Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR U. MARZ 1990 C 21 DJASS /Hvorir hafa réttfyrir sér — popparamir eda djassgeggjaramir? Heit Súld Á æfingu Jón Aðalsteinn og Þorsteinn Gauti. SÍGILD TÓNLIST /Hvemig eru blæbrigbi klarinettsins? Rómantískt kvöld JON Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettuleikari og Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari halda tónleika i dag á Kjarvalsstöðum kl. 20.30. Jón Aðalsteinn hóf nám í klarinettuleik 10 ára gamall hjá Agli Jónas- syni og síðar hjá Sigurði Snorrasyni og lauk námi við Tónskóla Sigur- sveins 1978. Sennilega undir Vínaráhrifum frá Sigurði lá leið Jóns til Vínar þar sem aðalkennari hans við Tónlistarakadem- íuna var prófessor Horst Hajek en auk þess sótti hann tíma til Rudolf Jettel og Alfred Prinz. Hann fór til Ungverjalands og sótti tíma hjá Kalman Berges. Jón Aðalsteinn útskrifaðist árið 1985 úr einleikara- deild Tónlistarakademíunnar í Vínarborg og þaðan lá leiðin til íslands. ÞAÐ ER dálitið síðan við höfúm heyrt í Súldinni á tónleikum; að vísu kemur fyrir að eitt og eitt númer af plötu þeirra félaga, „Bu- koliki“, heyrist á öidum ljósvakans en þeir síðustu er hlustuðu á þá á tónleikum voru gestir á djasshát- íðinni í Montreal í Kanada í júlí 1988. Steingrímur Guðmundsson trommari hefur verið aflvaki Súldarinnar og sá eini sem leikið hefur með sveitinni frá upphafi og í kvöld stíga þeir á fjalirnar í Heita pottinum í Duus- húsi. Með Stein- grmi eru nú í Súld: Lárus Grímsson á hljómborð og flautu, Tryggvi Hubner á gítar og Páll Pálsson á bassa. Auk þess verður hollenski slagverksmeistarinn Martin van der Valk gestur hljómsveitarinnar. Upphaflega var Súldin tríó: Steingrímur, Símon Kuran og Stefán Ingólfsson. Tiyggvi Hubner bættist fljótlega í hópinn en hætti um tíma og þá kom Lárus Grímsson til sög- unnar. Steingrímur er sonur Guðmundar Steingrímssonar og komst ungur í kynni við djassinn. Hann hélt síðan til Svíþjóðar og lærði m.a. hjá Pétri Östlund. í Svíaríki lék hann með ýmsum leikhúshljómsveitum og í tvö ár lék hann með Koko Yoyo-sveitinni þar sem latneska salsasveiflan sveif yfir vötnunum. Frá Stokkhólmi hélt Steingrímur til San Fransisco þar sem hann lærði á tabla. En hversvegna á tabla? spyr ég Steingrím. „Þar opnaðist nýr heimur í trommuleik sem ég þekkti ekki áður. Ég kafaði oní mörg þúsund ára gaml- ar hefðir indverskrar tónlistar, kynntist ólíkum takttegundum sem ég gat fært mér í nyt í eigin tónlist. Síðan fluttist ég til New York, fór að læra á gamla settið að nýju og sökkti mér niðrí hina svokölluðu heimstónlist og allskyns tilraunatón- list. í skólanum sem ég var í kenndu margir góðir djassmenn, m.a. þeir félagar í Art Ensemble of Chicago. Þarna lék ég í stórsveit sem bras- ilíski saxafónleikarinn Paula Mora stjórnaði. Ég skrapp svo heim til íslands til þess að gera sjónvarps- þátt: Kvöldstund með listamanni. Þá hitti ég Símon fiðlara sem langaði til að stofna djassband sem ekki væri með gömlu lögin sungin og leik- in á efnisskránni og Súldin varð til. Áhrifin á tónlist okkar komu úr öllum áttum og verkin sömdum við sjálfir. Ég hafði búið svo lengi erlendis þeg- ar þetta var að ég var búinn að gleyma veðrinu