninni" filmu komst í útsendingu hjá CBS-sjón- varpsstöðinni í henni Ameríku. Líklega harla lítið. CBS náði fljótlega forystu á meðal samkeppnisaðila sinna — ABC, NBC og CNN sjónvarpstöðvanna — í að viða að sér bestu aðstöðuna fyrir útsendingar. Sem dæmi má nefna, að áður en aðrir komust að hafði stöðin undirritað samning við heppi- lega staðsett sjúkrahús borgarinnar, þar sem útsendingartæki voru sett upp í fundarsal lækna, á efstu hæð hússins. Þaðan var hægt að senda út óþindrað yfir til Félagsstofnunar stúdenta og allra aðalstöðva leið- togafundarins: Höfða, þar sem leið- togamir hittust, Hótels Loftleiða, þar sem flestir blaðamannafundirnir áttu sér stað og Keflavíkurflugvallar, þar sem þjóðhöfðingjarnir stigu á land, héldu ræður og þaðan sem þeir yfir- gáfu landið. Ræðurnar í upphafi og við lok viðræðnanna voru í raun það eina fréttnæma sem bar á góma, ef ekki eru meðtaldar skoðanaferðir Raisu eða brölt leiðtoganna inn og út úr bifreiðum. Eitt skiptið var ég fylgdarmaður fjárhaldsmanns CBS, sem átti erindi í skrifstofubyggingu eina, næst Höfða, þar sem vöðull 100 dala seðla var látinn í skiptum fyrir einkarétt á nokkrum bílastæðum, þar sem hugsanlega væri hægt að koma fyrir sjónvarpsvélum, með útsýni yfir fundarstaðinn. Sá staður var þó aldr- ei notaður sökum þess að blaða- mannastúkur, sem slegið var upp á lóð Höfða, skyggðu á útsýnið. En fjárhaldsmaðurinn var raunsær. Greiðslan, sagði hann, var innt af hendi í öryggisskyni; í fyrsta lagi til að tryggja staðinn ef ske kynni að hann kæmi að notum, og í öðru lagi til að bægja öðrum sjónvarpsstöðvum frá. Sama máli gegndi um gistirými: heilu hótelhæðirnar voru bókaðar, ef ske jíynni að á þeim þyi-fti að halda. Eg spurði fjárhaldsmanninn, þennan hokna stórreykingamann, hve mikið þetta kæmi allt til með að kosta. „Við eyðum auðveldlega rúmri milljón hér í Reykjavík," svar- aði hann. Eftir því sem nær dró lokum fund- arins, efldist darrðardansinn í Félag- smiðstöðinni. Daglega dreif að fleiri og fleiri Ameríkana frá Bandaríkjun- um og Evrópu. Þeir voru fréttaritar- ar, fréttaþulir og mismikilvægir frét- taútsendinga- eða upptökustjórar, myndatökumenn, tæknimenn og Guð má vita hvað. Þeir æddu um með yfirlæti, töluðu linnulaust í hin sífjölgandi símtæki, og ræddu saman í æstum rómi, Dag hvern var komið fyrir fleiri tækjum í salnum (sem síðar var gerður að fréttastofu), í borðtennisherberginu (stjórnklefan- um) og á skrifstofunum á efri hæð (hjá handritahöfundum). Síðustu dagana var reistur útsendingasalur úr gleri á þaki Félagsstofnunarinnar, sem gaf myndavélum CBS hringsjá af miðbæ Reykjavíkur, og gríðarstór- um disklaga sjónvarpssendi var svo ekið inn á lóðina fyrir utan, sem senda myndi efni beint _ um gervi- tungl til Bandaríkjanna. Útsýnið yfir „Reykjavík — að kvöldi til“ þótti ekki uppfylla myndrænar kröfur svo -v flóðljósum var komið fyrir, þannig ' að nærliggjandi hús voru uppljómuð á meðan á fréttaútsendingu stóð. Hér var ekki til neins sparað. í matsölu stúdenta voru bornar fram konunglegar máltíðir, aðkeyptar frá veitingasal í borginni og framreiddar af matreiðslumeistara. Hér mátti raða í sig kræsingum eins og hvern lysti, viðkomanda að kostnaðarlausu. A þriðja tug símtækja hafði verið komið fyrir á fréttastofunni einni, þegar allt er tajið, hvert með sínu