Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 25

Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 C 25 Sigurðardóttur frá Torfufelli. Unnu þær líknar- og hjálparstörf við fyrir- bæn göfgandi veru, sem hljótt var um, en þakkað og blessað af hinum mörgu, er nutu. Athygli þjóðar vakti hins vegar, þegar ritverkið Ragnheiður Brynjólfsdóttir I—II kom út 1973—1974, skráð eftir segulbandsupptökum úr miðilssam- bandi Guðrúnar, og var jafnt aðdá- endum og gagnrýnendum Ragn- heiðar sögu, sem þó fóru flestir varlega, hulin ráðgáta, sem vonlegt var, enda er þessi hugstæða harm- saga hér sögð á ljósu en yfirgrips- miklu máli við andlegt ris og af- hjúpað hversdagslífið. Hina löngu og merkilegu framhaldsfundi, er sagan var sögð, sátu einnig aðrir nánustu vinir þeirra Jórunnar og aðstoðarfólk Guðrúnar miðils og skal þar getið Nönnu Ingjaldsdóttur og Stefáns Eiríkssonar. Eindrægni þeirra allra og trúnaður var Jórunni svo mikils virði, að hún mun hafa verið nokkru lengur á Akureyri en elia. Að sönnu fýsti hana suður þang- að, sem systkini hennar voru og nánasta skyldulið. Hún var frænd- rækin með afbrigðum og að árun- um, er hún fór norður, átti hún þar ekki skyldmenni, nema Bjarna lækni og síra Sigurð, eins og fyrr segir. — Allt eins og faðir minn var eini frændi Jórunnar ljósmóður í grennd við Akureyri, var hún eina frænka okkar systkinanna nyrðra, því að móðir okkar var einnig að sunnan. Bundumst við henni því enn nánari vináttuböndum og nutum órofa tryggðar hennar og traustrar vildar ríkulega. Fyrir allar góðar stundir löngu horfinnar samtíðar norður við Eyja- fjörð skal þakkað í hugarkyrrð þeirrar vitundar, að „sálin er svo sem að láni samtengd við líkamann" — og, eins og síra Hallgrímur segir einnig, að mikill er munur heims og himins; sá má heimi neita, sem himins vill leita. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka. Jórunn Bjarnadóttir frá Geita- bergi lést föstudaginn 2. mars síðastliðinn á Landspítalanum. Hún fæddist á Geitabergi í Svínadal í Borgarfjarðarsýslu 9. febrúar 1900. Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason, bændahöfðingi á Geita- bergi og Sigríður Einarsdóttir, kona hans. Systkini hennar voru: Steinunn, húsfreyja á Draghálsi og síðar Geitabergi, gift Jóni Péturssyni, bónda; Jórunn, dó á fyrsta ári; Bjarni, læknir, lengst af í Reykjavík, kvæntur Regínu Þórðar- dóttur, leikkonu; Sigríður, hús- freyja í Reykjavík, gift Þorkeli Sveinssyni, vélsmiðjueiganda og Björg, húsfreyja í Reykjavík, gift Jónasi Ólafssyni, heildsala. Af þessu fólki eru enn á lífi systurnar Sigríður og Björg, og Þorkell, mað- ur Sigríðar. Jórunn lauk ljósmóðurnámi árið 1922. Hún var ljósmóðir í Hval- fjarðarstrandarhreppi í 6 ár. Eftir það fluttist hún til Akureyrar og gegndi þar ljósmóðurstarfi í nærri 40 ár. 1968 lét hún af starfi vegna aldurs og flutti til Reykjavíkur ári síðar og bjó þar til æviloka. Árið 1936 giftist hún Jóni Elíasi Jónssyni, vélstjóra. Hann lést árið 1942. Sonur þeirra er Bjarni, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur. Þau eiga tvö börn, Jórunni og Bjarna. Blóm o|> skreytingar vid öll tækifæri - gjafavörur Tilboö alla mánudaga og þríðjudaga. Opið til kl. 22.00 öll kvöld. Nóg bílastæöi. Oskablomið, Hringbraut 119, (v/ J.L. húsið) sími 625880 Lengst af á starfsferli sínum var Jórunn eina ljósmóðirin á Akureyri. Ekki er vitað nákvæmlega hvað hún tók á móti mörgum börnum. Þegar húsið sem hún bjó í brann, glatað- ist dagbókin hennar sem hafði að geyma þær upplýsingar. Þó er talið að börnin hafi verið milli 3 og 4 þúsund. Þegar þess er gætt að ekkert fæðingarheimili var til á Akureyri, en allar fæðingar fóru fram í heima- húsum, er augljóst að um ærið ævistarf hefur verið að ræða, og ekki var spurt um á hvaða tíma sólarhringsins unnið var. Osjaldan kom það fyrir, að þegar Jórunn fór í leikhús eða kvikmynda- hús, að sýningin var stöðvuð og tilkynning kom um að frú Jórunn Bjarnadóttir, ljósmóðir, væri beðin að koma fram í anddyrið. Erindið var alltaf það sama, það var verið að sækja hana til sængurkonu. Oft þurfti Jórunn að fara á 6—8 staði á dag til að líta eftir sængur- konum. Akureyrarbær er þannig byggður, að vegalengdir eru oft miklar á milli staða. Hún hafði sjaldnast bíl til afnota og þurfti að fara gangandi á milli staða með tösku sína. Það bjargaði oft miklu að hún var geysivinsæl í bænum og margir bílstjórar þekktu hana og styttu henni leið á áfangastað. Þegar ég var rúmlega tvítugur var ég um árs skeið háseti á strand- ferðaskipinu Súðinni. Siglt var vest- ur og norður um land að Þórshöfn á Langanesi og sömu leið til baka. Komið var að í hverri höfn, en lengst var viðdvölin jafnan á Akur- eyri, en þar var komið við á báðum leiðum. í hvert skipti sem skipið lagði að bryggju á Akureyri, var Bjarni sonur Jórunnar, þá ungur að árum, þar staddur ásamt vini sínum og jafnaldra. Fylgst hafði verið með hvenær skipið væri vænt- anlegt og erindið var að bjóða mér heim til Jórunnar. Þar var ég í góðu yfirlæti meðan skipið var losað og lestað og má segja að þar hafi verið mitt annað heimili þetta ár sem ég var í strand- siglingunum. Jórunn Bjarnadóttir var vel gerð kona. Hún var ljúf og þægileg í viðmóti, en hafði sínar skoðanir á hlutunum sem hún gat staðið föst á. Hún var skemmtileg í viðræðum, greind og margfróð. Sálarkröftum sínum hélt hún til síðasta dags, þó líkaminn væri orðinn hrörlegur. Jórunn Bjarnadóttir, ljósmóðir frá Geitabergi, var mikilmenni. Hún háði langa lífsbaráttu og stranga. Og hún féll með sæmd. Blessuð sé minning hennar. Pétur Jónsson skemmir ekki skó né teppi og veidurekki ryði Besta, Nýbýlaveoi 18, Kfipavogi, sími 91-641988 ^^mmmmmmmmmmmmmmmmmm - heillar þig upp úr skónum af Kristi á toppi Corcovado fjallsins. Á daginn dregur ekki ský fyrir sólu og á nóttinni linnir fjörinu seint. Lífsglaðir íbúarnir og gestir þeirra stíga ylvolga og blágræna ölduna við fjölbreyttar baðstrendur og FLUGLEIÐIR Laugavegur 3, sími 62 22 11 GOTT FÓLK/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.