Morgunblaðið - 11.03.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.03.1990, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 VIID'ÉG VÆRIHOCI HÉR... Hótelió á byggingarstigi Aóbúaeínsog svín á Ítalíu „VIÐ LENTUM þrjár saman í íbúð númer 903 á 9. hæð. Ekki var búið að merkja íbúðirnar svo að við urðum bara að prófa okk- ur áfram hvar lykillinn passaði. Fjórar lyftur voru í húsinu, en aðeins ein í gangi af og til, svo við urðum oftast að ganga upp og niður níu hæðir í senn. Þegar við komum var rafmagnslaust og vatnslaust í íbúðinni og vorum við með rafvirkjana inni hjá okk- ur megnið af fyrstu nóttinni. Engin loftkæling var í íbúðinni og enginn sími í byggingunni. Gestamóttakan var fokheld og öll sameiginleg aðstaða ónothæf svo sem veitingasalur, setustofa, bar og fleira. Ekki var hægt að nota sundlaugina fyrr en síðasta daginn þar sem frágangi hennar var ekki Iokið þegar við mættum á staðinn.“ Þannig segir Guðrún Kristín Magnúsdóttir húsmóðir í Reykjavík frá, en hún var ein af sextíu konum, sem fóru í húsmæðraorlof til Benidorm á síðastliðnu sumri. „Við vórum á öllum aldri, þær elstu um áttrætt og þeim vorkenndi ég mest þegar við máttum burðast með töskurnar hingað og þangað, upp og niður stiga með steypurykið allt niður í kok. Við þurftum að klöngrast yfir steypuna í anddyri hótelsins því frágangi þar og glerjun var síður en svo lokið. Hvergi var hægt að komast í síma innan veggja hótels- ins og ekki var svo mikið sem hægt að kaupa sér gosdrykk í sjálfsala þar.“ Hópurinn lagði af stað klukkan 15.30 þann 28. júní sl. eftir fimm og hálfs tíma seinkun á flugi. Dvöl- in stóð í viku. Þegar við komum á hótelið gekk fram af okkur. Það getur vel verið að hótelið muni ein- hvern tímann uppfylla lýsinguna í bæklingnum; það átti að vera spá- nýtt og óvenju glæsilegt íbúðahótel með frábærri sameiginlegri að- stöðu. í íbúðinni fengum við kalt vatn eftir einn dag og svo heitt vatn eftir þrjá daga og þá brennheitt úr báðum krönum. Við gátum því eng- an veginn farið í bað og urðum að kaupa vatn á flöskum til þess að geta burstað tennur. Alla vikuna var varla hægt að þverfóta fyrir iðnaðarmönnum og fylgdi því bæði hávaði og óþægindi. Matsalur hót- elsins var ekki tilbúinn og urðum við því að fara á annað hótel til þess að borða morgunverð og kvöld- verð, en hálft fæði var innifalið í verði ferðarinnar. Fríið var gjör- samlega eyðilagt fyrir okkur. Stjómendum ferðaskrifstofunnar, sem við fórum með, var fuilkunnugt „HEFÐUM VIÐ hjónin bara verið tvö á ferðalagi, þá hefðum við aldrei farið inn á þessi hryllilegu hótel. Við hefðum frekar verið á götunni á næturnar þangað til eitthvað annað yrði boðið. Okkur fannst við hinsvegar ekki geta það barnanna vegna, en þau voru þá þriggja og sextán ára. Auk þess var mamma með í ferðinni,“ segir Margrét Tryggvadóttir verslunareigandi í Reykjavík bcgar hún rifjar upp sólarlanda- ferð til Rimini á Ítalíu fyrir fjór- um árum. Við pöntuðum þessa ferð með góðum fýrirvara, mig minnir hálfs árs fyrirvara, því við vildum búa eins og fólk og hafa það huggulegt. Við ætluðum að hafa þetta svona reglulega fína þriggja vikna fjölskylduferð. Jæja. Við komum inn á hótelið á hádegi og það blasti við okkur skítur alls staðar. Við urðum kol- drullug á fótunum ef við löbbuðum berfætt. Veggirnir vóru útsparkaðir og skítugir og okkur, fimm manna fjölskyklunni, voru ætluð tvö hand- klæði. I íbúðinni var enginn sófi til að setjast í og hafa það huggulegt. Þar var lítið borðstofuborð og harð- ir pinnastólar og rúmin voru ekki einu sinni nógu mörg handa öllum. Eftir vikudvöl þarna var okkur sýnd íbúð á jarðhæð á öðru