íslenska. Fannst stórkostlegt að heyra veðurfregnir að nýju en frekar en að kalla hljóm- sveitina Stinningskalda varð annað algengt nafn úr veðurfregnunum fyrir valinu Súld — og það heitir hljómsveitin enn þann dag í dag. Það er kannski dálítið skemmtilegt og segir margt um tónlist okkar að poppararnir kölluðu okkur alltaf djasshljómsveit en djassgeggjararnir bræðingshljómsveit. Hvaða tónlist við spilum? Það er stóra spurningin en yfirleitt leikum við laglínu og spinnum svo. Auðvitað er þetta eins- konar djass en hvað er djass?“ Það er rétt hjá Steingrími að á okkar tímum þegar hin ólíkustu form renna saman í eina heild er erfitt að setja hvetja hljómsveit á sinn bás eins og áður var. Gamla Súldin gerði víðreist. Hélt tvisvar til Vesturheims og lék á Djasshátíðinni í Montreal og víðar í Kanada og endurreist Súld stefnir vestur í sumar. En fyrst er það Heiti potturinn í kvöld og hvað fleira? „Við höfum eingöngu spilað í Reykjavík en landið er stórt og dálít- ið merkilegt að hafa ekki komið út fyrir borgarmörkin með Súldina. Við ætlum að spila í Keflavík þann 15. mars og stefnum svo á aðra staði og að sjálfsögðu höfuðstað Norður- lands, Ákureyri." En hvað fáum við að heyra í kvöld, Steingrímur? „Það er efni sem við félagar höfum verið að æfa síðasta hálfá árið. Flest éru verkin frumsamin og er Lárus Grímsson afkastamesti höfundurinn en einnig verðum við með verk ann- arra á efnisskránni, allt frá Stevie Wonder til Charles Mingus." Sem sagt Súldin að nýju með hljómleika og efnisskráin af ýmsum toga. Sveifla og salsa, samba og djass með rokktakti og rafmagni og allt hvað nafnið hefur. Það verður meiri djass í vikunni því frá fimmtudagskvöldi til laugar- dags verður tríó franska djasspíanist- ans Francis Lockwood á Hótel Borg. Francis er bróðir fiðlarans fræga Diders Lockwoods og hefur spilað mikið með bróður sínum, Niels- Henning og fleíri frægum köppum. Fyrsta erlenda djasshljómsveitin á íslandi í ár en ekki sú síðasta því framundan eru norrænir útvarps- djassdagar í maí, Listahátíð í júní og fimmtán ára afmæli Jazzvakning- ar í september. Hvað gera klarinettuleikarar þeg- ar heim er komið? „Ég fór að spila með íslensku óperunni og síðan hef ég haldið sjálf- stæða tónleika og svo er ég í bull- andi kennslu bæði í Tónskóla Sigur- sveins og í Nýja Tónlistarskólanum. Og ennfremur leik ég kammertónlist með ýmsum tón- listarmönnum." — Segðu mér frá efnisskrá kvöldsins. „Tónlistin er frá rómantíska tíma- bilinu. Við leikum Grand Duo Con- sertanto eftir Carl Maria von Weber (1786-1826). Hann skrifaði mikið fyrir klarinettu og var einn af frum- kvöðlum rómantísku ópemnnar eins og Frei Schutz. — Við spilum enn- fremur sónötu eftir Camille Saint- Saéns (1835-1921). Þótt Saint- Saéns sé fæddur þetta seint telst hann samt til rómantísku tónskáld- anna. Við leikum líka verk eftir Jo- hannes Bráhms (1833-1897).“ — Eru þetta ekki mikil virtúósó stykki? „Jú, Weber er kannski með mest áberandi virtúósó stykkið. Saint- Saéns er öllu ljúfari og flestir þekkja dramatíkina hjá Brahms. Þótt verkin séu öll frá rómantíska tímabilinu þá eru þau alls ekki samlita. Klarinettan er mjög rómantískt hljóðfæri og Weber hreifst af möguleikum þess. Það er hægt að spila veikt og sterkt og klarinettan hefur mikið tónsvið og er afar blæbrigðarík. Og á sínum tíma þekkti Weber mikinn virtúósó * spilara, Heinrich Bahrman, sem hann samdi fyrir.