Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 31

Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 C 31 Hér hefur hljóinsveitarstjórinn Carl Billich staðið upp til að út- skýra eitthvað nánar. Alfreð bíður átekta og aðrir á myndinni eru Erwin Koeppeln bassaleik- ari, Jóhannes Eggertsson celló- leikari og við hlið hans Jónas Þ. Dagbjartsson á trompet og klarinettuleikararnir Vilhjálmur Guðjónsson og Egill Jónsson. Fremst á myndinni sést baksvip- urinn á fiðluleikurunum Jósef Feltzman og Þorvaldi Steingrímssyni. Frá hljómplötuupptöku með Al- freð Clausen skömmu eftir 1950. Við flygilinn er Carl Billich, Al- freð stendur við hljóðnemann og fyrir aftan hann sést í Skafta Sigþórsson. Til hægri eru Erwin Koeppeln á kontrabassa og fyrir framan hann sitja fiðluleikararn- ir Óskar Cortes, Þorvaldur Steingrímsson og Sveinn Ólafs- son. SIMTALIÐ ... ER VIÐ EINAR MAGNÚSSON, L YFJAFRÆÐING. Engin lækning til viö kvefi Reykjavíkurapótek, góðan dag! — Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu. Gæti ég fengið að tala við lyfjafræðing? Gjörðu svo vel. Já, halló. — Góðan dag, Andrés heiti ég Magnússon, blaðamaður á Morg- unblaðinu. Nújá, Einar Magnússon hér. Get ég aðstoðað þig? — Vonandi, er til einhver lyf við kvefi? Því miður, í flestum tilvikum er svo ekki. Kvef er yfirleitt veirusjúk- dómur og við þeim er ekkert ráð, svona almennt séð. Ég hugsa að fyrir flesta sé vika í rúminu einfald- ari og ódýrari lausn. í, einstaka tilvikum er þó um sýklasmit að ræða og við því eigum við lyf, en það er ekki nema í örfáum tilvikum. — En nú eruð þið með allar hill- ur fullar af hóstasaft, hálspillum, vítamínum og hvað þetta allt heit- ir. Gerir það ekki neitt gagn? Jújú, en það læknar ekki kvefið. Fái menn hálsbólgu getur hósta- saft eða hálspillur slegið á ýmis einkenni kvefsins, s.s. eins og ofnæmisviðbrögð og hósta, linað þrautirnar talsvert og vítamín gera sitt til þess að halda viðnámsþrótti líkamans við. — Ég sá auglýst eitthvert undra- apparat um daginn, þar sem gefið var til kynna að lífíð yrði leikur einn, aðeins ef maður festi kaup á grip þessum. Er eitthvað til í þessu? Ég er hræddur um ekki. Blessaður vertu, á hverjum vetri kemur einhver svona patentlausn á mannsins aðskiljan- legu kvillum. Við í apótekinu köllum þetta „skammdegislyfið". Núna í ár eru það segularmbönd. Þetta er náttúrulega gamalt mál og nýtt — samanber Voltakrossana gömlu, en það væri öldungis stórfurðulegt ef svona seglar hefðu einhver áhrif á líkamsstarfsemina. En eins og ég segi þá er það fastur liður að landinn falli fyrir einhveiju svona. Einhverju sinni var það kvöldvorrósarolía, öðru sinni gins- eng, svo blómafræflar og svo fram- vegis. En hver talar um fræflana núna? Viltu heyra vísu um þetta? — Endilega. Er hún eftir þig? Nei, þetta er eftir hagyrðing hér í apótekinu, sem hefur m.a. ort um þessi kynjalyf. — Ókei, lát heyra. Ef að þú átt eiginmann, óttalega lélegan, hressir, kætir, kitlar hann kvöldvorrósarolían. — Það mætti halda að þið væruð að auglýsa kerlingarbækur þessar. Ætli menn skilji það ekki eins og þeir viija. — Nú hvað er þá til ráða, ef maður er voða kvefaður? Það er bara þetta gamla og góða: að taka því rólega, halda sig helst í rúminu og láta sér alls ekki verða kalt. Fari menn vel með sig fer kvefið yfirleitt úr mönnum á u.