Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTOBER 1990 31 Hólmfríður Rögn- valdsdóttir - Minning Fædd 17. nóvember 1898 Dáin 6. október 1990 Við hlutum þá gæfu að gista gróandi jörð um skamma stund, en bíðum þar aðeins byijar um blikandi hnattasund. (Davíð Stefánsson) Það er lítil mynd af Þrastárstöð- um í stofunni okkar, mynd sem foreldrar mínir áttu og þótti vænt um. Hvítur bær í grænni víðáttu, í baksýn blátt Höfðavatnið og sól- glitraður Skagafjörðurinn með eyj- unum fögru og Þórðarhöfða. Mér hlýnar ætíð um hjartarætur er ég lít á þessa mynd. Henni tengjast minningar frá bernsku, ljúfar minn- ingar og bjartar _um gott fólk og glaðar stundir. Á Þrastarstöðum bjuggu í tæpan aldarfjórðung hjón- in Hólmfríður Rögnvaldsdóttir og Páll Erlendsson móðurbróðir minn. Þar dvöldumst við, börn systkina þeirra, gjarnan á sumrin. Þar áttum við dýrðardaga við leik og störf við hæfi. Þar kynntumst við vinnu- brögðum sem voru á ýmsan hátt þau sömu og beitt hafa verið í ís- lenskum byggðum frá fornu fari. í grænu sumarlandinu nutum við þess að vera börn. Þó að oftast væri hlýtt og bjart utan dyra var þó enn hlýrri ylurinn sem stafaði frá frænda og frænku og vermdi okkur öll. Sumardagarnir á Þrastar- stöðuin áttu þátt í að móta okkur. Þeir fylgja okkur hvar sem við för- um. Þeir eru hluti af okkur. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, hin hljóðláta og góða húsmóðir á Þrast- arstöðum þessi löngu liðnu sumur, hafði beðið byijar nokkur ár. Gæfu- söm hafði hún gist jörðina grænu í meira en níu áratugi. Eiginmaður- inn hennar ljúfi var af heimi horfirin fyrir tæpum aldarfjórðungi þegar henni gafst byr „um blikandi hnatt- asund“. — Nú er því tími til að minnast og þakka. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir fæddist að Á í Unadal 17. nóvem- ber 1898. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Kristín, dóttir Björns bónda í Gröf á Höfðaströnd, Jóns- sonar, og konu hans, Hólmfríðar Jónatansdóttur, og_ Rögnvaldur, bóndi í Gröf og á Á, síðar í Bæ, Hofsósi og á Þrastarstöðum, sonur Jóns bónda Þorkelssonar á Hrepp- sendaá í Ólafsfirði, Skarðdal í Siglu- firði og á Reykjarhóli í Austur-Fljót- um, og konu hans, Önnu Símonar- dóttur. Hólmfríður ólst upp hjá foreldr- um sínum. Ung giftist hún Páli Erlendssyni sem verið hafði nokkur ár verslunarmaður í Grafarósi, ráðsmaður á Hólum í Hjaltadal einn vetur og eitt ár bóndi á Hofi i Höfða- strönd. Páll var sonur hjónanna Guðbjargar Stefánsdóttur, bónda á Fjöllum í Kelduhverfi, Ólafssonar, og Erlends, verslunarstjóra í Grafarósi og síðar Hofsósi, Pálsson- ar, bónda á Hofi í Hjaltadal, Er- lendssonar. Ungu hjónin hófu búskap á Þrastarstöðum giftingarárið sitt, 1916, og bjuggu þar til 1940. Þá fluttu þau til Siglufjarðar og áttu þar heima meðan Páll lifði. Hann lést 1966. Á Siglufirði stundaði Páll ýmis störf, var m.a. umboðs- maður Happdrættis Háskóla ís- lands, ritstjóri Siglfirðings, söng- kennari við Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar og um skeið við Barnaskól- ann — og kirkjuorganisti. Á búskaparárunum á Þrastar- stöðum liafði Páll löngum sinnt margs konar störfum í almanna- þágu, svo sem kórstjórn, bæði í kirkju og utan, um áratugaskeið. Hann var sakir góðrar menntunar, atgervis og fjölhæfni kallaður til hinna fjölbreytilegustu starfa. Mörg þeirra voru tímafrek — en laun munu ekki hafa goldist í samræmi við það. Oft var hann langdvölum utan heimilis og annaðist Hólmfríð- ur þá bústjórn alla. Kom sér vel fyrir þau að foreldrar hennar voru á vist með.