“ — Ertu ekki búinn að vera heil- lengi að undirbúa tónleikana? „Jú, þetta er auðvitað heilmikil vinna að undirbúa tónleika ef vel á að vera, en ég nýt góðs stuðnings Þorsteins Gauta Sigurðssonar píanó- leikara." Og eins og fyrr segir hcfjast tón- leikarnir á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.30. Góða skemmtun! Morgunblaðið/RAX Súldin spilar sitt af hverju í kvöld — allt frá Lárusi Grímssyni til Stevie Wondér. eftir Vernhorð linnet eftir Jóhönnu V. Þórhallsdóttur MYNDLIST /Þekkja landsmenn verblaunahafana? Krístján Guðmundsson NÝLEGA VORU afhent menningarverðlaun DV á ýmsum sviðum. Þessi verðlaun hafa unnið sér nokkurn sess í menningarlífinu fyrir réttsýni, og vakið athygli manna á því besta sem unnið var á því ári, sem verðlaunin eru veitt fyrir. Þetta er mikilvægt að sé gert, því að oft vilja viðurkenningar sem veittar eru í tengslum við menn- ingarlífið hér á landi bera keim af pólitísku skömmtunarkerfi, aug- lýsingarmennsku eða eftirlaunum. Slíkt hefur ekki heyrst um menn- ingarverðlaun DV enn sem komið er. Vegna þessa er ámælisvert, hversu lítið aðrir fjölmiðlar hafa fylgt þessum verðlaunum eftir, með því að kynna þá sem voru tilnefndir og síðan verðlaunahafana, og þau afrek sem þeir unnu á liðnu ári; fyrir hvað ættu landsmenn að þckkja þá? Fyrir hvað þekkja landsmenn Kristján Guðmundsson, sem hlaut myndlistarverðlaunin fyrir 1989? , i Kristján Guðmundsson — 6x7 jafntíma línur (1974). að er samdóma álit flestra sem til þekkja að Kristján Guð- mundsson sé mjög vel að þessum verðlaunum kominn. Hann hefur um langt árabil verið meðal fram- varða íslenskrar myndlistar, allt frá því að hann tók þátt í sinni fyrstu sýningu 1967; á síðasta ári hélt hann mjög athyglis- verða sýningu í boði Listasafns Reykjavíkur, og átti auk þess fjölda verka á yfirlitssýningu um SÚM 1965-72, sem einnig var haldin að Kj arvalsstöðum. Kristján fór aldrei í listaskóla; hann lærði af umhverfinu, tók upp það sem hafði tilgangi í hans huga, en hafnaði öðru. Svo einfalt sem það hljómar, þá er þetta einmitt galdur allra góðra listamanna; að vinna út frá eigin forsendum, en ekki út frá skólalærðum kerfum eða væntingum annarra, hvort sem það eru aðrir listamenn, kennarar, gagnrýnendur eða kaupendur. Þó að Kristján hafi ekki leitað eftir opinberri umljöllun eða staðið í deilum vegna listar sinnar, hefur hann samt sem áður verið virkur þátttakandi í þeim umbrotum, sem gengið hafa yfir íslenskan listheim síðustu áratugina. Má benda á nokkur tilvik lesendum til skemmt- unar. - Á síðasta ári eignaðist Listasafn íslands 20 ára gamalt verk (uppsetningu) eftir Kristján, og vegna gagnrýni fann forstöðu- maður safnsins sig knúinn til að verja sýningu þess í lesendadálkum dagblaðanná; þetta verk veldur því enn hneykslan margra. — Sumarið 1970 lét borgarlæknisembættið í Reykjavík fjarlægja verk ■ sem Kristján setti upp á útisýningu á Skólavörðuholti; varð hann þannig fyrstur íslenskra listamanna til að komast í kast við heilbrigðissam- þykktir í verkum