Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 29

Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 C 29 Óheillaþróun Til Velvakanda. Veiðimaður skrifar í Velvákanda um ijúpnaveiðar þann 1. marz. Eg get ekki annað en verið hjartan- lega sammála honum. Sjálfur geng ég til ijúpna á hveiju hausti og það er mikið bull að ijúpan drepist sam- stundis eða um leið og hún er skot- in. Ævinlega þarf að snúa þær úr hálslið eða aflífa með öðrum hætti. Hvað varðar veiðiaðferðir Húsvík- inga þá er rétt að minna á lög 33/1966 um fuglaveiðar og fugla- friðun, gr. 21. Þar stendur svo ekki verður um villst að bannað sé að nota vélknúin farartæki til fuglaveiða eða til að elta uppi eða reka fugla. Önnur málsgrein sömu lagagreinar tekur fram að óheimilt sé að veiða fugla á sjó úr bát sem gengur hraðar en 9 mílur á klst. Þessi lög eru þverbrotin um allt land, ekki bara á Húsavík eða í Þin- geyjarsýslum, og það ætti að vera kappsmál sérhvers veiðimanns með einhvern snefil af sjálfsvirðingu að kæra öll atvik sem brjóta í bága við þessi lög eða önnur lög um fuglaveið- ar og fuglafriðun. Hvað varðar tak- mark á ijölda þeirra fugla sem hver veiðimaður má veiða sýnist mér að innan fárra ára verði íslendingar í sömu sporum og Bandaríkjamenn eru í dag. Þar í landi gilda strangar reglur um hversu marga fugla hver má veiða („bag limit") og sömuleiðis hvar veiðar eru heimilar. Þessi þróun er vatn á myllu landeigenda sem selja aðgang að löndum sem þeir rækta upp sem sérstakar veiðilendur og leigja svo veiðimönnum aðgang að fyrir háar fjárhæðir, líkt og lax- veiðibændur gera hér á landi. Ef íslenskir skotveiðimenn vilja bægja þessari óheillaþróun frá verða þeir að sameinast um að fylgja sett- um reglum og sameinast um að út- rýma versta varginum í hverri fugla- byggð sem er veiðimaður án sjálfs- stjórnar, sá sem veiðir til að græða á því. Skotveiðimaður s Sigurbjörg Jóhannsdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri. Blóðbankinn tók til starfa á árinu 1956 og er rekinn sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum um starfsemi slíkra stofnana. Hann hefur hins vegar þá sérstöðu, að hann er einn um að þjóna öllu landinu og ræður yfir meiri og betri upplýsingum um blóðgjafa en algengt er erlendis. Fyrir daga Blóðbankans voru sjúklingar eða aðstandendur þeirra stundum beðnir að útvega blóðgjafa þegar á þurfti að halda og þá var einnig greitt fyrir blóðið eins og tíðkast víða erlendis. „Þá var skammturinn metinn á 150 kr. en það samsvaraði flösku af öðrum og göróttari miði eða þrennum sokkabuxum,“ sagði Sig- urbjörg. Nú er öldin önnur og allt bygg- ist upp á því, að fólk sýni þegn- skap og leggi sitt af mörkunum til að íslenska heilbrigðiskerfið geti veitt þá þjónustu, sem af því er ætlast. Þess vegna þarf alltaf á nýjum blóðgjöfum að halda og eins og segir í bæklingi, sem Blóð- gjafafélag íslands og Rauði kross- inn hafa gefið út, þá geta flestir á aldrinum 18-60 orðið blóðgjafar séu þeir hraustir og þurfi ekki að taka nein lyf að staðaldri. Áður fyrr voru karlmenn í miklum meiri- hluta meðal blóðgjafa en nú verð- ur það æ algengara, að konurnar fylli þennan fríða flokk. jafnaðar svo að ávallt séu nægar birgðir fyrirliggjandi. Á skrá hjá Blóðbankanum eru nú um 17.000 manns og koma sumir reglulega ótilkvaddir en í aðra er hringt þegar mikið liggur við. „Hér bera menn sig undantekn- ingarlítið vel og láta nálina ekki hræða sig þótt þeir séu að koma í fyrsta sinn,“ segir Sigurbjörg, „en þeir eru kannski dálítið spenntir eins og kemur fram í því, að blóðþrýstingurinn mælist stundum dálítið hærri en þegar þeir koma í annað sinn.