þeim alla tíð og naut heimilið dugnaðar þeirra, verkfýsi og starfshæfni. Hólmfríði Rögnvaldsdóttur og Páli Erlendssyni varð fimm barna auðið. Dréng misstu þau nýfæddan en upp komust: Kristín Guðbjörg, f. 2. júní 1918, fyrrum skrifstofu- maður í Reykjavík. Hún er gift Jóni Árnasyni skrifstofumanni sem er látinn. Þau áttu einn son. Erlendur, f. 17. október 1920, aðalbókari við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Ilamelý Bjarna- son skrifstofumanni og eiga þau tvö börn. Jón Ragnar, f. 16. apríl 1924, d. 29. september 1987, bankastjóri á Sauðárkróki. Hann er kvæntur Önnu Pálu Guðmundsdóttur. Þau áttu sjö börn. Guðrún, f. 14. ágúst 1937, kennari í Reykjavík, gift Finni Kolbeinssyni lyfjafræðingi. Börn þeirra eru tvö. Eftir lát Páls fluttist Hólmfríður til Önnu Pálu og Ragnars á Sauðár- króki, síðan var hún nokkur ár hjá ' Guðrúnu og Finni í Réykjavík en frá 1973 átti hún heimili hjá Guð- björgu dóttur sinni. Þessi ár átti hún góða daga í skjóli ástvina sem mátu hana mikils og allt vildu fyrir hana gera. Þó kom þar að krafta þraut og síðustu þijú árin dvaldist hún á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir átti fagran og langan ævidag. Hún gift- ist ung fjölhæfum og gáfuðum gæðadreng. Hjónaband þeirra var farsælt. Þau áttu barnaláni að fagna og sáu í barnabörnunum nýja kynslóð góðs og dugmikils fólks. Samskipti þeirra við fjöl- skyldu, ættingja, vinnufólk og aðra vini einkenndust af fórnfýsi og fal- legu látleysi er sprettur af menn- ingu með rætur í góðu hjartalagi. Hvort sem heimili þeirra stóð þar sem Ennishnjúkur rís í suðri yfir gróna haga eða þar sem Hólshyrna gnæfir yfir byggðina hlýlegu í faðmi fjalla skipuðu þar öndvegi hjón sem hefðu sómt sér í hvaða virðingarsætum sem var. Þar sveif yfir vötnum listræn smekkvísi. Ekki var þar auður í garði en af þeirri auðlegð hjartans, sem hvorki fær grandað mölur né ryð, gáfu þau óspart. Þar var ekki farið í mann- greinarálit. Börn tóku þau af vol- æði og ólu önn fyrir þeim sem sín- um eigin, sumum lengi, öðrum skamma hríð. Þeir sem meira máttu sín voru þar einnig velkomnir enda umsvif húsbóndans í söngmálum og opinberum störfum slík að oft var þar margt gesta. Ég hef áður drepið á að Þrastar- staðir voru okkur frændum þeirra sumarland og undraland. Nú þykir mér það tæpast einleikið þegar ég virði fyrir mér myndina af búsinu á Þrastarstöðum að þar skuli hafa rúmast sumar eftir sumar nær tveir tugii' manna — og virtist þó hvergi þröngt. Var það kraftaverk í líkingu við það sem gerðist með brauðin og fiskana forðum? Með hóglátri mildi stýrði Hólmfríður Rögnvaldsdóttir vérkum. Aldrei vissi ég hana skipta skapi. Aldrei heyrði ég hana mæla höstum rómi. Aldrei fannst mér annað en búskap- ur á Þrastarstöðum væri skemmti- legur leikur, gott ef ekki list eins og organleikur húsbóndans og söngur þrastarins. Nú eru þau bæði horfin sjónum vorum, skammsýnna