Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Sálina á vogarskálina Til Velvakanda. „Þinn líkami er fagur sem laufg- uð björk, en sálin er ægileg eyði- mörk.“ (D.S.) Oft höfum við nú að vísu vanist þessu öfugt, þ.e. að syndin saurgi líkamann, en sálin skyldi þá helst vera saklaus og hrein þegar hún losnar úr prísundinni á hinum hinsta degi. Menningin hvílir á gömlum merg. Hún er eins og úthafsaldan, djúp og þung. Skipbrot verða frekast á grunnsævi. Hefð og siðir eru yfir- hafnir menningarinnar. Við klæð- umst sama siðgæðinu ár eftir ár, eins og forfeður okkar, af hefð og venju. A fimm þúsund ára gömlu menn- ingarsögulegum ferli okkar hefur margt breyst. Eitt lífsviðhorf hefur þó orðið öðrum lífsseigara, en það eru hugmyndir okkar um sálina og sögulegan þátt hennar i lífi okkar. Tvískiptingin sál/líkami er uppi- staðan í mörgum trúarbrögðum. Menn tala jöfnum höndum um sál og anda, þó er eins og andinn verði eftir þegar menn andast, og sálin yfirgefur líkamann. Andartúarmenn eða spiritistar hafa mestan áhuga fyrir lífinu handan móðunnar miklu, og því hvernig koma má á sambandi við hina framliðnu. Sálin virðist samkvæmt þessu hafa lifað af dauðann, og lifi nú áfram sjálfstæðu lífi. Kristin kirkja kallar þetta kukl og galdra (látið framliðna í friði) en sjálflr segjast ókristnir spiritistar vera að boða nýja trú sem leysa muni kristindóminn af hólmi. Spurt er um það hvort spiritismi sé trú eða vísindi. Ef andartrúar- menn eingöngu leitast við að safna frásögnum um yfirnáttúruleg fyrir- bæri, en reyna ekki að rannsaka með hvaða hætti slík atvik eiga sér stað, þá geta þetta a.m.k. ekki tal- ist vísindaleg vinnubrögð. Sálfræðingar hafa að vissu leyti fastari jarðveg undir fótum. Þeir hafa eingöngu áhuga fyrir lifandi sál eða anda, og þeirra verkefni er að rannsaka og útskýra hvernig sálin/andinn verkar á líkamann og öfugt. En hvað er þá sál? Hún hefur enga stærð lögun né lit. Hún verður hvorki mæld né vegin, og hún hefur engin ytri einkenni. Það er erfitt að hrófla við gam- alli hefð og trú „Sígildum sannleika“ má líkja við gamlar gróusögur, séu þær kveðnar nógu oft og lengi, þá enda þær sem „heilagur sannleikur“. Það er að reiða hátt til höggs að vilja sálina feiga, en orðaleikur getur valdið því hvaða merkingu hver og einn legg- ur í orðið sál. Hentisemi virðist þannig ráða orðavali þegar talað er um sál og anda. Kraftaverk er ekki hægt að end- urtaka, væri svo, væru þau ekki lengur kraftaverk. Sönnunargildi frásagnar byggist einmitt á því að hægt er að sanna atvikið með end- urtekningu. Yfirnáttúrulegt er allt það sem ekki lýtur náttúrulögmálum. Menn tileinka því Guði hið yfimáttúrulega af því að hann á að geta upphafið og brotið eigin lögmál. . Yfirskilvitlegt er aftur það sem við ekki skiljum í dag, en sem beita má dómgreind og reynslu til að skilja etv. þótt síðar verði. Hér eru því vatnaskil trúarinnar annarsvegar, og reynslu og þekk- ingar hinsvegar. Ég er ekki tækni- fræðingur, þó skilst mér að beisluð orka sem við þekkjum sem raf- magn, talsíma, útvarp, sjónvarp, o.s.frv. sé öll af manna völdum, og það enda þótt þetta hefði allt verið talin kraftaverk fyrir aðeins hundr- að árum. Já, hvað er sál og hvað er andi? Frá páfagarði bárust þær fréttir hér á árunum að „maðurinn“ gæti tæknilega séð hafa orðið til fyrir hreina hendingu, en bætti hans heilagleiki við „Guð blés allavega andanum í hann“. Kirkjuhöfðingj- anum léðist þó að geta þess hvað „andi“ er, og erum við því engu nær. Það er e.t.v. engin furða. Menn elta sálina eins Qg skuggann af sjálfum sér. Þeir grípa þó alltaf í tómt. Sálin verður ekki skilin frá líkamanum frekar en