Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands á nýju starfsári _________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Fyrsta breytingin sem tónleika- géstir sinfóníunnar upplifðu í upp- hafi starfsárs var ný tímasetning tónleikanna. Kl. 20 er ekki venju- legur tími fyrir tónleika á íslandi. Þessi tónleikatími er ekki óvenju- legur erlendis, en hafa verður í huga að vinnutími fólks er lengri hér en víðast annars staðar og hætt er við að verkafólk a.m.k. geti átt í nokkrum vandaræðum með að ná inn áður en dyrnar lok- ast kl. 20, en allt þetta kemur í ljós. Önnur breytingin var að fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar var ekki til að taka á rnóti gestum, sem venja hans var. Ástæðan fyrir þessari fjarveru gæti hafa verið nýmóttekið uppsagnarbréf frá menntamálaráðherra. Þar sem staða framkvæmdastjóra er launuð af almannafé finnst sumum skatt- greiðendum að þeir eigi einhvern rétt á því að vita hvað fram- kvæmdastjórinn hefur brotið það af sér að uppsögn hafi verið nauð- syn. Ráðherra segir ástæður sér ókunnar, hafi aðeins framkvæmt ákvörðun annarra, óvenju ráðþæg- inn ráðherra það, en kannske gild- ir annað þegar um uppsagnir er að ræða en þegar skipað er í stöð- ur? Þriðja nýnæmið var, þegar les- in var efnisskrá, að þar fannst enginn gefandi að blómskrúði því sem skreytti hljómleikapall. Tón- leikar í litum verður tískan í-vetur og fleira mætti sjálfsagt finna sem til breytinga telst og vonandi er þetta allt til bóta og stundum eru breytingar réttlætanlegar þótt ein- göngu séu breytinganna vegna. Tónleikar hljómsveitarinnar hófust með forleiknum Fingalshellir op. 26, eða „Hin einmana eyja“, eins og Mendelssohn upphaflega nefndi þennan forleik. Ekki er rétt sem stendur í efnisskrá að M. hafi lok- ið verkinu í Róm ári eftir að hann var á ferð um Suðureyjar. M. lauk síðustu umskrift forleiksins tveim til þrem árum síðar og stjómaði sjálfur í Berlín 1833. En hvað um það, hér var forleikurinn fluttur án þeirra töfra og ævintýramynda sem hann býr yfir, enda undirtekt- ir áheyrenda samkvæmt því. Sall- inen er eitt þekktasta núlifandi tónskáld Finna og þó kannske fyrst og fremst fyrir óperur sínar og í ópem sinni „Riddarinn“ notar Sall- Dagnr hvíta stafsins Alþjóðlegur dagur hvíta stafs- ins er á mánudag. Hvíti stafurinn er aðalhjálpartæki blindra og sjónskertra við að komast leiðar sinnar og jafnframt forgangs- merki þeirra í umferðinni. í frétt frá Blindrafélaginu, sam- tökum blindra og sjónskertra á ís- Til sölu: FeHsmúli - 5 herb. Falleg íbúð á 1. hæð. Tvennar svalir. Ágæt sameign. Ákv. sala. Einar Sigurðsson, hrl., Garðastræti 11, s. 13143 laugard. og sunnud. og 16767 eftir helgi. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSOM FRAMKVÆMDASTJORI KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, loggiltur fasteignasali Til sölu eru að koma m.a. eigna: Úrvals íbúð - útsýni, bílskúr 5 herb. íbúð á 3. hæð, 112 fm, auk geymslu og sameignar, við Háaleit- isbraut. Öll eins og ný. Stórar stofur. Nýtt eldhús ofl. Bílskúr. Frá- bært útsýni. Við Vallargerði Kópavogi Ný endurbætt stór og góð 2ja herb. íb. á jarðhæð. 