sínum. (Hins veg- ar er athyglisvert að sama verk („Vörðubrot" úr heilhveitibrauð- um) fékk að standa óáreitt í rúman mánuð á SÚM sýningunni að Kjarvalsstöðum á síðasta ári, og getur það aðeins táknað annað tveggja, aukið umburðarlyndi yfir- valda gagnvart listum, eða einfald- lega áhugaleysi þeirra; víst er að heilbrigðissamþykktir hafa varla verið gerðar sveigjanlegri en áður.) — Sigurður Guðmundsson, bróðir Kristjáns, minnist þess með öfund að þegar meðlimir SÚM sóttu um aðild að Félagi íslenskra Myndlist- armanna (FÍM) fékk Kristján fæst atkvæði þeirra allra, aðeins 4; skýr- ari gat dómur annarra listamanna varla yerið. _En þetta er liðin tíð, og þó svo SÚM tímabilið sé ef til vill það skeið sem flestir tengja list Kristj- áns við, hefur hann haldið áfram að skapa og þróa í samræmi við eigin sannfæringu síðan þá. Hann hefur alla tíð verið mjög nákvæmur og vandvirkur í listsköpun sinni; þar er ekkert háð tilviljun og allt skipulagt með það í huga að hreyfa við áhorfandanum. Þetta sást vel á boðssýningu Kristjáns að Kjarvalsstöðum á síðasta ári. Sýningin bar yfirskrift- ina „Teikningar 1972-88“ og leiddi áhorfandann inn á ný svið í þeirn hugmyndunij sem menn gera sér um listina. Á sýningunni var ekki eitt einasta verk, sem kalla mætti „teikningu“ í hefðbundnum skiln- ingi þess orðs; þetta voru t.d. upp- setningar ineð hráefnum til teikn- ingar, reglubundin flatarverk og tíma-bundnar línumyndir, sem sprengdu af sér ramma alls sem má nefna teikning. Áhorfandinn gat nú ekki notað neinar þær for- sendur, sem hingað til höfðu dugað honum sæmilega, við að meta verk- in; þau kölluðu á nýja vitund, og þar með um leið á endurmat á öllu því sem áður hafði verið metið á eldri forsendum. Þannig hefur list Kristjáns Guð- mundssonar oft hreyft við fólki á annan hátt en það væntir að lista- verk geti gert. Margir hafna þessu „óvænta áreiti" alfarið; þeir telja að myndlist eigi að fara vel í ramma eða á stalli, veita mönnum gleði fyrir augað og þar með búið spil. Áðrir leita til myndlistar eftir lífsgildum, sem ef til vill finnast ekki annars staðar; þeir geta sífellt fundið nýjar víddir í verkum lista- mannsins. Þó ekki fari það hátt, þá er Kristján athafnasamur listamaður, og þekktur víða um heim; á tuttugu og þriggja ára ferli hefur hann haldið meir en tuttugu og fimm einkasýningar, og tekið þátt í hátt á fjórða tug samsýninga um allan heim. Á þessu ári verða verk Kristj- áns m.a. sýnd í Sviss, Þýskalandi, Sovétríkjunum og Ástralíu, svo nokkuð sé nefnt. En hver eru viðhorf listamanns- ins til listarinnar? í sýningarskrá SÚM sýningarinnar á síðasta ári voru viðtöl við ýmsa þeirra, sem þar höfðu komið við sögu. Þar lýsti Kristján sinum forsendum í list- inni: „Ég vil ekki menga listina með því að gera henni upp skoðan- ir. Skoðanir eru alveg ónýtt fóður fyrir list. Mér hefur alltaf fundist hún frekar vera skoðanaeyðandi. ...Kannski er [ögrunin] fólgin í því að eyða þessari þriðja flokks heila- starfsemi, sem kallast „að hafa ábyrga skoðun á hlutunum. List er vitundarmótandi, ekki skoðana- myndandi..." Landsmönnum skal óskað góðr- ar viðkynningar við list Kristjáns Guðmundssonar í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.