Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 20
I ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTOBER 1990 Japanska þingið; Kaifu vill fá að senda hermenn til Persaflóa Tókíó. Reuter. TOSHIKI Kaifu, forsætisráðherra Japans, sem er staðráðinn í að senda japanskar hersveitir til Persaflóa, hvatti í gær þing landsins til að styðja lagabreytingu sem gerði slíkt mögulegt. Kaifu hyggst senda friðargæslu- sveitir til Persaflóa en til þess þarf lagabreytingu þar. sem stjórnarskrá landsins, sem tók gildi eftir heims- styijöldina síðari, bannar liðsflutn- Þýskaland: Tengiliðir njósnara við Stasi ákærðir Bonn. Reuter. TVEIR fyrrverandi starfsmenn austur-þýsku öryggislögreglunn- ar Stasi, sem handteknir voru á fimmtudag, hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað sem tengi- liðir vestur-þýska njósnarans Klaus Kurons við Stasi. Játning- ar Kurons, sem var háttsettur í vestur-þýsku gagnnjósnaþjón- ustunni en á mála hjá Stasi í átta ár, urðu til þess að eitt alvarleg- asta njósnamál í sögu Þýskalands eftir heimsstyrjöidina síðari var afhjúpað. Tíu menn, grunaðir um njósnir, hafa verið handteknir í vikunni frá því Kuron játaði að hafa látið Stasi í té leynilegar upplýsingar. I yfírlýs- ingu ríkissaksóknara Þýskalands í gær sagði að Stefan E., 36 ára, og Giinther N., 54 ára, hefðu starfað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna. Giinther N. hefði verið yfirmaður þeirra deildar, sem sérhæfði sig í njósnum í Vestur-Þýskalandi. Stef- an E. hefði verið aðstoðarmaður hans. Giinther N. starfaði fyrir austur- þýsku leyniþjónustuna þar til hún var leyst upp í febrúar. Stefan E. reyndi hins vegar að fá Kuron til að vinna fyrir sovésku leyniþjón- ustuna KGB eftir þann tíma, síðast á laugardag fyrir viku eða þremur dögum eftir sameiningu þýsku ríkjanna. inga Japana til átakasvæða í öðrum löndum. Báðar deildir þingsins þurfa að samþykkja lagabreytinguna. Flokk- ur Kaifus, Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn, er í meirihluta í neðri deildinni en athyglin beinist að efri deildinni, þar sem flokkurinn er í minnihluta og hefur 110 þingmenn af 253. Aðeins Lýðræðislegi sósíal- istaflokkurinn, sem hefur tíu þing- menn í deildinni, hefur lýst yfir stuðningi við breytinguna. Forystu- menn sósíalista og kommúnista hafa sagt að þeir muni beijast gegn henni. Gengið verður tii atkvæða um málið á mánudag eða þriðjudag. Kaifu hefur lofað að styrkja bandarísku og alþjóðlegu hersveit- irnar við Persaflóa með 2 milljörð- um dala en George Bush Banda- ríkjaforseti hefur óskað eftir því að Japanir sendi einnig liðsafla og birgðir til svæðisins. Reuter Sigurviss táningsstúlka með mynd af Michel Aoun framan á sér. Myndin var tekin fyrir utan stöðvar Aouns í austurhluta Beirút í gær. Sýrlenskar sveitir umkringja austurhluta Berút: Aoun slapp frá tilræði Harðir bardagar milli sveita kristinna í borginni París. Beirút. Reuter. MICHEL Aoun, yfirmaður hersveita kristinna manna í Líbanon, slapp naumlega er honum var sýnt banatilræði í gær, en þá kom einnig til harðra bardaga í Beirút milli liðsmanna hans og ann- arra sveita hægrimanna sem nefnast Hersveitir Libanons. Enn- fremur hafa sýrlenskar hersveitir umkringt hverfi kristinna og er óttast að í odda muni skerast milli þeirra og sveita Aouns. Aoun var að ávarpa stuðnings- menn sína í höfuðstöðvum sveita hans í austurhluta Líbanons er maður úr hópi viðstaddra skaut tveimur skotum í átt til hans. Slapp Aoun en skotin hæfðu lífyörð hans. Fimm mínútum síðar birtist Aoun aftur og hvatti til þess að kristnir menn slægju skjaldborg um hverfi kristinna til þess að koma í veg fyrir árás sýr- lenskra hersveita. Þúsundir þeirra umkringdu hverfi kristinna í fyrra- dag og mun Elias Hrawi forseti Líbanons hafa óskað eftir liðveislu sveitanna við að baela niður upp- reisn gegn stjóm hans. Aoun við- urkennir ekki stjórn Hrawis sem hefur beðið Sýrlendinga að kné- setja hinn herskáa leiðtoga krist- inna. Hinar stríðandi sveitir kristinna manna beittu skriðdrekum er þær börðust í hverfunum Ashrafiyeh og Nabaa í gær. Svo hörð voru átökin að mörg hundruð íbúa leit- uðu skjóls í neðanjarðarbyrgjum. Franska stjórnin hvatti stríðandi fylkingar í Líbanon í gær til þess að forðast blóðbað og lagði til að þær féllust á svonefnda Taif-friðaráætlun Saudi-Araba. Hún gerir ráð fyrir því að Sýrlénd- ingar kalli heri sína heim frá Líbanon pólitísks jafnræðis milli kristinna manna og múslima. ■ MOSKVU - Atvinnulausum Sovétmönnum gæti fjölgað um tíu milljónir á næstu átján mánuðum ef komið verður á róttækum efna- hagsumbótum í Sovétríkjunum, að því er Vladímír Stsjerbakov, yfirmaður atvinnumálaráðs lands- ins, sagði á fimmtudag. Albert