Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 Húsbréf og byggingarsjóðir eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Höfuðmarkmið húsnæðiskerfis hins opinbera hlýtur fyrst og fremst að vera að auðvelda þegn- um landsins öflun húsnæðis, en það gerir hið opinbera með þrenns konar hætti. Með rekstri fjármögn- unarkerfis sem auðveldar fjár- ögnun fasteignakaupa, með þátt- töku í kostnaði við öflun húsnæðis, pg með byggingu leiguhúsnæðis. í þessari grein verður farið nokkr- um orðum um þau almennu skil- yrði sem húsnæðiskerfi hins opin- bera býr við. Fjármögnunarkerfi Auðveldun á Ijármögnun felst í því að hið opinbera setur á laggirn- ar ijármögnunarkerfi sem reynir að fullnægja þörfum fasteigna- kaupenda á sem bestan hátt miðað við ákveðin skilyrði. Það lánar háar fjárhæðir til mjög langs tíma, þannig að greiðslubyrði fasteigna- kaupenda verði viðráðanleg. Eini takmarkandi þátturinn í siíku hús- næðislánakerfi er aðgangur þess að fjármagni til endurlána. Hafi það nægan aðgang að íjármagni er auðvelt að fullnægja flestum þörfum fasteignakaupenda. Sé aðgangurinn hins vegar-tak- markaður verður húsnæðislána- kerfið að sjálfsögðu að taka mið af því. I raunveruleikanum ræðst fjáröflun húsnæðislánakerfisiris fyrst og síðast af sparnaði þjóðar- búsins og þeim vöxtum sem lána- kerfið er tilbúið til að bjóða. Ef sparnaðurinn S þjóðarbúinu vex og/eða ef húsnæðislánakerfið er reiðubúið að greiða hærri vexti en aðrir aðilar hagkerfisins vex að- gangurinn þess að ijármagni. Við ljármögnun útlána getur húsnæðislánakerfið bæði samið við einstaka fjármagnseigendur um kaup á skuldabréfum þess, s.s. lífeyrissjóðina, eða selt skuldabréf- in beint á opnum markaði og þann- ig fjármagnað lánin til fasteigna- kaupenda. En það sem setur sölu skuldabréfa husnæðislánakerfis- ins, eða hinum svonefndu húsbréf- um, fyrst og fremst skorður er eins og áður segir sparnaðar- hneigðin í þjóðfélaginu, því ekki er hægt að gefa út fleiri skulda- bréf en sparnaðareftirspurn þeirra gefur tilefni til, nema það hafi áhrif á raunvirði þeirra til lækkun- ar. Sparnaðurinn skapar með öðr- um orðum meginforsenduna fyrir þeirri ijárfestingu sem á sér stað í þjóðfélaginu, og ræðst sá sparn- aður af tekjum fólks og vaxtastigi hagkerfisins. Núverandi húsnæðiskerfi Eins og lesa má í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um ijárhagsstöðu byggingarsjóðanna hefur ’86-lána- kerfið eða Byggingarsjóður ríkis- ins lánað til um 4.000 íbúða á ári síðustu þijú árin. Meðallánið hefur verið um það bil 2,1 milljón króna á íbúð á júní verðlagi 1990. Heild- arútlán Byggingarsjóðs ríkisins hafa því verið rúmlega 8 milljarða króna á ári. Að Byggingarsjóði verkamanna meðtöldum hafa heildarútlán byggingarsjóðanna hækkað úr 10 milljörðum króna árið 1987 í 12 milljarða króna árið 1989 á júní verðlagi 1990. Um 93% af íjármögnun útlána ársins 1989 komu frá lífeyrissjóðum lands- manna. Húsbréfakerfið hóf göngu sína 15. nóvember 1989 með útgáfu á 1. flokki húsbréfa að heildarfjár- hæð 2 milljarða króna og vom nafnvextir bréfanna ákveðnir 5,75%. Þessi fyrsti flokkur hús- bréfa mun hafa klárast í ágústlok síðastliðinn. Hinn 1. ágúst höfðu alls borist 2.745 umsóknir til hús- bréfakerfisins. Þar af höfðu 2.102 fengið „umsagnir“ og 437 fast- eignaveðbréf voru afgreidd. Laus- leg áætlun bendir til þess að með- allán í húsbréfakerfinu sé í kring- um 3 milljónir króna á júní verð- lagi. Af þessu má ráða að fjárþörf Byggingarsjóðs ríkisins mun auk- ast um 50%, þ.e. úr rúmlega 8 milljörðum króna á ári í ríflega 12 milljarða króna, ef lánaijöldinn verður óbreyttur frá ’86-kerfinu. Ef hins vegar lánsfjárþörf sjóðsins verður svipuð og nú verða um 30% færri lánaumsóknir