Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 16

Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu í Snekkjuvogi 17. Tímapantanir daglega frá kl. 14-18. Eua Marie Bauer, tannlæknir. Hcettulegasta vopnið í veski konunnar er blóðrautt frá Astor Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar nagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafín. Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hæl. „Heilagt stríd“ Aldraður írani hughreystir son sinn, sem bíður þess að vera tekinn af lífi. Þegar skotdrunurnar og byssu- geltið á vígvöllum Persaflóa- stríðsins hljóðnuðu gafst stjórn- völdum í Iran ráðrúm til að beita hernum gegn öðrum óvini, hinum syndum spilltu öflum innanlands, eiturlyfjasmyglurum, vændis- konum, mannræningjum og vasa- þjófúm. * Anokkurra daga fresti eru tugir eiturlyfjasala teknir opinber- lega af lífi á götuhornum og vænd- iskonur og þeir, sem gerst hafa sekir um kynferðisglæpi, eru grýtt til dauða. Heróínneytendum er smalað saman og þeir sendir í vinnubúðir undir því yfirskyni, að þar skuli þeir endurhæfðir. Hinn íslamski byltingareldmóður snýst nú um að uppræta ytri einkenni þeirra félagslegu og efnahagslegu erfiðleika, sem þjóðin glímir við. „Heilaga stríðið" gegn syndinni beinist aðallega að eiturlyfjasölum og eiturlyfjaneytendum. Eiturlyfja- neysla á sér raunar langa sögu í íran en á 18. og 19. öld, samfara útþenslu Breska Austur-Indíafé- lagsins og vaxandi ópíumneyslu í Kína, varð_ ópíumnotkunin æ al- gengari í íran líka. Var svo allt fram á þessa öld og eiturlyfjaneyt- eridur voru orðnir hluti af samfé- lagsmyndinni. Árið 1955 bannaði keisarinn ungi valmúarækt og ópíumreykingar en það kallaði á eftirspurn eftir öðrum fíkniefnum. Þau komu síðan með heróíninu, sem var fyrst framleitt á rannsóknastofum í Evrópu. 1969 nam keisarinn bannið við ópíum- notkun úr gildi, leyfði valmúarækt- unina og hið opinbera tók að sér að útvega skráðum ópíumþrælum sinn daglega skammt. Fyrir bylt- inguna 1979 voru ópíumreykingar algengar og komnar í tísku meðal fína fólksins. Á þessum tíma voru skráðir 250.000 ópíumneytendur og þar af var þriðjungurinn kominn yfir sex- tugt. I raun voru þeir miklu fleiri og þess utan var heróínneyslan mjög vaxandi, einkum meðai ungs fólks í borgunum. Með byltingunni voru öil vímu- efni gerð útlæg og valmúarækt bönnuð og þeir, sem teknir voru með meira en fimm grömm af her- óíni og eitt kíló af ópíum, voru dæmdir til dauða. Ofgamennimir í Iran vildu sjá blóðið renna og Khomeini erkiklerk- ur útnefndi alræmdan grimmdar- segg, Khalkhaii erkiklerk, sem sér- stakan dómara í málum stjórnar- andstæðinga en með þeim voru eit- urlyfjasalar flokkaðir. Lýsti Kho- meini því yfir, að heróíndreifingin væri samsæri, runnið undan riíjum Bandaríkjamanna, og baráttan var nú orðin að hugsjón, sem nærðist á Bandaríkjahatri áhangendanna. Eiturlyijaneysla er óvíða meiri en í íran þótt stjórnvöld segist hafa upprætt valmúaræktunina. Þá er íran einnig á skrá Bandaríkjastjórn- ar yfir þau ríki, sem ekki vilja hafa neitt samstarf í baráttunni við eitur- lyfin. Mokhtar Kalantari, sem stjórnar sérsveitum hersins í eitur- lyijastríðinu, sakar bandarísku leyniþjónustuna, CIA, um samstarf Næstu sex vikurnar frá 12/3 - 2/4 verða valin afmælisbörn dagsins á Bylgjunni. Öll börn fædd 1981 eða síðar geta verið með. Á hverjum degi verða valin þrjú börn sem fá RC-cola gos og RC-cola bol. Aðeins þarf að hringja inn nöfn þeirra á Bylgjuna í síma 611111 Á laugardögum verða valin afmælisbörn vikunnar og fá: þrjú þeirra EGILSGOSBIL með RC-cola gosi 1Ó börn fá RC-cola töskur 20 börn fá RC-cola boli. Verið með í afmælisleik Ölgerðarinnar og Bylgjunnar 1® _.aö sjáHsög&i!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.