Jakovlev, formaður Verkalýðsr- áðs Sovétríkjanna, sagði að nú væru 2,5 milljónir Sovétmanna án atvinnu, en aðrir embættismenn telja þessa tölu alltof lága vegna hins dulda atvinnuleysis í landinu. ■ MOSKVU - Breska flugfé- lagið British Airways og sovésk flugmálayfirvöld hafa gert samn- ing um að vinna að stofnun nýs alþjóðlegs flugfélags með höfuð- stöðvar í Moskvu. Flugfélagið hef- ur verið nefnt Air Russia til bráðabirgða og er gert ráð fyrir því að sovéska flugfélagið Aero- flot eignist meirihluta hlutabréfa. British Airways hyggst veija tutt- ugu milljónum punda, tæplega 2,2 milljörðum ÍSK, í flugfélagið. ■ BONN - Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að Þjóð- veijar þyrftu að sýna sovéskum hermönnum og ijölskyldum þeirra í landinu, alls um 600.000 manns, þolinmæði og skilning þar sem aðstæður þeirra hefðu breyst mjög eftir sameiningu Þýskalands. Hann sagði þetta eftir að hafa undirritað samning við Sovétmenn um sovésku hersveitimar í Austur-Þýskalandi en samkvæmt honum verða þær í landinu þar til í lok ársins 1994. Höfuðkúpa hefur verið sett á stöng við innganginn að herbúðum uppreisn- arsveita Prince Johnsons í einu af úthverfum Monróvíu, höfuðborgar Líberíu. Uppreisnarmennirnir segja að höfuðkúpan sé af Samuel Doe, fyrrum forseta landsins, sem þeir myrtu nýlega með hrottalegum hætti. Reulcr Höfuðkúpa Does til sýnis ■ LUNDÚNUM - Lögreglan í Lundúnum skýrði frá því í gær að Díana prinsessa, eiginkona Karls krónprins, hefði verið stöðv- uð á bíl sínum vegna hraðaksturs skammt frá Kensington-höll á mánudag. Prinsessan var á 90 km hraða þar sem hámarkshraðinn var 50 km. Lögreglan veitti henni áminningu en sektaði hana ekki. EB-EFTA: Ekkert miðaði í samkomu- lagsátt í EES-viðræðum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréltaritara Morgunblaðsins. EKKERT miðaði í samkomulagsátt um stjórn Evrópska efnahags- svæðisins (EES) á sameiginlegum fundi Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) í Brussel í vikunni. Framkvæmdastjórn EB hafði lagt fram til kynningar tillögur sem verið hafa til umfjöllunar innan EB undanfarið en samkvæmt heimildum í Brussel höfnuðu fulltrúar EB formlegum umræðum um tillögurnar á fundinum vegna ágreinings innan bandalagsins um þær. Fundurinn var í samningahópi V sem fjallar um lagalegar hliðar væntanlegs samkomulags og stofnanir í tengslum við það. Um miðjan síðasta mánuð lagði fram- kvæmdastjórn EB fram uppkast að tillögu um fyrirkomulag sam- ráðs við EFTA um störf nefnda innan EB sem fjalla um fram- kvæmd reglugerða. Nefndir þess- ar starfa undir forystu fram- kvæmdastjórnarinnar og fjalla um allar útfærslur á samþykktum bandalagsins. Náist ekki sam- komulag innan nefndanna verður að skjóta málum til ráðherra- nefndar. í tillögum framkvæmda- nefndarinnar er ekki gert ráð fyr- ir formlegu samráði við EFTA- ríkin heldur að framkvæmda- stjómin hafi milligöngu á milli nefndanna og EFTA. Jafnframt hyggst framkvæmdastjómin hafa samráð við sérfræðinga EFTA við undirbúning tillagna/em leggja á fyrir nefndir EB. Á þann hátt muni skapast möguieikar á því að taka tillit til óska EFTA. EFTA mun hins vegar ekki fá tillögur í hendur fyrr en þær hafa verið sendar ráðherraráði til afgreiðslu. Á því stigi getur EFTA óskað eftir fundi á þeim sameiginlega vettvangi sem komið verður á samkvæmt samkomulaginu. Sam- kvæmt þessu verða engir sameig- inlegir sérfræðingafundir á milli EFTA og EB, framkvæmdastjóm- in mun bera allar upplýsingar á milli, að því er virðist munnlega, í hvert skipti. Af því sem komið hefur fram af EFTA hálfu um samráð þessara nefnda eru þessar hugmyndir EB óaðgengilegar fyr- ir Fríverslunarbandalagið. Af hálfu EB er því með öllu hafnað að samráðið við EFTA geti tafið ákvarðanir innan bandalagsins. Á fundinum var einnig fjallað um á hvaða hátt reglurnar um EES skyldu gerðar gildandi innan EFTA en EB vill að þær verði hluti af þjóðarrétti aðildarríkj- anna. EFTA-ríkin hafa lýst sig reiðubúin til að standa að sameig- inlegum eftirlitsstofnunum jafn- framt því sem haldið verði opnum þeim möguleika að einstök aðild- arríki setji á fót eftirlitsstofnanir vegna feimni við yfirþjóðlegt vald. Búist er við því að yfirsamninga- nefndin sem heldur fund í Brussel í næstu viku samþykki að veita samningahópum I-IV umboð til að gera uppkast að samningi um EES. Þá er talið líklegt að óform- legur ráðherrafundur EFTA-ráð- herra í Genf 22. og 23. október taki afstöðu til hugmynda EB um stjórn EES og leggi fram tillögur á móti.' Að sama skapi er líklegt að nauðsynleg styrking stofnana EFTA og mögulegar nýjar stofn- anir á vegum bandalagsins verði á dagskrá þess fundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.