númerinu. Ekki voru öll símtölin við- skiptalegs eðlis; Ameríkánarnir hringdu heim, stundum nokkrum sinnum á dag, og voru íslendingarn- ir engir eftirbátar þeirra í þeim efn- um. Þeir einhæfðu sig ekki við stuttlínusamtöl frekar en samheijar þeirra, þeir útlendu. Ég man, að einn daginn sem Reagan og Gorbatsjov funduðu á Höfða, var ég látinn gæta tveggja síma sem voru í beinu sam- bandi við CBS í New York, — ef ske kynni að hafa þyrfti tafarlaust sam- band við aðalstöðvarnar. Þennan klukkutíma var aðeins annar þeirra notaður (einu sinni), þó svo að símarnir allt í kring um mig, ásamt faxvélinni, væru_ í stöðugu sambandi við New York. (í þessu andrúmslofti allsnægta skyldi engan undra, þó að bæði símar og önnur tæki hyrfu ein- faldlega á braut í lok viðræðnanna, með Islendingunum sem sennilega héldu að þeirra yrði aldrei saknað.) En áfergjunnar varð ekki aðeins vart hjá okkur sem unnum hjá CBS; allir þeir sem vettlingi gátu valdið virtust reyna að hagnast annaðhvort fjárhagslega eða persónulega (s.s. með því að komast á sjónvarpsskermi í Bandaríkjunum). Furðulegasta uppákoman á þessum sjö daga starfsferli mínum var þegar ég mætti á fréttastofuna einn morguninn með bindi um hálsinn. Ted Savaglio, fréttastofustjóri, hóaði í mig og kall- aði: „Hei, þú þarna, þú lítur út eins og fréttamaður! Ég vil að þú takir viðtal við utanríkisráðherra Islahds." Hann tók að handlanga til mín hluti og bauna á mig upplýsingum. „Hér er talstöð . .. og rissblokk ... hafðu samband við George Glazer í utanrík- isráðuneytinu ...“ Ég gerði ráð fyrir að Glazer væri starfsmaður CBS og velti því fyrir mér hvers vegna hann gæti ekki tekið viðtalið við ráðher- rann sjálfur, en gafst ekki tóm til að spyrja. Savaglio hélt áfram, „ ... þig vantar spurningar ...“, og hófst handa við að skrifa í gríð og erg í rissblokkina mína: „Herra ráðherra, hvað heldur þú að landsmönnum finnist um leiðtogafundinn?" o.s.frv. Hann sagði, að ég mætti bæta við mínum eigin spurningum. Ég brunaði af stað niður í utanrík- isráðuneytið í einum af CBS-leigubíI- unum og fannst ég vera orðinn held- ur mikilvægur. Mjög taugaóstyrkur George Glazer tók á móti mér og hálf ýtti mér inn til þáverandi ut- anríkisráðherra, Matthíasar Mathies- en, sem virtist enn óhægara en mér. Hann hafði auðheyrilega aldrei „brill- erað“ í ensku í skóla. Við settumst við kaffidrykkju, og reyndum að halda uppi samræðum á meðan beð- ið var eftir að CBS-upptökuhópurinn léti sjá sig. Utanríkisráðherrann upp- lýsti mig um að leiðtogafundurinn í Reykjavík væri árangur áhrifaríks og ógleymanlegs málflutnings hans í Sameinuðu þjóðunum 22. septem- ber (sem ég man ekki eftir að hafa heyrt getið). Ekkert bólaði á upp- tökumönnunum, og við urðum ásátt- ir um að hefja viðtalið án þeirra. í ljós kom að George þessi Glazer var ráðgjafi sem fenginn hafði verið frá Bandaríkjunum til aðstoðar ráðu- neytinu. Hann og tveir innlendir ráð- gjafar „aðstoðuðu" ráðherrann með því að skýra stefnuyfirlýsingar hans, sérstaklega varðandi vinarþel Islands í garð ísraels. (íslensku dagblöðin, í leit að betri fréttum, höfðu búið til æsifréttir úr þeirri staðreynd að mannréttindahópi hafði verið snúið til baka á Keflavíkurflugvelli og að einhverra hluta vegna hlyti þessi við-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.