afgreiddar í húsbréfakerfinu. Veikleiki húsbréfakerfisins Frá hagfræðilegu sjónarmiði er grundvallarmunur á húsbréfakerf- inu hér á landi og húsbréfakerfum annarra landa. Munurinn liggur í eftirfarandi: Erlend húsbréfakerfi fjármagna útlán til fasteignakaup- enda með útgáfu sérstakra hús- bréfa, sem seld eru á viðeigandi markaði, þ.e. fjármagnsmarkaði. Þannig fást peningar til útlána. Með þessari útfærslu er fyrst höfð- að til sparnaðarins í þjóðarbúinu með sölu á húsbréfum. Síðan er sparnaðinum ráðstafað til fast- eignakaupa. Þannig verður ijár- festingin aldrei meiri en sparnað- urinn gefur tilefni til miðað við skynsamlega og eðlilega vaxtaþró- un-, í íslenska húsbréfakerfinu eru húsbréf ekki seld í fyrstu umferð á fjármagnsmarkaði fyrir peninga, sem síðan eru lánaðir fasteigna- kaupendum. Nei, í því kerfi greiðir fasteignakaupandinn fasteignina með húsbréfum að hluta til. Með þessari útfærslu, á ijárfestingin sér fyrst stað. Síðan er látið reyna á hvort sparnaðurinn í þjóðarbúinu verði nægjanlegur til að mæta þeirri fjárfestingu miðað við skyn- samlega og eðlilega vaxtaþróun. Hér vantar því nauðsynlega tak- markandi þátt í útfærslu húsbréfa- kerfisins, sem draga á úr líkum á afföllum og verðbólguáhrifum sem geta komið til ef fjárfestingin verð- ur of mikil miðað við sparnaðinn. Hér er um grundvallaratriði að ræða í útfærslunni. Góður ásetn- ingur um hóflegt framboð af hús- bréfum samrýmist engan veginn þeim ströngu kröfum sem gerðar eru til peninga- og fjármálakerfis í þróaðri ríkjum. Engum er fengið slíkt (útgáfu-) vald nema það sam- ræmist vel viðurkenndum leikregl- um, því allar líkur benda til þess að það verði misnotað fyrr eða síðar. Ein af mörgum óæskilegu af- leiðingum þessa veikleika í út- færslu húsbréfakerfisins er mögu- leikinn á svikum við húsbréfaspa- rendur. Of mikið framboð af hús- bréfum myndi rýra verðmæti þeirra húsbréfa sem þegar eru í Jóhann Rúnar Björgvinsson „Veikleiki húsbréfa- kerfisins getur orðið mikill skaðvaldur í íslensku efnahagslífi.“ eigu sparenda. Þannig getur þessi útfærsla komið aftan að sparend- um. Ef þeir vildu losa sig við bréf- in yrði það aðeins gert með meiri afföllum. Ahrifin eru svipuð og á peningaeign fólks ef peningaprent- un verður of mikil. Virði hennar rýrnar. Að sjálfsögðu er ekki hægt að galdra neinar biðraðir burt á skömmum tíma. Fjárfestingin í landinu hlýtur alltaf að taka mið af sparnaðinum í þjóðfélaginu (ef gert er ráð fyrir að ekki séu tekin erlend lán). Því er ekki hægt að lána hærri ijárhæð en sala hús- bréfa gefur tilefni til. Ef framboð fasteignakaupenda á veðskulda- bréfum til húsnæðislánakerfisins er mun meira en eftirspurn eftir húsbréfum á íjármagnsmarkaði, miðað við skynsamlega og eðlilega vaxtaþróun, verða biðraðir að sjálf- sögðu til staðar. Með tímanum koma biðraðirnar til rneð að stytt- ast, en þær hafa meðal annars myndast vegna niðui'greiðslu vaxta í núverandi lánakerfi. En auðvitað er hægt að uppræta bið- raðir á mjög skömmum tíma með mjög háum raunvöxtum, en það er ekki markmið húsnæðiskerfis hins opinbera. Það þarf að vinna sig hægt og sígandi út úr því ójafn- vægi sem ríkir í húsnæðismálum með skynsamlegri og eðliiegri langtíma vaxtaþróun að leiðarljósi. Kostnaðarþátttaka í hinum vestrænum velferð- arríkjum hefur hið opinbera tekið ríkan þátt í kostnaði fasteigna- kaupenda með margvíslegum hætti til að auðvelda þeim öflun húsnæðis. Slík þátttaka hefur eink- um verið með þeim hætti að fast- eignakaupendur hafa notið vaxta- og húsnæðisfrádráttar í gegnum skattkerfið, niðurgreiðslu á vöxt- um í gegnum húsnæðislánakerfi, og beinna framlaga í formi vaxta- bóta og húsnæðisstyrkja. í ’86-kerfinu er hugsunin sú að ríkissjóður