Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 C 19 þær voru jú þær sömu og ég hafði spurt hann áður. Hann hefur senni- lega aldrei átt í auðveldari viðureign við fjölmiðlana. Þegar heimsókn okkar í utanríkis- ráðuneytið var á enda stakk George Glazer miða í lófann á mér og hálf- hvíslaði: „Komdu þessu til Ted. Og kærar þakkir.“ Ég muldraði eitthvað, um að hafa alltaf verið vinveittur íslensku þjóðinni. Ég las rniðann en skildi hvorki upp né niður í því sem þar stóð. I sendiferðabíinum á leið- inni niður á fréttastofuna horfði upp- tökuhópurinn á mig grunsemdaraug- um. „Undarlegar spurningar," sagðí hljóðmaðurinn upp úr eins manns hljóði. „Hver hefur heyrt getið um gyðingahatur á íslandi?" Þar fór fréttamennskan fyrir lítið. Þegar á fréttastofuna kom skýrði ég Ted Savaglio frá að viðtalið hefði heppnast og rétti honum miðann frá Glazer. Hann virti mig ekki viðlits en virtist hafa þeim mun meiri áhuga á því sem á miðanum stóð. Það rann upp fyrir mér hvað klukkan sló: við- talið hafði verið sviðsett til þess að upphefja George Glazer í augum utanríkisráðuneytisins. Vitanlega höfðu aðalfréttamenn stöðvarinnar, sem komu til landsins til að vera við leiðtogafundinn, öðrum hnöppum að hneppa en að eltast við viðtal við utanríkisráðherra íslands. Ég hafði verið notaður, ásamt upptökuhópn- um, til að sendast með greiða á milli tveggja kumpána, sem unnu við að framleiða fréttaefni og að koma því á framfæri. I einni andrá var leiðtogafundur- inn á enda og borgin skreið aftur í sína upphaflegu mynd. En þessi draumaheimur auðfundins fjár hafði ekki verið okkur í hag, þegar á heild- ina er litið. Mér varð hugsað aftur til Evrópulandanna, þó einkanlega Islands, fyrstu árin eftir stríðið, og hversu auðfengnir peningar höfðu verið snauðum og áfjáðum þjóðum. Nú skildi ég hvernig sú upplifun hafði verið. burður að vera stórmóðgun við bandarísku þjóðina. Augljóst var að ráðgjafarnir höfðu áhyggjur af öllu fjaðrafokinu, og ég viðurkenni að það ýtti undir fleiri spurningar varðandi efnið. Mikill hluti viðtalsins snerist um góðan orðstír íslands í mannrétt- indamálum!) Að viðtalinu loknu reyndi ég að hafa samband við Salvaglio í talstöðinni, en uppgötvaði að annaðhvort væri hún biluð eða að það hafði aldrei verið ætlun Salvaglio að svara mér. Svo ég not- aði símann og náði sambandi við Stjóra eftir dúk og disk. „Ég er búinn að taka viðtalið, en upptökumennirnir létu aldrei sjá sig,“ tilkynnti ég. „Hvernig fórstu að því?“ spurði hann gremjulega. „Ég glósaði það niður," útskýrði ég- „Það er ekki hægt að nota glósur í sjónvarpi. Þær sjást ekki,“ svaraði hann hranalega. „Bíddu eftir upp- tökuhópnum og endurtaktu viðtalið þegar þeir eru mættir.“ Hann.skellti á. Ég útskýrði stöðuna fyrir Glazer, og á augabragði vorum við aftur komnir inn til ráðherra. Upptökuhóp- urinn mætti eftir dúk og disk og byijaði að raða upp ljósum og prófa tæki, á meðan ráðherrann varð enn órórri og sneri sér æ oftar að íslenska ráðgjafanum til að spyija hann hvernig ætti að segja eitt eða annað á ensku. En hér áttum við þó í viður- eign við samvinnuþýðan stjórnmála- mann. Myndatökumaðurinn kvartaði undan því að það glampaði á gler- augu ráðherrans, og eins og hendi væri veifað voru þau komin á örugg- an stað í innri bijóstvasa hans. Hann vildi líta sem allra best út í útsend- ingu í Bandaríkjunum! Það kom í ljós að fyrra viðtalið hafði verið hernaðarleg mistök vegna þess að það hafði gert ráðherra óró- legan og hann tók nú að æfa svörin við spurningunum. Rétt áður en byij- að var að mynda tilkynnti hann að hann vildi byrja viðtalið á stuttri yfirlýsingu. Tökumaðurinn og hljóð- maðurinn horfðu hvor á annan með hryllingi. „Við getum ekki leyft hon- um að gera það. Forðum okkur!“ Ég áttaði mig fljótlega á því að fréttavið- burður og undirbúin yfirlýsing stjórnmálamanns (rétt eins og stíjfærð jóreið) voru ekki undir sama hatti. Það var eins gott að upptöku- hópurinn var vel að sér í siðferði fréttamennskunnar, því þar stóðum við ráðherrann báðir á gati. „Þetta verður allt í lagi,“ sagði ég rólegur, „ég spyr út úr.“ Þeir litu vantrúaðir hver á annan og settu vélarnar af stað. Ráðherrann hafði heyrt allar spurningarnar áður, því Verð frá kr. 1.695 þús. stgr. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.