65 fm nettó. Sér- inng, sérhiti. Stór skáli. Ræktuð lóð, 4býli. Vinsæll staður. Skuldlaus eignaskipti. Á vinsælum stað í Laugarneshverfi Stór og góð 3ja herb. íb. við Rauðalæk. Lítið niðurgrafin í kj. Sér inng., sérhiti. Nýtt gler og fl. Ræktuð lóð. Verð aðeins kr. 5,3 millj. gegn góðri útborgun. Efri hæð á útsýnisstað við Digranesveg Kóp. 5 herb. um 120 fm. Öll ný endurbyggð. Sér þvottah. á hæð. Sérinngangur, Sérhiti. Bílskúrsréttur. Á vinsælum stað á Nesinu jarðhæð í þrfb.húsi. 4ra herb. 106 fm nettó. Allt sér. (Inngangur, hiti, þottah). Ný vistgata. Skuldlaus. Ný úrvals íb. - sérþvottahús Við Næfurás 68,8 fm nettó. Innréttingar og tæki af bestu gerð. Út- sýni. Húsnæðislán kr. 1,7 millj fylgir. Ennfremur góðar 2ja herb. íbúðir við: Stelkshóla, Dúfnahóla, Asparfell, Víkurás og Miðvang í Hafnarfirði. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Helst í vesturbænum í Kópavogi óskast til kaups einbýlishús um 120-150 fm. Skipti möguleg á úrvals sérhæð, rúmir 100 fm, auk bílsk. á vinsælum stað í hverfinu. Orðsending til viðskiptamanna okkar í viðskiptum með húsbréf þurfa aðilar að kynna sér rækilega afföllin af húsbréfunum. • • • Opiðídagkl. 10-16 Fjöldi fjársterkra kaupenda Viðskiptum hjá okkur fylgja ráðgjöf og traustar upplýs- ingar. ALMENNA FASTEIGNASAIAM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 inen þijá af fjórum „draumsöngv- um“ sem fínnska söngkonan Soile Isokoski flutti við leik hljómsveit- arinnar. Þunglyndislegir söngvar, sem finnsk tónlist gjarnan er, en vel skrifuð. Óvenju falleg og vel þjálfuð söngrödd Isokoski naut sín mjög vel í þessum alvarlegu söngv- um. „Lítil svíta fyrir strokhljóm- sveit“ eftir Árna Björnsson iðar af músik og skilaði stroksveit hljómsveitarinnar fjórum þáttum svítunnar sérlega fallega og vel. Bryndís Gylfadóttir kynnti sig sem konsertmeistara með lítilli en áber- andi fallega fluttri einleiksstrófu á sellóið í Næturljóðaþætti svítunn- ar. Ámi Björnsson, sem er 85 ára á þessu ári, var mættur að venju, en þeir eru víst fáir sinfóníutónleik- arnir sem hann hefur látið fram hjá sér fara. Af sínum meðfædda virðuleik og hógværð tók Árni við þökkum og hamingjuóskum áheyr- enda sem birtust í löngu og þéttu lófaklappi. Ekki er ástæða eða tími til að lýsa svítunni hér, en full af lifandi músik er hún og hver spyr að því eftir hundrað ár hvort verk- ið hafi verið tískulegt eða ekki, þegar aðeins eftir lifir það sem hjartað skóp. Luonnotar eftir Si- belius fyrir hljómsveit og söngrödd er mjög áhugavert en óvenjulegt verk frá hendi höfundar. Mjög er- fitt í söng svo að á köflum velti maður fyrir sér hvort hljómsveitin og söngkonan væru í sömu tónteg- und, eða hvort Sibelius væri að reyna sig í póli-tóntegundum, en hvað sem því líður sýndi Soile Iso- koski yfirburði í flutningi þessa tónverks Sibeliusar. Brahms er ekki heimur Sakaris ennþá a.m.k., en mikils virði er fýrir hann að fá tækifæri með SÍ að safna og æfa upp „repertuar“ ef tækifæri bjóð- ast síðar á stærri mörkuðum, þetta er jú tækifæri sem ekki síður ætti að standa íslenskum stjómendum til boða. í öðrum þætti fjórðu sin- fóníunar var næst komist innihaldi verksins. Ekki þarf að reka á eftir Brahms, hann spilar sig