manna, Hólm- fríður Rögnvaldsdóttir og Páil Er- lendsson. Hún kveður síðust barna ‘og tengdabarna Grafaróshjóna, Guðbjargar og Erlends. Gott er að hverfa frá miklu og fögru dags- verki. Gott er að kveðja þegar stundin skamma, sem gist var á gróandi jörð, var hamingjurík og heilladrjúg. Gott er að ljúka ævi sinni. . eíns og léttu laufi lyfti blær frá hjami, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni, liggur marinn svali. (Matt. Joch.) Ólafur Haukur Árnason Raymond G. New- manjr. - Minning Fæddur 8. apríl 1956 Dáinn 5. október 1990 Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta . sálu minni hverfur þá. (H. Pétursson, Ps. 48.) Okkur langar til að minnast fyrr- verandi mágs okkar, sem var giftur systur okkar, Svöfu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust árið 1980 og giftust árið 1981 en leiðir þeirra skildu árið 1987. Þau eignuðust eina dótt- ur saman, Auði Katrínu Newman, f. 18. maí 1984. Einnig gekk Ray eldri dóttur Svöfu, Sigurrósu, í föð- urstað og reyndist henni sem besti faðir, sem sýndi sig best síðastliðinn vetur er Svafa fór að vinna í Reykja- vík og Ray og sambýliskona hans, Unnur, tóku báðar systurnar og leyfðu þeim að búa hjá sér þar til skólanum lauk. Hlaup og skokk átti stóran hlut í hans tómstundum, einnig gítarleikur og músík. Á heimili Svöfu og Rays var ávallt gott að koma og eigum við systkinin margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma. Síðastlið- in tvö ár var Ray í sambúð með Unni Þórhallsdóttur og eignuðust þau eina dóttur, Rögnu Sif. Við erum þess viss, að nú er Ray á vegum almættisins sem stýrir lífi okkar frá vöggu til grafar. Við systkinin og makar sendum öllum ættingjum og ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum þess að öllum aðstandendum veitist sá styrkur sem þarf til að bera þungan harm. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Ólöf og Ása Ásgeirsdætur. Til þín, ó Guð, ég hljóður huga sný. Við heimsins iðutorg ég þreyttur bý. Þú getur veitt mér fögnuð, Ijós og frið, Ó, faðir, ég um þína návist bið. 1 dag kveðjum við í hinsta sinn elskulegan vin. Eg með trega bg sorg í hjarta. Við sitjum hér saman mæðgurnar, lamaðar af sorg og þær spyija. „Mamma, af hveiju, af hverju?" En fátt er um svör. Minningarnar koma fram hver af annarri og sársaukinn er mikill. Mig langar að þakka kærum vini fyrir samleiðina og fyrir alla þá föðurást og umhyggju sem hann gaf dóttui' minni allt frá okkar fyrstu kynnum. Stelpunum hans þremur gaf hann alla þá ást og umhyggju sem hann bjó yfir. Sökn- uður þeirra á eftir að verðá mikill. Ég veit að nú ríkir friður í hrjáðri sál. Far þú í friði, friður pðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Unnur og Ragna Sif, Jerry, Jón og Maja, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Svafa INNROMMUN * -I Ný sending Störkostlegt úrval V.V. Gough Alvarez Edgar Hokney Klee Kandinsky Míró Picasso Chagall o.fl. Álrammar Trérammar Speglar eftir máli í rösóttum römmum PLAKATASYNING: Laugardag írá kl. 10-17 og sunnudag (rá kl. 13-17 RAMMA OPIÐ TIL KL. 14 MIÐSTOÐIN Á LAUGARDÖGUM Sara IHSJlGteniArt Mdseurir SIGTÚN 10 — SÍMI 25054 SÉRVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.