greiði með ríkisfram- lögum vaxtamuninn milli inn- og útlána þess lánakerfis. Því meiri vaxtamunur því hærra ríkisfram- lagið. Eða eins og segir í greina- gerð með frumvarpi þess kerfis. „Þörfin fyrir framlag ríkissjóðs ræðst þegar fram í sækir ekki ein- ungis af lánsijárþörfinni heldur ekki síður af vaxtaniðurgreiðsl- unni. Hún er svo aftur háð vaxta- muninum á teknum lánum og.yeitt- um og muninum á endurgreiðsl- utíma lánanna. Verði hér um veru- legan mun að ræða í vöxtum og tíma og niðurgreiðslan því mikil kallar það sem fyrr segir á vax- andi framlag ríkissjóðs“. í húsbréfakerfinu er hugsunin hins vegar sú að ríkissjóður greið- ir niður vextina eftir á með vaxta- bótum og þá aðeins föstu vextina, þ.e.a.s. fasteignakaupandinn fær ekki greitt upp í afföllin af húsbréf- um sem líklega reiknast inn f fast- eignaverðið. Hann greiðir með öðr- um orðum föstu vextina af veð- skuldabréfunum sem hann selur Húsnæðisstofnun, en fær síðan vaxtabætur upp í þær vaxta- greiðslur. Hvort lánakerfið tekur meiri þátt í kostnaði fasteigna- kaupenda er ekki ljóst á þessu stigi þar sem húsbréfakerfið hefur ekki komið í stað ’86-kerfisins nema Þorsteinn Gylfason: Lærdómsritin tvítug Upphaflega var ætlunin að Lærdómsrit Bókmenntafélagsins kæmu að jafnaði út eitt á ári eða svo. Nú eru þau tuttugu og sex og tvítug að aldri. Þrjú hin nýj- ustu — Lof heimskunnar, Mann- gerðir og Saga tímans — komu út núna í sumar. Sem ritstjóri þessara bóka frá öndverðu er ég auðvitað að rifna af montni. Og mér þykir ekki úr vegi að segja sögu þeirra á tvítugsafmælinu. Því bækur eiga sér örlög eins og sagt var í fornöld. Vorið 1962 var ég nítján ára að aldri að hefja heimspekinám við Harvardháskóla í Cambridge, Massachussetts. Eitt námskeið- anna sem ég tók hét Hugmynda- saga 20stu aldar, og var kennar- inn H. Stuart Hughes, prófessor í sagnfræði og atkvæðamikill vinstri sinnaður stjórnmálamaður. Hann ætlaðist einkum til þess af okkur nemendum sínum að við læsum frumheimildir þessarar hugmyndasögu: Afstæðiskenn- inguna eftir Einstein og Um sál- greiningu eftir Freud og einar tuttugu bækur aðrar, auk þess sem við tileinkuðum okkur yfir- litsrit hans sjálfs sem heitir Vit- und og samféjag (Consciousness and Society). Ég reif þessar bæk- ur í mig eins og hungraður úlfur. Og ég sór þess eið að ef ekki þessar bækur þá skyldu að minnasta kosti svona bækur koma út á íslandi til að seðja þar al- mennt hungur sem ég gat ekki ímyndað mér að væri minna en mitt hafði reynzt. Nú var ég að byija harðneskju- legt háskólanám, og auk þess að gefa út tímaritið Jörð með vini mínum Sverri Hólmarssyni og þýðingu á Endurtekningunni eftir Sören Kirkegaard. Hvorttveggja kom á forlagi Ragnars. í Smára eins og fleiri vonlaus varningur á þeirri tíð. Það varð því ekki fyrr en 1968 að ég tók að hugsa af alvöru um bókaflokkinn góða, sem mig hafði nú dreymt um í sex ár, en þá settist ég að í Reykjavík til að semja og flytja Hannesar Árna- sonar fyrirlestra um heimspeki í Háskóla íslands. Ragnar bauðst auðvitað til að gefa allt saman út. Þó nú væri. Þó meira væri. Og ég réð menn til verka: fyrstan Jón Sigurðsson nú iðnaðarráð- herra til að þýða Iðnnki okkar daga eftir Galbraith. (Þegar til kom var Jón farinn til náms í Englandi þegar þýða þurfti bókina svo að Guðmundur Magnússon síðar háskólarektor og nú prófess- or tók verkið að sér.) Einn góðan veðurdag býður Ragnar mér í hádegismat á Hótei Borg grafalvarlegur í bragði. Hann var að koma frá bankastjór- um. Þeir höfðu verið ennþá alvar- legri. Þar réð mestu gífurlegt fé sem Ragnar hafði fest í eftirprent- unum á málverkum íslenzkra list- málara. Þessar eftirprentanir eru nú kunnar hveiju mannsbarni á íslandi, en voru það ekki