sjálfur ef hann er látinn nokkurnveginn í friði. Allar yfirdrifnar og þarflaus- ar hreyfingar stjómandans em hættulegar. í raun þarf stjórnand- Soile Isokoski inn ekki mikið annað en hugsa það sem hann vill segja, hljómsveitin skilur það. Taktslagið stjómar spili hljómsveitarinnar, einnig tón- myndun, stórar og áherslumiklar hreyfingar skapa grófan og stress- aðan tón, sem allt of oft heyrðist hjá blásurunum, auk þess að ná- kvæmni í samspiii glatast. Sú spurning hlýtur oft að koma upp hvort ekki væri viturlegra að reyna að fá hingað stjórnendur með reynslu og nafn í stað þess að binda hljómsveitina við unga menn sem era að safna sér reynslu. landi, er skorað á ökumenn að virða hvíta stafinn sem stöðvunarmerki. Vegfarendur em hvattir til að sýna blindum og sjónskertum fyllstu til- litssemi í umnferðinni og að bjóða fram aðstoð sína ef þurfa þykir, með því að rétta fram handlegginn, svo að hinn blindi eða sjónskerti geti fylgt honum eftir. tomiMDuDáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Sölvi Sölvason í Reykjavík skrifar mér vinsamlegt og at- hyglisvert bréf sem hér fer á eftir lítt stytt: „Kæri Gísli. Eg er fastur lesandi þáttar þíns um íslenskt mál í Morgun- blaðinu á laugardögum, og vil byrja á því að þakka fyrir góðan þátt. Ástæðan fyrir þessu bréfi eru áhyggjur mínar af íslenskum framburði. Ég er aðeins áhuga- maður um íslenskt mál ..., en langar samt til þess að léggja orð í belg því ég vil gjarnan fá að vita hvort áhyggjur mínar em á rökum reistar eða hvort þær eru einungis hugarburður. Best að koma sér að efninu. Skilningur minn á íslenskum framburði hefur verið sá að áhersla skuli vera á fyrsta at- kvæði í orði, og aukaáherslur á þriðja, fimmta o.s.frv. Hef ég einfaldur áhugamaðurinn haldið að rammíslenskur framburður væri eitt af mikilvægari atriðum íslenskrar tungu. Ég tel að á útvarpsstöðvunum starfi nokkuð af fólki, helst fréttamenn, sem talar ekki með almennilegum íslenskum fram- burði, fyrir utan allar^ aðrar ambögur sem nóg er af. Áhersla í framburði þeirra kemur yfir- leitt seinna í orði, til dæmis ef sagt er Guðrún Gunnarsdóttir, þá er aðaláherslan lögð á ó í dóttir og orðin borin fram með einhverskonar sönglanda. Þetta er eitt dæmi af fjöldamörgum, sem ég tel ástæðulaust að telja upp. Besta skýringin fæst með því að hlusta. Legg ég til, ef bréfkom þetta vekur einhvern áhuga þinn, að þú hlustir til dæmis á fréttir og auglýsinga- lestur á útvarpsstöðinni Bylgj- unni til að heyra dæmi um þenn- an einkennilega sönglanda íslenskrar tungu. Auglýsinga- „lesturinn" er þó sýnu verstur. Hann er skýrt dæmi um það sem hefur stundum verið kallað „flugfreyjumál“. Að mínu mati er þetta að verða æ algengara. Til dæmis er illmögulegt að álp- ast inn í nokkum stórmarkað á höfuðborgarsvæðinu nú til dags, án þess að heyra „flugfreyju- mál“ í öllum kallkerfum, að aug- lýsa vörur og lýsa eftir hinum og þessum. Hef ég mikinn áhuga á að heyra áiit þitt á þessum fram- burði, hvort ég þjáist af ein- hverri íslenskutaugaveiklun eða hvort þú telur þessar áhyggjur á rökum reistar. Ein spurning ótengd fram- burði. í fréttum ríkisútvarps er alltaf sagt í „gærkvöld". Spurn- ingin er í stuttu máli: Af hveiju er ekki sagt „í gærkvöldi“? Ér ekki beygingin: kvöld-kvöld- kvöldi-kvölds, og er ekki um þágufall að ræða, ef sagt er að eitthvað gerðist í gærkvöld(i)? Væri ég þakklátur ef þú gæt- ir svarað einhveiju um þessar vangaveltur mínar í þætti þínum ef þú telur það eiga heima þar...