Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 7 50 þúsund tonn eft- ir af þorskkvótanum 25 þúsund tonnum minna en í fyrra ÞORSKAFLINN var 260 þús- und tonn fyrstu 9 mánuði árs- ins, eða 19 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands. Þorsk- aflinn verður um 310 þúsund tonn í ár, þannig að um síðustu Kærði nauðg- unartilraun KONA um fimmtugt kom snemma í gærmorgun á miðbæjarstöð lög- reglunnar í Reykjavík og kærði tvo menn i'yrir tilraun til nauðgun- ar. Konan var . með talsverða áverka eftir barsmíðar mannanna og föt hennar voru rifin. Konan sagðist hafa hitt mennina við Bjórhöllina í Breiðholti og tekið leigubíl með þeim að húsi í Vestur- bænum. Samkvæmt frásögn konunn- ar réðust mennimir á hana er þang- að var komið og börðu hana. Hélt annar maðurinn konunni síðan á meðan hinn reyndi að koma fram vilja sínum við hana. Konunni tókst þó að sleppa frá þeim og náði hún 1 leigubfl, sem flutti hana á lögreglu- ítöðina. Leit að mönnunum hófst þegar, fen síðdegis í gær hafði enginn verið handtekinn vegna málsins. Konan vissi ekki nákvæmlega í hvaða húsi atburðurinn hefði átt sér stað. Það var talið myndu auðvelda leitina að mönnunum að konan átti í fórum sínum greiðslukortakvittun fyrir far- inu með leigubflnum ofan úr Breið- holti. Að sögn lögreglu var vonazt til að leigubílstjórinn gæti staðfest að hvaða húsi var ekið. mánaðamót var eftir að veiða um 50 þúsund tonn af þorskk- vótanum, sem er 25 þúsund tonnum minna en veitt var af þorski síðustu þrjá mánuðina í fyrra. Heildaraflinn í ár er ein- ungis tæplega 4 þúsund tonnum minni en fyrstu 9 mánuðina í fyrra, eða 1,148 milljónir tonna. Um síðustu mánaðamót voru 19 þúsund tonn óveidd af ýsu, 22 þúsund tonn af ufsa, 26 þúsund tonn af karfa og 13.600 tonn af grálúðu. Á sama tír i í fyrra voru 21 þúsund tonn óvr dd af ýsu, tæp 26 þúsund tonn af afsa, 29 þúsund tonn af karfa og 4 þúsund tonn af grálúðu. Smábátar veiddu rúm 37 þús- und tonn af þorski fyrstu 9 mánuð- ina í ár, eða tæplega 7 þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þorskafli báta var hins veg- ar tæp 102 þúsund tonn, sem er um 20 þúsund tonnum minna en í fyrra og togarar veiddu 121 þús- und tonn af þorski, eða 4 þúsund tonnum minna en á síðastliðnu ári. Ýsuaflinn var 46 þúsund tonn fyrstu 9 mánuðina í ár, eða 5 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra og veidd voru 68.500 tonn af ufsa, sem er 14 þúsund tonnum meira en á síðastliðnu ári. Rækjuaflinn var 5 þúsund tonnum meiri en í fyrra, eða 22 þúsund tonn og hörpudiskaflinn var 2.600 tonnum meiri, eða 6.700 tonn. Grálúðuaflinn var aftur á móti tæplega 23 þúsund tonnum minni en í fyrra, eða tæp 32 þús- und tonn. Morgunblaðið/Birgir Charles E. Cobb, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, og Pétur Bjarnason, myndlistarmaður, með frumgerð höggmyndar Péturs. Gefa Reykvíkingum hög’gmynd BANDARÍSKU sendiherrahjónin á íslandi, Charles E. Cobb og Sue kona hans, hafa ákveðið að færa Reykvíkingum að gjöf höggmynd í tilefni af því að 1. júlí á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá því að Islendingar og Bandaríkjamenn tóku upp stjórnmálasamband. Gert er ráð fyrir að höggmyndinni verði valinn staður við Sæbraut- ina fyrir neðan Ingólfsstræti, en hún verður um fjórir metrar að hæð. Höfundur verksins er Pétur Bjarnason, myndlistarmaður. Charles E. Cobb segir að þau en þá hefði Sigurður sýnt honu'm hjónin hafi um nokkurt skeið haft í huga að minnast 50 ára afmælis stjórnmálasambands íslands og Bandaríkjanna með því að gefa höggmynd, sem á einhvern hátt minnti á tengsl ríkjanna. Skriður hefði komist á málið í sumar, þegar hann hefði verið á ferð á Akureyri með Sigurði Helga- syni, stjórnarformanni Flugleiða, höggmyndina „Farið“ eftir Pétur Bjarnasoh, sem Flugleiðir gáfu Akureyringum í tilefni þess að fimmtíu ár voru liðin frá því sam- fellt atvinnuflug var hafið á íslandi. Cobb segist hafa hrifist af verk- inu og ákveðið að leita beint til Péturs um að hann gerði verkið, í stað þess að efna til samkeppni, eins og upphaflega hefði verið hug- myndin. Pétur hefði nú lokið við frumgerð verksins og væri byijaður að stækka það upp í endanlega stærð. Hann leggur áherslu á það, að . 1. júlí árið 1941 hafi náðst merkur áfangi í samskiptum íslands og Bandaríkjanna. Þá hefði forsætis- ráðherra íslands, Hermann Jónas- son, farið þess á leit við Franklin D. Roosevelt, forseta Banda- ríkjanna, að Bandaríkin lofuðu að virða fullt sjálfstæði og fullveldi Islands og samdægurs hefði Roose- velt svarað því erindi hans játandi. í kjölfar þess hefðu ríkin skipst á sendiherrum og formlega hafið stjórnmálaleg samskipti. Efþú hittirfœrðu milljónir Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. SAMEINAÐA/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.