hóteli, nokkuð stærri og sjáanlega ágætir baststólar til að tylla sér í. Við álp- uðumst til að taka íbúðina, eitthvað urðum við að gera, en þegar til kom, var hún lítið skárri. Litla stelp- an okkar gat aldrei leikið sér úti við íbúðina því brenninetlur voru alls staðar í kringum okkur. Svo voru það kóngulóavefirnir, sem héngu út um allt inni í íbúðinni hjá okkur. Ég hef aldrei séð annað eins. Ég hef ferðast mikið um ævina, til Spánar, Kanada, Bandaríkjanna, ailra Norðurlandanna, Þýskalands og alla leið til Indónesíu og hefði ég getað búist við einhveiju þvílíku þar — þar sem eymdin og fátæktin er svo hryllileg. Nei það var öðru nær — allt hreint og fínt og huggu- legt. Ég hef aldrei þurft að búa eins og svín á þessum ferðalögum mínum og síst hefði mig órað fyrir að þurfa. það á Ítalíu. Ég hafði áður farið til Ítalíu, þá með dönsku ferða- félagi og var sú ferð yndisleg frá j upphafi til enda. Ítalía heillaði mig þá og hafði mig lengi langað að koma þangað aftur. Ég lét því drauminn rætast í þetta sinn.“ Margrét segist ekki hafa farið í ÞÓRUNN GESTSDÓTTIR, ritsljéri Farvis Einu sinni greip mig mikill augna- bliksótti á útimarkaði í litlu fjailaJ)orpi í Tyrklandi. Farkost- urinn upp í þorpið var eldgömul rúta, sem varla komst í fyrsta gír upp veginn. Bílstjórinn varð að stoppa af og til í brekkunni til þess að taka beygju í tveimur og þremur atrennum og það var eins gott að það tækist því annars hefði þverhnípt bjargið beðið okkár. Ég hugsaði heim í öryggið oftar en einu sinni á leiðinni upp, en ekki stoðaði að fást um það, og á mark- aðinnn komumst við. Þar var allt mjög frumstætt. Konurnar voru með blæjur fyrir andlitinu og mér fannst eins og vestræn kona ætti þarna ekkert erindi. Karlasamfélag- ið var þarna mjög grimmt, eins og það kom mér fyrir sjónir, og mér fannst sem snöggvast ég vera óskaplega óvarin fyrir þessum framandi aðstæðum. Þarna gekk bókstaflega allt kaupum og sölum og mér var eitt augnablik hugsað til Tyrkja-ránsins í Eyjum." um ástand hótelsins, en forstjórinn var einmitt á heimleið þegar við komum út,“ segir Guðrún. „Ég ætlaði virkilega að njóta ferðarinnar, þetta átti að vera eins- konar hvíld frá öliu amstrinu heima og það átti ekki einu sinni að hugsa um krakkana. Pabbinn sæi um að gefa þeim að borða heima. Ég get ekki lýst því hvernig mér leið þegar við komum heim. Maður var gjör- samlega búinn að fá nóg eftir vik- una.“ Ferðin fyrir hverja konu kostaði 33.750 krónur. Þar af greiddi or- iofsnefnd húsmæðra 10.000 krónur með hverri konu. Eftir heimkomuna sendi viðkomandi ferðaskrifstofa húsmæðrunum sextíu 7.300 króna endurgreiðslu auk afsökunarbeiðni vegna þeirra „óþæginda" er þær urðu fyrir í ferð sinni. í bréfi ferða- skrifstofunnar til farþeganna segir: „Það er erfitt að meta hvernig bæta eigi fólki óþægindi sem þessi og örugglega aldrei hægt svo öllum líki. Okkar tillaga er að þar sem að gisting sú sem þér var ætluð reyndist ófullnægjandi að flestu leyti, beri ekki að greiða fyrir slíkt. Með öðrum orðum viljum við endur- greiða þér þann hluta ferðarinnar sem telst til hótelgistingar. Gisti- kostnaður þá viku sem þú dvaldir á hóteíinu er kr. 7.300,- er kemur til endurgreiðslu til þín. Auk þess viljum við bjóða 10% afslátt í sum- arferð 1990 .. .“ Flestar tóku við bótunum, en þrjár konur úr hópnum voru ekki jafnsáttar og fóru fram á fulla end- urgreiðslu. Mál þeirra hefur komið til kasta Neytendasamtakanna og hefur ferðaskrifstofan samþykkt að greiða þeim 12.250 króna bætur, sem nemur um 50% af þeim kostn- aði, sem þær upphaflega þurftu að bera vegna ferðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.