Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 C 5 ...og þaö blasti vió okkur skitur alls staðar. Vió uróum koldrullug á fótun- um ef vió löbbuóum berfætt. Veg- girnir voru útsparkaóir og skitugir og okkur, fimm manna f jölskyldunni, voru ætluó tvö handklæói sólarlandaferð síðan Ítalíuferðin var farin. Ef hún ætti hinsvegar eftir að panta sér slíka ferð, myndi hún vilja fá það skriflegt frá hendi ferða- skrifstofunnar hvernig aðbúnaður- inn ætti að vera. „Auðvitað hafði ég það skriflegt í mínum samningi, en ég myndi vilja hafa það þannig að ég gæti krafið ferðaskrifstofuna um það sem ég pantaði. Við margít- rekuðum að við vildum búa vel. Við þurftum ekki að búa eins og eitt- hvert kóngafólk, heldur vildum við geta notið þess að vera saman í huggulegheitum í sumarfríinu okk- ar. Þetta átti að vera svolítið sér- stök fjölskylduferð. Við vorum svo heppin að veðrið var gott allan tímann þannig að við vorum úti langt fram á kvöld það sem eftir var. Við þurftum því ekki að dúsa hjá kóngulónum nema yfir blánótt- ina. Veðrið bjargaði því sem bjargað varð. Okkur hafði verið lofað sér- stakri barnadagskrá, en aldrei ból- aði á slíku. Eitt sinn hittum við íslensk hjón, sem buðu okkur á íbúðahótelið til sín. Þau höfðu farið í þessa ferð sem hoppferð og borg- uðu þar af leiðandi helmingi minna fyrir en við. Þar vantaði ekki lúxus- inn. Þau gátu hreiðrað um sig í leðursófasettum og öðrum fínheit- um. Þegar heim var komið, reyndi fjölskyldan oftar en einu sinni að , hafa samband við forstjóra viðkom- andi ferðaskrifstofu, en án árang- urs. Eiginmaður Margrétar hafði skrifað upp á tryggingavíxil vegna ferðalaga innanlands á Ítalíu, til að hafa í bakhendinni ef ekki yrði staðið við allt það sem lofað var. Víxillinn endaði hinsvegar hjá lög- fræðingi, sem sá um innheimtuna. DAVÍD SCHEVING THORSTEINSSON, idnrekandi Yið hjónin fórum eitt sinn í pá- skaleyfi til Flórída með eitthvað af börnunum. Veðrið var yndis- legt, en um það leiti sem við fórum var verð að setja epla-trópí á mark- aðinn hér heima. Eg var varla kom- inn inn á hótelið á Flórída þegar síminn byijaði að hringja. Drykkur- inn hafði selst upp og það vantaði meira hráefni. Fríinu eyddi ég sem sagt í símanum og kom auðvitað jafn skjannahvítur heim. Ég komst þó á ströndina einn eða tvö eftirmið- daga, en þá var fjölskyldan orðin svo súr út í mig að hún vildi ekk- ert við mig tala. Til að kóróna þetta allt saman, keyptum við gasgrill og ætluðum nú að halda verulega fína vígsluhátíð. Ég tók að mér elda- mennskuna, fór út í búð og keypti feikilega fallegan nautahrygg. Hon- um var komið fyrir á nýja grillinu oghófst nú eldamennskan eftir kúnstarinnar reglum. En, þá hringdi síminn. Eg var ekki búinn að tala lengi þegar fólk úr næsta nágrenni dreif að. Grillið stóð sem sagt í björtu báli, eldtungurnar mörg fet upp í loftið og það kom að því að eitthvað annað varð að finna í kvöldmatinn. Ég held að ég hafi bara aldrei komist í annað eins „frí“ um ævina.