Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 232. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsips Þýskaland: Ráðherra særð- ur eftir skotárás Bonn. Reuter. WOLFGANG Schauble, innanríkisráðherra Þýskalands, særðist alvar- lega í gærkvöldi þegar honum var sýnt banatilræði. Árásarmaðurinn, sem lögregla sagði forfallinn eiturlyfjaneytanda, var handtekinn í gær. í frétt þýska sjónvarpsins sagði að Scháuble, sem er ííokksbróðir Helmuts Kohls kanslara, hefði verið að koma af flokksfundi í Oppenau nærri Freiburg þegar á hann var skotið. Wolfgang Schauble. í tilkynningu þýska innariríkis- ráðuneytisins segir að að Scháuble sé alvarlega særður en ekki í lífshættu. Einn lífvarða hans særð- ist einnig í árásinni. Óstaðfestar fréttir sögðu að tveir menn hefðu sést flýja af vettvangi. Scháuble, sem er 48 ára gamall, hefur setið á vestur-þýska þinginu fyrir kristilega demókrata síðan árið 1972. Innanríkisráðherra varð hann í fyrra. Forseti egypska þings- ins ráðinn af dösrum Kairó. Reuter. n RIFAAT Mahjoub, forseti egypska þingsins, var myrtur í miðborg Kairó í gær og er hann æðsti embættismaðurinn sem veginn er þar í landi frá því ofsatrúarmenn úr röðum múslima myrtu Anwar Sadat forseta 1981. Morðingjar Mahjoub voru ijórir og komust þeir undan á mótorhjól- um. Ásamt þingforsetanum myrtu þeir þijá lífverði hans. Atburðurinn átti sér stað rétt fyrir klukkan 11 að staðartíma í gærmorgun fyrir utan Semiramis Intercontinental- hótelið en Mahjoub var á leið til fundar við sendinefnd sýrlenska þingsins í hóteli við hliðina á því, Meridien. Mohammed Abdel-Halim Moussa innanríkisráðherra sagði í gær að óljóst væri hvort morðið hefði verið framið af ofsatrúarmönnum sem hygðust reyna að steypa stjórn Hosni Mubaraks forseta eða af arabískum hermdarverkamönnum sem styddu Saddam Hussein Iraks- forseta. Mótmæli íAmman Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna reyndi enn í gær að ná sam- komulagi um ályktun þar sem dráp ísraelskrar öryggis- lögreglu á 21 Pal- estínumanni í Jerús- alem síðastliðinn mánudag væru for- dæmd. Manndrápin hafa komið miklu róti á hugi manna fyrir botni Miðjarðarhafs og efndu um 20.000 Paiestínumenn til mótmæla í gær í Amman í Jórdaníu vegna framferðis ísraela. Maðurinn á myndinni hrópaði einnig slagorð til stuðnings írökum en bak við hann blaktir íraski fáninn. Reuter Saddam Hussein flytur ræðu á „Degi barnsins“ í írak: Vesturlönd ábyrg komi eitthvað fyrir írösk böm Nikósíu. Reuter. SADDAM Hussein, forseti Iraks, sagði í gær í ræðu á „Degi barns- ins“ þar í landi að Vesturlönd bæru ábyrgð á því ef írösk börn liðu vegna efnahagsþvingana Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Husseins sagði einnig að ótiltek- inn Fjöldi sovéskra hernaðarráð- gjafa í Irak fengi ekki að fara úr lándi ef Sovétmenn létu Bandaríkjamönnum í té upplýs- ingar um herstyrk íraks. * Ávarp Husseins í tilefni dagsins var lesið í írösku útvarpi. Hann vísaði til nýafstaðinnar ráðstefnu Blaðamaður Morgunblaðsins á ferð um Kúrdistan í Norður-írak: Við viljum úthella blóði okkar fyrir þig, Saddam - hrópuðu skólabörnin einum rómi í tíu mínútur samfellt Bagdad. Frá Jóliönnu Kristjónsdóttur, bladamanni Morgunblaðsins. „ÍRAK er eina landið sem veitir Kúrdum jöfn réttindi. Þegar Saddam Hussein forseti seg- ir eitthvað standa allir Kúrdar að baki honum,“ sagði Jasar Karim, æðsti valdamaður Kúrdistans, í gær. Við vorum nokkrir erlendir blaðamenn sem fenguni að fara til Kúrdistan í norðurhluta írak eftir að vísu fimm daga seinkun. Karim var spurður um rysjótt sam- skipti Kúrda og fraka í gegnum tíðina og hvernig hann gæti tekið svona djúpt í árinni m.a. með eiturefnaárás Iraka á