“ Viðmót starfsfólksins í Blóð- bankanum er heldur ekki til að fæla frá. Þar er yfir öllu einhver skemmtilegur heimilisbragur og að lokinni blóðgjöf gæða menn sér á kaffi og kökum og spjalla saman um heima og geima við starfs- fólkið og aðra blóðgjafa. Skilnaður leysir ekki vandann Til Velvakanda. Hjónaskilnaðir eru oftast ekki leiðin út úr vandanum. Heldur er hér um að ræða einn einstakling eða báða sem velja skilnaðinn í stað þess að trúa staðfastlega á að með ástinni og kærleikanum megi yfirstíga öll vandamál, stór og smá. Það er sorglegt að heyra og sjá að hjónaskilnuðum fari ijölgandi ár hvert. Og gleymdum ekki elsku litlu börnunum og hvað þau þurfa að þola, að sjá af pabba eða mömmu í tíma og ótíma. Eiga þau ekki viss- an rétt á því að mega alast upp í því hjónabandi sem þau urðu til í eða sem varð síðar meir til? Mig langar til að skrifa hér nokkur at- riði úr kaflanum „Ást og hjóna- band“, sem er í bókinni „Vegurinn, sannleikurinn og lífið“ eftir Ferdin- hafi leyft að gefa „skilnaðarbréf1, sagði hann: Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móses yður að skilja við konur yðar, en frá upp- hafi var þetta eigi þannig. (Matt. 19.8). Hjónaskilnaður byggist því á „harðúð hjartna“ mannanna og er andstæður áformi Guðs varðandi kærleika þeirra. Það er andstætt vilja Guðs að slíta hjónabandi og rætur þeirrar breytni má rekja til þröngsýni og sektar mannsins. En Kristi liggur ríkast á hjarta að mannleg ást sé varanleg og víðtæk. Guð vill að ást okkar sé mikil og staðföst, einnig þótt erfiðleikar steðji að, lík þeirri ást sem hann ber í bijósti til okkar (sjá Jóh. 3,16; 15,13).“ Minnst er á að um undantekning- A ar geti verið að ræða og skilgrein- ingar á því. „Hljóta ekki allar und- antekningar yfirleitt að veikja hjónabandið? Veldur ekki skilnaður- inn meiri þjáningu, þegar á heildina er litið, en hlýst af mislánuðu hjóna- bandi? Verður ekki möguleikinn á lögskjlnaði einmitt til þess að ræna hjónin þeirri stoð, þegar vandi steðj- ar að, sem þau þurftu einmitt þá svo mjög á að halda? Oft hefði mátt halda við hjónabandi ef þessi möguleiki hefði ekki verið tekinn með í reikninginn frá upphafi. Ég læt bara reyna á þessa, maður get- ur þá alltaf skilið ef það mistekst. Oft hefur greiðst úr vanda í hjóna- bandi ef þessi möguleiki hefur ekki komið til mála í upphafi." Vinur OFREMDARASTAND and Krenzer, sem þýdd var af Torfa Ólafssyni og útgefin af kaþólsku kirkjunni á íslandi. „Tilgangur lífsins er ekki aðeins sá að menn verði hamingjusamir hver fyrir sig og ekki heldur að manni verði vei ágengt í félagslífinu. Lokatakmark hvers manns er að komast ein- hverntíma til Guðs. Eitt göfugasta viðfangsefni hjónanna er að styðja hvort annað og börnin tii þess að ná því takmarki." „Þegar fræðimenn Gyðinga héldu því fram við Jesúm að Móses Til Velvakanda. Undanfarið hefur verið algjört ófremdarástand í símamálum á Siglufirði. Þetta er svo sem ekki ný bóla hér, en sl. vikur hefur keyrt um þverbak. Tímunum saman er engin leið að fá són og þegar sam- band næst er algengt að símtölum slái saman. Það er örugglega af- farasælast að ræða ekki viðkvæm mál þegar hringt er til eða frá Siglu- firði. Er einhver von til að Póstur og sími geti haft sig' í að ráða bót á þessu í nánustu framtíð? Það er mikill kraftur og dugnaður i inn- heimtudeildum þessarar einokunar- stofnunar, en harkan virðist öllu minni þegar kemur að viðhaldi og viðgerðum á símakerfinu. Símnotandi Djasstónleikar sunnudag kl. 21.30 SÚLD Lárus Grímsson, hljómborð, Steingrímur Guðmundsson, trommur, Tryggvi Hubner, gítar, Páll E. Pálsson, bassi, og Maarten Van der Valk, trommur. Heiti potturínn Fischersundi NÁMSKEIÐ URSULA MARKHAM, rithöf- undur, húgeflisþjálfari, dáleið- •andi og miðill, mun halda hér tvö námskeið í fyrirlestrarformi í meðferð .og notkun kristalla og hálfeðalsteina við heilun, eflingu innsæis og orkustöðva, notkun pendúla - auk þess sem hún mun kynna hugefli og ræða um fyrri líf. URSULA MARKHAM hefur m.a. skrifað bækumar: The Crystal Workbook, Fortune- Telling by Crystals and Semiprecious Stones og Elements of Visualisation. Hún er skólastjóri The Hypnothink Foundation og hefur unnið bæði í sjónvarpi og útvarpi í Englandi. Hvert námskeið stendur yfir í einn dag og fer fram á ensku. Þau verða haldin dagana 21. og 22. apríl 1990. Skráning og nánari upplýsingar í versluninni Betra líf, Laugavegi 66, og í sfmum 91-623336 og 626265. CUCb ERUM FLUTTIR H.A. TULINIUS HF. heildverslun, Síðumúla 17, pósthólf 8635, 128 Reykjavík NÝTT SÍMANÚMER 679122 Fax: 84419, telex 3195 Erum að taka upp nýjar sendingar af tískuskartgripum og sólgleraugum. Hringið og gerið pantanir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.