Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 HARGREIÐSLA Góð kynning á fagvinnu á Islandi Yið höfum fengið góða svör- un við línunni okkar að þessu sinni, sagði Eisa Haraids- dóttir hjá Salon Veii í samtali við Morgunblaðið, en hún sendir jafnan út til erlendra fagblaða útfærslur af klippingum sem eru í tísku hveiju sinni. Að þessu sinni þijár línur af einni klipp- ingu. Elsa sagði að viðtökurnar hefðu oft verið með ágætum, en væru með besta móti nú, myndirnar hefðu birst í fagtíma- ritum víða í Evrópu og mætti nefna á Norðurlöndum, Frakkl- andi og á Spáni. Þar hefðu þær fengið lofsamlega umsögn og því væru þær góð kynning á fagvinnu á íslandi. „Línur í hártísku eru síbreytilegar. Að þessu sinni er „sixties“-svipur með klassísku yfirbragði ríkjandi," sagði Elsa. fclk í fréttum Morgunblaðið/Ámi Sæberg TONUST Fjölmennt á opnun Púlsins Tónlistarmenn og áhugamenn um tónlist fjölmenntu á opn un nýs veitingastaðar s.l. miðviku- dag. Hann heitir Púlsinn-tónlist- arbar og er til húsa á Vitastíg 3. Púlsinn verður athvarf lifandi tónlistar og þar verður boðið upp á jazz, blús, rokk, vísna-, dans- og dægurtónlist. Fyrsti atburður- inn á nýja staðnum er 15 ára af- mælishátíð Jazzvakningar, sem stendur yfir í þijú kvöld. Séð yfir salarkynnin. Páll Þorsteinsson, Vernharður Linnet, Rikharður Örn Pálsson og Stefán Jökulsson voru meðal gesta við opnunina. Jóhann G. Jóhannsson, sem hefur verið forystumaður tón- listarmanna um árabil, sést hér á tali við Stefán Edelstein. Frá æfingu Gamanleikhússins á Línu langsokk. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulitrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 13. október verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, í borgarráði, hafnarnefnd, stjórn sjúkrastofnana, stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins og bygginganefnd aldraðra, og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar. Kd/ Kd) %j) K,d) Kd) Kd) Kd) KJ K.áP Kd' W K4 K \.d' \d’ 2\ Jk Jj\ 2f\ • % \ éá\ t GAMANLEIKHUSIÐ Lína langsokkur sjöunda verkið á fimm árum etta hefur verið reglulega gam- an, en einnig mjög erfitt. Und- irbúningur hófst í byijun þessa árs en æfingar um miðjan júní. Síðan hefur verið unnið sleitulaust, æft 4 til 6 sinnum í viku og lögð nótt við dag til-að gera sýninguna tilbúna, segir Magnús Geir Þórðarson for- svarsmaður Gamanlerkhússins sem frumsýndi um helgina bama- og fjölskylduleikritið Línu langsokk eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þórarins Eldjárn. Lína langsokkur er sjöunda við- fangsefni Gamanleikhússins á rúm- um fimm árum, en það var stofnað 29. ágúst 1985. Fyrsta verkið var Töfralúðurinn árið 1985 og síðan kom Maddúska árið 1986 og Gili- trutt sama ár. Brauðsteikin og tert- ari var sýnt 1987 sem og Gúmmí Tarsan sem gerði mikla lukku. 1988 var sett upp verkið Kötturinn fer sinar eigin leiðir sem meðal annars var flutt á leiklistarhátíðum í Hol- landi og Austurríki. Þess má geta, að Lína sjálf er leikin af Evu Hrönn Guðnadóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.