kúrdískan bæ fyrir nokkrum árum í huga. „CIA liefur viðurkennt eftir rannsókn að íranir voru þar að verki og írakar komu þar hvergi nærri,“ sagði Karim og bætti við að allt færi fram í bróðerni milli Kúrda og íraka. Hann var beðinn um að útskýra frjálsar kosningar til kúrdíska þingsins þar sem 50 manns sitja og eftir harla ítarlegar lýsingar var niðurstaðan ein; Saddam í eigin persónu verður að am- ena fulltrúana með tölu þó svo þeir hafi verið réttkjörnir. Farið var með okkur í barnaskóla í Arbil þar sem sjö til tólf ára krakkar stóðu í skipulegum röðum og hrópuðu í sífellu í tíu mínútur: „Við viljum úthella blóði okkar fyrir þig, Saddam“ og var ekki laust við að hrollur færi um okkur erlendu blaðamennina við þetta sjúklega sjónar- spil. Á eftir fórum við inn í bekk tíu ára stelpna sem voru í kennslustund í arabísku. Eftir nokk- urt þras var leyft að.spyija hvort einhver þeirra vildi tala um Kúvæt. Eftir smáhik stóð tíu ára stelpa, Tabena, upp: „Ég veit hvað gerðist þar, við fengum aftur land sem við höfðum misst,“ sagði hún borginmannlega. Ilvort hún vissi hverjir væru í Saudi-Arabíu? „Ameríkanar af því þeir voru sendir til að ráðast gegn okkur.“ Hvað væri Ameríka í hennar augum? Sessunaut- ur hennar spratt upp og þær hrópuðu einum rómi: „Það er Bush, hann er vondur maður og vill ráða yfir okkur öllum.“ Á markaðnum í Arbil var þröng á þingi og við John Burns frá New York Times vorum svo heppin að missa sjónar á leiðsögumanni okkar í nokkrar mínútur. Við gáfum okkur á tal við miðaldra Kúrda sem reyndist .grýðilega ensku- mælandi. „Það hefur verið ókyrrt hér upp á síðkastið og allmargir Kúrdar sem eru ekki trú- ir írökum hafa verið myrtir og hús sprengd í loft upp. Konur og börn hafa dáið,“ sagði hann. Hann staðhæfði að stundum stæði „leppstjórn Karims“, eins og hann kallaði hana, fyrir þessu til að vekja upp ólgu og fá ástæðu fyrir aðgerð- um gegn Kúrdum. Hann hló kuidalega er við bárum undir hann þá fullyrðingu nefnds Karims að 1,2 milljónir Kúrda hefðu gefið sig fram til þess að beijast fyrir Saddam. Áður en hann gat svarað því kom leiðsögumaðurinn á vett- vang og var þá umsvifalaust tekið upp léttara hjal. þjóðarleiðtoga um hag barna i þriðja heiminum og sagði að þar hefðu margir Vesturlandabúar sýnt af sér mikla hræsni. „Það er þeim að kenna ef írösk börn látast vegna skorts á mat og lyljum sem rekja má til hinna ranglátu þvingunarað- gerða.“ írösk stjórnvöld gáfu í gær út þá tilkynningu að ef Sovétmenn létu Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanná, sem kemur til Moskvu í næstu viku, í té uppiýs- ingar um herstyrk íraka þá væri óhjákvæmilegt að kyrrsetja „ein- hvern fjölda“ sovéskra hernaðar- ráðgjafa í Bagdad. Sovétmenn voru áður einir helstu bandamenn íraka og voru um 1.200 sovéskir hernað- arráðgjafar í landinu þegar innrásin í Kúvæt var gerð. Margaret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands fór í gær hörðum 91'ðum um Hussein á landsfundi íhaldsflokksins. „Ekki kemur til greina að semja við menn eins og Hussein sem ráðast inn í erlent ríki, leggja það í auðn og myrða hvern þann sem stendur í vegi,“ sagði Thatcher og bætti við: „Maður hrekur þá á brott, refsar þeim og sér til þess að þeir geti aldrei endur- tekið slíkt hátterni." Gianni de Michelis, utajiríkisráð- herra Italíu, lét svo ummælt í gær að hernaðaraðgerðir gagnvart Irak kæmu til greina. ítalir gegna nú formennsku í Evrópubandalaginu. Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti sagði hins vegar í gær að Frakkar væru ekki að búa sig und- ir stríð í því augnamiði að hrekja Iraka út úr Kúvæt. Sjá „Kaifu vill..“ á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.