þ.b. viku. Geri þeir það ekki tekur það lengri tíma og menn eiga auk þess á hættu að fá eitthvað annað og verra ofan í kvefið. — Það var og. Heyrðu Einar, ég þakka þér bara kær- lega fyrir spjallið og vona við kvefumst ekki upp úr þessu kveftali öllu. Sömuleiðis. HVAR ERU ÞAU NÚ? HO VHANNESI. PILIKIAN LEIKSTJÓRI Vinnur að kvikmynd í London Rúrik Haraldsson sem Lér konungur í uppfærslu Hovhannesar. SEGJA má að flest allt gáfu- mannagengi höfúðborgarinnar hafi verið í leiklistarlosti fyrstu dagana eftir frumsýningn á uppfærslu Þjóðleikhússins á Shakespeare verkinu Lé kon- ungi þann 13. mars 1977. Leik- ritið var sett upp leikstjóranum Hovhannes I. Pilikian sem er af armenskum ættum. Hann túlkaði þetta sigilda verk á nokkuð nýstárlegan hátt og höfðu gárungarnir það í flimt- ingum að þarna hefði Þjóðleik- húsið í fyrsta sinn uppgvötvað snípinn. Mikið fór sum sé fyrir kynferðislegum pælingum leik- stjórans í verkinu. En hvar ætli Hovhannes ali manninn i dag? Morgunblaðið hafði samband við leikstjórann í London þar sem hann hefur haft bæki- stöðvar síðasta áratug eða svo. Hovhannes segir að hann sé nú að vinna að gerð handrits fyrir kvikmynd sem öruggiega eigi eft- ir að vekja athygli ef af gerð henn- ar verður. Handritið segir Hov- hannes að hann skrifi með tvo gamla James Bond leikara í huga, þá Sean Connery og Roger Moore. „Myndin mun fjalla um þá Karl Marx og Engels. Hér verður ekki um að ræða neina pólitíska umfjöllun heldur er athyglinni beint að drykkjuskap og lauslætis- lifnaði Marx en hinn velkæddi herramaður Engels er svo aftur andstæða hans,“ segir Hovhann- es. „Að mínu mati yrði Connery frábær sem Marx, enda líkur hon- um í útliti og Moore jafngóður sem herramaðurinn Engels.“ Frá því að Hovhannes dvaldi hérlendis hefur hann sett upp leik- verk víða um heim m.a. í Arm- eníu. Fyrir störf sín að leiklistar- málum þar í landi var honum veitt heiðursorða armeníska mennta- málaráðuneytisins. Síðasta verkið sem hann setti upp í Armenínu var Lér konungur og átti að fara með þá uppsetningu í leikför um Sovétríkin. En þá komu jarð- skjálftarnir miklu til sögunnar og leikförinni var frestað. Hovhannes segir að fjölskylda sín hafi farið illa úr jarðskjálftunum eins og flestir íbúar landsins. Hann nefnir þar að auki að foreldrar sínir búi í Beirút þannig að skammt sé milli lífs og dauða í lífi hans og ættmenna. Hovhannes minnist dvalar sinnar hérlendis með töluverðri hlýju. Hann ber Islendingum hið besta söguna og segir land og fólk hreint frábært í viðkynningu. „Ég elska ísland og íslendinga. Dvöl mín á íslandi var mikil per- sónuleg lífsreynsla og ég mun alltaf muna eftir þessum tíma,“ segir Hovhannes. „Dvölin var mér ógleymanleg og breytti töluvert lífsýn minni. Því mun landið ávallt skipa veglegan sess í minningum mínum." Hovhannes I. Pilikian leikstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.