“ HERMANN GDNNARSSON, skemmtikraftur og fararstjóri Eftir vinnuferð til Svíþjóðar sem íþróttafréttamaður árið 1983 fór ég yfir til Danmerkur og ætlaði að vera þar í fjögurra til fimm daga fríi. Systir mín býr rétt fyrir utan Kaupmannahöfn og hjá henni ætlaði ég að búa. Fyrstu nótt- ina fékk ég mér þó hótel í Kaup- mannahöfn og talaðist okkur þann- ig til að systir mín og hennar mað- ur kæmu til mín um kvöldið og við fengjum okkur að borða saman. Ég fór auðvitað í mitt fínasta „púss“ o g í grænum buxum, skjanna- hvítum jakka og með klút í vasanum gekk ég yfir að Ráðhústorginu, þar sem við höfðum mælt okkur mót. Ég var kominn þangað um klukkan átta-, labbaði um og beið eftir syst- ur minni. Þá komu tveir strákar, 19-20 ára. Þeir gengu alltaf í veg fyrir mig eins og þeir væru að stríða mér. Ég lét þetta ekki á mig fá, en þegar þeir lintu ekki látunum, tók ég í öxlina á öðrum þeirra og færði hann til hliðar. Ég labbaði aftur af stað og heyrði þá fótatak á eftir mér. Annar þeirra kallaði allt í einu „hei“ og ég leit við og það síðasta sem ég man var hællin á skónum hjá öðrum þeirra. Hann sparkaði upp undir nefið á mér. Ég steinrotast í fína gallanum og datt utan í búðarglugga. Það sem meira var, það liðu 40 mínútur áður en sjúkrabíllinn kom og það datt eng- um í hug að rétta mér hjálparhönd á meðan ég lá þarna rotaður og alblóðugur. Ég rankaði við mér á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn hálf- tíma eftir miðnætti með þrjá eða fjóra lækna yfir mér, nefið út á kinn mölbrotið, sprungna vör, glóð- arauga á báðum og fíni hvíti jakk- inn var orðinn „blóð“rauður. Rann- sóknarlögreglumaður tjáði mér að lítil von væri í að finna árásarmenn- ina. Hinsvegar sögðu þeir mér að ég hefði verið gangandi auglýsinga- skilti fyrir þessa eiturlyfjaneytend- ur, vel klæddur, greinilegur túristi og einn á ferð. A fjórða degi flaug ég heim til íslands eftir mjög stutt og nefstórt frí. Þremur árum seinna var ég staddur í Þórskaffi þar sem ég var að skemmta ásamt Ómari Ragnars- syni og fleiri góðum mönnum. Ég var á leiðinni út þegar hóað var í mig og ég rölti í áttina til fólksins, sem ég þekkti reyndar ekkert. Ein stelpan í hópnum segir: „Þú hlýtur að hafa verið nær dauða en lífi þarna í Kaupmannahöfn um árið.“ Ég varð að vonum hissa og spurði hvernig hún vissi um það. Þá kom það upp úr kafinu að bróðir hennar hafði verið sá sem sparkaði í mig, en hann er íslenskur og hefur verið í eiturlyfjum úti í Kaupmannahöfn. Vonandi gengur þessum unga pilti betur í dag.“ Sýning a sumarhusum um helgina VERÐ SUMARHUSA: 19 fm Verð frá kr. 820.600,- 32 fm Verð frá kr. 1.269.500,- 38 fm Verð frá kr. 1.326.000,- 44 fm Verð fra kr. 1.445.800. 50 fm Verð frákr. 1.611.800,- 49 fm (T-hús) Verð frá kr. 2.826.500,- bezR/m\f Laugavegi 66 101 Reykjavík símar 623336 og 626265 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91)62 33 36 og 62 62 65 MONDIAL Skartið sem bætir komið aftur! Pantanir óskast sóttar sem fyrst Vesturlandsvegur A athafnasvæði ðkkar við Viðarhöfða höfum við nú tvö fullbúin sumarhús til sýnis. Við gefum upplýsingar og tökum pantanir á sumarhúsum til afgreiðslu næsta sumar. ~ Komið og skoðið húsin um helgina frá 12-17. ______________ Vlöarhöfoi Yfir 2 milljónir Evrópubúa nota MONDIALdaglega. Fjölmargir íslendingar hafa notið áhrifa MONDIALarmbandsins og þeim fjölgarstöðugt sem hafa sam- band við okkur og láta vita af góðum árangri. MONDIAL er með vandaða gull- og/eða silfurhúð. Þú tekur enga áhættu með kaup- um á MONDIAL gegn póstkröfu, því við veitum sjö daga skilafrest fyrir þá, sem kaupa MONDIAL armþandið óséð. Varist eftirlíkingar Fæst aðeins hjá okkur VERÐIÐ ER HAGSTÆTT. Silfur.....kr. 2.590,- Silfur/gull ...kr. 2.590,- Gull.......kr. 3.690,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.