“ Umsjónarmaður þakkar bréf- ritara kærlega fyrir tímabærar vangaveltur. Þessi þáttur er ein- mitt vettvangur fyrir bréf frá áþugamönnum um íslenskt mál. Verði þeir sem flestir. Skjótt er af því að segja að skoðanir bréfritara á íslenskum framburði eru hárréttar að mati umsjónarmanns. Og áhyggjur hans eru ekki ástæðulausar, því miður. Umsjónarmaður er að vísu sjaldséður fugl á stórmörk- uðum höfuðborgarinnar og ekki meðal þrautseigustu hlustenda Bylgjunnar, en hann hefur vitn- isburði skilríkra manna sam- hljóða því sem Sölvi Sölvason segir um „nokkuð af fólki“. Menn eru hér misjafnir sem annars staðar. Hvað er til ráða? Kenna mönnum réttan framburð ár eft- ir ár allan hinn langa skóla- göngutíma, eins og ég veit að gert er t.d. í Menntaskólanum á Akureyri. Þá væri naumast frá- leitt að hugsa sér að sæmilegt málfar væri gert að skilyrði þess, að menn fengju framsagnarstörf á útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Að öðru leyti hvet ég fólk, sem starfar við vörpin, til þess að vanda framburð sinn eftir rétt- um lögum þeirrar tungu sem við tókum í arf og er líftaug þjóðern- is okkar. 559. þáttur Þá er það spurningin um gærkvöld. Nú vill svo til að við getum táknað tímann hvort heldur er í þolfalli eða þágufalli. Við getum sagt: hann var hér á daginn og: hann var hér á dög- unum. Við getum líka sagt: hann var vikuna fýrir páska og: hann var hér í páskavikunni. Fréttamenn ríkisútvarpsins verða því ekki sakaðir um rangt málfar, þótt þeir segi „í gær- kvöld“. Þeir mættu hins vegar alveg eins segja: „í gærkvöldi". Þetta er smekksatriði. ★ Þótt sögnin að spenja (=teygja, lokka, hæna að sér) sé orðin harla fáheyrð um okkar daga, sbr. 554. þátt, þá kunnu orðslyngir menn auðvitað skil á henni. Jóhannes úr Kötlum kvað: Ef mitt rénar andlegt slen, óðar spen ég fólkið kven. Mína ben þá mildar pen Magdalena Thoroddsen. ★ 1) Mér er í minni, þegar Kristján skáld frá Djúpalæk sagðist hafa heyrt þá kyndugu frétt að „fótleggurinn" hefði verið tekinn af Tito. Svo var að heyra á þessu að allt, sem utan á fótleggnum var, hefði verið skilið eftir. Sannleikurinn var sá að fóturinn hafði, út úr neyð, verið tekinn af hinum fræga manni. En vitleysan með fót- legginn heldur áfram í íslensk- um fréttum og kvikmyndatext- um. Englendingar geta sagt: The doctor amputated the soldi- er’s wounded leg. Hér virðast menn ekki gæta þess að leg merkir fótur, og þýðingar- og hugsunarvillan „fótleggur“ veð- ur uppi. 2) Auglýst er eftir sögninni að hvessa. Ég hef ekki heyrt hana lengi í fréttum. En það „bætir“ hins vegar ósjaldan „í vind“. 3) Lík stóðu uppi svo og svo lengi; eftir því hversu langt var til greftrunar. Nú standa hins vegar ýmsir uppi „sem sigurveg- arar“, jafnvel skákmenn sitjandi við taflborðið. Nær lagi væri þá að menn stæðu upp sigurvegar- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.