Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 13 eftir mér að skrif hans séu sprottin af a.nnarlegum hvötum og jafnvel í auglýsingaskyni á eigin persónu. Þar er málað út fyrir rammann því þessar fullyrðingar er hvergi að finna í grein minni, né heldur að Bragi sé á móti táknmáli og vinni gegn því. Ég væri vís með að veita fundarlaun þeim sem gætu bent mér á þesar fullyrðingar í skrifum mínum. Þó okkur Braga Ásgeirssyni greini á um ýmislegt veit ég að um flest gætum við orðið sammála. Og Heyrnleysingjaskólinn á hauk í horni þar sem Bragi er þegar og ef til þess kemur að stjómvöld gera alvöru úr þeim hugmyndum sínum að flytja nemendur nauðungarflutn- ingum inn í sérdeild í almennum grunnskóla og þar með leggja Heyrnleysingjaskólann niður. Þá veit ég að Bragi leggst á árarnar með okkur til að forða því stórslysi að „sturta öllu heyrnarlausu fólki út í almenna skólakerfið", eins og hann orðaði það svo ágætlega sjálf- ur. Höfundur er skólastjóri Heyrnleysingjaskólans. Athugasemd Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Birni Haraldssyni framkvæmda- stjóra Glámu hf.: „Vegna viðtals við Óttar Proppé um T-Line, vil ég undirritaður upp- lýsa (hann) um eftirfarandi: Ófrágengnar lóðir í Hafnarfjarð- arhöfn og hús uppi í bæ, leysa ekki faglega hlið skipaútgerðar hvað varðar aðstöðu, ef ætlunin er að vera samkeppnisfær. Um leið og Óttar upplýsti hvernig Eimskip not- ar Hafnarfjarðarhöfn, hefð mátt fylgja, hversu mikið af þeirra gáma- flutningum kemur til Hafnarfjarð- arhafnar." FRÉTTALJ Ó SMYNDIR Myndlist Bragi Ásgeirsson „World Press Photo“ nefnist ljósmyndasýning, sem árlega er sett upp í húsakynnum Listasafns ASÍ. Það er öldungis óþarfi að kynna þessa sýningu, því að svo vel er hún kynnt og tilgangur hennar, enda var þröngt á þingi, er mig bar að garði sl. sunnudag. Sýningargestirnir voru ekkert að flýta sér og stöldruðu lengi við margar myndanna og skoðuðu af innlifun og athygli — taldist mér til að fólk stæði mun lengur við en á flestum myndverkasýningum, og eru þó myndverk mun seinunn- ari í viðkynningu en ljósmyndir, og kannski var það einmitt þess vegna. Það er spilað á marga strengi á þessum sýningum, enda er til- gangur sýningarinnar svo sem segir í inngangi Ólafs Jonssonar: „að opna mönnum sýn inn í heim gleðí og harms þeirrar jarðar sem við byggum." Af nógu var að taka um heims- sögulega viðburði á sl. ári og má þess geta, að þetta úrval mynda var valið úr hvorki meira né minna en 11.043 myndum frá Ijósmynd- urum í 64 löndum. Er þá vita- skuld bæði tekið til greina frétta- gildi þeirra sem ljósmyndræn gæði. Efst á baugi má telja viðburðina í Austur-Evrópu svo og stúdenta- uppreisnina í Kína, en báðir við- burðirnir sýna nýja hlið á mannin- um, er hann rís vopnlaus gegn einræði, miðstýringu og kúgun með niðurbælda heiftina og frels- isþrána að leiðarljósi. En ljósmyndirnar tjá líka aðra og óhugnanlega hlið, sem eru umhverfísspjöll af manna völdum, en maður stendur sem lamaður fyrir framan myndir af viðlíka við- urstyggð og olíumengun í höfun- um, t.d. við strendur Alaska. Hið óvænta, skopið og gleðin fá einnig sinn skerf, og er hér t.d. eftirminnileg myndaröðin af munkunum í Tilburg, sem sýna, að líf þeirra er um sumt annað en margur hyggur. Þrautseigja mannfólksins, er býr við harðan kost hátt uppi á fjöllum Himalaja, leiðir hugann til hirðingjanna, er tóku sig upp frá Mongolíu fyrir árþúsundum og mjökuðust smám saman yfír norð- urpólinn til meginlands Ameríku. Hirðingjamir fundu lífsham- ingjuna i harðri baráttu sinni fyrir lífínu, og ekki efa ég að þeir hafí fundið til djúprar lífsnautnar þrátt fyrir heimskautsfrerann, og þetta fólk í Himalajafjöllunum hlýtur að vera mjög stolt og í beinu jarðsam- bandi við náttúruöflin. Þetta fólk í þorpinu Zanskar í hjarta Himalaja, er einangrað í 8 mánuði á ári og það er einungis, þegar frostið fer niður fyrir 30 gráður, að fært er til næstu borg- ar og tekur ferðin 12 daga. Þættu það sumstaðar afleitar samgöng- ur! Ferðast er um ævintýralegt landslag við óblíðar, háskasamleg- ar aðstæður og á stundum veðravíti. Á þennan hátt heldur sýning fréttaljósmyndara heimsins áfram að kynna okkur heiminn í fegurð sinni, gleði, reisn og því miður einnig óhugnanlegri niðurlæg- ingu. Sýningin minnir okkur á fegurð jarðarinnar,' sem við búum á, en einnig að eyðileggingaröflin eru í sókn og þau geti fyrirvaralaust náð undirtökunum, taki maðurinn ekki við sér. Mannlegi þátturinn gengur þannig eins og rauður þráður gegnum -sýninguna alla og það gefur henni framar öllu öðru lífrænt inntak, og þannig séð á hún erindi til hvers einasta ábyrgs einstaklings á jörðu hér. ' SÍL ÞAÐ SEGIR SIG SJÁLFT Siguröur Ólafsson \ PARKETGÓLF HF. er sérhæft þjónustufyrirtæki í öllum þáttum er varða parket. PARKETGÓLF HF. er grundvallað á verklegum metnaði og meira en 25 ára reynslu við parketlagnirv efnlsval, frágang og vibhald, Okkur þykir á engan hallað, þó að við fullyrðum að þjónusta okkar sé meðal þess besta sem völ er á ! Um það vitnar stór og ánægður hópur fastra viðskiptavina um land allt. Við viljum bjóða alla velkomna á sýningu um helgina í Skútuvogi 11. OPIÐ: á laugardag kl.10 - 16 á sunnudag kl. 13 -17 mmsm&MMo SKÚTUVOGI 11 • SlMI: 67 17 17 o AW, % //m\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.