þá svo að Ragnar riðaði á barmi gjald- þrots. Og afleiðingarnar blöstu við: hann varð að hætta við þetta og hitt, meðal annars við bóka- flokkinn sem annars var orðinn honum jafnkær og mér. Hann sagði mér að tala við Almenna bókafélagið. Og það gerði ég. Ég gerði skriflega áætlun, lista yfir bækur, þýðendur ogforspjallshöf- unda, yfirlýsingar um ýtrustu gæðakröfur sem gerðar yrðu til allrar vinnu að bókunum, þar á meöal ströngustu ritstjórn. Al- menna bókafélagið velti vöngum mánuðum saman. Þá var vinur minn Ólafur Jónsson bókmennta- fræðingur nýlega tekinn þar til starfa sem bókmenntaráðunautur og ritstjóri Félagsbréfa. Fyrir vik- ið fékk ég fréttir af því jafnt og þétt hvernig mönnuny litist á bókaflokkinn og mig. I fæstum orðum voru skoðanir mjög skipt- ar. Á endanum kom afsvar: þetta mundi aldrei borga sig. Um þessar mundir dró til tíðinda í Hinu íslenzka bók- menntafélagi. Gerðar voru tvær stjórnbyltingartilraunir í félaginu og heppnaðist hin síðari. Þá lét Einar Ólafur Sveinsson prófessor af forsetastörfum en við tók ung- ui' lögfræðingur, Sigurður Líndal þá hæstaréttarritari en nú próf- essor. Eitt af fyrstu verkum Sig- urðar á forsetastóli var að ráða nýjan ritstjóra Skírnis í stað Hall- dórs Halldórssonar prófessors og varð þar fyrir valinu jafnvel yngri maður en Sigurður. Sá var ein- mitt Ólafur Jónsson, starfsmaður Almenna bókafélagsins. Ég hygg það hafi verið á fyrsta eða öðrum fundi þeirra Ólafs og Sigurðar að Ólafur sagði Sigurði frá bjástri mínu við bókaflokkinn sem enginn vildi sjá. Sigurður bauð mér að drekka með Sér kaffi í Norræna húsinu. Þá þafði ég aldrei hitt hann fyrr. Ég sýndi honum öll mín gögn og flutti ein- hver brot úr fyrri predikunum um fyrirtækið, sýnu þreytulegar en fyrr. Eftir hálftíma sagði hann: „Ég gef þetta út!“ Og það gei'ði hann. Haustið 1969 kom í Skírni lítil greinargerð eftir mig og hét „Nokkur orð um nýjan bóka- flokk“. Þar stóð á einum stað að í þessum nýja flokki yrðu einkum lærdómsrit en ekki fagrar bók- menntir. Ragnar Jónsson hæsta- réttarlögmaður sem sat lengi í fulltrúaráði Bókmenntafélagsins hnaut af einhveijum ástæðum um orðið „lærdómsrit" og hafði orð á því við Sigurð í. síma að þetta væri ágætt orð. Ég man ekki hvor okkar Sigurðar fékk hug- ljómunina: þarna var nafnið kom- ið á flokkinn. Haustið 1970 komu út fyrstu fimm lærdómsritin (tvö af þeim hafa verið endurprentuð einu sinni og eitt tvisvar). Útkomudaginn var veglegt viðtal við okkur Sig- urð í Morgunblaðinu. Kvöldið eft- ir héldum við Sigurður og Ólafur Jónsson upp á þessi tímamót með umtalsverðri víndrykkju heima hjá mér. Sigurður fór tiltölulega sneíhma heim af vinnusemi sem þjakar hann til þessa dags. Við Öli sátum. Klukkan fimm um morguninn hringdi síminn og ókunnug rödd spurði eftir Þor- steini Gylfasyni.' Þetta var sjó- maður á Húsavík á leið á sjó í morgunsárið. Hann hafði lesið viðtalið við okkur Sigurð í flýti. Þar talaði ég á einum stað um Bókasafn Þjóðvinafélagsins sem heita má fyrirrennari Lærdóms- ritanna, og nefndi það að bókin Sókrates sem hefði meðal annars að geyma varnarræðu Sókratesar væri í þeim flokki. Sjómaðurinn skildi það svo að Sókrates væri í okkar flokki, og vildi biðja mig að senda sér hana þegar í stað. Ég leiðrétti misskilninginn en lof- aði þessum manni að gefa út Sókrates, og meira að segja í heilu lagi því að Þjóðvinafélags- bókin væri stórlega stytt. Iiann lét það gott heita, og sagðist mundu gefa dóttur sinni þessa bók í fermingargjöf. Bókin heitir Síðustu dagar Sókratesar og kom út 1972. Ég vona að hún hafi náð fermingunni. Svo má nefna að hún er til þessa dags metsölubók- in meðal Lærdómsrita Bók- menntafélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.