skugginn. Sálin er sólargeisli líkamans. Sál og líkami eru eitt og hið sama. Sálin/andinn er vottur þess að við lifum. Sálin býr ekki í líkamanum hún er líkaminn. Öll líffæri líka- mans eru tengd saman í eitt kerfí. Þau verka hvert á annað og frá þeim öllum stafar útstreymi. Vegna þessa er það sannað að menn geta læknað sjálfa sig, jafnvel af alvar- legustu sjúkdómum með hugarorku einni saman. En einnig orkustreymi utanfrá getur verkað bæði jákvætt og neikvætt á okkur. E.t.v. gætum við kallað alla samverkandi þætti líkamans einu nafni — sál. Þetta þriggja milljarða gamla sprengjubrot úr sólinni sem við köllum heimili okkar, einstætt í al- heimi að því leyti að hvergi annars- staðar finnst vottur af lífi. Hér á jörðu kviknaði svo líf fyrif 300 milljónum ára, þegar við sem einfrymingar börðumst fyrir lífí okkar í einhverri forarvilpunni. Þar eð andi er vottur um líf, og sálin er starfandi andi, þá eru allar lifandi verur gæddar anda, og að þessu leyti aðskiljum við okkurekki frá öðrum lífverum jarðar. Já, „maðurinn" hefur verið „í smiðju" í 300 milljón ár. Hvernig litum við út eftir næstu 300 milljón ár? Hefur andinn þá gegnum- streymt allt hold og maðurinn þann- ig orðið algjörlega meðvitaður um sjálfan sig? Hvað bíður okkar: Nir- vana, fullkomnun, guðdómur eða ragnarök. Ég eftirlæt það öðrum, mér getspakari, að spá í það. Með ESP (extra sensory perc- eption) rannsóknum hefur opnast alveg nýr heimur. Enginn veit í dag hvað rannsóknir á sjötta skilningar- vitinu fjarhrif, fjarskyn og fjarsýn, svo og áhrif andans á hinn lífvana efnisheim, leiða í ljós. Fyrirbæri sem virðast óháð tíma og rúmi, svo og hinum fimm þekktu skilningarvit- um Við höfum barið á dyr, og opn- ast hefur smá smuga inn í óendan- leikann. Látum okkur því í lokin gleðjast yfir því sameiginlega hvað við eigum ennþá margt öreynt og ólært — um sálina. Richardt Ryel FLUGLEIÐIR » HLUTHAFAFUNDUR Hluthafafundur í Flugleiðum hf. veróur haldinn þriðjudaginn 23. október í Höfða, Hótel Loftleiðum. Fundurinn hefst kl. 16.00. DAGSKRÁ: 1. Breyting á samþykktum félagsins. a) Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta til núver- andi hluthafa eóa nýrra hluthafa, fáist ekki áskrift hjá núver- andi hluthöfum fyrir allri aukningunni. b) Tillaga um breytingu á 5. gr. b. þess efnis, að arður skuli greiddur innan þriggja mánaða frá ákvörðun aóalfundar um arðgreiðslu. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, reikningar félagsins og skýrsla stjórnar munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir hluthafafundinn. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild, 2. hæð, frá og með 16. október nk. kl. 9.00-17.00, fundardag til kl. 15.30. Sijórn Flugleióa hf. Bridgenámskeið Bridgenámskeið Bridgefélags Hafn- arfjarðar og nágrennis hefst þriðju- daginn 16. okt. Skráning í síma 51983. Svissneskur hótel- og ferðamálaskóli 2 ára nám í hótelstjórnun. Lýkur með prófskírteini. Eini skólinn í Sviss þar sem kennsla fer fram á ensku og námið er viðurkennt af HCIMA. Námið fæst metið í bandarískum og evrópskum háskólum. 1 árs nám í ferðamálafræði. Lýkur með prófskírteini. Námskeið í almennum ferðaskrifstofustörfum. IATA réttindi. Skrifið til: HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL, 1854 D Leysin, Switzerland. Sími: 9041-25-342611 - Fax: 9041-25-341821. HOSTR 31 árs rcynsla. , ■■■■.. ................ PRÓFKjÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK Við höfum opnað kosningaskrifstofu að Nóatúni 17, 2. hæð. Opið frá kl. 10-20 alla daga. Símar: 26074 og 26076. Lítið við - alltaf heitt á könnunni! * JT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.